Dagur - 17.04.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 17.04.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. apríl 1985 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fóstrur óskast til starfa á barnaheimilið Stekk á Akureyri. Upplýsingar veitir forstöðukona heimilisins í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Kröfluvirkjun óskar að ráða rafvirkja eða rafvélavirkja til starfa frá og með 1. júní 1985. Allar nánari upplýsingar varðandi starfið veitir yfir- vélstjóri virkjunarinnar (símar: 96-44181 og 96-44182). Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sé skilað til skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, 600 Akureyri fyrir 15. maí 1985. Rútubílstjóri Sérleyfisbílar Akureyrar óska að ráða bifreið- arstjóra með rútupróf. Umsóknareyðublöð fást á Ferðaskrifstofu Akur- eyrar Ráðhústorgi 3. Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk. Sérleyfisbílar Akureyrar. Atvinna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður á barna- heimilinu Krílakoti, Dalvík. 1. Staða forstöðumanneskju. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. 2. Staða við barnagæslu á deild. Fóstrumenntun æskileg. Staðan er laus frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 96-61372 frá kl. 10.00-12.00. Sölumaður-Aukastarf Ábyrgð hf. tryggingafélag bindindismanna óskar eftir að ráða til starfa söiumann trygg- inga á Akureyri. Bindindi er áskilið. Starfið felst í heimsóknum til viðskiptavina félags- ins fyrst og fremst til sölu heimilis- og húseig- endatrygginga Ábyrgðar. Allar nánari upplýsingar veitir umboðsmaður okk- ar á Akureyri Arnfinnur Arnfinnsson Hótel Varð- borg út þessa viku. Ábyrgð hf. Tryggingafélag bindindismanna. Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa þarf að hefja störf 1. maí nk. Enskukunnátta nauðsynleg, þekking af ferðaþjón- ustu æskileg. Umsóknum sé skilað til Umferðamiðstöðvarinnar öndvegis h/f, Hafnarstræti 82, Akureyri. ONDVEGIHF HAFNABSTBÆTI BS SÍMI 96-24442 Til sölu er Trésmiðjan Fikin hf. ásamt vélum og húsnæði sem er 240 fm. Til greina kemur að selja aðeins húsnæðið. Upplýsingar ekki veittar í síma. EIKIN HL Xrésmiðjan Eikin Frostagötu 3 c, Akureyri. Bragðkynning á nýju fitusprengdu jógúrti með iakkrísbragði verður föstudaginn 19. apríl frá kl. 2-6 e.h. Kjarna-pizza Kynningarverð. Athugið! Opið til kl. 20.00 á fimmtudögum. Komið í Hrísalund. - Þar er vöruverðið í lágmarki. ■ . SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild ■ Akureyri ■ i Getum bætt við starfs- fólki við saumaskap allan daginn og eftir hádegi. Bónusvinna. Einnig vantar okkur starfsmann á lager. Uppl. hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220-222). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Sumarafleysingar Óskum að ráða sumarafleysingamenn í störf brunavarða við Slökkvistöð Akureyrar. Æskilegur aldur er 20-30 ára. Skilyrði að hafa meirapróf bifreiðarstjóra. Væntanlegir umsækjendur hafi samband við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra sem fyrst. Slökkviliðsstjóri. Öm og félagar hafa tekið afgerandi forystu Nú er lokið 12 umferðum í minn- ingarmótinu um Halldór Helga- son, en alls spila 22 sveitir í keppninni. Röð efstu sveita er þessi: Stig 1. Örn Einarsson 250 2. Páll Pálsson 217 3. Eiríkur Helgason 201 4. Jón Stefánsson 201 5. Gunnl. Guðmundss. 191 6.-7. Halldór Gestsson 188 6.-7. Anton Haraldsson 188 8. Haukur Harðarson 186 9. Zarioh Hamadi 182 Meðalárangur er 168 stig. Næstu þrjár umferðir verða spilaðar nk. þriðjudagskvöld í Félagsborg kl. 19.30. Albert Sig- urðsson stjórnar keppninni sem og öðrum keppnum félagsins. Ættarmót í Hróarsdal Síðustu helgina í júlí í sumar halda niðjar Jónasar Jónsson- ar bónda og smáskammta- læknis, Hróarsdal í Hegranesi, ættarmót. Sumarið 1980 var haldið ættar- mót í Hróarsdal og var þar fjöl- menni. í sumar verður dagskráin svipuð. Aðaihátíðin verður laug- ardaginn 27. júlí. Þá verður með- al annars guðsþjónusta í Rípur- kirkju og samkoma á eftir. Peir sem koma langt að geta tjaldað í túninu í Hróarsdal frá og með föstudegi. Væntanlegir ættarmótsgestir eru beðnir að tilkynna þátttöku til einhverra neðangreindra: Páls Jónassónar, Rauðagerði 26, Reykjavík s: 91-82505. Þórarins Jónassonar, Hróarsdal, Hegra- nesi, sími um Sauðárkrók. Sig- urðar Jónassonar, Möðruvalla- stræti 1, Akureyri, s: 96-22529. Næstu sýningar: Föstudag 19. apríl kl. 20.30. Laugardag 20. apríl kl. 20.30. Uppselt. Sunnudag 21. apríl kl. 20.30. Miðasalan opin í turninum við göngu- gölu virka daga frá kl. 14-18. Þar að auki í leikhúsinu föstudag frá kl. 18.30, laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 og fram að sýningu. Sími 24073. Athugið! Sætaferðir frá Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.