Dagur - 22.03.1985, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 22. mars 1985
Slippstöðin
með næg
verkefni
„Við höfum nægileg verkefni
eins og er. Þar að auki eigum
við í viðræðum við stjórnendur
Ogurvíkur hf. um að breyta
Freða í frystiskip og sams kon-
ar brcytingar á togaranum
Arinbirni eru fyrirhugaðar.
Þar að auki erum við að skoða
möguleika á að bjóða í endur-
bætur á togaranum Bjarna
Herjólfssyni, sem Útgerðar-
Hvammstangi:
Mikil
fjölgun
íbúa
Mikil fjölgun íbúa varð á
Iivammstanga á sl. ári, og
sagði Þórður Skúlason sveitar-
stjóri þar að Hvammstangi hefði
orðið í 3. sæti sveitarfélaga í
landinu hvað snerti fólksfjölg-
un hlutfallslega, á eftir Bessa-
staðahreppi og Mosfellshreppi.
hreppi.
tbúar á Hvammstanga voru um
650 um síðustu áramót. Þórður
sagði að íbúafjölgunin hefði ver-
ið mikil undanfarin ár. Þó hefði
dregið úr henni 1982 og 1983 en
síðan jókst íbúatalan verulega á
síðasta ári.
Mikið hefur verið byggt af
íbúðarhúsnæði. Sameinaðir verk-
takar á Hvammstanga sem séð
hafa um flestar byggingar þar síð-
ustu árin hafa sótt um lóð fyrir
fjölbýlishús og eru áform uppi
um að hefja byggingarfram-
kvæmdir við það í vor. í þessu
húsi verða 7-8 íbúðir. gk-.
félag Akureyringa hefur nú
keypt.“
Þetta hafði Gunnar Ragnars að
segja um verkefnastöðuna hjá
Slippstöðinni um þessar mundir.
En það er ekki nóg að hafa verk-
efnin. „Vandamálið er að fjár-
magna þessi verkefni, því Fisk-
veiðasjóður hefur ekki afgreitt
umsóknir á þeim forsendum, að
lánsfjáráætlun liggi ekki fyrir.
Það er náttúrlega óviðunandi að
reka fyrirtæki við þessar aðstæð-
ur. Það var komið á nokkurs kon-
ar afurðalánakerfi í sambandi við
nýsmíðarnar, en nú má ekki
minnast á þær. Við höfum tekið
tillit til þess og reynt að auka
okkar verkefni í viðgerðum og
endurbótum eftir föngum, en þá
rekum við okkur á þennan vegg.
Á síðasta ári var þessum málum
bjargað með 150 m. kr. lánsfé,
sem iðnaðarráðherra gekkst fyrir
að veitt var um byggðasjóði. Það
fer hrollur um mig þegar ég
hugsa til þess hvernig farið hefði
ef það hefði ekki komið til. Ég
hef verið að gera mér vonir um
að ráðamenn geri einhverja áætl-
un um hvernig eigi að standa að
fjármögnun á viðhaldi fiskveiði-
flotans, í líkingu við afurðalána-
kerfið vegna nýsmíðanna. En sú
von mín hefur ekki ræst enn,“
sagði Gunnar Ragnars. -GS
Eigum enn borð í Smiðju
um' '
Nýir réttir á helgarseðlimun.
Þorvaldur Hallgrímsson leikur fyrir matargesti.
Á rólegum degi í Sandgerðisbót.
Mynd: KGA
Akureyri:
Lausir hundar til vandræða
- Það þýðir ekkert að horfa
framhjá því að þetta er mikið
vandamál hér í bænum og að-
gerða er þörf, sagði Sigfríður
Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í
samtali við Dag en hún fór
þess nýlega á leit við bæjarráð
að það tæki hundahald í bæn-
um og reglugerðir þar að lút-
andi til rækilegrar athugunar.
Að sögn Sigfríðar er mjög mik-
ið um það að hundar gangi lausir
í bænum og talsvert væri um það
að fólk yrði fyrir barðinu á þeim.
Þetta ætti sérstaklega við um
póstburðarfólk, blaðburðarbörn
og þá sem lesa af mælum.
- Það vantar alveg ákvæði um
það hverjir eigi að hafa eftirlit
með hundahaldinu. Annað hvort
verðum við að ráða fólk til þess
eða semja við lögreglustjóra um
að lögreglan taki það verk að sér.
Þá vantar skýrari reglur um ýmis-
legt sem lýtur að hundahaldi.
T.d. í hve löngu bandi hundurinn
á að vera. Þá er spurning hvort
ekki verði að hækka svokallað
handsömunargjald til þess að
hundaeigendur passi betur upp á
hunda sína, sagði Sigfríður en
hún sagðist myndi ýta á eftir
þessu máli við bæjarráð og það
væri von hennar að úrbóta væri
ekki langt að bíða. -ESE
Norðlæg átt verður
ríkjandi á Norðurlandi
um helgina. El geta
orðið með köflum og
veður fer kólnandi á
morgun og sunnudag.
Ekki beint óskaspá, en
þetta eru upplýsingar
Veðurstofunnar frá í
morgun.
Stórkostlegt
úrval til fermingargjafa í herradeild.
Tjöld, svefhpokar, bakpokar,
íþróttatöskur og skór.
Nýkonmar snyrtitöskur
í iniklu úrvali.
Lítið inn.