Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. febrúar 1985 „VITLAUS STJÓRN OG YFIRGANGUR ÍBANKA- KERFINU“ - Rætt við Martein Friðriksson framkvæmdastjóra Fisk- iðju Sauðárkróks og stjómar- formann Útgerðarfélags Skagfirðinga Fiskiðja Sauðárkróks hf. er mikið og vel rekið fyrirtæki. Stofnað 1956 með helmingaeign Kaupfélags Skagfirðinga og Sauðárkróks- bæjar. Þrem árum síðar yfirtók kaupfélagið svo eignarhlut bæjarins er Sauðárkróksbær þurfti að kaupa annað frystihús sem þá var á staðnum og var í kröggum. Síðan hefur fyrirtækið verið byggt upp í áföngum og á síðasta ári var mikil viðbygging tekin í notkun. A milli 60 og 70 manns starfa hjá Fiskiðjunni, nokkuð mismunandi eftir árstíðum og aflabrögðum og allt eru þetta heimamenn. Hrá- efnisöflunin er annars með þeim hætti að Fiskiðjan, Skjöldur hf. á Sauðárkróki og frystihúsið á Hofsósi, ásamt með Sauðárkróksbæ og Hofsóshreppi standa að Útgerðarfélagi Skagflrðinga. Útgerðar- félagið gerir út þrjá togara, Skafta, Drangey og Hegranes og hefur hráefninu verið skipt á milli frystihúsanna þriggja á þann hátt að Fiskiðjan hefur fengið 40% af aflanum en hin tvö 30% hvort um sig. Fiskiðjumenn hafa mælt fyrir því í stjórn Útgerðarfélagsins að leitað verði hófanna um að fá fjórða togarann enda er aflamagn rúmlega eins togara hvergi nærri nóg fyrir jafn stórt og vel búið frystihús eins og frystihús Fiskiðjunnar er orðið. Blaðamaður Dags skoðaði nýlega húsakynni Fiskiðjunnar og ræddi við Martein Friðriksson, framkvæmdastjóra um þau mál sem nú eru í brennidepli í sjávarútveginum. Þess má geta að Marteinn er jafnframt stjórnarformaður í Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Er viðtalið fór fram var verkfall sjómanna ekki komið til framkvæmda og vinna því enn í fullum gangi. - Nú tókuð þið í notkun mikla viðbyggingu á síðasta ári þegar frystihúsið vnrð fullbúið. Það hafa væntanlega verið aðrar for- sendur ríkjandi þá miðað við það sem er í dag á tímum kvótakerf- is? - Frystihúsið var búið að vera í byggingu frá 1976 eða 1977. Á þessum árum 1977 til 1978 var staðan þannig miðað við þann afla sem togararnir færðu að landi og vinnslugetu frystihús- anna þriggja, að við þurftum að selja burt u.þ.b. einn togarafarm árlega. - Þessi viðbygging. Hún kallar væntanlega á aukið hráefni? - Hún gerir það. Við stöndum illa undir þessari viðbótarfjárfest- ingu nema með því að vinna verulega mikið meira magn af fiski árlega. - Er vitað hve mikinn viðbót- arafla þið þurfið að fá? - Við þurfum a.m.k. ekki að bæta við^okkum miklu af mann- skap til að tvöfalda vinnsluna. Öll grunnstörf eru hér fyrir hendi og það væri hægt að setja allt við- bótarfólk beint í snyrtingu og pökkun. - Nú hefur stjórn Útgerðarfé- lags Skagfirðinga sem þú ert stjórnarformaður í, sent inn til- boð til Landsbankans í togarann Bjarna Herjólfsson ÁR. Var samstaða um þetta í stjórninni? - Það var samstaða um það og þetta er ekkert nýtt mál. Við vor- um áður búnir að gera tilboð í þennan tojgara, þá beint til fyrri eiganda, Árborgar hf. á Selfossi. Sennilega er það þó svo að við höfum ekki viljað borga eins mikið fyrir hann og þeir hafa vilj- að fá sem farið hafa með eignar- haldið. - Er þetta eina leiðin sem fær er í dag til að stækka við sig, að kaupa einn af þessum svokölluðu skuldatogurum? - Það er ekki heimilt eins og málin standa í dag að flytja inn skip. Nýsmíðuð skip eru ekki kaupandi vegna þess verðs sem upp er sett. - Nú skilst mér að þið hafið rætt þá möguleika í stjórn ÚS að kaupa annan raðsmíðabátanna sem eru í smíðum hjá Slippstöð- inni á Akureyri. - Það hefur ekki verið rætt af neinni alvöru en hins vegar kem- ur það vel til greina að athuga hvort línubátar með sjálfvirkum útbúnaði til línuveiða gætu hent- að okkur. Ávinningurinn gæti verið talsverður í olíusparnaði. Við höfum þó á undanförnum árum og áratugum prófað ýmsar stærðir af skipum og það hefur ekki lukkast að vera með minni skip en þessa togara okkar. Við þurfum að sækja á fjarlæg mið og útilega á línubáti er að mörgu leyti mjög svipuð togaraútgerð að því leyti að það þarf að vera nokkurn veginn jafn lengi úti til að nýta ferðina. Nú og línubátur- inn þarf að vera nægilega stór til að áhöfninni líði svipað og ef um togara væri að ræða. Þar er að- búnaður mjög góður eins og allir vita og það þýðir ekkert að ætla sér að bjóða mönnum upp á lak- ari aðbúnað. Við höfum skyldum að gegna - Hvernig líst þér á útgerð þess- ara frystitogara sem gert hafa það gott sl. ár? Það er talað um að aflaverðmæti t.d. Akureyrinnar og Örvars sé helmingi meira en t.d. aflaskips eins og Guðbjargar frá ísafirði. Hvernig líst þér á þessa þróun? - Mér hefur aldrei litist vel á það að henda um 70% af því sem togað er á skipið. Hins vegar fyndist mér það mjög svo gæfu- legt ef við gætum látið eins og sex manns til viðbótar vinna á við heilt frystihús sem við erum að baksa með 60 manns við. - Heldur þú að þetta útgerð- arform muni færast í aukana? - Það virðist vera mjög þægi- legt að selja þeirra afurðir. Það virðist þó vera talsverð lægð í því núna þar sem þeir selja á Evrópumarkaði og evrópskir gjaldmiðlar standa illa miðað við dollarinn. Hins vegar er mjög ólíklegt þegar til lengri tíma er litið að þetta ástand vari til lang- frama. - Nú virðast það einkum vera ungir menn með óbundnar hend- ur sem fara út í útgerð sem þessa. j /' J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.