Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. febrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR, RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Klofningur um fjárhagsáætlun Lagt hefur verið fram frumvarp að fjárhagsáætl- un fyrir Akureyrarkaupstað 1985. Mörg undan- farin ár hefur bæjarstjórn Akureyrar staðið ein- huga að fjárhagsáætlunum, en nú bregður svo við að minnihluti sjálfstæðismanna og krata kýs að standa utan við og er fjárhagsáætlun því á ábyrgð meirihlutans eins. Ágreiningurinn stendur um gjaldtöku bæjar- ins. Meirihlutinn tók þá ákvörðun að breyta verulega tekjuöfluninni, færa hana úr formi út- svars á einstaklinga yfir í aukinn fasteignaskatt á fasteignaeigendur og fyrirtæki í bænum. Undanskildir þessari aukningu á fasteignaskatt- inum eru þó eldri borgarar Akureyrarbæjar, en jafnframt þeirri tilfærslu frá útsvörum yfir á fasteignaskatt var gengið enn lengra en áður í afnámi og niðurfellingu fasteignaskatts á tekju- litlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Þessi til- færsla veldur því að fyrirtæki og eignamiklir að- ilar í bænum taka í auknum mæli þátt í skatt- greiðslum til bæjarins. Er það í samræmi við það sem allir hafa hingað til verið sammála um, að til þessa hafi það fyrst og fremst verið almennir launþegar sem orðið hafi fyrir skakkaföllum vegna þeirra nauðsynlegu efnahagsráðstafana sem ríkisstjórnin þurfti að gera. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar vill breyta þessu með þeim tilfærslum á gjöldum sem nú hafa séð dagsins ljós í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarins. Segja má að sjálfstæðismenn séu trúir hug- sjónum sínum og varðgæslu fyrir efnamenn í þjóðfélaginu með afstöðu sinni til fjárhagsáætl- unar að þessu sinni. Strax þegar meirihlutinn ákvað að auka álag á fasteignaskattinn, með því fororði þó að það kæmi útsvarsgreiðendum til góða, ákváðu þeir að setja sig á móti fjárhags- áætluninni. Er það í fyrsta skipti í fjöldamörg ár sem minnihlutinn í stjórn Akureyrarbæjar klýfur sig út úr þessu samstarfi. Það er býsna merki- legt að þegar reynt er að koma við meira réttlæti í skattlagningu bæjarins á borgarana, dreifa byrðunum, skuli sjálfstæðismenn hlaupa út und- an sér með þessum hætti. Afstaða kratanna mun hins vegar sú að þeir vilji meiri fram- kvæmdir og þá væntanlega meiri skattheimtu. Hækkun fasteignaskattsins nemur um 3,7 milljónum króna á íbúðarhúsnæði í bænum. Lækkun útsvarsins nemur einnig um 3,7 milljón- um króna, þannig að þessir liðir jafna hvor ann- an upp. Engum ætti að dyljast hvaða réttlæti er í þessu fólgið fyrir allan almenning á Akureyri. Gamla fólkið fær auk þess sérstaka úrlausn og unga fólkinu, sem er að koma sér fyrir í lífinu og þarf að vinna fyrir miklum tekjum, kemur út- svarslækkunin hvað best. Álit bæjarfulltrúa á Akureyri á fjárhagsáætlun: „Meiríhlutinn hélt fast við aukna fasteignaskattheimtu1 - segir Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki „Þegar meirihlutinn tók þá ákvörð- un, að innheimta fasteignagjöld með hámarksálagi, þá lýstum við því yfír að slík ákvörðun væri úr öllu samhengi við þróunina í þjóð- félaginu. Þess vegna gerðum við meirihlutanum Ijóst, að stæði hann fast við að hækka fasteignaskatt- ana, þá væru forsendur fyrir sam- starfí við gerð fjárhagsáætlunar úr sögunni.