Dagur - 04.03.1985, Blaðsíða 2
2-DAGUR-4. mars 1985
Heldurðu að ríkis-
stjórnin verði
langlíf?
Ingþór Sveinsson:
Ég hef bara ekki spáð í það,
mér er svo sem nokkuð sama.
Sveinbjörn Adolfsson:
Hún verður ekki langlíf nema
með breyttum aðgerðum. Og
ég á von á að stefnubreyting
verði á störfum hennar.
Stefán Björnsson:
Ég get ekki sagt fyrir um það
á þessu stigi. Það er svo margt
sem spilar þarna inn í.
■mm
Þorvaldur Aðalsteinsson:
Nú veit ég ekki. Nei, ég reikna
ekki með því.
Hreppstjórinn á Krossum í Ár-
skógshreppi, Snorri Kristjáns-
son var að mála stofuna sína er
blaðamaður Dags kom við hjá
honum á ferð sinni um hrepp-
inn nýlega. Snorri hefur verið
hreppstjóri Árskógshrepps síð-
an árið 1967, en áður var faðir
hans, Kristján Eldjárn Krist-
jánsson þar hreppstjóri. Móðir
hans Sigurbjörg Jóhanusdóttir
var frá Þönglabakka í
Fjörðum.
Á Krossum er tvöfalt vísi-
tölubú sem kallað er, en „það
er ekki verið að hossa þeim
sem framleiða mikið núna“
segir Snorri. „Maður hefur
verið að bauka við að byggja
þetta upp af því að á sínum
tíma fannst manni þetta vera
þjóðhagslega brýnt og þarft
verkefni. Það vantaði þessar
vörur í íslenskt þjóðarbú, en
nú hefur það breyst og þá
harðnar á dalnum hjá okkur
bændum. Það er Iítill skilning-
ur á því verki sem bændur hafa
unnið í þessu þjóðfélagi.“
Snorri og kona hans Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir hófu búskap á
Krossum fyrir 30 árum og hafa
rekið hefðbundið kúa- og sauð-
fjárbú sfðan. Þau hafa ræktað tún
og byggt yfir bústofninn.
„Mitt áhugasvið hefur frá
fyrstu verið tengt búfé og ræktun
svo það var nánast sjálfgefið að
velja hlutskipti bóndans enda tal-
ið þjóðhollt á þeim tíma. Það
stefnumið bóndans að stuðla að
því að tvö grös vaxi þar sem áður
óx eitt, virðist ekki lengur dyggð.
Nú er því jafnvel afneitað að
bóndi sé bústólpi og bú landstólpi
og virðingin í samræmi við það.
Við erum vanir því, bændur að
okkar framleiðsla sé metin eftir
gæðum aftur á móti finnst manni
oft á tíðum að sú umfjöllun um
málefni bænda sem sumir blaða-
menn framleiða vera metin í öf-
ugum hlutföllum við gæðin.
Athyglisverður samnefnari fyr-
ir þær hugmyndir sem hafa verið
að gerjast í fjölmiðlum og víðar
að undanförnu birtist nýskeð al-
skapaður í framsetningu Baldurs
Hermannssonar í útvarpinu. Þar
eru öll framleiðsluvandamál til
sjávar og sveita leyst með einu
pennastriki. Aðeins að byggja
nokkrar húsaraðir í Reykjavík og
landsbyggðarfólkið sem Reyk-
víkingar hafa haldið uppi flutt
þangað í sólina og allsnægtirnar.
Þá mætti gera ísland að allsherjar
þjóðgarði fyrir þá Reykvíkinga
sem ekki dvelja í sólarlöndum
yfir sumarið.“
- Þið eigið stórt samkomuhús
hér, er félagslífið gott?
„Félagsmál hafa löngum stað-
ið með nokkrum blóma í okkar
litla samfélagi hér á Árskógs-
strönd og þar hafa starfað margir
góðir menn sem borið hafa góð
mál fram til sigurs. Eitt gleggsta
dæmið um síkt átak fyrr á tíma er
bygging skóla og samkomuhúss
að Árskógi fyrir meira en 40
árum, en að þeirri byggingu
stóðu ungmennafélagið, kvenfé-
lagið og sveitarsjóður. Þar hefur
jafnan verið farsælt sambýli fé-
laga og skólá. Á þessum stað
voru fyrir nokkur byggð tvö
önnur hús í tengslum við
skólann. Nú er einnig farið að
huga að viðbyggingu og endur-
bótum á gamla húsinu. Myndar-
legt íþróttahús hefur verið byggt
á lóð skólans og ennfremur sund-
laug með búningsaðstöðu í skóla-
húsinu. Þessi góða aðstaða hefur
stuðlað að aukinni íþróttaiðkun
og ekki síst góðu gengi knatt-
spyrnunnar. Nú í sumar er ráð-
gert að starfrækja sumarbúðir í
Árskógi á vegum U.M.S.E. Þá er
stefnt að því að miðstöð félags-
legrar þjónustu verði smám sam-
an færð á þennan stað.“
- Hvað segir þú mér af at-
vinnulífinu í hreppnum?
