Dagur - 22.03.1985, Síða 10

Dagur - 22.03.1985, Síða 10
10 - DAGUR - 22. mars 1985 / kvöld frumsýnir Leikfélag Þórshafnar gamanleikinn Saklausa svallarann eftir Arnold & Bach í þýðingu Emils Thoroddsen. Leikarar eru 12, en alls taka um 20 manns þátt í sýningunni. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving, Þórshafnarbúum að góðu kunnur, þó hann komi frá Vestmannaeyjum. Ekki höfðum við tök á að líta Svallarann augum, en að sögn heim- ildarmanns blaðsins er leit inn á æf- ingu nú í vikunni er verið var að leggja síðustu hönd á verkið, sagði hann að hér væri á ferðinni skemmti- legur farsi sem hlyti að verða væntan- legum áhorfendum til mikillar ánægju. „Ollu gamni fylgir nokkur alvara,“ sagði heimildarmaður „og það á við um þennan leik, undir niðri er tölu- verð alvara á ferð.“ Formaður Leikfélags Þórshafnar, Freyja Önundardóttir sagði í samtali við Dag, að leikendur, Ijósamenn og sviðsmenn hafi lagt mikla vinnu á sig til að sýningin heppnaðist sem best. - Og hvernig hefur gengið? „Það hefur gengið mjög vel, já eig- inlega ótrúlega vel, leikarar eru allir í fullri vinnu annars staðar og við þurfum því að nota kvöldin og næt- urnar til æfinga. Menn hafa stundum verið ansi syfjaðir í vinnunni daginn eftir langar æfingar, en þetta hefur allt saman blessast." - Þið sækið leikstjórann til Vest- mannaeyja? „Já, það er Vestmanneyingurinn snjalli, Sigurgeir Scheving, sem leik- stýrir hjá okkur. Þetta er þriðja leikritið sem hann setur upp með okkur og hann hefur alveg sérstakt íag á að gera ótrúiegustu manneskjur Eins og sjá má á þessum svipmyndum úr Saklausa svallaranum gengur á ýmsu í leiknum. að bráðskemmtilegum leikurum. En ég skal bara gefa þér samband við leikstjórann á eftir hann er að drekka kaffi hérna frammi í eldhúsi." - Er leikfélagið dálítið öflugt hjá ykkur þarna fyrir austan? „Það er alveg óhætt að fullyrða það. Það samanstendur af ungu og bráðhressu fólki, sem hefur mikinn áhuga á að gera sitt besta og efla sitt félag.“ - Segðu mér af þessum óvenju saklausa svallara, eru til einhverjir slíkir á Þórshöfn? „Það eru til svallarar á öllum stöðum, en það vandaðist dálítið málið þegar við hófum leit að sak- lausum svallara, en eftir þó nokkra leit fundum við einn líklegan. Hann lifði sig aftur á móti svo inn í hlut- verkið að hann þrútnaði allur og bólgnaði af svallinu. Okkur þótti það lítt við hæfi, en hann fullyrti að um væri að kenna byltu í blaki. Svallar- inn var í gipsi til að hindra allan hamagang og við urðum að fresta fjörinu um hálfan mánuð. Nú erum við búin að brjóta af honum allar hömlur og honum verður sleppt lausum á frumsýningunni í kvöld. Nú ætla ég að gefa þér samband við leikstjórann.“ - Hvernig líkar þér dvölin á Þórshöfn, Sigurgeir? „Ja, þetta er þriðja leikritið sem ég set upp með Þórshafnarbúum og ég held að það segi söguna alla. Maður kæmi ekki aftur og aftur á sama stað- inn ef manni líkaði ekki vistin vel. Hér er stór hópur af hæfileikamiklu dugnaðarfólki sem er búið að leggja á sig mikla vinnu til að árangur verði sem bestur." - Þú ert búinn að setja upp leikrit þarna áður? „Já, ég kom fyrst hingað fyrir fjór- um árum og vann þá að því að „Barnalánið“ yrði farsælt á staðnum. Það tókst með ágætum, enda efnið gott. Rúmu ári seinna var ég aftur mættur og til að fylgja aðeins eftir því sem á undan hafði gengið spurði ég „Ertu nú ánægð kerling?“ Ég fékk jákvætt svar og það varð til þess að ég er hér enn á ný, nú að fást við sak- lausan svallara. Við ætlum að sýna hann almenningi í kvöld í samkomu- húsinu, Þórsveri, og ég hygg að þá muni ástin sigra hér líkt og á Húsa- vík.“ - mþþ ftfeníffl

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.