Dagur - 01.03.1985, Blaðsíða 3
1. mars 1985 - DAGUR - 3
Sbeið
Élizi
Við sögðuni frá því hér í Degi á
dögunum, að til stæði að fá listdans-
meyna Lizi til Akureyrar um aðra
helgi til að skemmta á kútmaga-
kvöldi Lionsmanna. Nú er þetta
endanlega ákveðið; hún kemur, hún
kemur, hún kemur . . .
Einhverra hluta vegna er stúlkan
auglýst sem nektardansmey fyrir
sunnan. Ég held að það hljóti að vera
einhver misskilningur, sem stafar af
því hversu léttklædd stúlkukindin
hefur verið á myndum, en ég hef það
fyrir satt, að það sé ekki til siðs í
hennar heimalandi að stúlkur gangi
mikið dúðaðar. Hún kemur nefni-
lega frá Nígeríu blessunin, alin þar
upp á skreið frá íslandi. Og það er
akkúrat þess vegna sem Lionsmenn
fá hana hingað, sem fulltrúa skreið-
arneytenda, enda eru eingöngu fisk-
réttir á borðum á kútmagakvöldinu.
Koma hennar á kútmagakvöldið á
sem sé ekkert skylt við nekt eða þá
staðreynd að kútmagakvöldið er
eingöngu fyrir karlmenn. Eins og
segir í fyrirsögninni: „Skreið til
Lizi,“ þá fær stúlkutetrið eingöngu
skreið fyrir þetta viðvik, enda nóg til
af henni. Eða tók ég vitlaust eftir?
Gæti allt eins hafa átt að vera: Skreið
til Lizi - og grátbað hana að koma
norður!
Hver verður
mótleikur
kvenmnm?
Það verður fleira gert til að lyfta geði
karla á kútmagakvöldinu, m.a. ætlar
Svavar Gests að stjórna þar stórfeng-
legu málverkauppboði og fagrar
meyjar koma til með að svífa um sal-
inn og selja happdrættismiða. En nú
velta menn fyrir sér hver verði mót-
leikur kvenna, því þær hafa undan-
farin ár staðið fyrir svonefndum
„krúttmagakvöldum“, eingöngu fyrir
konur, sem mótvægi við kútmaga-
kvöldin. Nú hef ég heyrt á götunni,
að þær hyggist fá listdansarann Jón
Pál til að troða upp á krúttmaga-
kvöldinu!
Hringanóri
hringarág
-umhöfinblá
Svakalega var þetta skáldleg fyrir-
sögn, sem kom eins og hugljómun
yfir mig þegar ég fór að hugleiða
málefni hringanórans, sem kom á
Akureyrarflugvöll á miðvikudaginn.
Þar var eðlilega tekið á móti honum
með mikilli viðhöfn. Þetta mun vera
í þriðja skiptið sem selur kemur til
Akureyrar, flugleiðis alla leið frá
Hollandi. Frumkvæðið að þessum
ferðalögum mun hafa verið hjá sel-
verndunarmönnum, en síðan hefur
Arnarflug gefið farseðilinn, enda fær
félagið góða auglýsingu út úr öllu
saman. Hollenska pressan gerir mál-
inu eflaust góð skil og hringanórarnir
hafa komist í flesta fjölmiðla hér á
landi.
Þessir hringanórar hafa að því er
mér skilst villst inn í síkin í Hollandi
og verið bjargað þaðan af fallega
hugsandi fólki. Hins vegar er ef til
vill svolítið afstætt að flytja þá til
íslands, þar sem menn eru verð-
launaðir fyrir að drepa sel. Enda
sagði mér Gróa nokkur á Leiti, að
allir þessir hringanórar hefðu farið í
refafóður hér út með firði. Þetta gæti
því orðið arðvænlegt fyrir selveiði-
menn, ef Hollendingar fara að fljúga
hingað með seli í stórum stíl. Það er
því engin tilviljun, að Hollendingur-
inn fljúgandi verður sunginn í
Reykjavík á næstunni.
