Dagur - 11.02.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 11.02.1985, Blaðsíða 11
11. februar 1985 - DAGUR - 11 t Minning: Anna Arnfríður Stefánsdóttir Fædd 1. des. 1909 - Dáin 29. jan. 1985 Enn hefur brostið hlekkur í keðj- unni sterku, sem tengir saman ættmenn og vini. Enn hefur stórt skarð verið brotið í frændgarð- inn, Anna er dáin. Hún frænka mín, sem frá fyrstu bernsku minni hefur verið í sjónmáli. Oft greiddi hún götu mína á einn og annan hátt og margar kærar minningar tengjast henni. Stutt var milli bernskuheimil- anna. Faðir minn bjó með fjöl- skyldu sinni á Brautarhóli í Svarfaðardal. En á næsta bæ, í Gröf, bjó systir hans og mágur, foreldrar Önnu. Túnin lágu sam- an og vináttan var óvenju traust. Mörg verk voru unnin í félagi, og börnin voru eins og einn systk- inahópur. í bernsku fannst mér heimiíi mitt vera á báðum bæjun- um, enda nefndi ég föðursystur mína mömmu í Gröf. Þessa sam- stöðu og kærleika fengu börnin í arf, Anna þó líklega öðrum fremur. Hún bar sterkt svipmót ættar sinnar og uppruna. En auk þess tók hún og eiginmaður hennar við búsforráðum í Gröf af foreldrum hennar. Hún var því lengi á næstu grösum við okkur á Brautarhóli. Fegar ég var 18 ára að aldri var ég eitt sumar hjá þeim hjónum. Síðar, er þau voru nýflutt í Böggvisstaði við Dalvík, bjó ég á heimilinu heilan vetur. Og enn seinna var ég næstum daglegur gestur þeirra, er ég árlangt var við störf á Dalvík. Heimilið og heimilishætti þekkti ég því vel og á margar indælar minningar þaðan. Anna var greind, fróð, skemmtileg og mjög trygglynd en þó dul á eigin tilfinningar. Hún hafði til að bera mikinn persónu- leika en var jafnframt hlý og elskuleg. Ég vissi vel, að skap hennar var talsvert, eins og hún átti ætt til, en þess varð aldrei vart. Hún var alltaf í jafnvægi, róleg og traust. Heimilið var stórt, þar sem börnin urðu 9 talsins. Þar að auki tóku þau hjónin að sér einstæð- inga og gamalmenni, sem voru á vegum þeirra til endadægurs. Hús þeirra var ætíð opið gestum og gangandi. Oft líktist það mest hóteli, þegar nætur- og dvalar- gestir komu þangað úr ýmsum áttum. Allir fundu, að þeir voru velkomnir. Glaðværð og gestrisni húsráðenda laðaði fólk líka að. Húsmóðirin á þessu stóra heimili átti því oft annríkt. Þrátt fyrir það gaf hún sér tíma til að hafa í heiðri þá gamalgrónu ís- lensku menningu, sem kvöld- vökurnar á sveitaheimilum voru löngum. Anna var mjög góður upplesari. Enda dró hún að sér bæði gesti og heimafólk, þegar hún á vetrarkvöldum tók sér bók í hönd og las upphátt fyrir þá, sem hlusta vildu. Eg man vel, hve ég flýtti mér að ganga frá stílum og heimaverkefnum nemenda minna til að geta farið niður og hlustað á Önnu lesa. Oft var um merk skáldrit að ræða, sem urðu enn áhrifameiri, þegar hún flutti þau. Meðan hún þannig skemmti okkur öllum, gleymdi húsmóðir- in og móðirin ekki öðrum hlut- verkum sínum. Þó að hún væri að lesa, gengu prjónarnir ótt og títt í höndum hennar, svo að sokkur- inn eða vettlingurinn á lítinn fót eða hönd lengdist óðum. Önnu og systkinum hennar var átthagatryggð í blóð borin. Þau settust öll að á heimaslóðum. Það hafa flest börn hennar gert líka. Þegar ég á síðari árum hef komið eins og farfugl norður á bernsku- stöðvarnar, hef ég orðið vitni að því, að enn var oft fjölmenni á heimili þeirra hjóna. Samstaða er mikil meðal barna, tengdabarna og barnabarna, og enn virtist mér móðirin, tengdamóðirin og amm- an vera miðpunktur hópsins. Þannig hafa vinsældir þeirra hjónanna ætíð verið hinar sömu, hvar sem þau hafa búið. Anna fæddist að Völlum í Svarf- aðardal 1. desember 1909. For- eldrar hennar voru hjónin Filipp- ía Sigurjónsdóttir frá Gröf og Stefán Arngrímsson frá Þor- steinsstöðum. Voru þau bæði svarfdælskrar ættar að langfeðga- tali. Árið 1911 fluttu þau með Önnu að Þorsteinsstöðum, þar sem þau stunduðu búskap á hluta jarðarinnar í 2 ár uns þau fluttu að Gröf vorið 1913. Þar andaðist Stefán vorið 1945. En móðirin var á heimili Önnu allt til æviloka haustið 1958. 