Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 7
27. febrúar 1985 - DAGUR - 7
Þær raddir hafa heyrst aö stjórn-
völd ættu aö einhverju leyti aö
taka í taumana varðandi leyf-
isveitingar. Hver er þín skoðun
á þessu?
- Okkur finnst auðvitað að við
sem rekum þessi frystihús höfum
talsvert mikium skyldum að
gegna við að halda uppi atvinnu
í byggðarlaginu, umfram þá sem
eru eingöngu í þessu vegna
gróðasjónarmiða. Við erum verr
settir en þeir sem geta nokkuð
ábyrgðarlaust velt því fyrir sér
hvað kemur best út í það og það
skiptið.
- Nú hefur það komið fram að
eigendur skuldatogarans Sigur-
bjargar frá Ólafsfirði, hafa fengið
ný lán til bjargar skipinu gegn
því að breyta þvf í frystitogara.
Það hefur jafnframt komið fram
að hugmyndin sé sú að þessi tog-
ari verði gerður út á grálúðu og
karfa sem verði heilfrystur um
borð. Þetta sé hagkvæmt vegna
þess að óheppilegt sé að vinna
þessar fisktegundir í iandi. Er
þetta leiðin fyrir hefðbundin
frystihús? Að gera einn togara út
eftir þessu mynstri?
- Það er ekki óheppilegt eins
og markaðsaðstæður eru í dag að
vinna grálúðu og karfa í landi þó
að það hafi ekki litið eins vel út í
Endurgreiðsla á
kjamfóðurgjaldinu
byrjun árs í fyrra. En það er'auð-
vitað stórundarlegt að góð afla-
skip sem hafa verið vel rekin, að
skuldastaða þeirra skuli marg-
faldast umfram verðhækkanirnar
sem stafa af dýrtíð í landinu. Það
er eins og verið sé að tala um
náttúrulögmál. Þetta er bara vit-
laus stjórn og fyrst og fremst yfir-
gangur í bankavaldinu.
- Nú er því borið við að menn
hafi ekki séð þessa þróun fyrir og
þeir hafi ekki átt margra kosta
völ.
- Auðvitað sjá menn ekkert
mörg ár fram í tímann en ég get
ímyndað mér að ef þessir aðilar
hefðu tekið sér lán í sterlings-
pundum í stað dollara þegar þeir
tóku við sínum skipum þá væri
staðan ekki svo slæm. En þessu
stjórna bankamenn og fjárfest-
ingasjóðirnir. Menn hafa ekkert
verið frjálsir að því í hvaða mynt
þeir tóku sín lán. Það var hins
vegar tekið upp fyrir einum tveim
árum að menn áttu eitthvert val
og ég veit um eitt skýrt dæmi þess
að þetta hefur komið sér vel fyrir
menn.
Eina tromp okkar
eru gæðin
- Hvað með þá umræðu sem ver-
ið hefur í gangi um gæðamálin og
það átak sem gert hefur verið?
Hefur það skilað merkjanlegum
árangri?
- Það eru miklu meiri gæða-
kröfur í dag en nokkurn tíma
hefur verið. Við erum líka með í
vinnslu mjög strangar reglur sem
eru að taka gildi um alla meðferð
afla allt frá veiðum og í gegnum
vinnslurásina. Eftirlit verður
miklu meira og þess sérstaklega
gætt að ekki verði blandað saman
mismunandi gömlum afla. Svo er
hráefni náttúrlega ákaflega mis-
munandi eftir árstíðum og ein-
stökum árum. Sjór núna hefur
t.d. verið mikið hlýrri en verið
hefur undanfarin ár og við sjáum
verulegan mun á því hvað fiskur-
inn er lausari í sér. Hann er við-
kvæmari og geymist verr og þess
vegna mikilvægt að farið sé rétt
með hann.
- Hafa einhverjar umtalsverð-
ar nýjungar komið fram nú hin
allra síðustu ár eða jafnvel á síð-
ustu mánuðum sem eru mikil-
vægar fyrir meðferðina?
- Það er ekki hægt að segja
annað en að menn viti um þau
vinnubrögð sem gefa bestan ár-
angur. Að vísu er ekki hægt að
beita þessum aðferðum í öllum
skipum en i þeim nýrri er það
hægt. Fiskur er blóðgaður um
leið og hann kemur í skipið, hon-
um blæði út í rennandi sjó, slæg-
ing sé á borði þannig að ekki sé
rifið út úr þunnildum og hreinsun
á innyflaleifum sé eins og best
verið á kosið. Nú og svo ísun í
kassa eins og lög gera ráð fyrir en
allt þetta ætti að tryggja að fisk-
urinn komi eins góður að landi og
hugsast getur.
