Dagur - 22.03.1985, Page 7
22. mars 1985 - DAGUR - 7
„Ég kem þá
bara hmgað
norður aftur‘(
- Kolbeinn Sigurbjömsson á línunni
- Kolbeinn Sigurbjörnsson,
ferðamálafrömuður með meiru,
er hann á línunni?
- Já, hann er hér.
- Er það satt Kolbeinn, að þú
sért að yfirgefa Akureyri?
- Já.
- Hvers vegna?
- Mér bauðst spennandi
starf, sem ég gat ekki hafnað.
- Hvaða starf er það?
- Ég verð sölustjóri innan-
landsflugs hjá Flugleiðum.
- Hvað felst í því?
- Ég kem til með að stjórna
farmiðasölu í innanlandsflug-
inu. Inn í þetta kemur líka flug
til Færeyja og hugsanlega
Grænlands. 1 stuttu máli felst
þetta í að selja sæti í Fokkerun-
um. Ég kem líka til með að hafa
tengsl við þá sem selja farmiða
á umboðsskrifstofum Flugleiða
erlendis, því þeir selja erlendum
ferðamönnum farmiða í innan-
landsflugi hér.
- Er þetta spennandi starf?
- Já, mjög svo, annars hefði
ég ekki haft áhuga á því. Þetta
er mjög fjölbreytt starf og lif-
andi, það er alltaf eitthvað að
gerast og starfið býður auk þess
upp á samstarf við marga menn,
karla sem konur. Auk þess fylg-
ir þessu mikil ábyrgð; það dugir
ekki annað en að standa sig.
- Var þér farið að leiðast hér
á Akureyri?
- Nei, nei síður en svo. Ég er
búinn að búa hér í ein fjórtán ár
og lít á mig eins og heimamann,
þó ég sé fæddur og uppalinn í
Reykjavík; ég bjó þar fram að
tvítugu. Þaðan fór ég til Egils-
staða, reyndi mig þar við að
reka prjónastofu í eitt ár. Þaðan
kom ég til Akureyrar og byrjaði
að starfa hjá Vélsmiðjunni
Odda. Svo fór ég í flugið, náði
meira að segja að starfa hjá
Flugfélagi íslands og síðar hjá
Flugleiðum. Við vorum með
söluskrifstofu hér við Ráðhús-
torgið, þar sem Almennar trygg-
ingar eru núna.
- Sú söluskrifstofa gekk síð-
an inn í Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar, ekki rétt?
- Jú, jú, og ég fylgdi með. En
ég var ekki lengi þar, því ég tók
að mér rekstur fyrir söluskrif-
stofu Útsýnar, sem fyrst var til
húsa í Bókvali hjá Aðalsteini,
en síðar í Hafnarstræti 98. Loks
sameinaðist Útsýnar-skrifstofan
Ferðaskrifstofu Akureyrar fyrir
stuttu - og aftur fylgdi ég með.
Ég er því búinn að fara hringinn
hérna í Miðbænum.
- Var síðasti áfanginn þér
erfiður; voru síðustu skrefin
þung?
- Nei, það get ég ekki sagt.
Það var miklu erfiðara fannst
mér að hugsa til sameiningar-
innar heldur en raunin varð svo
á. Ég hafði óneitanlega hugsað
til þess með nokkrum kvíða, að
þurfa að ganga þessi skref. En
þau reyndust mér létt þegar til
kom og sameiningin hefur geng-
ið mjög liðugt fyrir sig í
framkvæmd. Samstarfið hefur
líka gengið vel eftir að ég kom
hingað, þannig að ég hef ekki
yfir neinu að kvarta.
- Pað er þá ekki vegna sam-
starfserfiðleika innan Ferða-
skrifstofu Akureyrar, sem þú ert
að stökkva suður?
- Nei, því fer fjarri, en reyna
ekki allir að sækja fram? Annað
væri óeðlilegt. Mér býðst þarna
starf sem er ábyrgðarmeira en
það sem ég hef. Þetta er sem sé
skref upp á við fyrir mig. Og
starf hvers manns er nú einu
sinni svo stór hluti af lífinu, að
það er mikilsvert að vera ham-
ingjusamur í starfi.
