Dagur - 08.03.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. mars 1985
,pað er mikíl
að ska
ipa
- Dagur í heimsókn hjá Konráð og Soffíu á
lífsfylling
eiíthvað sjálfur
u
Sólvöllum, Árskógsströnd
Staðurinn er Arskógs-
strönd, rétt um kaffi-
leytið og það erfremur
hvöss suðvestanátt.
Subarubifreið er ekið
út í vegarkantinn hjá
húsi því er Sólvellir
heitir og út stígur
blaðamaður Dags. Úti-
dyrahurðin er eitt stórt
listaverk, gestkomandi
gleyma örugglega oft
að knýja dyra. Sól-
vallahjónin eru heima
við og bjóða Dags-
manni til stofu.
Konráð er umsvifamikill út-
gerðarmaður í plássinu og rekur
ásamt sonum sínum fiskverkun-
ina Sólrúnu og gerir út tvo báta,
annar er 30 tonn og hinn 72. Soff-
ía er hagleikskona mikil, slípar
steina, stundar postulínsmálun
og býr til myndir úr mosa og ýms-
um hlutum sem hún finnur úti í
náttúrunni. Við komum okkur
fyrir í stofunni og Konráð segir
mér undan og ofan af lífshlaupi
sínu.
„Ég er fæddur í Kjarna í Arn-
arneshreppi fyrir 83 árum. Pegar
ég var tveggja ára fluttum við að
Bragarholti og þar var ég til 25
ára aldurs. Þá kemur að trúlofun-
arstandinu og ég stunda sjóinn að
vetrinum en er við heyskap á
sumrin. Ekki fannst mér trilluút-
gerð burðug á Eyjafirði á þessum
árum, stærstu bátarnir voru 12
tonn. Við giftum okkur árið 1927
og veturinn þar á eftir bjuggum
við í torfkofa sem stóð hér rétt
fyrir neðan og það þótti lúxus að
þar sem sofið var var trégólf,
annars staðar í húsinu var mold-
argólf. Þetta léti fólk ekki bjóða
sér nú til dags, en okkur leið vel,
enda nýgift. Við vorum tveir sem
giftum okkur um svipað leyti og
rérum við saman á árabát. Það
kom að því að okkur þótti vistin
þarna úti á Ströndinni heldur
daufleg og fluttum við hjónin til
Akureyrar. Þar leigðum við okk-
ur íbúð. Ég var til sjós, en hún í
landi og þannig gekk í þrjú ár.
Þá fluttumst við aftur út á Ár-
skógsströndina, þetta var ekkert
líf, ég var alltaf á sjónum og við
sáumst varla.
Við hófum búskap á Selá,
bjuggum þar mágar líklega í ein
fjögur, fimm ár, þá fórum við til
Hjalteyrar, en þar var þá hafin
síldarbræðsla. Við eltum pening-
ana allt okkar líf. Ég vann í
bræðslunni, ja líklega ein fimm
ár.
Þá lá leiðin aftur til Akureyrar
þar sem við keyptum húsið núm-
er 11 við Bjarmastíg. Mest allt
lífið fór í uppbyggingu. Jæja, við
vorum þrettán ár þarna í Bjarma-
stígnum og líkaði okkur mun bet-
ur þar en í fyrra sinnið. Framan
af var ég til sjós, en tók þá að mér
að pressa föt hjá Saumastofu
Gefjunar sem var uppi á loftinu í
gamla Kaupfélagshúsinu.
Á þessu tímabili eignuðumst
við þrjá stráka og þeim hálfleidd-
ist. Og svo sem ekki bara þeim,
okkur leiddist öllum. Mér fannst
ég innilokaður, það á ekki við
mig að vinna hjá öðrum, en
þarna var ég með reglulegan
vinnutíma og hafði svo ekkert að
hugsa um þegar heim kom. Það
varð þá úr að við fluttum aftur út
á Árskógsströndina, það var árið
1953. Þá byggðum við þetta hús.
Hugmyndin var að gera út, en
það var ákaflega erfitt að fá lán á
þessurn tíma, ég gekk á milli
bankastjóranna og var dreginn á
asnaeyrunum, fékk aldrei af-
dráttarlaust nei. Einhverju sinni
hitti ég Magnús frá Mel, en hann
þekkti ég frá því í síldarbræðsl-
unni á Hjalteyri. Ég fór að segja
honum frá vandræðum mínum,
að ég eigi eina trillu en langi mik-
ið að stækka við mig en hvergi fái
ég lán. Ég sagði honum jafnframt
að ég geti ekki fylgt honum í pól-
itík, því samvisku minnar vegna
gæti ég ekki kosið Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann sagði að það væri
nú allt í lagi. Skömmu seinna
fékk ég bréf með póstinum þar
sem sagði að mér hefði verið veitt
lán.
Sonur minn hafði verið á ver-
tíð í Grindavík og fengið góðan
hlut og því varð úr að við létum
Nóa bátasmið smíða fyrir okkur
bát, þetta var 12 tonna bátur og
var hann upphafið að okkar
útgerð.
