Dagur - 06.05.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 6. maí 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI:. 24222
ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 28 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Kaupfélagið
og samfélagið
Það vakti verulega athygli á aðalfundi Kaupfé-
lags Eyfirðinga að félagið kemur út með hagnað
upp á rösklega 20 milljónir króna. Flest önnur
kaupfélög á landinu eiga í gífurlegum rekstrar-
erfiðleikum og raunar allur atvinnurekstur á
landsbyggðinni. Styrkur Kaupfélags Eyfirðinga
felst einkum í góðri og markvissri stjórnun og
svo því að það hefur á höndum svo fjölbreyttan
rekstur að líkja má við íslenskt samfélag í heild.
Munurinn er sá að á meðan íslenskt þjóðfélag
safnar skuldum og er raunar rekið með tapi sýna
samvinnumenn í Eyjafirði hvað hægt er að gera,
þegar rétt er að hlutunum staðið. Kaupfélag Ey-
firðinga er skólabókardæmi um það hvað hægt
er að gera með því að vinna saman.
í ræðu sinni á aðalfundi KEA fjallaði Valur
Arnþórsson kaupfélagsstjóri meðal annars um
byggðastefnu og sagði að besta byggðastefnan
væri sú að koma fótunum vel undir grundvallar-
atvinnuvegina. Miklu skipti að þeir byggju við
það gengi að þeir gætu haft sæmilegar tekjur.
Valur sagði síðan:
„En gengisstefnan í landinu virðist ekki mið-
ast við það að þessar atvinnugreinar hafi sæmi-
lega afkomu, heldur fremur að það sé gott að
reka þjónustu- og verslunarstarfsemi í þjóðfé-
laginu. Þetta verð ég því miður að segja.
Og hvaða afleiðingar hefur þetta haft? Þetta
hefur haft þær afleiðingar m.a. að hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga hefur mjólkurmagnið frá 1978 til 1984
minnkað úr 24,9 milljónum lítra í 22,1, eða nánar
tiltekið um 2.726 þús. lítra, og verðmæti þeirrar
minnkunar er 64 milljónir króna. Þá hefur það
gerst frá 1978 til 1984 að sauðfjárslátrun hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga hefur dregist saman úr
91.754 kindum í 75.373 kindur, sem er fækkun
um 16.381 kind. Verðmæti þessa samdráttar er
um 50 milljónir króna. Ef við tökum síðan sjávar-
aflann sem tekinn hefur verið til verkunar hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga þá er um 3.108 tonna
minnkun að ræða frá árinu 1980 til 1984. Verð-
mæti þessarar aflaminnkunar má segja að sé 99
milljónir króna. Alls er verðmætasamdráttur í
grunnatvinnugreinunum á þessum árum um
213 milljónir króna. Hér er aðeins átt við þau við-
fangsefni sem KEA fæst við í þessum greinum,
en þess utan eru allir aðrir.
Þegar við horfum á það hver þróunin hefur
orðið í grundvallaratvinnuvegunum þá er eðli-
legt að orðið hafi samdráttur á svæðinu. Minnk-
andi áburðarnotkun vegna batnandi veðurfars
hefur komið á móti þessari þróun og sparað út-
gjöld hjá bændum. Að sumu leyti hefur þessi
samdráttur verið óhjákvæmilegur en að öðru
leyti hefur verið búið á óeðlilegan hátt að þess-
um atvinnuvegum. Tekjur þeirra hafa lækkað
fyrir bragðið og tekjustreymið í dreifbýlinu hefur
lækkað mikið. Besta aðstoð við dreifbýlið værí
sú að snúa við þróuninni í grundvallaratvinnu-
vegunum," sagði Valur Arnþórsson.
Minning
t Bjöm Jónsson
F. 3. september 1916 - D. 26. mars 1985
Sl. föstudag kvöddu félagar í
Verkalýösfélaginu Einingu þann
mann, sem hæst hefur borið í
sögu félagsins og var raunar
skapari þess. Hans mun einnig
lengi veröa minnst sem eins hins
snjallasta og stórbrotnasta for-
ingja, sem íslenskur verkalýður
hefur átt á þessari öld. Björn
Jónsson var til grafar borinn sl.
föstudag, kannski saddur lífdaga
vegna langvarandi vanheilsu, en
hafði samt, þótt starfskraftar ent-
ust ekki til æviloka, afkastað meiru
á sínu æviskeiði, en algengt er að
aðrir komi í verk, jafnvel þótt til
afreksmanna séu taldir.
