Dagur - 06.05.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. maí 1985
Hvað ferðu oft í
klippingu?
Sigurður Þorstcinsson:
Svona einu sinni í mánuði.
Gunnar Knutsen:
Einu sinni til tvisvar í mánuði,
segjum einu sinni.
Óskar Steingrímsson:
Ég fer í klippingu á tveggja
mánaða fresti.
Gunnlaugur Búi:
Þegar konunni þykir of mikið
á mér hárið, þá tekur hún sig
til og klippir mig. Það er
heilmikill sparnaður að því.
„Það er hugmyndin að halda
myndlistarsýningu í haust á
verkum eftir konur, ekki bara
konur hér í Eyjafirði eins og
upphaflega stóð til, heldur vit-
um við að allt hér í kringum
okkur eru konur sem mála og
við viljum hvetja þær til að
hafa samband við okkur,“
sagði Dröfn Friðfinnsdóttir, en
hún er í hópi þeirra kvenna
sem hyggjast setja umrædda
kvennamyndlistarsýningu upp
í haust, en tilefnið er að sjálf-
sögðu að þá lýkur kvennaára-
tug, er hófst 24. október 1975
með hinum fræga kvennafrí-
degi.
„Hópurinn sem að þessu
stendur er ekki mjög stór, en
hann inniheldur bæði konur sem
fást við að mála og eins konur
sem ekki mála sjálfar en hafa
áhuga á myndlist. Við héldum
fund um daginn og þar voru mál-
in rædd, t.d. hvernig tilhögun
sýningarinnar verður og einnig
fjármálahliðin, en við höfum
fengið vilyrði fyrir styrk úr Menn-
ingarsjóði sem eflaust á eftir að
koma sér vel. Á þennan fund
komu konur víðs vegar að, t.d.
frá Dalvík og Árskógssandi og
það var mikill og almennur áhugi
fyrir sýningunni og vilji til að hún
takist sem best.“
- Er þetta ákveðin tegund
myndlistar sem þið leitið að?
„Nei, við leitum að öllum gerð-
um myndlistar og það er okkar
hugmynd að hafa sýninguna tví-
eða jafnvel þrískipta, og þá eftir
því hvers eðlis verkin eru.“
- Þetta er sem sagt samsýn-
ing?
„Já, þetta verður samsýning,
en það er jafnframt mikill áhugi
fyrir því að hvetja konur sem
stunda myndlist til að setja upp
einkasýningar á árinu og aðstoða
þær við það.“
- Eiga myndir á þessari sýn-
ingu að tengjast á einhvern hátt
lífi og starfi kvenna?
„Nei, ekkert endilega, það er
ekkert þema í gangi. Á samsýn-
- Rætt við Dröfn Friðfinnsdóttur
sem ásamt Myndlistarhópi ’85 vinnur að
uppsetningu kvennamyndlistarsýningar
ingum kennir margra grasa og
svo verður sjálfsagt einnig á þess-
ari sýningu. Þarna verða alls kon-
ar myndir, við setjum engin skil-
yrði þar að lútandi.“
- Eru þegar komnar myndir á
sýninguna?
„Nei, það eru engar myndir
komnar enn, við förum svona
snemma af stað með þetta svo að
konur hafi tíma til að vinna að
verkum sínum í sumar og endan-
legur árangur kemur í ljós í
haust. Það eru nokkuð margar
konur sem vita af því að þetta
stendur til þó þær hafi ekki gefið
svar um hvort þær ætli að vera
með, en það er ekki ólíklegt."
- En verða þetta þá eingöngu
ný verk?
„Nei, við leggjum ekki endi-
lega áherslu á að um ný verk sé
að ræða, það er allt í lagi ef kon-
ur eiga myndir sem þær hafa mál-
að á undanförnum árum og vilja
koma á framfæri, að þær hafi
samband og verði með.“
- Eru þátttakendum sett ein-
hver skilyrði?
„Við verðum væntanlega með
dómnefnd sem skoðar öll verk
sem berast og hún tekur endan-
lega ákvörðun um hvaða verk
verða á sýningunni. Hún er ekki
sett til að dæma hvort verk séu
hæf eða óhæf, heldur til að velja
úr ef mikið berst af myndum t.d.
eftir sömu konurnar. Þá velur
dómnefndin úr þær sem að henn-
ar áliti eru bestar. Það er draum-
ur okkar að þetta verði góð sýn-
ing og við erum með ýmsar hug-
myndir til að lífga upp á og skapa
meiri fjöíbreytni. Við ætlum að
tengja ýmsa aðra hluti inn í sýn-
inguna, eins og t.d. tónlistar-
uppákomu og bókmenntakynn-
ingar. Þetta er enn ekki endan-
lega ákveðið, en í deiglunni.
- Málar þú sjálf?
„Já, ég geri það, ég er í mynd-
listarnámi, er á þriðja ári í mál-
aradeild.
