Dagur - 01.03.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 01.03.1985, Blaðsíða 13
1. mars 1985- DAGUR - 13 Aðcdfundur Varðbergs Næstkomandi laugardag, 2. mars heldur Varðberg, sam- tök um vestræna samvinnu, á Akureyri, aðalfund sinn í Sjallanum. Ræðumaður fundarins verð- ur Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og ræðir hann um frumkvæði lslendinga í örygg- is- og varnarmálum og aukna þátttöku íslendinga í eigin vörnum. Fundurinn hefst ki. 12.30 með hádegisverði. Öllum er heimil þátttaka. endiuvakið Vélflugfélag Akureyrar verður endurvakið með aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Dynheimum í kvöld kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður sýnd kvikmynd frá flugsýningunni í Fan- bourogh ’84 og rætt verður um ýmis hagsmunamál flugvéla- eigenda og flugáhugamanna á Akureyri. M.a. verður rætt um skipulag svæðis fyrir einkaflugskýli á Akureyrar- flugvelli og hugsanlegan flug- dag í sumar. Allir flugáhuga- menn eru velkomnir á fundinn. Maraþondans í Dynheimum Hin árlega maraþondans- keppni hefst í Dynheimum Knatíspymu- deMÞórs með hlutaveltu Knattspyrnudeild íþróttafé- lagsins Þórs gengst fyrir hluta- veltu, og verður hún í Húsi aldraðra á Akureyri nk. sunnudag og hefst kl. 15. laugardaginn 2. mars kl. 10 f.h. Keppendur skulu mæta kl. 9 og hafa meðferðis vottorð frá foreldrum ellegar lækni er vottar að viðkomandi sé nógu hraustur líkamlega. Opið hús verður milli kl. 14 og 17 og eru þá allir velkomnir að líta inn og fylgjast með. Skráning fer fram í Dynheim- um alla virka daga milli kl. 13 og 18. Frestur til að láta skrá sig til keppni rennur út föstu- daginn 1. mars kl. 18. Þess má geta að 1. verðlaun eru 4.000 krónur, farandbikar og 8 frí- miðar í Dynheima. Önnur verðlaun eru 2.000 krónur og 8 frímiðar í Dynheima og þau þriðju eru 1.000 krónur og einnig 8 frímiðar. Ársæll Magnússon og Gísli Eyiand við hluta af búnaðinum sem er á sýningunni. Póstur og sínú sýnir símatœki Á vegum Pósts og síma á Ak- ureyri er ákveðið að setja upp sýningu á símabúnaði, sem er á boðstólum árið 1985. Sýningin verður haldin í Verkmennta- skólanum, húsi tæknisviðs við Þórunnarstræti, laugardaginn 2. mars og sunnudaginn 3. mars og er opin frá kl. 14.00 til 18.00, báða dagana. Sýningin hefur yfirskriftina „Símabún- aður ’85“ Um helgina verður haldin landbúnaðarráðstefna á Hrafnagili í Eyjafirði. Það eru Ungmennasamband Eyja- fjarðar og Ungmennafélags- hreyfingin á fslandi í samvinnu við Búnaðarfélag Eyjafjarðar og Búnaðarfélag íslands sem gangast fyrir ráðstefnu þessari. Aðalumræðuefnið verður í dag er þróun í símaþjón- ustu mjög ör á tæknilegu sviði, sem býður viðskiptavinum, bæði fyrirtækjum og heimil- um, upp á verulega hagræð- ingu í símanotkun. Umdæmið vill, með sýningu á árinu 1985 sem er lokaár framkvæmda í sjálfvirkni í sveitum, brjóta upp á nýjum markmiðum, t.d. með því að offramleiðsla í landbúnaði og mögulegar leiðir út úr henni. Haldnir verða fyrirlestrar um þetta efni. 19 fulltrúar frá hin- um Norðurlöndunum mæta á ráðstefnuna og segja frá ástandinu í sínum heima- löndum og hvað þar er verið að gera. eiga frumkvæði að því að kynna viðskiptavinum sínum þær nýjungar, sem eru á boð- stólum hverju sinni. Með því brjótum við blað í þjónustu okkar og komum til við- skiptavina með kynningu á okkar þjónustusviði. Sýningu þessari er ætlað að ná til stmnotenda í Eyjafirði, þ.e. Akureyri, Dalvík, Ólafs- firði, Hrísey, Grenivík og ef vel heppnast ráðgerum við kynningu á Húsavík, Sauðár- króki, Blönduósi og jafnvel fleiri stöðum. Við væntum þess að við- skiptavinir taki þessu vel - sjón er sögu ríkari. Stöðvar- stjórar og sérfræðingar okkar verða til staðar á sýningunni með upplýsingar og ráðgjöf og munu taka við pöntunum eða hafa samband síðar. Þeir sem kjósa geta fengið keypt nýjustu símatækin á staðnum. Að öðru leyti vísast til auglýsingar um sýninguna. Umdæmisstjóri. Jjmdbúnaðarráðstefna að Hraýnagili Margir góðir rnunir eru í boði á þessari hlutaveltu. Má nefna flugferð að eigin vali með FN, máltíð fyrir 2 í Sjall- anum og á Hótel KEA, matar- úttekt á Bautanum, tölvu, ávísanir á matvörur og fleira og fleira. Engin núll verða, miðaverð 35 krónur en þrír miðar seldir saman á 100 krónur. Martin Berkofsky á tón- leikqferð norðanlands Merkjasda Náttúrulœkn- ingafélagsins Góðir Akureyringar! Náttúrulækningafélagið á Ak- ureyri vill vekja athygli á því, að merkjasala félagsins