- Hryllir þig ekkert við að
fara þarna suður í súldina, rokið
og rigninguna?
- Nei, það get ég ekki sagt,
mig hryllir ekki við því. Hinu
get ég ekki neitað, að ég ber
ákveðinn kvíða fyrir veðurfar-
inu. Hér hefur verið sumar nær
samfleitt í hátt í tvö ár, á sama
tíma og mikið hefur rignt syðra.
Vonandi verður þar breyting á í
sumar. En ég kem til með að
sakna Akureyrarveðursins. Svo
getur vel farið svo, að ég nái
ekki að skjóta rótum aftur í
Reykjavík. Ég fer suður til
reynslu, tek þar til starfa 20.
apríl. Ég flyt hins vegar ekki
með fjölskylduna strax, því fyrir
það fyrsta verða börnin að ljúka
sínum skóla. Og það er meira en
bara að segja það, að flytja bú-
ferlum landshorna á milli. Þess
vegna vil ég vera viss um að
starfið eigi við mig, áður en ég
fer út í búferlaflutninga.
- Koma Norðlendingar til
með að eiga hauk í horni hjá
Flugleiðum, þar sem þú ert?
- Ef út í það er farið held ég
að Norðlendingar eigi marga
hauka í horni hjá Flugleiðum.
Jú, mín reynsla af ferðamálum
hér nyrðra kemur til með að
koma mér verulega til góða í
þessu nýja starfi - og væntan-
lega Norðlendingum líka. Ég
hef lengi haft mikinn áhuga á
ferðamálum og ég er sannfærður
um það, að á Norðurlandi er-
uónýttir atvinnumöguleikar í
ferðaþjónustu. Loksins núna
virðast menn vera farnir að gera
sér grein fyrir þessu, en mér
finnst vakningin ganga allt of
seint. Menn hafa gjarnan viljað
líta á þetta sem tómstundastörf,
en ekki atvinnugrein. Sann-
leikurinn er hins vegar sá, að
með aukinni ferðaþjónustu er
hægt að skapa atvinnu fyrir
fjölda manns. Og tekjumögu-
leikarnir eru góðir - og stór hluti
af þeim tekjum yrði í erlendum
gjaldeyri. Ég vona að landsfeð-
urnir fari að átta sig á þessu og
ráðamenn á Norðurlandi ættu
að beita sér fyrir uppbyggingu í
ferðaþjónustu af krafti. Eða er
ekki alltaf verið aö tala um at-
vinnuskort. Af hverju þá að láta
þennan kost liggja ónýttan?
- Pakka þér fyrir spjallið
Kolbeinn. Ég óska þér velfarn-
aðar í nýju starfi og vona að
ekki rigni óskaplega mikið á þig
fyrir sunnan.
- Þakka þér fyrir. Nú, ef það
rignir látlaust, þá kem ég bara
norður aftur. -GS
Haínarstræ ti 98 - Akureyri ■ Simi (96) 22214
Konur í bæ
09 byggð
Nú er vorjafndægur
og vorvörurnar
komnar.
Sportfatnaður,
blússur og kjólar.
Slæður, belti
og festar
í nýju vorlitunum.
Vel klædd
er konan ánægð.
HókuufetlLí
úNEILA
J$teL
tnunnar
un
Siglufjörður:
Blönduós:
Ólafsfjörður:
Hrísey:
Dalvík:
Grenivík:
Húsavík:
Mývatnssveit:
Kópasker:
Raufarhöfn:
Matthías Jóhannesson, Aðalgötu 5, sími 71489.
Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581
Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308.
Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728.
Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247.
Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112.
Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, sími 41765.
Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173.
Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52145.
Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.
Sýndar verða
1985 árgerðirnar af:
Honda Accord EX með öllu,
Honda Civic Sedan sjálfskipur,
Honda Civic 2ra dyra.
Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar hf.
v/Tryggvabraut,
Akureyri, sími 22700.
laugardag og sunnudag 23. og 24.
mars frá kl. 13-17 báða dagana.
Bílasýning