Dagur - 08.05.1985, Blaðsíða 3
8. maí 1985 — DAGUR - 3
Ný bók,sjötta metsölubókin
Israel Navarez var hörkutól, fonngi
einnar harðsviruðustu glæpaklikunnar i
New York borg. Hann og félagar hans
buðu öllum byrginn, eiturlyf og
hnifabardagar voru daglegt brauð i
höröum heimi götunnar. Eftir hefndarárás
á annan glæpaflokk lenti Israel i fangelsi.
ákærður fyrir morð. I ógnarheimi
fangelsisins var harkan ennþá meiri en i
skuggasundum stórborgarinnar. Var lífi
þessa ógæf usama manns i raun ekki lokið
eða örlaði á einhverri von?
Magnþrungin spennusaga sem gagntekur
lesandann.
frímhjolp
Frá aðalfundi Rauða kross íslands.
LETTIB
% Deildaimót
V Í.D.L ’85
verður haldið á Breiðholtsvelli
dagana 16. og 19. maí.
Keppt verður í öllum landsmótsgreinum og víðavangshlaupi.
Skráning á H-loftinu 9. og 11. maí kl. 4-6 e.h. Þátttökugjald kr.
150,- á grein sem greiðist við skráningu.
Munið árgjöldin og fund 13. maí.
Stjórn Í.D.L.
Verksmiðjuútsalan
er í kjallaranum
Hrísalundi 5
Lágt verð á buxum, skóm,
jökkum, peysum, sængum og
koddum, hespulopa o.fl. o.fl.
Útsalan
í
kjallaranum
Hrísalundi 5.
SlMI
(96) 21400
Mynd: KGA
Fíkniefnamálin
efst á dagskránni
Aöalfundur Rauða kross ís-
lands var haldinn á Akureyri
um helgina. Var Akureyri aö
þessu sinni valin sem fundar-
staður vegna afmælis Akureyr-
ardeildarinnar sem varð 60 ára
29. janúar, og er hún elsta
deild Iandsins, stofnuð mánuði
eftir að Rauði kross íslands
tók til starfa.
Að sögn Bjarna Arthurssonar
sem á sæti í stjórn RKÍ voru tvö
aðalmál á aðalfundinum. Voru
það fíkniefnamál annars vegar og
hitt greinargerð um sjúkraflutn-
inga.
Fundurinn samþykkti tillögu
frá formanni um fíkniefnamálin
og segir þar m.a.: „Aðalfundur-
inn leggur fyrir stjórn og skrif-
stofu Rauða kross Islands að
styðja deildirnar í þessu starfi, og
sérstaklega að taka strax til at-
hugunar með hverju móti Rauði
krossinn getur orðið að liði í bar-
áttuni gegn fíkniefnaneyslu og
komið neytendum og aðstand-
endum þeirra til hjálpar sem helj-
argreipar fíkniefnanna hafa
hremmt."
Jafnframt fagnaði fundurinn
því að heilbrigðisráðherra hefur
skipað nefnd til að gera tillögur
um skipulagningu og framkvæmd
sjúkraflutninga í landinu og lýsir
því yfir að Rauði kross íslands og
deildir hans séu reiðubúnar að
taka á sig aukna ábyrgð á sjúkra-
flutningum.
Þess má að lokum geta til gam-
ans að tekjur RKÍ af spilakössun-
um svokölluðu námu 32 milljón-
um króna á síðasta ári.
Stjórn RKÍ skipa nú, Benedikt
Blöndal formaður, Guðjón
Magnússon, Björn Tryggvason,
Eggert Á. Sverrisson, Björn
Friðfinnsson, Vigfús P. Guð-
mundsson, Bjarni Arthursson,
Anna Þ. Þorkelsdóttir, Arin-
björn Kolbeinsson, Guðrún Holt
og Þórir Sigurbjörnsson. gk-.
Blomberq
Stílhrein hágæða heimilistæki
2ja ára ábyrgð
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
/SÍN % ■■ NÝLAGNIR
BkAp sr
Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
Skemmtiferð
Félag aldraðra á Akureyri efnir til
fimm daga skemmtiferðar
er hefst 4. júlí í sumar.
Farið verður til Borgarfjarðar og gist í Reykholts-
skóla. Ferðakostnaður er áætlaður kr. 5.300,-
Fararstjóri verður Gestur Ólafsson.
Þátttakendur láti skrá nöfn sín hjá Helgu Frímanns-
dóttur fyrir 15. júní.
Ferðanefndin.
Aöalfundur Rauöa kross Islands: