Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 12
ÞJONUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Veðurspámaður Dags:
Stilla og hægt
batnandi tíð
- á Norðurlandi en
Veðurspámaður Dags er aftur
kominn á kreik og ekki er spá
hans með lakara móti að þessu
sinni. Á það að vísu fyrst og
fremst við um Norðlendinga.
Um miðja síðustu viku lét
spámaðurinn frá sér fara eftirfar-
andi: „Þar sem nú lifa 57 dagar af
þessum vetri er áhugavert að spá
í veðurfar þessa næstu tveggja
mánaða. Það virðist nokkuð ljóst
að 28 dagar á þessu tímabili
verða með rysjóttri tíð, ekki
rysjótt fyrir sunnan
mikilli snjókomu, frekar élja-
veðri og hlýindum á milli. Þetta
á við um suðvesturhorn landsins.
Á Norður- og Austurlandi verður
mjög trúlega stilla og hægt batn-
andi tíð.“
Svo mörg voru þau orð veður-
spámannsins okkar. Vetrarspáin
hans hingað til hefur farið eftir í
öllum meginatriðum og engin
ástæða til að ætla annað en að
þessi spá fram að sumarkomu
rætist. HS
Síðuskóli fær
17,8 milljónir
- ekki þarf að aka
Samkvæmt fjárhagsáætlun Akur-
eyrarbæjar árið 1985 fara 17,8
milljónir til framkvæmda við
Síðuskóla. Sigurður Jóhannesson
bæjarfulltrúi sagði að steypa ætti
upp kjallara að öðrum áfanga og
gera helming af hæðinni fyrir
ofan hann fokheldan. Einnig á að
ganga frá kjallara þar sem í fram-
tíðinni eiga að vera handíðastof-
ur, en ætlunin er að útbúa þar 3-4
kennslustofur.
„Þessi upphæð á að nægja til
að búa skólann þannig út að ekki
börnum í aðra skóla
þurfi að aka börnum úr hverfinu
í aðra skóla,“ sagði Sigurður.
Ingólfur Ármannsson skólastjóri
Síðuskóla sagði í samtali við Dag
að í vetur stunduðu um 170 börn
nám í skólanum, en næsta vetur
er gert ráð fyrir að um 100 börn
bætist við þann hóp.
„Hugmyndin er að teknir verði
í gagnið næsta vetur einir 3^100
fermetrar og ef dæmið gengur
upp getum við tekið forskólann
inn næsta vetur, en honum er nú
ekið upp í Barnaskóla.“ - mþþ
Síðuskóli.
-
Söngleikurinn Edith Piaf, um samnefnda söngkonu franska, sem söng eins
og spörfugl, verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudag. Með
titilhlutverkið fer Edda Þórarinsdóttir, sem hér sést syngja eitt þeirra mörgu
laga sem heimsfræg urðu í meðferð Edith Piaf. Mynd: KGA
Bókmenntaálma
Verkmenntaskólans
Seinkað
um ár?
- Við höfum frestað útboðinu
um óákveðinn tíma þar sem
það virðist vera Ijóst að bæjar-
stjórn ætlar að skera verulega
niður beiðni okkar um fjár-
magn til skólans. Mér sýnist að
það vanti einar átta milljónir
króna upp á, sagði Haukur
Árnason, formaður byggingar-
og skólanefndar Verkmennta-
skólans er við spurðum hann
hvað liði útboði um innrétting-
ar fyrir bóknámsálmu skólans.
í áætlun bæjarstjórnar er gert
ráð fyrir 7,5 millj. kr. til Verk-
menntaskólans en að sögn Hauks
Árnasonar virðast bæjarstjórn og
bæjarráð ekki hafa áhuga á að
borga meira til skólans en sem
nemur réttu hlutfalli á móti hluta
ríkisins sem greiðir 60%.
