Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 1
TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI i Litmynda- framköllun FILMUhúsið AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, mánudagur 4. mars 1985 26. tölublað Kaupfélag Eyfirðinga: Fjárfest fyrir 58,1 milljón Kaupfélag Eyfiröinga á Akur- eyri fjárfesti fyrir um 58,1 milljón króna á sl. ári sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri sem Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri kynnti á félagsráðs- fundi KEA. Ótalinn er þá síð- asti hluti nýju fóðurverksmiðj- unnar á Oddeyrartanga, um 17 millj. kr. sem reiknast með ár- inu í ár. 7,3 millj. kr. var varið til nýju fóðurverksmiðjunnar, 6,6 millj. kr. til nýja verslunarhússins á Dalvík, fjárfestingar í vélum, tækjum og endurbótum í Mjólk- ursamlaginu námu 6,4 millj. kr. og viðbygging og endurbætur á kjörbúðinni að Byggðavegi 98 kostuðu 4,2 millj. kr. Endur- bygging aðalskrifstofu kostaði á árinu 3,6 millj. kr. Til innréttinga í Vöruhúsi var varið 2,2 millj. kr. og tækja- og innréttingakaup fyr- ir Hrísalund kostuðu 2,6 millj. kr. Þá er ótalin endurbygging þvottahússins á 5,3 millj. kr. Auk þessara fjárfestinga og annarra smærri tók KEA þátt í uppbyggingu með samstarfsaðil- um sínum. Þannig var varið 30,7 millj. kr. til nýrrar verksmiðju- byggingar Sjafnar og í endur- bygging'u Hótels KEA fóru 22,3 millj. kr. í því sambandi má nefna að kaupfélagið lagði hótel- ið í því ástandi sem það var inn í nýtt hlutafélag, Hafnarstræti 87-89 hf. Þá lagði KEA einnig fram verulegt fjármagn til fjár- hagslegrar endurskipulagningar Söltunarfélags Dalvíkur hf., hlutafé upp á rúmar 9,5 millj. kr. Malarnámur Dalvíkinga: Mikil verö mæti í jörðu - Þetta er mikil eign enda er þarna geysilega mikið magn af mjög góðri steypumöl, einni þeirri albestu sem fundist hef- ur á stóru svæði, sagði Snorri Finnlaugsson, bæjarritari á Dalvík er hann var spurður út í nýlega bókun bæjarráðs um skýrslu yfír malarrannsóknir í landi Hrísa. í skýrslu þeirri sem Brynjólfur Sveinsson hefur unnið og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins hefur aðstoðað við, kemur í ljós að í núverandi malarnámum Dalvíkurbæjar í landi Hrísa, er mjög mikið af verðmætum malar- efnum. Hefur bæjarráð í fram- haldi af þessu ákveðið að láta gera magnútreikning á svæðinu. Auk þess sem malarefnin af Hrísalandinu hafa verið notuð í byggingarframkvæmdum á Dalvík, hefur talsvert magn verið selt til Ólafsfjarðar og eins hefur Vegagerðin fengið þarna efni. Samkvæmt skýrslu Brynjólfs eru ákveðin svæði á landinu þar sem ekki er malarefni en þau þykja hins vegar hentug til bygg- inga og hefur því verið ákveðið að skipuleggja þar nýtt útihúsa- hverfi (fjárhúsa- og hesthúsa- hverfi) fyrir Dalvfkinga. - ESE Þau voru hátt á áttunda tuginn ungmennin sem hófu maraþondanskeppnina í Dynheimum kl. 10 á laugardagsmorg- un. Keppninni lauk kl. 14 í gær, eftir 28 tíma, og þá voru 11 stúlkur enn dansandi á fullu. Sigurvegarinn að þessu sinni var Hildigerður Gunnarsdóttir, sem hér sést með bikar og stóran blómvönd. Mynd. KGA Hunvetningar vilja meóalstórt iðjuver I ályktun sem hreppsnefndir Blönduóss, Höfðahrepps og Vindhælishrepps hafa afhent stóriðjunefnd