Dagur - 08.05.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1985, Blaðsíða 4
4 - ÐAGUR - 8. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjórða hver króna í vexti og afborganir í ræðu sem Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga flutti á aðal- fundi félagsins ræddi hann nokkuð um stöðu þjóðarbúsins og sagði þá m.a.: „Innflutningur jókst mikið á árinu 1984, þannig að aukning á útflutningstekjum dugði ekki til þess að skapa jafnvægi í vöruskiptum við útlönd. Þjóðin lifði þannig enn nokkuð um efni fram og er það að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni að halli í viðskiptum við útlönd leiðir til áframhaldandi skuldasöfnunar. í árs- lok 1983 voru erlend lán orðin 60,6% af vergri þjóðarframleiðslu og greiðslubyrði af er- lendum lánum orðin 20,6% af útflutningstekj- unum. Þessi hlutföll versnuðu á árinu 1984 og nærfellt fjórða hver króna, sem aflað er í er- lendum gjaldeyri, fer í vexti og afborganir af erlendum lánum. Greiðslubyrði af erlendum lánum er því meginorsök versnandi lífskjara á íslandi, en það er fróðlegt til samanburðar við áðurnefndar tölur, að á árinu 1979 var greiðslubyrði af erlendum lánum 12,9% af út- flutningstekjunum og erlend lán voru þá 34,6% af vergri þjóðarframleiðslu. Versnandi staða í þessum efnum er meginskýring versn- andi lífskjara. Framleiðslan er mikil, útflutningsverðlag tiltölulega hagstætt, en skuldirnar miklar og soga til sín tekjurnar frá launaumslögum landsmanna. Það er ekki vafamál að verð- bólguholskeflan sem skall yfir síðari hluta ársins 1984 er ein rót jafnvægisleysisins í við- skiptum við útlönd. Vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði að meðaltali milli áranna 1983 og 1984 um 29,17%, en ef desember 1984 er tekinn einn út af fyrir sig, þá hækkaði vísital- an í þeim mánuði um 76,5% umreiknað til tólf mánaða tímabils. Á síðustu þremur mánuð- um ársins 1984 hækkaði framfærsluvísitalan um 32,9% umreiknað til árshækkunar, en af þessu má sjá þann mikla verðbólguhraða sem varð síðari hluta ársins, eins og áður sagði. Það hlýtur því að vera meginviðfangsefni fyrir þjóðarbúið að jafnvægi náist og leitast verði við að bæta kjör almennings í landinu með aukinni framleiðslu, aukinni framleiðni og breyttri tekjuskiptingu, þannig að kjör hinna verr settu geti batnað án nýrrar verð- bólguöldu," sagði Valur Arnþórsson í ræðu sinni. Valgerður Sverrisdóttir: Þátttaka kvenna í samvinnuhreyfingunni Á aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga, flutti Valgerður Sverrisdóttir erindi um þátt- töku kvenna í samvinnuhreyf- ingunni, sem var aðalmál fund- arins. Meginniðurstaða hennar var sú að hún væri Iítil. Val- gerður sagði síðan m.a.: „Það hefur víða komið fram bæði í ræðu og riti að þetta sé allt saman konum sjálfum að kenna. Það hafi aldrei verið neitt því til fyrirstöðu að þær gengju í félögin og mættu á fundum þess og tækju þátt í þeim á sama hátt og karlar. Það er nokkuð til í þessu, en í því tilefni vil ég segja þetta. / fyrsta lagi hefur konum fram til þessa a.m.k., þótt ákaflega þægilegt að falla inn í fjöldann. Það að mæta á fund í kaupfélaginu þar sem fundarvanir karlar eru í svo gíf- urlegum meirihluta, - taka þar til máls og tjá hug sinn hefur þurft heilmikinn kjark til að gera. / öðru lagi krefst það tjáningarform sem venjuleg fundarsköp fela í sér mik- illar þjálfunar, sem því miður allt of fáar konur hafa fengið. /þriðja lagi er fundartími oftast sniðinn að þörf- um karla. / fjórða iagi er ímynd samvinnuhreyfingarinnar þannig að hún höfðar