Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 3
22. mars 1985 - DAGUR - 3
Félagsheimilin verða sérhæfð, eitt fyrir dans, annað fyrir leiksýningar og það
þriðja fyrir kvikmyndasýningar, söngleiki eða óperur . . .
Verður
hjónaband
úr því?
Nú standa yfir umræður um hugsan-
lega sameiningu hreppanna innan
Akureyrar, Öngulsstaðahrepps,
Hrafnagilshrepps og Saurbæjar-
hrepps. Hér er á ferðinni mikið til-
finningamál og sýnist hreppabúum
ýmislegt í þessum efnum. I megin-
dráttum skiptast menn - og þar með
taldar konur - í þrjá hópa. Sumir
vilja óbreytt ástand. Aðrir vilja auk-
ið samstarf, en án formlegrar sam-
einingar, fyrr en þá eftir einhverja
áratugi, þegar formleg sameining
hreppanna í eitt sveitarfélag verður
ekki annað en að setja punktinn yfir
i-ið, eins og einn af gildari bændum
Öngulsstaðahrepps orðaði það um
árið. Hann mun hins vegar hafa snú-
ist á sveif með þriðja hópnum núna,
sem sé þeim sem vilja sameina
hreppana í einum grænum hvelli.
Hefur þá komið til tals, samkvæmt
ábyggilegum heimildum blaðsins, að
afkvæmið verði látið heita „Saurgils-
staðahreppur"!!!
Þessum þrem stigum hefur verið
líkt við samband karls og konu.
Fyrsta stiginu er þá líkt við ástlaust
samband, öðru stiginu við óvígða
sambúð og þriðja stiginu við hjóna-
band.
Míkið
tiljnwmga-
nú áferðinrú
Hér er um mikið tilfinningamál
Framfirðinga að ræða. Það er ekki
óeðlilegt, því það gerir það enginn
sér til gamans, að leggja niður sveit-
ina sína og gerast íbúi í nýju sveitar-
Kvenfélögin hafa verið sameinuð.
félagi. Það hefur líka löngum verið
nokkur metnaður milli h'reppanna.
Öngulsstaðahreppsmenn telja sinn
hrepp eðlilega bestan, fallegastan og
ríkastan af þessum sveitarfélögum!
Þess vegna hafa sumir þeirra viljað
líkja því við þróunaraðstoð, að
sameina hreppana, þar sem það
hljóti eingöngu að koma hinum til
góða. Sérstaklega höfða þeir þá til
Saurbæjarhrepps, þar sem margir
þeirra telja hann hreppa fátækastan.
Nú, auðvitað hugsa þeir í Hrafnagils-
hreppi og Saurbæjarhreppi eitthvað
svipað. Þeir telja sig eflaust ekkert
hafa að sækja til þeirra í Önguls-
staðahreppi, enda þykir flestum sinn
fugl fagur. Svo hafa Öngulsstaða-
hreppsmenn líka haft um það orð, að
þeir séu gáfaðastir af Framfirðing-
um. Þar komast þeir að líkindum
næst sannleikanum í þessum
efnum!!!
Margs konar
vangaveltur
Á dögunum var haldinn um þetta
málefni fundur í Öngulsstaðahreppi.
Þar bar ýmislegt á góma, ýmist í
gamni eða alvöru. Menn „pældu“
svolítið í því, hvað þeir græddu við
sameininguna, en sá gróði var ekki
alveg borðleggjandi. Menn sáu til
dæmis ekki tilganginn í því að opna
sameiginlega skrifstofu fyrir hrepp-
ana, ef áfram yrðu þrír oddvitar og
enginn þeirra til staðar á skrifstof-
unni. Þar með héldi ónæðið á odd-
vitaheimilunum áfram á öllum tím-
um sólarhringsins. í því sambandi
hafði Birgir oddviti Þórðarson um
það orð, að oddviti Saurbæjarhrepps
hefði eitt sinn auglýst viðtalstíma á
ákveðnum dögum. Árangurinn var
sá, að hreppsbúar í Saurbæjarhreppi
leituðu til oddvita síns á öllum
öðrum tímum, en létu helst ekki sjá
sig þegar viðtalstíminn var. Að þess-
um upplýsingum fengnum taldi
Kristján á Rifkelsstöðum aldeilis
ómögulegt að sameinast Saurbæing-
um í sveitarfélagi, þar sem þeir
kynnu greinilega ekki á klukku.
Það kom líka fram á fundinum, að
víst væri togstreita um staðsetningu
sameiginlegrar skrifstofu fyrir hrepp-
ana þrjá. Eðlilegasta lausnin var talin
flotprammi á miðri Eyjafjarðará inn
hjá Torfum! Þar mætast hrepparnir
þrír. Þó var ekki talið útilokað, að
pramminn gæti verið eitthvað neðar,
t.d. við brúna hjá Hrafnagili og
Laugalandi, því þó það væri nokkurn
spöl frá Saurbæjarhreppi, þá væri þó
víst að megnið af vatninu í ánni kæmi
frá Saurbæingum.