fer fram laugardaginn 2. mars nk. Það verða nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri sem annast söluna að þessu sinni. Verið er að safna fyrir útihurðum og gleri í gluggana í hressingarhælinu í Kjarna- skógi. Mjög er áríðandi að hægt verði að Ijúka við verkið sem fyrst, áður en innanhúss- vinna hefst. Við væntum góðra undirtekta bæjarbúa nú sem fyrr, um leið og við þökkum rausn ykkar á liðnum árum. Stjórn N.L.F.A. Píanóleikarinn Martin Berk- ofsky heldur tónleika á fjórum stöðum á Norðurlandi þessa dagana. Fyrstu tónleikar hans voru að Ýdölum í Aðaldal fimmtu- daginn 28. febrúar kl. 21, á föstudagskvöld 1. mars leikur hann á tónleikum í Víkurröst á Dalvík kl. 21. Akureyringar fá að hlýða á hann í Borgar- bíói laugardaginn 2. mars kl. 17, en ágóði af þeim tón- leikum rcnnur til sérstaks hljóðfærakaupasjóðs fyrir Tónlistarskólann á Akureyri. Sunnudaginn 3. mars leikur Martin Bcrkofsky í Safnahús- inu á Sauðárkróki á vegum tónlistarfélags staðarins og hefjast tónleikarnir kl. 14. Martin Berkofsky hefur haldið tónleika víða um heim, og á þessum vetri fór hann í sex vikna tónleikaferð, þar sem leiðir hans lágu um Rússland, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Tyrkland og Kýpur. Mánudaginn 18. febrúar sl. hélt Berkofsky tón- leika í Þjóðleikhúsinu til ágóða fyrir byggingu tónlistar- húss, og þóttu þeir tónleikar takast með afbrigðum vel. Sem konsertpíanisti hefur Martin Berkofsky leikið í 4 heimsálfum. Hann hefur leikið með Berlínar- og Lundúnasin- fóníunni og leikið í meir en 70 útvarps- og sjónvarpsþáttum og einnig á listahátíðum. Fyrstu tónleika sína á fs- landi hélt hann á Akureyri, og þar hefur hann haldið marga tónleika ásamt píanónám- skeiðum, jafnframt því sern hann stofnaði sjóð við Tónlist- arskólann á Akureyri til að styrkja efnilega píanónemend- ur við skólann. í þessari tónleikaferð leikur nann tvær efnisskrár: Á Akur- eyri og að Ýdölum flytur hann tónlist eftir Liszt. Á Dalvík og á Sauðárkróki leikur hann auk 3ja tónverka eftir Liszt, són- ötu op. 54 eftir Beethoven, sónötu nr. 28 eftir Thomas Ogden og prelúdíu og fúgu í a moll eftir Bach, sem Liszt hef- ur umskrifað. Martin Berkofsky er nú bú- settur á íslandi og kennir við Tónlistarskólann í Garðabæ. Blakað í Glerárskóla Tveir blakleikir verða í íþróttahúsi Glerárskólans um helgina. í kvöld leika KA og Víkingur í meistaraflokki kvenna kl. 20.15 og á morgun kl. 15.00 leika sömu lið. Að þeim leik loknum leika KA og HK í meistaraflokki karla. Hermanns- mótiðum helgjna Hermannsmótið, eitt mesta skíðamót vetrarins verður haldið í Hlíðarfjalli um helg- ina. Mótið er bikar- og punktamót, og allt besta keppnisfólk landsins í alpa- greinum mætir til leiks. Keppnin hefst í fyrramálið kl. 10 og verður þá keppt í svigi kvenna og stórsvigi karla og er reiknað með að keppn- inni Ijúki um kl. 14. Á sunnu- dag keppa svo karlarnir í svigi og konurnar í stórsvigi. Eins og fólki er kunnugt er snjór ekki of mikill í Hlíðar- fjalli. en þó nægur til þess að hægt verður að halda mótið og er ástæða til þess að hvetja fólk til að fjölmenna í Fjallið og sjá allt besta alpagreinafólk landsins í keppni. Tekst Þór að verjast falli Tekst Þór að bjarga sér frá falli í 2. deild í handknattleik kvenna? Svar við þeirri spurn- ingu gæti fengist í íþróttahöll- inni á morgun, en þá á Þór að leika þar gegn Víkingi kl. 14. Staða neðstu liða í deildinni er sú að Akranes er á botni deildarinnar með 2 stig, Þór hefur 3 stig en ÍBV 4 stig. ÍBV á aðeins eftir einn leik, gegn Val, og má telja víst að Valur sigri í þeirri viðureign. Þór og Akranes eiga hins vegar eftir að leika báða leiki sína inn- byrðis svo sjá má að mögu- leikar Þórs á að halda sætinu eru talsverðir, og sigur í kvöld mvndi færa liðið mun nær því marki. Vistog ,jéttara hjd“ aðJaðri Undanfarin föstudagskvöld hafa kylfingar setið yfir spilum í klúbbhúsi sínu að Jaðri og spilað félagsvist. Þátttaka hefur verið mjög góð og í kvöld geta menn enn mætt á staðinn til þess að handleika spilin og reyna að klekkja á náunganum. „Dísa vist“ sem hefur yfir- umsjón með þessum spila- kvöldum tjáði Helgar-Degi að vegleg verðlaun væru í boði, og eftir að spilavistinni lýkur væri ætlunin að taka upp „létt- ara hjal". Golfarar í Golf- klúbbi Akureyrar vita því væntanlega hvað til þeirra frið- ar heyrir í kvöld. en byrjað verður að spila kl. 20.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.