Dagur - 22.03.1985, Page 15

Dagur - 22.03.1985, Page 15
22. mars 1985 - DAGUR - 15 IMrefmr Éreið- mmskeiðs Hestamannafélagið Léttir efn- ir til reiðnámskeiðs, sem hefst í Lundarskóla laugardaginn 30. mars kl. 13.30. Kennt verður í flokkum unglinga, byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir. Einnig stendur til að vera með flokk fyrir sýn- endur, ef óskir koma þar um. Kennari á námskeiðinu verður Bjarni E. Sigurðsson, reið- kennari. Stefán Bjarnason, Gunnar Egilson, Guðrún Hallgrímsdóttir og Jón Ó. Sig- fússon gefa nánari upplýsingar um námskeiðið. Væntanlegum þátttakendum er bent á að hafa hesta sína nú í góðri þjálfun, því góður hestur tryggir betri árangur. Áán sigrará Húsavík Um síðustu helgi frumsýndi Leikfélag Húsavíkur gaman- leikinn „Ástin sigrar" eftir Ólaf Hauk Símonarson undir leikstjórn Þórhalls Sigurðsson- ar. Leiknum var frábærlega vel tekið, eða eins og einn frumsýningargestanna sagði í samtali við Dag: „Það var hlegið látlaust frá fyrstu mín- útu til þeirrar síðustu." Þannig eiga gamanleikir að vera. Næsta sýning er í kvöld, eða öllur heldur í nótt, því hún hefst kl. 23.30. Næstu sýningar eru síðan á mánudag og þriðjudag kl. 20.30. Athygli skal vakin á því, að sætaferðir eru frá Akureyri. Upplýsingar um þær er að fá hjá Óndvegi í síma 24442. SMðagöngu- ferðá Porvaldsdal Á morgun, laugardag, efnir Ferðafélag Akureyrar til skíðagönguferðar um Þor- valdsdal, ef veður og færi leyfa. Upplýsingar um ferðina er að fá á skrifstofu Ferðafé- lagsins í dag frá 17.30-19.00. Síminn er 22720. m-»g skemmíiferð LMsmanm Á morgun, laugardag, efnir Hestamannafélagið Léttir á Akureyri til kaffi- og skemmti- ferðar. Lagt verður af stað frá Bæjarréttinni kl. 13.30 og rið- ið fram að Hrafnagili. Þar fá menn sér hressingu - og hross- in líka, en síðan verður riðið í bæinn aftur. Vakin skal athygli á því, að ætlast er til þess að menn teymi hrossin sín, þann- ig að hægt sé að komast hjá rekstri. Morgunverður í rúmið Nk. laugardagskvöld frumsýn- ir Ungmennafélag Möðru- vallasóknar gamanleikinn „Morgunverður í rúmið“ eftir Jack Popplewell, í þýðingu Halldórs Ólafssonar. Leikstjóri er Ari H. Jósa- vinsson en leiðbeinandi við uppsetningu, leikmynd og förðun er Þráinn Karlsson. Leikendur eru alls 9. Leikhópurinn hefur æft leik- inn í félagsheimilinu Freyju- lundi og þar verða flestar sýn- ingarnar, en ráðgert er að sýna leikinn á nokkrum stöðum hér í grenndinni. Önnur sýning á „Morgun- verður í rúmið“ verður á sunnudagskvöldið 24. mars kl. 21 í Freyjulundi og þriðja sýn- ing á sama stað kl. 21 þriðju- daginn 26. mars. Miðapantan- ir verða teknar í síma 25305 frá kl. 18 sýningardagana. EFTIR Jack Popplev/e)) Forseta- heimsókn á Dalvík Leikfélag Ólafsfjarðar sýnir gamanleikinn Forsetaheim- sóknina eftir Régo og Bruneau í samkomuhúsi Dalvíkinga laugardagskvöldið 23. mars kl. 21 og í samkomuhúsinu í Hrís- ey sunnudaginn 24. mars kl. 16. Leikstjóri er Grétar Magn- ússon. KA með kökubasar Handknattleiksdeild KA gengst fyrir kökubasar í and- dyri Iþróttahallarinnar á morgun, laugardag, og hefst basarinn kl. 16. Þar verður hægt að kaupa kökur og