- Ég man ekki til þess að þetta
hafi áður gerst með nokkurt
skóla- eða íþróttamannvirki hér
í bænum. Það er heldur ekki
hvetjandi fyrir ríkið þegar bærinn
kemur ekki betur til móts við
þetta framtak en raun ber vitni,
sagði Haukur Árnason en sam-
kvæmt upplýsingum hans, þýðir
óbreytt áætlun bæjarstjórnar
a.m.k. eins árs seinkun á bók-
námsálmu skólans auk ýmissa
annarra þrenginga fyrir Verk-
menntaskólann, Gagnfræðaskóla
Akureyrar og íþróttahöilina þar
sem Verkmenntaskólinn hefur
nú kennslustofur. - ESE
Sjávarútvegurinn hjá KEA:
Verðmætaaukningin 50%
- launahækkanir 20%
- endurspeglar lýrnun á kjörum launafólks, en þó
gera fyrirtækin ekki betur en að halda í horfinu
Framleiðsluverðmæti sjávarút-
vegssviðs Kaupfélags Eyfirð-
inga nam í fyrra tæpum 400
milljónum króna og hafði þá
aukist um tæp 50% á milli ára.
Á sama tíma jókst launakostn-
aður um tæp 20%.
- Þó að fagna beri þessari
aukningu þá er þetta út af fyrir
sig hryggileg mynd, sagði Valur
Arnþórsson er hann kynnti þess-
ar niðurstöður á félagsráðsfundi
KEA nú í vikunni.
- Þetta sýnir glöggt launaþró-
unina í landinu og endurspeglar
þá rýrnun sem orðin er á kjörum
launafólks. Þó gera atvinnufyrir-
tækin ekki betur en að halda í
horfinu og mörg hver eru í basli,
bætti Valur Arnþórsson við.
í máli kaupfélagsstjóra kom
jafnframt fram að sjávarút-
vegssvið kaupfélagsins er að
verða eitt stærsta fyrirtækið sem
selur afurðir sínar innan Sjávar-
afurðadeildar Sambandsins og
sem slíkt eitt af stærri sjávarút-
vegsfyrirtækjum landsins. - ESE
í dag verður hæg aust-
Iæg átt en á morgun
snýst vindur meira til
sa.-lægrar áttar og þá
hlýnar jafnframt eitt-
hvað. Sama gildir fyrir
miðvikudaginn.
# Kolbrún
fallegri
en Jón?
Skyldi Bandalag jafnaðar-
manna slá út fund Jóns
Baldvins í Sjallanum á dög-
unum? Þeir ætla að vera þar
með fund nk. fimmtudags-
kvöld. Þar verða Kolbrún,
Ragnheiður Ríkharðs, Krist-
ófer Már, Guðmundur Einars
og Valgerður Bjarna (ekki
okkar). Þau hafa engan
Ámunda en híns vegar er
Kolbrún miklu fallegri en Jón
Baldvin og Ragnheiður ótví-
rætt laglegri en Árni
Gunnars. Mörgum finnst
stjórnmálabaráttan vera farin
að fara svolítið út ( þessa
sálma, en þetta er kannski
ekki sanngjarnt gagnvart BJ,
því þar hafa menn reynt að
vera málefnalegir og sjálfum
sér samkvæmir. Kosturinn
við ályktanir þeirra er m.a. sá
að þær eru svo stuttar að
hver og einn getur fyllt í eyð-
urnar eftir pólitískum smekk.
# Bankarand-
vígir stóriðju
Heyrst hefur að um miðjan
mars muni álversandstæð-
ingar á Akureyri gefa út blað
með boðskap sem þeir telja
að eigi erindi við alla
landsmenn. Blaðið á að slá út
dreifingu Mogga og koma út
í 60 þúsund eintökum, 12
sfður að stærð í dagblaðs-
broti. Auglýsingar þekja stór-
an hluta blaðsins og eru það
einkum bankar og sparisjóðir
landsins sem sjá sér hag í
þv( að auglýsa ( blaðinu og
leggja þá málstaðnum jafn-
framt lið. Áður en fréttist af
þessari fjármögnunarleið út-
gefenda var sá orðrómur á
sveimi að ísal fjármagnaði út-
gáfuna, því þar á bæ mættu
menn ekki hugsa sér að nýir
aðilar í slíkum rekstri kæmu
til landsins. Samanburðurinn
yrði ísal svo óhagstæður.
Það hafa vísast bara verið
rætnar tungur sem fundu út
þá skýringu. Bankar og spari-
sjóðir landsmanna telja sér
hins vegar vafalaust best
borgið með því að leggja sitt
lóð á vogarskálina til að
hindra að erlent auðvaldsfé
komi inn ( peningaveltuna
hér á landi.