lítt til kvenna. / fimmta lagi er það gamla hefðin, að konan eigi að vera heima hjá sér en ekki eins og útspýtt hundsskinn eins og einn ágætur samvinnumaður sagði við mig núna um daginn. / sjötta lagi er það konan sem gengur með börnin og hefur þau á brjósti og á þar af leiðandi svolítið erfiðara með að taka þátt í félagsstörfum á stund- um heldur en karlinn. (Mig langar í sambandi við þennan lið að geta þess, að ef karlar hefðu fengið það hlutverk að ganga með börnin, þá væri fyrir löngu búið að breyta öllu sem viðkemur fæðingu og brjóstagjöf, eða þá breyta formi lýð- ræðisins innan félaga almennt, þannig að það félli betur að þessum séreinkennum.) Nú ef okkur er alvara með það að auka þátttöku kvenna í samvinnu- hreyfingunni, hvaða leið getum við þá hugsanlega valið? í stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar, sem við samþykktum á Húsavík fyrir þrem- ur árum stendur í kaflanum Starfs- hættir og leiðir, undir lið 9, sem heitir Jöfn féiagsleg réttindi. „Samvinnufélögin leggja áherslu á að allir félagsmenn njóti sömu fé- lagslegra réttinda og aðstöðu til að taka að sér trúnaðar- og forystustörf innan hreyfingarinnar." (Tilvitn. lýkur.) Þarna höfum við það svart á hvítu að stefnuskrá hreyfingarinnar býður upp á virka þátttöku kvenna jafnt sem karla. Getur verið að ein hugsanleg leið til úrbóta sé að efla félagsmála- fræðslu meðal kvenna? í því sam- bandi langar mig að kasta fram þeirri hugmynd að komið verði á sumarskóla að Bifröst. Eins og mönnum er eflaust kunnugt, þá hefur samvinnuhreyf- ingin staðið fyrir mjög myndar- legum og vellátnum húsmæðravik- um að Bifröst á hverju sumri í yfir 20 ár. Nú er spurningin hvort það er ekki kominn tími til að breyta til og reyna að höfða til yngri kvenna og e.t.v. líka karla og þá með félags- málafræðslu og öðru í þeim dúr. Víkjum nú að rekstrarhliðinni. Konur hafa líka átt erfitt upp- dráttar ef þær hafa kosið sér kaup- félögin, Sambandið eða samstarfs- fyrirtækin sem starfsvettvang. Þar eru þær vart finnanlegar í hæstu stöðum. Þá má telja það fullvíst að konur almennt séu lægra launaðar en karlar í sambærilegum störfum. Segja má að þetta spegli aðeins það þjóðfélagsástand sem hér er, en ég tel að samvinnuhreyfingin, hreyfing fjöldans, sem byggir á jafnrétti bæði geti og verði að gera betur. Ef fundarmenn skyldu standa í þeirri trú, að launamál kvenna hafi ekki áður verið til umfjöllunar á meðal samvinnumanna, þá er ekki svo. Valgerður Sverrisdóttir. Á aðalfundi Sambandsins árið 1947 flutti Elín Guðmundsdóttir til- lögu undir liðnum önnur mál, sem fól í sér áskorun til samvinnufélaga að greiða konum sömu laun og körlum fyrir sömu störf. Nokkrar umræður urðu um til- löguna en fundurinn afgreiddi hana með dagskrá svohljóðandi: „í trausti þess að samvinnufélög hagi launagreiðslum sínum til karla og kvenna í réttu hlutfalli við störf þeirra og afköst telur fundurinn ekki ástæðu til að gera um það ályktun og tekur næsta mál á dagskrá." Síðan er það á aðalfundi Sam- bandsins árið 1971 að samþykkt var tillaga frá Öddu Báru Sigfúsdóttur svohljóðandi: „Aðalfundur SÍS haldinn að Bifröst dagana 6.-7. júlí 1971 beinir því til stjórnar SÍS að hún láti kanna launakjör kvenna, sem starfa á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar. Könnunin feli m.a. í sér samanburð á launum karla og kvenna hjá samvinnuhreyfingunni og fyrirtækjum hennar. Jafnframt er stjórninni falið að leitast við að koma því til leiðar að bætt verði úr þeim ójöfnuði sem fram kann að koma við könnun þessa. Niður- stöðum könnunarinnar fylgi grein- argerð um orsakir launamismunar- ins.