Björn var um fjögurra áratuga
skeið í forystusveit íslenskra
verkalýðssamtaka. Allt starf hans
var samtvinnað starfi félaganna
og velgengni þeirra og hinna
einstöku félagsmanna, það
markmið og leiðarljós, sem hon-
um slokknaði aldrei. Hér á Akur-
eyri var starfsvettvangur hans
lengi fram eftir ævi, hér hóf hann
að vinna verkamannavinnu ung-
ur að árum og tók strax þátt í
starfi verkalýðsfélagsins, og brátt
kom í ljós, að hann var slíkur
maður, að ekkert það starf bar að
höndum, sem vinna þurfti fyrir
félögin í bænum, að Birni væri
ekki betur treyst til þess en
öðrum mönnum. Og hann gekk
aldrei hikandi eða með hálfum
huga að nokkru starfi. Hann var
eldhugi og hamhleypa til verka,
mikilhæfur skipuleggjandi og
stjórnmálamiður, enda átti það
fyrir honum að liggja að vera
brjóstvörn ve rkafólks á Alþingi í
fulla tvo tugi ára.
Björn var fastur fyrir og lítt
gefið um það að láta hlut sinn, en
þó góður samningamaður. Þeim,
sem sátu hinum megin við
borðið, þegar setið var að samn-
ingum um kjör verkafólks, varð
það áreiðanlega fljótt ljóst, að
andspænis þeim sat engin gunga,
sem hægt var að ógna eða
blekkja til að hann léti undan,
heldur maður, sem hafði þekk-
ingu á því, sem hann var að fjalla
um, og fullan hug á að þoka mál-
efnum stéttarsystkina sinna til
betri vegar, enda voru margir
sigrar unnir undir forystu hans.
En viðsemjendunum varð það
líka ljóst, að foringinn hinum
megin við borðið var heiðar-
legur, orðum hans var hægt að
treysta, hann var drengur góður.
Við stofnun Verkalýðsfélags-
ins Einingar 10. febrúar 1963
varð Björn Jónsson formaður
féiagsins, enda hafði hann manna
mest unnið að því að sameina
konur og karla í einu félagi og
efla með því mátt þeirra til sam-
eiginlegra átaka, sameiginlegra
stórvinninga. Hann var formaður
þessa félags í áratug, en hafði
áður verið formaður Verka-
mannafélags Akureyrarkaup-
staðar í 15 ár. Þannig var hann í
aldarfjórðung, og þó raunar
lengur, hinn leiðandi maður í
samtökum verkafólks á Akur-
eyri, og áður en starfstíma hans
hér lauk, var hann orðinn forseti
Alþýðusambands íslands. Loka-
orð Björns Jónssonar á stofn-
fundi félags okkar veturinn 1963
voru þessi:
„Að stofnun félagsins hefur
verið staðið af slíkri eindrægni að
fátítt mun vera. Allir hafa verið
á einu máli um sameininguna -
um hana hefur ríkt fullkomin ein-
ing og vil ég vona að sú eining
haldist um málefni félagsins í
framtíðinni - að hún fylgi ekki
einungis hinu táknræna og ágæta
nafni þess heldur sanni sig ávallt
í verki og því betur sem meira
liggur við.“
Það er von okkar, að þessi orð
Björns Jónssonar gleymist aldrei,
heldur verði ávallt höfð að leið-
arljósi í félagi okkar og verka-
lýðshreyfingunni almennt, ásamt
minningunni um þann látna for-
ingja og heiðursmann, sem við
kvöddum sl. föstudag.
Eiginkonu hans og ástvinum
öllum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Stjórn Verkalýðsfélagsins
Einingar.