og iðnaðarráðu- neytinu er skorað á þessa aðila að beina athyglinni í auknum mæli að strandlengjunni milli Blönduóss og Skagastrandar, og að næsta meðalstóra iðju- veri á eftir kísilmálmverk- smiðjunni við Reyðarfjörð verði valinn þar staður. „Það verður að segjast hrein- skilnislega að við höfum ekki neitt ákveðið í huga,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson sveitar- stjóri á Blönduósi er við ræddum þetta mál við hann. „Hins vegar vantar okkur fleiri atvinnutæki- færi, og einkanlega finnst okkur vanta störf í framleiðsluiðnaði, ekki í þjónustu. Það má segja að við séum að benda á að þessi staður er til á landakortinu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þarna sé ódýrt að byggja hafnarmann- virki. Um 2 000 manns yrðu inn- an vinnusóknar ef þetta iðjuver yrði byggt við Ytri-Ey í Vind- hælishreppi og ef vegur kæmi yfir Þverárfjall, þá væri Sauðárkrókur einnig innan vinnusóknar. En ég tel þetta tímamótaákvörðun, að Bönduós og Skagaströnd standi saman að svona ályktun, og hreppurinn þar sem þetta yrði reist er þriðji aðili að þessu,“ sagði Snorri Björn. - í ályktuninni er m.a. vitnað í umsögn Staðarvalsnefndsar frá árinu 1983, en þar segir að öll meginskilyrði fyrir miðlungsiðju- veri séu fyrir hendi, takist að finna hentugt hafnarstæði á strandlengjunni milli Blönduóss og Skagastrandar. Fulltrúar hreppanna þriggja munu áður en langt um líður eiga fund með Staðarvalsnefnd. gk-. Vinnslu lauk um helgina ínnslu í Krossanesi lauk nú „ __ _ Vinnslu í Krossanesi lauk nú um helgina. - Við fengum ein 3.500 tonn síðustu dagana fyrir verkfall og það hefur dugað þetta, sagði Hörður verk- smiðjustjóri í Krossanesi er við ræddum við hann um framtíð verksmiðjunnar í ljósi verk- fallsins - Það er nokkuð ljóst að það verður ekki meiri loðnubræðsla hér á vertíðinni svo neinu nemi þó verkfallið leystist strax. Loðnan er komin allt að Eyjum og það eru nægar verksmiðjur þar til að taka við aflanum. Ef verkfallið leystist í dag myndu vafalaust einhverjir veiða með frystingu í huga en annars er verðið orðið það lágt að það er óvíst hvort skip sem eiga einn túr eftir myndu leggja í þann kostn- að að veiða loðnu til bræðslu - hvað þá sigla langt með aflann. í Krossanesi hafa að undan- förnu unnið um 20 manns en Hörður sagðist ekki telja að starfsfólki yrði fækkað mikið þó loðnan væri búin hjá þeim að þessu sinni. Ýmislegt væri að gera þegar beinamjölsverksmiðj- an kæmist í gang á nýjan leik og þangað til yrði unnið við viðhald og ýmsar aðrar lagfæringar. - ESE Akureyringar gerðu góða ferð á íslandsmótið í bekk- pressu sem haldið var í Klúbbnum um helgina. Tveir keppendur fóru frá Akureyri á mótið og uppskeran var tvö gull. Kári Elíson sigraði í 75 kg fl. iyfti mest 165 kg sem er skammt frá íslandsmeti. Kári varð jafn- framt stigahæsti maður mótsins með 113,9 stig. Víkingur Traustason sigraði í 110 kg fl., lyfti mest 192,5 kg. Hjalti Úrsus Árnason úr KR hjó nærri heimsmeti unglinga sem Lars Norén á, 195 kg. Hjalti lyfti 192,5 kg og sigraði í þyngsta flokki. Ólafur Sigurgeirsson úr KR varð næststigahæstur á mótinu lyfti 185 kg í 100 kg fl. og átti góða tilraun við 195 kg. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.