Onnur Gróa á Leiti sagði mér, að
þetta væri alls ekki rétt. Hún sagðist
nefnilega hafa fyrir því sannanir, að
hér væri alltaf um sama hringanór-
ann að ræða. Hann væri á mála hjá
dýraverndunarsamtökunum hol-
lensku og Arnarflugi, þannig að til-
efni gæfist til vel auglýstrar píla-
grímsferðar til íslands einu sinni á
ári. Hún sagðist hafa þekkt hringa-
nórann sem kom á miðvikudaginn,
og hagaði sér nú orðið eins og kvik-
myndastjarna fyrir framan mynda-
vélina. Hún sagðist hafa séð hann
synda út allan fjörð og eflaust væri
hann kominn langleiðina til Hollands
aftur. Sem sagt, á sama tíma að ári
kemur hann fljúgandi aftur, sagði
Gróa.
Rasandiá
þessari tíð
Menn eru að verða rasandi á tíðinni,
enda ekki furða, þvf dæmi eru þess
að sést hafi 15 stig á hitamælum í
febrúar. Það þótti bjartsýni, þegar
spámaður okkar á Degi taldi vetur-
inn búinn í janúar, en spá hans
stendur enn. Það er ekki hægt að tala
um vetrartíð.þótt snjóföl nái rétt upp
fyrir ökkla og nefbroddurinn roðni
örlítið í frosthörku í endaðan janúar
á Norðurlandi. Spámaðurinn okkar
sagði líka til um lægðarápið yfir land-
ið að undanförnu og hann spáði þeim
hlýindum sem við höfum notið síð-
ustu daga. Ég ætla ekki að segja ykk-
ur hverju hann spáir um framhaldið,
þið getið lesið það í mánudagsblað-
inu. En annar spámaður, mér hand-
genginn, spáir góðviðri fram að ára-
mótum, nema þegar kólnar, hvessir,
snjóar og rignir. Oftast þess á milli
verður blíða.
Og veðurblíðan hefur orðið mörgu
góðskáldinu yrkisefni, eins og sjá
má af eftirfarandi sýnishorni:
Lít ég eftir lóunni
því loftið ber þess merkin,
að gott muni a' góunni
að gera sumarverkin.
Kveðja frá
Brynjólfi
Margir urðu klumsa undir geðveikis-
legu erindi Baldurs Hermannssonar
Um daginn og veginn. Raunar finnst
mér alltaf svolítið gaman af svona
mátulega rugluðum skemmtiþáttum,
sem eru á vitlausum stað í dag-
skránni, en það er greinilegt að geð-
lækninum Brynjólfi Ingvarssyni hef-
ur orðið um og ó. Hann kvað:
Baldur Hermannsson, hættu nú!
Er Hitlcr risinn að nýju?
Hvernig í ósköpum ælir þú
upp svona drullugri spýju?
Hríslast og læsist um hrellda sveit
hrollur af ræðunni þinni.
Var þér alvara ? Enginn það veit,
órótt er mörgum í sinni.
Hún ma' nú vara sig, þessi þjóð,
ef þínir líkar /a' völdin
kyrjandi botnlausan ofstækisóð
yfir landslýð a' kvöldin.
Gottað
Bka ryðgaða
Bim
Margir iðka sund sér til hressingar og
heilsubótar. Fríðir flokkar karla og
kvenna mæta í laugarnar stundvís-
lega á hverjum morgni, en aðrir nota
hádegið til þeirra hluta. Þar hittist
sama fólkið dag eftir dag, syndir mis-
jafnlega langt, en lætur síðan pottana
um að mýkja grjótharða vöðva. Ar-
lega heldur þessi hádegisklúbbur sitt
þorrablót og eitt slíkt er nýlega af-
staðið. í það skiptið syntu flestir
stutt, en síðan var veisla í pottinum.
Hörður Tuliníus er ókrýndur for-
maður klúbbsins, en eftir sund hans
þorrablótsdaginn orti Þórhallur frá
Djúpalæk Einarsson:
Ei skal líkamsræktin rengd,
ryðgaðir liðkast skrokkar.
Synti í flýti flöskulengd,
formaðurinn okkar.
Hm áriega
útsala okkar hefet
á mánudaginn
kl. 13.00 í Siinnuhlíð
Þú gerír reyfarakaup
á útsölunni okkar