Hvað á að
gera við rusB?
í Öngulsstaðahreppi er fyrirmyndar-
þjónusta við íbúana, sem ekki fyrir-
finnst í hinum hreppunum. Hún felst
í því, að Ragnar Bollason á Bjargi
safnar saman sorpi frá hreppsbúum
vikulega - og ekur því eðlilega til
Akureyrar! Svo sér hreppurinn um
að hreinsa snjó af heimreiðum en
það er eðlilega háð því skilyrði, að
snjór sé til staðar! Hvorki sorp né
snjór er hreinsað á vegum Saurbæj-
arhrepps eða Hrafnagilshrepps; þar
verða menn einfaldlega að sjá um
þessa hluti sjálfir. Þetta kom til um-
ræðu á fundinum hjá Öngulsstaða-
hreppsmönnum. Sumir mikluðufyrir
sér flókið vegakerfi í Saurbæjar-
hreppi, það yrði dýrt að safna sorp-
inu þeirra saman. Aðrir töldu slíka
samhjálp sjálfsagða. Einhver kom
líka fram með þá einföldu lausn, að
fleyta bara ruslinu niður eftir ánni!
Vildi sá hinn sami meina, að Saurbæ-
ingar gerðu það nú þegar margir
hverjir!!
Svo voru það félagsheimilin; hvað
á að gera við þau? Eftir sameiningu
verður tæpast ástæða til að halda
þeim öllum í gangi með núverandi
hætti. Fram hefur komið sú hug-
mynd, að Freyvangi verði breytt í
leikhús, Sólgarður verði áfram til
dansleikjahalds, en Laugaborg verði
breytt í kvikmyndahús. Einhver
hafði um það orð, að myndböndin
sæju til þess, að rekstur kvikmynda-
húss væri vonlaus. - Þá gerum við
Laugaborg bara að kvikmyndahúsi,
söngleikjahúsi eða þá óperu, sagði
hugmyndasmiðurinn. Engin vand-
ræði með það.
Framfirðingar hafa því um nóg að
ræða þessa dagana og ég er vís til að
fjalla um þetta mál af nokkurn al-
vöru í Degi á næstunni!!
Bach í
meirihluta
Býsna „skrýtinn" minnihluti,
sem ég vil gjarnan „púkka upp
á“, lét frá sér fara skrif í les-
endahorn Dags 20. mars sl.
Þessi nafnlausi lesandi sá mikl-
um ofsjónum yfir því að grein
nm Bach fengi rúm í Degi á
300 ára fresti. Þolinmæði
þessa lesanda virðist harla lítil
miðað við þann mælikvarða
sem hann leggur á hálfrar síðu
skrif, sem hann kallar lang-
loku. Dómgreind takmörkuð,
ef marka má þá hleypidóma
að kalla fróðlega grein um eitt
virtasta og vinsælasta tónskáld
heimsins „menningarkjaft-
æði“. Umburðarlyndi gagn-
vart lestrarefni fyrir „skrýtinn
minnihluta", sýnist undra rýrt,
sér í lagi þar sem fjöldi tónlist-
aráhugafólks í bænum er mjög
mikill.
Skilgreining þessa lesanda
á orðinu menning er afar
þröng, a.m.k. ef hann ætlar að
draga markalínuna á milli
þeirra Soffíu og Reynis, því ég
fæ ekki betur séð en skrif
Reynis Antonssonar séu í
hæsta máta menningarleg.
Sjálfsagt hefur Reynir ekki
hugsað sér að útiloka tónlist
Bachs frá þeim „sómasamlega
tónleikasal“, sem hann minnt-
ist á að þyrfti að byggja hér í
bæ (sjá Dag 8. mars ’85).
Vonandi eigum við eftir að
lesa margar greinar eftir Reyni
í þessu blaði, og vonandi á
margt áhugasamt fólk eftir að
fræða okkur um tónlist á síð-
um blaðsins, því ég veit að
Dags-menn vilja gjarnan fá
meira að heyra úr þeirri átt-
inni og ýmsir lesendur einnig.
Ég vil þó benda Dags-
mönnum á, að hugsanlega sé
stóra letrið á óskinni um
„Mennngarsnauðan Dag“
heldur óheppilegt í annars
góðri viðleitni blaðsins að
gegna menningarlegu hlut-
verki á ýmsa lund.
Jón Hlöðver Áskelsson.
Húsmæður munið
sýrðan rjóma
nú þegar fermingar og páskar
fara í hönd.
ábötn
osaSsáí