29. apríl 1934 giftist Anna frænda okkar beggja, Jóni Jóns- syni, sem þá var skólastjóri gagn- fræðaskólans á Siglufirði. Fyrstu 2 hjónabandsárin áttu þau heima á Völlum en fluttu að Gröf vorið 1936 og tóku við búsforráðum þar. Á vetrum þurfti Jón að sinna skólastjórastörfum sínum á Siglufirði. Hvíldi þá umsjá bús og barna á eiginkonunni. En frænka hennar og foreldrar réttu hjálpar- hönd og sáu alveg um búskapinn einn vetur, meðan Anna dvaldi á Siglufirði hjá manni sínum. Að lokum fór svo, að Jón sagði upp skólastjórastöðu sinni. Þegar börnunum fjölgaði, varð Gröf of lítil jörð til að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Þá fluttu þau öll að Böggvisstöðum við Dalvík. En jafnframt búskapnum kenndi Jón við Dalvíkurskóla. Því hélt hann áfram, er leiðin lá síðar til Dalvíkur. En auk kennslunnar gegndi Jón ýmsum öðrum opinberum störfum. Á Völlum fæddust þeim syn- irnir Stefán og Gunnar. Stefán er búsettur á Dalvík, en Gunnar er bóndi í Brekku í Svarfaðardal. í Gröf fæddust börnin Jón Anton, Helgi, Filippía, Gerður og Kristján Tryggvi. Þau búa öll á Dalvík, nema Kristján, sem flutti til Reykjavíkur vorið 1984. Yngstu dæturnar Svanfríður og Hanna Soffía eru fæddar á Böggvisstöðum og eru báðar bú- settar á Dalvík. Börnin eru öll gift og eiga afkomendur. Hópur- inn þeirra Önnu og Jóns er því orðinn stór. En hann var þeim líka til gleði, því að allt er þetta dugnaðar- og mannkostafólk. Hin síðari ár átti Anna við heilsubrest að stríða. Einnig því tók hún með jafnaðargeði og var alltaf glaðleg og hress í tali. Börnin hafa reynst foreldrunum vel eins og Jón og Anna reyndust foreldrum hennar. Það er huggun harmi gegn, að Jón á marga og góða að, þegar hann er nú einn í íbúð þeirra á heimili aldraðra að Dalbæ á Dalvík, mjög farinn að líkams- kröftum. Ég er þess fullviss, að minningarnar mörgu og hlýju frá meira en 50 ára farsælli sambúð eiga líka eftir að verma hann á ókomnum dögum. En missirinn er mikill, það veit ég vel. Svo vill löngum verða hjá þeim, sem mik- ið hafa átt. Símtölin mín við Önnu frænku mína verða ekki fleiri. Ég harma það að geta ekki farið norður að útför hennar og kvatt hana þann- ig í hinsta sinn. En með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka einlæga vináttu hennar og tryggð við foreldra mína og alla fjölskylduna frá Brautarhóli. Mig langar líka að þakka þann kær- leika, sem þau hjónin auðsýndu eiginmanni mínum, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann mat bæði Önnu og Jón að verð- leikum. Að lokum bið ég Guð að styrkja ykkur öll, sem nú eruð harmi slegin. Guð blessi þig, Jón minn, og ástvinina þína. Þið eigið öll dýrmætan arf í minningunni um elskulega, góða og mikilhæfa konu. Lilja S. Kristjánsdóttir. Framsóknarvist Síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður miðvikudaginn 13. febrúar að Hótel KEA kl. 20.30. Heildarvinningur: Flugfar fyrir tvo til Reykjavíkur. Einnig verða góð kvöldverðlaun. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur námskeið í ræðumennsku og fundar- sköpun, dagana 15., 16. og 17. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið í Þingvallastræti 14 og hefst kl. 20.30 föstudaginn 15. febrúar. Leiðbeinendur verða Snorri Konráðsson varafor- maður M.S.Í. og Signý Pálsdóttir leikhússtjóri LA. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í námskeiðinu og láti skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 26800 milli kl. 9 og 11 f.h. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Óseyri 4, Akureyri, þingl. eign Haga hf., fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akureyrar, Iðnlánasjóðs, Sigríð- ar Thorlacius hdl., Iðnþróunarsjóðs, Framkvæmdastofnunar rikisins, Sambands almennra lífeyrissjóða og Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík, á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Gránufélagsgötu 19, e.h., Akureyri, þingl. eign Stefáns Hermannssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 15. febrúar 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Skarðshlíð 25a, Akureyri, þingl. eign Sig- urbjörns Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., bæjarsjóðs Akureyrar og Steingríms Eiríkssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grenilundi 7, Akureyri, þingl. eign Tryggva Pálssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka fslands, Gunnars Sólnes hrl., Ragnars Steinbergssonar hrl. og inn- heimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Kaupangi v/Mýrarveg, A-hluta, Akureyri, þingl. eign Tryggva Pálssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlána- sjóðs og Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Kaupangi v/Mýrarveg, O-hluta, Akureyri, þingl. eign Verslunarmiðstöðvarinnar hf., fer fram eftir kröfu Ragn- ars Steinbergssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Kaupangi v/Mýrarveg, H-hluta, Akureyri, þingl. eign Smára hf., fer fram eftir kröfu Ragnars Steinbergs- sonar hrl. og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.