„Aflabrögð báta í verstöðvum
hér hafa verið mjög léleg síðustu
árin einkum hvað þorskinn
áhrærir. Sumir hafa reynt að
bæta sér það upp með því að
sækja til annarra verstöðva.
Kvótinn hefur því verið í lág-
marki. Rækjan hefur bjargað
þeim er sótt hafa í hana. Þannig
var hafist handa við rækjuvinnslu
á sl. vori í Árveri. Fór sú fram-
kvæmd vel af stað og hefur verið
starfrækt uppihaldslítið þar til
fyrir skömmu að hráefni skorti.
Um sinn er Árver í leiguhúsnæði
á Árskógssandi, en fyrirhugað er
að byggja yfir það á iðnaðar-
svæði, þar sem fyrir eru tvö verk-
stæðishús, og horfur á frekari
uPPbyggingu.
Eftir að þorskafli glæddist hafa
allir bátar skipt yfir í þorskanet
og nú undanfarna daga hefur
meiri afli borist á land en dæmi
eru til á þessum árstíma. Það má
því teljast mikil kaldhæðni ef
verkföll stöðva sóknina til lang-
frama.
Alls eru 8 vélbátar gerðir út
héðan, frá 30-180 lestir. Verk-
efni hafa því verið yfrið nóg fyrir
allar vinnufúsar hendur. En at-
vinnuástand hefur verið í sæmi-
lega góðu horfi á liðnu ári og
nokkrar byggingaframkvæmdir á
vegum einstaklinga og sveitarfé-
lags. Veruleg fjölgun hefur orðið
í hreppnum á árinu, um 7-8% og
eru nú um 340 manns búsettir
hér.“
- Þú ert sáttur við þitt hlut-
skipti sem bóndi, þrátt fyrir hinn
neikvæða Reykjavíkurtón sem
þú kallar svo?
„Já, ég er það, þetta er gott
starf fyrir þá sem hafa gaman af
ræktun. Það er alltaf eitthvað að
gerast í lífi bóndans, þó hver dag-
ur sé öðrum líkur. Það er alltaf
einhver tilbreyting á hverjum
degi. Ég er sáttur við mitt lífs-
starf og hef alltaf haft ánægju af
því og stefndi alltaf að því að
verða bóndi.“ - mþþ
Lækkun útsvars - kjarabót
Mikið hefur verið rætt um nýlega
hækkun fasteignagjaldanna á
Akureyri. Þykir mörgum sem
bæjaryfirvöld seilist heldur djúpt
í vasa skattborgaranna að þessu
sinni. Eftir viðtal Dags við Sigurð
Jóhannesson sl. mánudag, þar
sem fram kom að útsvarsálagning
verður aðeins 10,4% í ár, sett-
umst við hjónin niður, ásamt
kunningjum okkar í næstu íbúð
og reiknuðum út peningaleg áhrif
þessara breytinga á fjölskyldur
okkar.
Ef álagning fasteignagjaldanna
hefði verið óbreytt frá í fyrra
hefði það sparað þessum tveimur
heimilum í heild tæplega 3.000
krónur en fasteignamat íbúðanna
er samtals um 2,9 milljónir
króna. Við, sem hér um ræðir,
keyptum íbúðir okkar fyrir
nokkrum árum, skuldum ennþá
mikið og vinnum þar af leiðandi
eins mikið og færi gefst á til að
standa skil á skuldbindingum
okkar. Ef tekjur þessara heimila
á árinu 1984 hefðu verið álagðar
með 11% útsvari, eins og heimilt
er, í stað 10,4% hefði það kostað
þau meira en tvisvar sinnum
hærri upphæð en þá sem af hækk-
un fasteignagjaldanna leiðir.
Þeir sem miklar eignir eiga sjá
e.t.v. ofsjónum yfir hækkun fast-
eignagjaldanna en fyrir okkur,
sem teljum hverja krónu fram, er
útsvarsíækkunin mun hagstæðari.
Það er á allra vitorði að fjölmarg-
ir í þessu þjóðfélagi hafa umtals-
verðar tekjur sem hvergi eru
taldar fram. Ýmsir byggja sér
vegleg einbýlishús og aka um á
dýrari tegundum bíla en greiða á
sama tíma „vinnukonuútsvar".
Hækkun fasteignaskatta og lækk-
un útsvars er leið til að minnka
þetta óréttlæti og væri óskandi að
núverandi forystumenn í ríkis-
stjórn landsins fylgdu fordæmi
flokksbræðra sinna á Akureyri í
þessum efnum; af nógu er að
taka.
Við þökkum bæjaryfirvöldum
á Akureyri þessar aðgerðir; þær
eru launþegum í hag á kostnað
stóreignamanna.
Tvenn hjón á Brekkunni.