“ Umræður urðu tiltölulega já- kvæðar og var tillagan samþykkt samhljóða. Síðan var Gunnari Grímssyni falið að gera athugun þessa. Hann skilaði inn könnun sinni ásamt greinargerð til sam- bandsstjórnar og forstjóri gerði grein fyrir málinu með örfáum orð- um á næsta aðalfundi. Ég legg ekki dóm á þessa athug- un, til þess veit ég of lítið um það hvernig staðið var að henni. En aðalniðurstöður voru þær, að launa- munur var allverulegur eða 24,8%. Á sl. hausti gerði Dagbjört Höskuldsdóttir skoðanakönnun um brúttómeðallaun kvenna miðað við karla hjá 6 kaupfélögum, sem tekin voru af handahófi. Sú könnun gaf ótvírætt til kynna að ástandið hafði versnað. Þessi könnun var gerð í til- efni kaupfélagsstjórafundar í nóv- ember sl., en á þeim fundi var staða konunnar innan samvinnuhreyfing- arinnar til umfjöllunar og var Dag- björt ásamt þeirri sem hér stendur fengin til þess að flytja erindi um þetta mál. Nokkrar umræður urðu og samþykkti fundurinn tillögu þess efnis að málið yrði ekki látið niður falla og í framhaldi af því samþykkti stjórn Sambandsins á fundi þann 5. mars sl. að sérmál aðalfundar Sam- bandsins 13.-14. júní nk. yrði: „Þátttaka kvenna í samvinnuhreyf- ingunni." Með hliðsjón af ákvörðun sambandsstjórnar var skipuð sér- stök nefnd til að undirbúa umræður um málið á deildar- og aðalfundum félaganna og fyrir aðalfund Sam- bandsins. Nefndin hefur komið þrisvar saman og er formaður henn- ar Dagbjört Höskuldsdóttir. Það er einlæg von mín, að sú um- fjöllun, sem mál þetta fær nú verði til þess að konur gangi í félögin, verði virkir félagsmenn, þeim fjölgi í stjórnum félaganna og ekki síður í deilda- og framkvæmdastjórastörf- um. Og síðast en ekki síst að laun þeirra verði leiðrétt. Ef umfjöllun um sérmál aðalfund- ar Sambandsins árið 1985 verður til þess að slík breyting verði á sam- vinnuhreyfingunni hér á landi, þá mun velvilji kvenna í garð hreyfing- arinnar stóraukast og með því yrði hún sterkari og gæti þá með sanni kallast hreyfing fjöldans. Góðir fundarmenn! Þetta vandamál er ekki neitt sér- fyrirbæri hér á íslandi. Á vegum Alþjóðasamvinnusam- bandsins ICA er starfandi kvenna- nefnd. f tengslum við þing ICA í Hamborg sl. haust hélt kvenna- nefndin ráðstefnu þar sem rætt var um stöðu kvenna. Á þinginu var síðan samþykkt sérstök ályktun um réttindabaráttu kvenna þar sem m.a. er bent á að enda þótt mikið hafi áunnist fari því víðs fjarri að markmiðum kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna 1976-1985 hafi verið 'náð. Þá er skorað á samvinnufélög um allan heim að reyna með öllum tiltækum ráðum að auka hlut kvenna í samvinnuhreyfingunni og fjölga konum í trúnaðarstörfum. Ég er því reglulega stolt fyrir hönd samvinnuhreyfingarinnar á fs- landi yfir því að þetta veigamikla mál skuli tekið fyrir nú í lok kvenna- áratugarins, - það sýnir það að for- ystumenn hreyfingarinnar gera sér grein fyrir vandanum og vilja bæta úr, eða við hljótum að skilja það þannig. Nú er það okkar kvennanna að nýta þetta tækifæri til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að auka áhrif okkar. Að síðustu langar mig aftur að vitna í stefnuskrána okkar, en þar stendur í kaflanum Starfshættir og leiðir undir liðnum Fjölskyldulíf. „Samvinnuhreyfingin vill að at- vinnulíf sé skipulagt með það í huga að farsælt fjölskyldulíf geti þróast og aðlagast nýjum þjóðfélagsháttum og breyttri verkaskiptingu í þjóðfé- laginu.“ Þetta voru fögur orð!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.