“ Þetta hafði Sigurður J. Sigurðsson að segja um þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að standa ekki að gerð fjárhagsáætlunar og standa gegn frumvarpi meirihlutans. „Meirihlutinn hélt fast við aukna fasteignaskattheimtu, þótt fulltrúar hans fengju einhverja bakþanka af og til við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Samt sem áður var samstarf úr sög- unni. Það gerðist svo við lokavinnslu áætlunarinnar hjá meirihlutanum, að ákveðið var að lækka útsvör um 0,2%, sem er að okkar mati merki þess, að fulltrúar hans hafi áttað sig á að aukin skattheimta við álagningu fasteigna- gjalda var röng. Maður skyldi ætla, að aukin skatt- heimta gæti nýst til aukinna fram- kvæmda, en því miður ber frumvarpið það ekki með sér. Meirihlutanum hef- ur ekki tekist að halda niðri sívaxandi rekstrarkostnaði bæjarfélagsins, til að mynda svigrúm til aukinna fram- kvæmda. Þessi útkoma held ég að hafi valdið meirihlutanum vonbrigðum, því ég held að ástæðan fyrir hækkun- inni á fasteignasköttunum hafi verið verulegur kosningaskjálfti. Fulltrúar meirihlutans vildu sem sé fá inn aukn- Sigurður J. Sigurðsson. ar tekjur, til að geta sýnt fram á aukn- ar framkvæmdir. Þetta mistókst." - Rök meirihlutans fyrir hækkun fasteignaskatta eru m.a. þau, að með þeirri skattheimtuaðferð náist betur til eignamanna, sem fulltrúar meirihlut- ans telja að þið sjálfstæðismenn viljið vernda. Hins vegar sé eðlilegt að lækka útsvarsálagninguna, þar sem hækkun hennar myndi fyrst og fremst bitna á almennu launafólki. Ertu sam- mála þessu? „Menn verða að gera sér grein fyrir því, að meðal „eignafólks" eru t.d. aldraðir og ungt fólk, en þessir aldurs- hópar eru að kikna undan rekstrar- kostnaði sinna eigna^ Og það er nú svo merkilegt með fasteignaskattana, að þeir eru reiknaðir af brúttóeign, þann- ig að gjaldandinn getur þurft að greiða skatta af fasteign, sem í raun er að stærstum hluta í eigu lánastofnana. Ég held að það sé ekki hlutverk sveitar- stjórnarmanna, að meta skilvísi ein- stakra bæjarbúa. Ef eitthvað er að lögum um framtalsskyldu einstakl- inga, þá þarf að breyta þeim, en ekki að hlaupa til með tekjustofna sveitar- félaga." - Ykkar hugmyndir um fasteigna- skatta hefðu þýtt a.m.k. 11 m. kr. minni tekjur fyrir bæjarsjóð. Hvar ætl- uðuð þið að skera niður? „Ég get ekki séð að meirihlutinn hafi farið ofan í rekstrarþætti áætlun- arinnar að neinu viti, en með ráðdeild og sparsemi hefði mátt lækka útgjöld- in verulega. En við gerum okkur líka ljóst, að með okkar álagningarhug- myndum hefði ekki verið hægt að auka þjónustuna samkvæmt óskalista. Þrátt fyrir það held ég að við gætum náð sambærilegum árangri í rekstri, með minna fjármagn handa í milli, með sparsemi og markvissari aðgerð- um í eignabreytingum." - Nú hafa bæjarfulltrúar allra flokka náð samstöðu um meiginatriði fjárhagsáætlunar á undanförnum árum. Á því verður breyting nú, þýðir það skarpari skil í bæjarstjórninni, þannig að kjósendur geti átt auðveldar með að átta sig á stefnu hvers og eins flokks? „Það er nú erfitt að átta sig á því á þessari stundu, en það er ljóst að búast má við að bæjarfulltfúar fylgist betur með framkvæmd þessarar fjárhags- áætlunar, þar sem ekki er einhugur um gerð hennar í upphafi. Og vissulega má búast við að þessi ágreiningur hafi víðtækari áhrif á störf bæjarstjórnar,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. - GS „Auðvitað er ég sátt við þetta frumvarp“ - segir Valgerður Bjarnadóttir, Kvennaframboði „Auðvitaö er ég sátt við þetta frumvarp að fjárhagsáætlun, því annars stæði ég ekki að því að leggja það fram. Þetta er að vísu samkomulagsfrumvarp þriggja flokka, þannig að það eru ýmsir hlutir sem maður hefði viljað hafa öðruvísi ef maður hefði gert þetta aleinn.