Hann var í heiminn borinn í
miðri fyrri heimsstyrjöld, af fá-
tækum kominn og kynntist ungur
bágum kjörum alþýðu. Honum
brann í hjarta frá æsku rík
mannúð og réttlætiskennd. Hann
unni sér aldrei hvíldar frá barátt-
unni fyrir bættum hag hinna
snauðu.
Hann braust til mennta af
meðfæddum dugnaði og vann
hörðum höndum fyrir náms-
kostnaði sínum. Allar frístundir
voru helgaðar baráttumálum
verkalýðs. Þá þekkti þetta fólk
vini frá viðhlæjendum. Það
treysti honum til meiri og fleiri
verkefna og fól honum forystu
mála sinna. Þeim málefnum var
vel borgið er hann helgaði dag
sinn og veg.
Alþýðan studdi hann, knúði
hann til hinnar fremstu leiðsögu
á þróunarbraut sinni; og foringi
hennar var hann allt frá sam-
tökum félaganna hér nyrðra og
síðan sem forseti aðalsamtak-
anna fyrir landið allt.
Björn var maður heilsteyptur
og hugumstór, kunni allt í senn
að sækja, verjast og hopa eftir
því hvernig sigurhorfur voru; og
því vann hann flestar orustur um
síðir fyrir fólk sitt, fyrir land sitt.
Hann var vissulega stjórnmála-
garpur, meira að segja ráðherra
um skeið, og þekkti rök hag-
Á dögunum bárust Lands-
sambandi hjálparsveita skáta
góðar gjafir frá velunnara hjálp-
arsveitanna. Það var Jón Oddgeir
Jónsson, hinn kunni skyndihjálp-
arkennari og frumkvöðull að al-
mennri skyndihjálparkunnáttu,
sem gaf landssambandinu æfinga-
brúður fyrir blástursaðferð og
rænna hluta; en hann var þó fyrst
og fremst mannvinur og kunni að
meta mótaðila. Hann glímdi og
sigraði en hann níddist aldrei á
hinum fallna, skildi málstað hans
og virti vörn væri hún drengileg.
Hann var svo mikillar gerðar að
hann hafði efni á að breyta
skoðun sinni eftir því sem að-
stæður skópu ný sjónarsvið.
Hann stangaði ekki veggi sjón-
hverfinga né elti mýrarljós. Að
fylgja sannfæringu sinni var aðal-
atriðið, hverja stund.
Björn var mikill maður af sjálf-
um sér og ég veit fáa sem jafn-
margir eiga mikið að þakka.
Hann fórnaði sjálfum sér fýrir al-
þýðu þessa lands og gekk þreytt-
ur til náða.
Við Björn kynntumst snemma,
áttum margt saman að sælda alla
tíð. Hann var mér einkar kær,
bæði í leik og starfi. Ég virti hann
og dáði. Nú sendi ég og fjöl-
skylda mín eftirlifandi konu hans
og baráttufélaga, Þórgunni
Sveinsdóttur, börnum þeirra og
barnabörnum einlægar samúðar-
kveðjur. Þökk og virðing er mér
nú efst í hug.
Krístján frá Djúpalæk.
hjartahnoð svo og tilheyrandi
kennslufilmu.
Jón Oddgeir, sem var einn af
stofnendum Hjálparsveitar skáta
í Reykjavík árið 1932 og sveitar-
foringi hennar á árunum 1932-
1951, er nú að mestu hættur
kennslustörfum í skyndihjálp.
Fannst honum vel við hæfi að
björgunarsamtök sem Landssam-
band hjálparsveita skáta, er legg-
ur ríka áherslu á góða skyndi-
hjálparkunnáttu félaga sinna,
skyldi njóta góðs af þeim gögnum
sem hann sjálfur hafði notað með
góðum árangri um árabil.
Meðfylgjandi mynd er tekin er
Jón Oddgeir Jónsson afhenti
Landssambandi hjálparsveita
skáta gjöf sína. L.H.S. vill fyrir
hönd hinna 19 aðildarsveita sinna
færa Jóni Oddgeiri bestu þakkir
fyrir hlýhug hans til starfsins.
Gunnar H. Ingimundarson.
Góðar gjafir
til hjálpar-
sveitanna