Það er auðvitað erfitt að meta
hvað okkur hefur orðið ágengt en
ég held að ef það væri böðlast
áfram eins og gert var fyrir t.d. 20
árum þá myndum við engan fisk
selja í dag. Það er engin spurning
að við verðum að standa okkur í
þessum gæðamálum. Við erum
að selja vöru á viðkvæmasta
markað í heimi - Bandaríkja-
markað. Við erum að selja okkar
fisk á þennan kröfuharða markað
með vissum gæðastimpli fyrir
hærra verð en keppinautarnir.
Við erum dýrari og okkar eina
tromp í samkeppni við ríkis-
styrktan sjávarútveg í Kanada og
Noregi eru gæðin. - ESE
Eins og margir vita þá var
ákveðið að innheimta frá síð-
ustu áramótum sama gjald af
öllu innfluttu skepnufóðri sem
var 60% af cif-verði vörunnar.
Jafnframt var gert ráð fyrir að
svína- og alifuglabændur
fengju hluta af gjaldinu endur-
greitt.
Þessar ráðstafanir áttu ekki að
leiða til hækkunar á alifugla- og
svínaafurðum. Nú hefur verið
gengið frá reglum um þessa
endurgreiðslu, sem er fólgin í
því að bændur, sem stunda þess-
ar búgreinar fá endurgreiðslu er
nemur 26,67% af álögðu kjarn-
fóðurgjaldi. Þá er einnig ákveðið
að kjarnfóðurgjaldið verði ekki
hærra en kr. 2.700 af hverju inn-
fluttu tonni. Þessi regla gildir frá
1. janúar til 1. júní 1985. Endur-
greiðslan á gjaldinu úr kjarnfóð-
ursjóði fer fram annað hvort með
milligöngu fóðursala eða beint úr
kjarnfóðursjóði til framleiðenda.
Sá framleiðandi sem vill fá gjald-
ið beint til sín en ekki láta fóður-
salann um að innheimta það,
verður að leggja fram reikning
með nafni, nafnnúmeri og heim-
ilisfangi, er sýni magn og tegund
þess fóðurs, sem er keypt. Fram-
leiðsluráð greiðir mánaðarlega til
framleiðenda eftir framlögðum
reikningum.
Til að tryggja rétt framleið-
enda svína eða alifugla til endur-
greiðslna, er þeim gert skylt að
leggja fram framleiðsluskýrslur
(innleggs- eða sölunótur) árs-
fjórðungslega tii Framleiðsluráðs
landbúnaðarins eða til stjórnar
viðkomandi félags, er safnar
þeim og leggur fram til staðfest-
ingar endurgreiðslurétti. Jafn-
framt fylgi skýrsla um bústofns-
stærð í iok hvers tímabils. Enn-
fremur skal framleiðandi leggja
fram framleiðsluskýrslu fyrir árið
1984, fyrir 1. mars nk. Ekki verð-
ur greitt til aðila sem ekki skila
skýrslum um framleiðslu sam-
kvæmt framansögðu, fyrr en úr
hefur verið bætt. Skilafrestur á
skýrslum er þrjár vikur.
^ SKESNALOFTIÐ
Föstudagínn 1. mars
verður opnuð ný verslun
með mokkafatnað
á 2. hæð verslunar Iðnaðardeildar Sambandsins.
Verðmætur mokkafatnaður
Fyrr í vetur var opnuð verslun á sama stað í tilraunaskyni.
Þetta varð vinsælt og nú hefir verið ákveðið að búa betur að
vörum og viðskiptavinum og hafa opið til frambúðar.
Mokkafatnaður, jakkar, kápur, frakkar, húfur,
lúffur og skór á börn og fullorðna í glæsUegu
úrvali og þar að auki ýmsar tegundir skinna.
Opið bá Id. 1-5 e.h. - Sjón er sögn ríkarí.
Við bjóðum greiðslukjör og tökum greiðslukort frá
$ SKINN ALOFTIÐ
á 2. hæð verslunar Iðnaðardeildar.
E