“ Þetta sagði Valgerður Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Kvennaframboðsins, spurð um fjárhagsáætlunarfrumvarp- ið, sem hún stendur að ásamt öðrum bæjarfulltrúum meirihlutans. Næst var hún spurð um áhersluatriðin, sem Kvennaframboðið setti á oddinn fyrir síðustu kosningar, um að efla „mjúku rnálin" á kostnað harðrar steinsteypu. Eru kvennaframboðskonur ánægðar með árangurinn út úr meirihlutasam- starfinu í þeim efnum? „Já, ég er ekki óánægð með það, því bæði í fyrra og núna hefur verið lögð meiri áhersla á mjúku verðmætin, t.d. eru einu nýjungarnar í frumvarp- inu núna á félagslega sviðinu, en á sama tíma hefur dregið úr harðari framkvæmdum. Að vísu er ekki dreg- ið úr malbikunarframkvæmdum frá fyrra ári, en þar er einnig breytt um áherslur, þvt' samkvæmt frumvarpinu verður lögð meiri áhersla á að malbika gangstéttir en götur.“ - Undanfarin ár hefur náðst sam- staða meðal allra bæjarfulltrúa um öll meginatriði fjárhagsáætlunar, en nú stendur meirihlutinn einn að sínu frumvarpi. Þýðir þetta skarpari skil í bæjarstjórninni, þannig að kjósendur geti átt auðveldar með að átta sig á hver er stefna hvers og eins flokks? „Ég veit ekki hvort þetta bendir til þess, að það er að styttast í kosningar, Valgerður Bjarnadóttir. hvort minnihlutinn vilji þess vegna að- greina sig frá meirihlutanum. Það get- ur svo sem vel verið, að það sé ástæð- an í og með. En ég vona samt að þetta sé ekki dæmigert fyrir þau vinnubrögð sem viðhöfð verða það sem eftir er kjörtímabilsins. Ég vona svo sannar- lega að við eigum eftir að vinna saman, því mér finnst eðlilegast að all- ir bæjarfulltrúar taki þátt í að móta stefnuna." - Minnihluti Sjálfstæðisflokksins vildi ekki sætta sig við hækkun fast- eignagjalda. Fulltrúar hans hafa bent á, að það sé ekki í samræmi við þróun í þjóðfélaginu að þeirra mati t.d. minnkandi kaupmátt launafólks, að herða álögurnar. Hvað finnst þér, er þetta verjandi? „Það er rétt, leiðir meirihlutans og minnihluta sjálfstæðismanna skildu út af fasteignagjöldunum og út af fyrir sig eru það hreinlegri vinnubrögð, að taka ekki þátt í að ákveða útgjöldin, fyrst þeir vildu ekki samþykkja tekjurnar. En innheimta þessara skatta skilar sér til fólksins í bættri þjónustu bæjarfé- lagsins. Álagið á fasteignaskattana var hækkað, en útsvarsálagningin lækkuð - og hún hefur ekki verið lægri hér til margra ára. Ef álögurnar hefðu verið lækkaðar, þá hefðum við þurft að draga úr þjónustunni, ellegar þá að þeir sem þurfa á henni að halda hefðu þurft að greiða meira fyrir hana. Það finnst mér ekki rétt. Mér finnst að allir bæjarbúar eigi að taka þátt í að greiða að hluta til þá þjónustu sem bærinn veitir. Það kemur öllum til góða. Og ég tel að fasteignagjöldin jafnist rétt- látar niður á gjaldendur heldur en út- svörin, því að það fólk sem borgar há fasteignagjöld, þar sem hækkunin munar einhverju að ráði, það hefur líka efni á því í langflestum tilfellum að greiða hærri gjöld. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því, að það eru til barnmargar fjölskyldur, sem þurfa stórt húsnæði, en hafa ef til vill lág laun. En það hefði líka komið sér illa fyrir þessar fjölskyldur, ef við hefðum neyðst til að draga úr þjónustunni, t.d. í hærri dagvistagjöldum svo dæmi sé tekið. Ég tel því að fasteignagjöldin séu réttlátasta tekjuöflunin." - Sérðu einhvern draum rætast í því frumvarpi sem nú er til umræðu í bæjarstjórninni? „Já, ég get ekki neitað því. Þar er m.a. einn nýr þáttur, sem hefur verið eitt af mínum hjartans áhugamálum, en það er unglingaathvarf, en í frum- varpinu er gert ráð fyrir fjárveitingu til slíkrar starfsemi, enda ekki vanþörf á. Einnig er gert ráð fyrir því að taka nýja dagvist í notkun á árinu, þá fyrstu á þessu kjörtímabili, og var svo sann- arlega kominn tími til,“ sagði Valgerð- ur Bjarnadóttir í lok samtalsins. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.