tertur af öllum mögulegum gerðum og stærð- um á hagstæðu verði, og er skorað á velunnara félagsins að mæta á staðinn, styrkja handboltadeildina og gera góð kaup. Badminton álands- mœlikvarða Allir bestu badmintonleikarar landsins verða samankomnir á Akureyri um helgina en þá verður haldið opið mót TBÁ í A-flokki og meistaraflokki. Um 60 keppendur eru skráðir til leiks en þar fer fremstur Broddi Kristjánsson, margfaldur íslandsmeistari. Keppendur verða frá TBA, TBR, Hafnarfirði, Akranesi og Siglufirði. Keppnin hefst kl. 10 á laug- ardag í Höllinni og kl. 9 á sunnudag. Úrslitaleikirnir hefjast um kl. 11 á sunnudag. Keppt verður í einliða- og tví- liðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Hondur sýndará Þórshamri Um helgina efnir bifreiðaverk- stæðið Þórshamar til bílasýn- ingar í húsnæði sínu við Tryggvabraut. Sýndar verða 1985 árgerðirnar af Honda Accord EX með öllu, Honda Civic Sedan sjálfskiptum og Honda Civic tvennra dyra. Sýningin er á morgun og sunnudaginn og er opin frá kl. 13-17 báða dagana. Skátaball í Gagganum Skátaball verður í Gagnfræða- skóla Akureyrar kl. 21 í kvöld. Miðaverð er kr. 100. Hvítir flugið Stórmyndin Hvítir máfar verð- ur frumsýnd á Akureyri í Borgarbíói kl. 18 á laugardag. Myndin var nýlega frumsýnd á Seyðisfirði og hefur verið sýnd í u.þ.b. viku í Reykjavík. Hvítir máfar er kvikmynd sem hlotið hefur verðskuidaða athygli. Myndin var tekin á Austurlandi og Austfjörðum sl. haust og sögusviðið er fært 25 ár aftur í tímann til þess tíma er verið var að finna las- er-geislann upp og er þá sjálf kjarnorkubomban meðtalin. - Við gefum okkur að hluti þessa vopns hafi verið fundinn upp hér á Islandi. Allt annað í myndinni á sér stoð í raun- veruleikanum en við færum auðvitað í stílinn eftir því sem við á, sagði Jakob Magnússon, Stuðmaður og eínn aðstand- enda myndarinnar í samtali við Dag. Að sögn Jakobs er Hvítir máfar mjög óvenjuleg og fynd- in kvikmynd. - Við þverbrjótum öll lögmál vísvitandi. Við höfum komist upp með þetta á plötum okkar og gerum það í kvikmyndinni líka. Myndin cr krydduð með ýmiss konar kryddum og ég get t.d. nefnt máfar taka á Ákureyri að við erum með magnað engi- sprettusuð á einum stað, þó að mér vitandi hafi þau kvikindi enn ekki borist til Seyðisfjarð- ar. Aðalleikarar í myndinni eru Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir og eins eru Rúrik Har- aldsson, Flosi Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) í stórum hlutverkum. Aðrir sem koma við sögu eru t.d. bandarískur leikari Tyrone Troupe og Pamela Brement, sendiherrafrú. Að sögn Jakobs Magnús- sonar koma þó nokkuð margir við sögu sem ættir eiga að rekja til Akureyrar. Má þar fyrst telja hann sjálfan, Egil Eðvarðsson, upptökustjóra, Sigurveigu Jónsdóttur sem leikur í myndinni, Ágúst Bald- ursson sem kvikmyndar og klippir og búningameistarann Önnu Ringsted. Þá leikur Pét- ur Eggerz í myndinni en hann fer með hlutverk í leikritinu um Sólon. Sýningar verða í Borgarbíói kl. 18 og 21 og eins er í ráði að hafa afsláttarsýningar fyrir ungt fólk kl. 15 á sunnu- dögum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.