- Og ætlar þú að taka þátt í
sýningunni í haust?
„Á meðan ég hvet aðra til að
vera með, þá verð ég að leggja
mitt af mörkum."
- Eru það margar konur sem
leggja stund á myndlist?
„Það hafa ekki verið margar
konurnar sem eingöngu hafa lagt
stund á myndlist. Að takast á við
myndlist er átak og til að gera
það markvisst þarf einhverju að
fórna. Það eru fáar konur sem
unnið hafa markvisst að
myndlist, en það er að verða al-
gengara nú á tímum. Konur fara
nú til jafns við karla í myndlistar-
nám.“
- Hvað er helst á döfinni hjá
ykkur svona í nánustu framtíð?
„Það er stór fundur sem hald-
inn verður að Hótel KEA 16.
maí þar sem allir hópar sem starf-
andi eru í sambandi við lok
kvennaáratugar koma fram og
kynna hvað þeir hafa verið að
gera í vetur. Við vonumst eftir að
sjá þar sem flést ný andlit og að
fleiri konur komi til starfa með
okkur.“ - mþþ
Fáein orð um færeysku Dags
Þar sem undirritaður er áhuga-
maður um hjólreiðar og færeysku
og tryggur lesandi Dags að auki,
langar hann til að leggja orð í
belg vegna fréttar í „Smáu og
stóru“ 22. apríl af hjólreiðum
Færeyinga - og reyndar fleiri
frétta færeyskra fyrr á sama vett-
vangi.
Dagur virðist fá færeysk blöð -
a.m.k. Dimmalætting - og notar
stöku sinnum klausur úr þeim til
að skemmta lesendum sínum
með. Skemmtunin á að vera fólg-
in í því, að það sem er ólíkt - en
þó skiljanlegt - í náskyldu tungu-
máli sé um leið hlægilegt. Við-
horfið er það þjóðrembusjón-
armið að íslenska sé hin hreina
tunga, en það sem frá henni víki
í granntungu sé eins og hver
önnur afbökun eða klúður.
í skyldum málum hafa gömul
og sameiginleg orð oft fengið
mismunandi merkingu eða merk-
ingarblæ í aldanna rás, og ný-
yrði eru oft mynduð með ólíku
móti. Engan þarf að undra þó að
dönsk tökuorð séu fleiri í daglegu
máli Færeyinga en í íslensku,
þegar þess er gætt að færeyskt
ritmál hefur ekki verið til nema
á aðra öld og ekki eru liðin 40 ár
frá því að færeyska var viður-
kennd aðalmál landsins.
íslendingar nota að öllum jafn-
aði tökuorðið „bíll“ (eins og Fær-
eyingar, en hjá þeim er nefnifall
raunar ,,bilur“), þó að til sé spari-
orðið „bifreið". Á hliðstæðan
hátt er reiðhjól venjulega nefnt
„sukkla“ (d. cykel) á færeysku,
þó að til séu spariorðin „hjólhest-
ur“, „tvíhjól" og „tvíhjólingur".
(„Sukkla“ er kvenkynsorð og
beygist eins og „ugla“ í íslensku;
„sukkl“ er orðið til við kukl í
Degi.)
í máli þar sem „lukka" er
venjulegt orð er „vanlukka“
(slys) ekki vitund broslegra held-
ur en orð eins og „vanvirða"
(fær. eins) eða „vanrækja" (fær.
„vanrókja"), sem stendur sam-
eiginlegu fornmáli nær.
í ágætri grein um færeysku og
íslensku í „Fréttabréfi íslenskrar
málnefndar“ (nóv. 1984) segir
Baldur Jónsson prófessor „að
færeyska sé eina erlenda málið,
sem íslendingar geta skilið að
einhverju gagni án þess að leggja
sérstaka stund á það“. Þetta er
hverju orði sannara, og ég vil að
lokum hvetja Dag (og önnur
blöð) til þess að leggja sitt af
mörkum til þess að skilningur ís-
lendinga á granntungu sinni megi
aukast með því að birta reglulega
stuttar fréttir um færeysk málefni
á færeysku. Stundum er þörf á að
fáeinar glósur fylgi - en ekki
háðsglósur. Stefán Karlsson.
Athugasemd
Látum það vera þó Stefán Karls-
son geri Dags-mönnum upp
skoðanir en hitt er sýnu verra að
hann fer ekki rétt með. í Dimma-
lætting og Degi var talað um
súkklufelag, súkklutúra og fam-
iljusúkkling. Stefán skrifar hins
vegar sukkla sem er ekki vitund
fyndið og minnir því síður á
súkkulað. Telja verður að
óreyndu að blaðamenn Dimma-
lætting hafi betra vald á færeysku
ritmáli en Stefán Karlsson. Dag-
ur mun eftir sem áður vitna í það
sem venjulegu fólki þykir fyndið
í færeysku máli og það verður
áfram græskulaust gaman.