Dagur - 17.04.1985, Blaðsíða 7
17. apríl 1985 - DAGUR - 7
Vegagerðin um Vaðlareit gengur samkvæmt áætlun:
Mynd: KGA
iir okkur ekki á hausinn
Blöndal sem er verkfræðingur verktakans við vegagerðina
Hörður Blöndal á vinnustað.
„Þetta hefur gengið vel hjá
okkur fram til þessa, þannig að
við stöndum áætlun og vel
það. Þess vegna er ég bjart-
sýnn á að dæmið gangi upp og
ég er viss um að verkið setur
okkur ekki á hausinn,“ sagði
Hörður Blöndal, verkfræð-
ingur hjá Samtaki hf., sem sér
um vegarlagninguna um
Vaðlareit, í samtali við Dag.
Framkvæmdir við vegarlagn-
inguna um Vaðlareit, frá Hall-
landi suður og niður á leirurnar,
þar sem fyrsti áfanginn af Leiru-
veginum bíður tilbúinn, hófust 1.
mars.
„Við höfum verið heppnir með
veður og þetta hefur gengið
framar öllum vonum,“ sagði
Hörður. „Við erum búnir að gera
ökufært um allt vegarstæðið,
þannig að við getum unnið hvar
sem er, eftir því sem hentar
hverju sinni. Þannig getur orðið
óvinnufært vegna bleytu á einum
stað, en þá getum við bara fært
okkur annað.“
- Nú var ykkar tilboð í verkið
ekki nema 47% af kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar; hvernig
stenst það?
„Við erum með mjög stórar
vinnuvélar; eins og er höfum við
hér jarðýtu, sem er sú stærsta
norðan heiða, hún vegur um 43
tonn, og með henni er 43ja tonna
skurðgrafa. Þar að auki erum við
með tvo stóra vörubíla og annar
þeirra er með drif á öllum
hjólum. Þar að auki erum við
með mjög verkvana vélamenn,
sem kunna vel til verka og að
þessu samanlögðu vonumst við til
að geta unnið þetta verk á hag-
kvæmari hátt heldur en Vega-
gerðin reiknar með í sinni áætl-
un. Þar er t.d. reiknað með mun
minni tækjum heldur en við
höfum yfir að ráða.“
- Hvað liggur næst fyrir hjá
ykkur núna?
„Við erum að vinna niður
klöpp hérna við norðurendann
og einnig liggur fyrir að gera ræsi
syðst í vegarstæðinu."
- Þið reiknuðuð með að geta
unnið klappirnar niður með
„rippernum" á ýtunni, en þar var
reiknað með kostnaðarsömum
sprengingum í áætluninni. Hefur
þetta gengið eftir eins og þið
reiknuðuð með?
„Klappirnar hér eru bæði seig-
ar og sterkar, eins og gengur og
gerist á íslandi. Þó held ég að þær
séu heldur harðari en við reikn-
uðum með, þannig að við kom-
umst ekki hjá sprengingum hér
nyrst í vegarstæðinu, þar sem við
erum núna. Að vísu reikna ég
með að við gætum mjatlað þetta
niður, en það tekur bara of lang-
an tíma, þannig að það svarar
ekki kostnaði."
- Hvað er vandasamast við
þessa vegarlagningu?
„Ætli það sé ekki skógurinn
sem gerir þessa vegarlagningu
hvað erfiðasta. Við megum ekki
skemma landið utan vegarstæðis-
ins; við þurfum til dæmis að
keyra öllu ónýtu fyllingarefni í
burtu og við verðum að passa
upp á að setja ekki af stað grjót-
hrun eða skriður niður brekkurn-
ar, til að skemma ekki trén. Þetta
er erfitt í svona miklum halla, en
hefur held ég tekist að mestu
leyti, í það minnsta hafa skóg-
ræktarmenn ekki skammað okk-
ur ennþá. Enda erum við trjá-
elskandi menn.“
- Nú eru hér kortlagðar
huldufólksbyggðir; hafið þið orð-
ið varir við að það ágæta fólk sé
að amast við ykkur?
„Nei, við höfum ekki orðið
varir við neitt slíkt, enda eru tæk-
in okkar í góðu lagi og þau hafa
gengið án óeðlilegra bilana. Þar
að auki held ég að huldufólkið
sé skynsamt, þannig að það hefur
notað tímann til að flytja sig bú-
ferlum."
- Þið eigið að vera búnir með
ykkar þátt verksins fyrir 1. októ-
ber. Stendur það?
„Já, og ég reikna með að við
verðum búnir með meginþætti
verksins nokkru fyrr. Það er hins
vegar spurning um frágang og
snyrtingu, en þeir verkþættir eru
háðir veðurfari.“
- Skilið þið veginum ökufær-
um?
„Hann verður ökufær já, en
ekki fullbúinn. Við sjáum um
undirbygginguna, en þegar okkar
verki lýkur vantar slitlagið. En
þar sem við vinnum þetta verk
fyrir innan við hálfvirði, þá spar-
ast peningar, sem hugsanlega
verða notaðir til að setja bundið
slitlag á veginn fyrir haustið, að
því mér skilst. Þá verður hægt að
aka þennan veg strax, þó Leiru-
vegurinn verði ekki kominn í
samband,“ sagði Hörður Blöndal
í lok samtalsins.
Samkvæmt óstaðfestum heim-
ildum Dags, eru ekki allir á eitt
sáttir um hvað á að gera við pen-
ingana sem spöruðust með út-
boðinu, en eru samt sem áður til
framkvæmda við þessa vegar-
gerð. Sumir vilja nota þá til að
ljúka þessum áfanga algerlega og
þá með bundnu slitlagi. Aðrir
vilja halda áfram uppbyggingu,
annað hvort til suðurs frá fyrsta
áfanga Leiruvegarins, sem
byggður var í fyrra, þá suður að
vegamótunum hjá Knarrarbergi,
ellegar þá við veginn frá Sval-
barðseyri norður í áttina til Vík-
urskarðs. Um þetta er þjarkað
þessa dagana, en málið verður að
jíkindum útkljáð á fundi alþing-
ismanna kjördæmisins með vega-
gerðarmönnum á næstunni.
-GS