Dagur - 08.03.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 08.03.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 8. mars 1985 Söngleikurinn um Edith Piaf verður frumsýndur hjá Leik- félagi Akureyrar í kvöld. Höfundur verksins er Pam Gems, en Þórarinn Eldjárn hefur þýtt verkið. Sig- urður Pálsson er leik- stjóri, Guðný Björk Richards gerði leik- mynd og búninga, Við- ar Garðarsson sér um lýsinguna og Roar Kvam er hljómsveitar- stjóri. Marlene Dietrich var einn tryggasti vinur Piaf. Mynd: GS 0 Var föður sínum til aðstoðar Edith var aðeins átta ára gömul þeg- ar hún fór að hjálpa föður sínum. Hann sýndi fimleik, en hún söng. Áður en langt um leið bar hún meira úr býtum fyrir sönginn heldur en hann fyrir fimleik sinn. Þar með hafði hún fengið vitund um vald sitt yfir áhorfendum. Samstarf þeirra feðgina stóð þar til Edith var fimm- tán eða sextán ára. Á þessum árum bjó Edith í Pigalle vændis- og skemmtanahverfinu í París. Þar eignaðist hún sitt fyrsta og eina barn, sem hún reyndi að annast við erfiðar aðstæður, búandi á al- verstu hótelum stórborgarinnar. Ekki var um annað fyrir hana að ræða en hafa barnið með sér þegar hún var að syngja á götum úti. Barn- ið lést tæplega tveggja ára gamalt eft- ir langvinn veikindi. Edith virðist aldrei hafa losnað við samviskubit vegna þessa. Frægðarferill Edith hófst líkt og gerist í ævintýrum. Næturklúbbseig- andinn Louis Lelée var á leið heim til sín um Troyon-götu. Þá heyrði hann mjóslegið stúlkubarn syngja vinsælt lag. Það varð til þess að hann bauð henni umsvifalaust að koma og syngja í klúhbnum hjá sér. Hann gaf henni nafnið „La möme Piaf“ eða spörfuglsunginn. Enda .var.Edith lítil og nett, aöeins 147 cm á hæð. Edith sló eftirminnilega f gegn í klúbbnum í leiknum er fjallað um lífshlaup Edith Giovanna Gassion, sem var af sirkusleikurum og farandsöngvurum komin í báðar ættir. Faðir hennar var Louis Gassion, götufjölleikari, sem ekki var við eina fjölina felldur. Line Marsa var móðir Edith. Hún var söngkona, söng á götum úti eða á krám og búllum. Líf Edith byrjaði með óvenju- legum hætti og allt átti lífshlaup hennar eftir að verða óvenjulegt. Hún fæddist á gangstéttinni fyrir framan húsið númer 72 við Belle- ville-götu í samnefndu fátækrahverfi í París. Móðir hennar komst ekki lengra; hún ól barnið liggjandi á frakka lögregluþjóns, klukkan fimm að morgni 19. desember 1915. Edith Giovanna Gassion var fædd. Ekki naut Edith móður sinnar lengi, því henni var ungri komið í fóstur hjá móðurömmu sinni. Þar var hún í eymd og óþrifnaði til tveggja ára aldurs, en þegar faðir hennar kom heim í frí frá herþjónustu of- bauð honum aðbúnaðurinn sem dótt- ir hans bjó við. Kom hanri þá stúlk- unni fyrir hjá föðurömmu sinni, sem var ráðskona á hóruhúsi á Nor- mandískaga. Þar voru sjö vændis- konur, sem allar gerðu vel við Edith litlu. Þar bjó hún í góðu yfirlæti til jö ára aldurs og þarna í hóruhúsinu fyrsta kraftaverkið í lífi hennar. Hún var fimm ára og varð skyndilega blind. Blindan varði í nokkra mánuði, en sfðan kom sjónin skyndilega aftur. Þetta kraftaverk þökkuðu konurnar fyrirbænum og heitum á heilaga Teresu frá Lisieux. En læknisfræðileg skýring er talin vírus í sjóntaug. Sjálf var Edith ávallt viss um að heilög Teresa hafi gefið sér sjónina. Ljósmynd: KGA. hjá Lelée, en hann var myrtur nokkr- um mánuðum síðar og Edith blandaðist í málið, þar sem hún var í slagtogi með „krimma“ úr Pigalle-hverfinu. Úr þessu varð mik- ið hneyksli og allir héldu að söngferli Edith væri lokið. En hún barðist ótrauð áfram og með aðstoð tryggra vina tókst henni að komast á toppinn aftur. Fyrsta hljómplötuupptakan er frá 1936 og hún lék einnig í kvik- myndum og í leikhúsi. Og nú kom hún fram undir nafninu Edith Piaf. 0 Víða farið Edith Piaf fór í fjöldamörg söng- ferðalög um Evrópu og Ameríku, en það var ekki fyrr en eftir stríð sem hún sló í gegn í New York. Þá hafði fyrsta tónleikaferð hennar þangað mistekist. Fyrsta lagið sem hún gerði frægt um víða veröld var „La vie en rose“, sem enn nýtur vinsælda. Edith Piaf kom á framfæri mönnum, sem áttu eftir að komast í fremstu röð söngvara í Frakklandi. Þeirra á meðal voru Yves Montand, Charles Aznavour og Gilbert Bé- vaud. Hún elskaði fjölmarga menn, en giftist aðeins tvisvar. Fyrri eigin- maðurinn var Jacques Pills, en síðari eiginmaðurinn var Theo Saparo, sem hún gekk að eiga skömmu áður en hún lést. Þegar þau giftust var Edith 46 ára en hann 23 ára. Illar tungur sögðu, að hann hafi gifst henni til fjár, en hann reyndist Edith vel á erf- iðum tímum og stóð dyggilega við hlið hennar allt þar til hún lést. Þá var Edith orðin nánast öreigi en Theo reyndi að vinna upp í skuldirn- ar. Talið er að hnefaleikarinn Marcel Cerdan hafi verið stóra ástin í lífi Edith Piaf. Hann var að vísu giftur á meðan samband þeirra stóð. Cerdan fórst í flugslysi í október 1949. Edith hafði beðið hann að flýta för sinni og taka aðra áætlunarvél heldur en hann hafði áformað. Það gerði hann, en vélin fórst með mús og manni. Enn fékk Edith ástæðu til að finnast hún vera óheillakráka og þessi atburður fylgdi henni alla tíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.