Dagur - 01.03.1985, Blaðsíða 7
1. mars 1985 - DAGUR - 7
- Valur Amþórsson
kaupfélagsstjóri og stjómarformaður
Sambandsins í
opinskáu afmælisviðtali
„Hvernig er að verða
fimmtugur? Ja, ég
hrökk óneitanlega svo-
lídð við þegar ég áttaði
mig á því að þessi
tímamót eru framund-
an, fyrst og fremst
vegna þess að þetta er
áminning um það
hversu tíminn líður
hratt. Nú eru liðin 20
ár síðan ég kom hingað
til Akureyrar og hóf
störf hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga, en mér
finnst eins og ég hafi
komið hingað í gær.
Þess vegnafinn ég ekki
fyrirþví að vera eldri í
dag heldur en ég var i
gær, eða jafnvel fyrir
10 árum. Það sem mér
finnst verst við þessi
tímamót er að þau
minna mig óþyrmilega
á hversu stutt ég á eftir
af virkum starfstíma.
Menn í minni stöðu
eiga að hætta ekki eldri
en 65 ára. Ég á því
ekki nema 15 ár eftir,
sem mér finnst allt of
stuttur tími, eins og ég
á óskaplega mikið
ógert. “
Það er Valur Arnþórsson, kaup-
félagsstjóri og stjórnarformaður
Sambandsins með meiru, sem er
kominn í helgarviðtalið, og það ekki
að tilefnislausu, því hann er fimm-
tugur í dag. Valur ber nafnið með
reisn, hann er mikill atorkumaður,
hann er alltaf að, þannig að ég hélt
að hann hefði hreinlega ekki tíma til
að eldast. Og i rauninni hefur hann
ekki haft mikinn tíma til þess, því
kappinn heldur sér vel, er jafnvel
unglegri heldur en þegar ég man
hann fyrst, fyrir nær 20 árum. En það
getur enginn stöðvað tímann, ekki
einu sinni Valur.
Já, Valur er störfum hlaðinn, það
kom best í Ijós þegar við reyndum að
finna tíma til að spjalla saman.
& Haldið heim
að Hólum.
„Ertu ekki til með að skreppa með
rnér vestur í Hóla, ég þarf að skjótast
þangað á eftir og þar getum við haft
gott næði til að spjalla saman." sagði
Valur þegar hann hringdi til mín á
sunnudaginn. Það varð úr og við
héldum heim að Hólum í Öxnadal,
en þá jörð keypti Valur fyrir nokkr-
um árum. Halldór Jónsson og Fjóla
Rósantsdóttir sitja jörðina og búa á
neðri hæð íbúðarhússins, en risið
hefur Valur innréttað fyrir sig; hlý-
legt valshreiður sem hann skríður í
þegar hann vill fá að vera í friði.
Ög auðvitað byrjum við á upphaf-
inu, hverfum fimmtíu ár aftur í tím-
ann og sögustaðurinn er Eskifjörður.
„Já, ég er fæddur á Eskifirði 1.
mars 1935. Foreldrar mínir eru Arn-
þór Jensen og Guðný Pétursdóttir.
Faðir minn er fæddur í Kanada og
uppalinn á Eskifirði, en móðir mín
var fædd í Breiðdalnum, en alin upp
frá 7 ára aldri í Neskaupstað. Föður-
afi minn var Pétur Vilhelm Jensen,
hálfdanskur beykissonur og hann var
beykir sjálfur. En hann gerðist kaup-
maður og umsvifamikill atvinnurek-
andi á Eskifirði, þar til hann varð
undir í kreppunni miklu upp úr 1930.
Pá flutti hann til Reykjavíkur og