Þegar við komum hingað og
byggðum þetta stóra hús og hóf-
um hér útgerð spurði fólk hvort
við værum að verða vitlaus. Það
var allt á niðurieið þá, en síðan
hefur þetta snúist til betri vegar.
Fólk hefur það gott, en það er
langur vinnudagur hjá því. Það
hefði ekkert orðið úr þessu hjá
mér ef strákarnir hefðu ekki ver-
ið með mér í þessu, ég hef ekki
verið að pjakka þetta einn allt
lífið, konan hefur verið ansi seig.
Það er manni mikiil styrkur. Syn-
ir mínir, Sigurður og Gunnlaugur
eru hvor með sinn bátinn. Ef
börnin fara út í buskann verður
ekkert úr framkvæmdum hjá
þeim sem eftir eru.“
- Þú varst að byggja upp allt
þitt líf, hver eru launin?
„Það er afskaplega erfitt að
vera að byggja upp allt lífið og
enga fær maður aðstoðina hjá
stjórnvöldum. Þau líta á okkur
sem útkjálkamenn og við getum
bara buslað áfram sjálfir. Það er
aldrei hugsað út í það að við út-
kjálkamennirnir sem stundum
sjóinn færum þjóðarbúinu heil-
miklar tekjur og hvar væru þessir
menn staddir ef okkar nyti ekki
við? Ef enginn vildi stunda sjóinn
og verka fiskinn. Ég sé ekki eftir
þessu lífsstarfi mínu, síður en
svo, þó að stjórnvöld sýni því
ekki skilning. Það er mikil lífs-
fylling að skapa eitthvað sjálfur,
mér hefur aldrei líkað almenni-
lega að vera í vinnu hjá öðrum.
Ekki það að ég vilji standa einn
að mínu fyrirtæki, ég vil að fjöl-
skyldan standi öll að því þá er ég
ánægður. En það get ég sagt þér
að ég sá enga peninga í öllu þessu
basli, það var ekki fyrr en ég fékk
ellistyrkinn minn að ég sá pen-
inga.“
Meðan við drekkum kaffi spyr
ég Soffíu hvernig það hafi komið
til að hún fór að safna steinum og
öðru slíku.
„Bergþóra Eggertsdóttir bauð
mér að koma á námskeið sem
hún hélt og ég þáði það, ég sótti
námskeið hjá henni í tvö ár. Síð-
an leiddi eitt af öðru, ég fór á
flosnámskeið og námskeið í
postulínsmálun. Þetta hefur
hlaðið utan á sig í gegnum árin.“
- Hvar leitarðu fanga?
„Ég eignaðist bíl fyrir þremur
árum og ég hef farið á honum út
um allt land að leita mér að
grjóti, ég hef mikið farið vestur
á íand og einnig austur. Þetta er
voða ósköp gaman, maður hefur
þetta í hendi sinni þegar maður
getur ferðast svona mikið.“
Soffía hefur lesið sér mikið til
um steina og nefnir nöfn sem ég
hef aldrei heyrt áður, auk þess
sem hún þylur upp eiginleika
hvers steins fyrir sig. Soffía er 79
ára gömul og lætur engan bilbug
á sér finna, hún segist hafa byrjað
á þessu fyrir 30 árum og alltaf
dundað meira og minna við ein-
hvers konar handavinnu. Fyrir
nokkrum árum keypti hún í fé-
lagi við aðra konu demantssög
allmikla, en með henni sagar hún
í sundur steina.
„Jú, auðvitað er það hættulegt,
það geta spýst á mann steinar og
það er ekki mjög gott,“ segir hún
er ég spyr hvort sögin sé ekki
hættulegt verkfæri.
„Ég veit ekkert skemmtilegra
en að fara upp á fjöll og leita að
steinum, það er alveg dýrlegt
þegar maður finnur fágætan
stein.“
Áður en ég kveð sýnir hún mér
ýmsa muni sem hún hefur gert,
myndir, lampa, slípaða steina og
þannig mætti lengi telja. Það er
ómögulegt að lýsa þessum mun-
um í blaðaviðtali, [3að er gamli,
góði sannleikurinn sem gildir.
Sjón er sögu ríkari.
Konráð vill sýna mér fiskverk-
unarhúsið og við ökum niður að
bryggju. Á leiðinni talar hann um
skilningsleysi stjórnvalda í garð
„útkjálkamannanna" sem stunda
sjóinn og verka fiskinn. Við
göngum í gegnum húsið, hvar
unnið er við saltfisk. Hluti af hús-
inu var leigður undir rækju-
vinnslu, nú er hætt að vinna
rækju á Árskógsströnd í bili og
helmingur hússins auður. Þegar
ég ek Konráði heim sýnir hann
mér lítinn skúr niður við sjóinn.
„Þarna byrjuðum við útgerðina,"
segir hann. Og ég ek aftur út í
vegarkantinn í þetta sinn til að
skila Konráði heim og þakka fyr-
ir spjallið. - mþþ
Soffia og Konráð við steinasafnið.