Dagur - 13.05.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 13.05.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. maí 1985 «HM«g 55 *WKBC Kristinn Jónsson, sigurvegari í kariaflokki. Kristinn sigraði í karlaflokknum Slagurinn hefst í 2. deildinni: Hörkuleikir í 1. umferðinni - sem verður leikin á fimmtudag Um helgina fór fram Akureyr- armót í badminton, en þá íþrótt vilja fræðingar kalla hnit. Keppendur voru um 40 talsins. Keppt var í flokkum karla A og B, kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna, tvenndarkeppni og öðlingaflokki, sem er flokkur hnitleikara yflr 40 ára aldri. Að sögn mótsstjóra Sveins Brynjars Sveinssonar var um mjög skemmtilegt mót að ræða. T.d. stóð leikur Hauks Jóhanns- sonar og Þórðar Pálmasonar á annan klukkutíma. En í þeim leik sigraði Haukur 15-7, 18-16 og 15-12. Sigurvegarj í A flokki var síð- an Kristinn Jónsson, en hann sigraði Hauk Jóhannsson 15-8 og 15-7. í tvíliðaleik karla sigruðu Sveinn B. Sveinsson og Fjölnir Freyr Guðmundsson þá Hauk Jóhannsson og Girish Hirlekar 17-14 og 15-7. í kvennaflokki sigraði Guðrún Erlendsdóttir Jakobínu Reynis- dóttur í úrslitum 8-11, 12-10 og 11-6. Guðrún og Jakobína samein- uðu síðan krafta sína í tvíliðaleik kvenna og unnu Margréti Eyfells og Ragnheiði Haraldsdóttur 7-15, 15-5 og 18-4. í tvenndarleiknum sigruðu síð- an þau Girish Hirlekar og Ragn- Aðalfundur Foreldra- félags KA Aðalfundur Foreldrafélags KA verður haldinn í Lundarskóla 23. maí og hefst fundurinn kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og að þeim loknum almennar umræður um starfsemi sumarsins. heiður Haraldsdóttir, hjónin Kristin Jónsson og Jakobínu Reynisdóttur. En þau Kristinn og Jakobína hafa verið nær ósigr- andi undanfarin ár í tvenndarleik. Úrslitin urðu 17-16 og 18-14. í B flokknum sigraði síðan Pór- arinn Árnason, en hann vann Finnbjörn Finnbjörnsson í úrslit- um 15-14 og 15-4. Veitir þessi sigur Þórarni setu í A flokki. í öðlingaflokknum vann Kári Árnason, en hann sigraði Björn Baldursson í úrslitum 15-9 og 15-4. Þeir Kári og Björn sigruðu síðan í tvíliðaleik öðlinga, er þeir unnu Kristin Hólm og Einar Janus Kristjánsson, 15-7 og 15-5. gej Slagurinn í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu hefst á timmtudagskvöldiö og er það trú manna að þar verði keppn- in ekki síður spennandi en í 1. deildinni. Strax í 1. umferðinni eru hörkuleikir á dagskrá, og er ekki ósennilegt að flestir horfi til Siglufjarðar þar sem heimamenn taka á móti Vest- manneyingum. Annars eru leikirnir í 1. umferð sem hér segir: KS-ÍBV UMFS-KA UMFN-Breiðablik Völsungur-Leiftur Fylkir-IBÍ Allir leikirnir hefjast kl. 14 á fimmtudag. Menn standa satt best að segja vandræðalegir þegar á að fara að spá í hvaða lið muni koma til með að berjast á toppi deildar- innar og hvaða lið á hinum „óæðrí“ enda. Ef einungis er horft á liðin eins og þau voru í fyrra mætti ætla að KA, Breiða- blik, KS, ÍBV, iBl og Völsungur verði í toppbaráttunni, og satt best að segja finnst mér þessi lið (a.m.k. flest) líkleg til þess að slást um tvö laus sæti í 1. deild í haust. Lítum aðeins á leiki þar sem Norðurlandsliðin verða í eldlínunni á fimmtudag. Völsungur-Leiftur Völsungur teflir án efa fram sterkasta liði sem félagið hefur átt í nokkur ár. í þeirra raðir hafa gengið leikmennirnir Sigurður Halldórsson sem jafnframt er þjálfari og Jón Ríkharðsson, báðir frá Akranesi, Ómar Rafns- son frá Breiðabliki og Birgir Skúlason er kominn heim frá Akranesi. Fyrir er allur kjarninn frá í fyrra svo Völsungar eru ekki árennilegir. Það verða nýliðarnir úr Leiftri Ólafsfirði undir handleiðslu Ein- ars Helgasonar sem fyrstir mæta til leiks á Húsavík og verður fróðlegt að fylgjast með frum- raun þeirra í 2. deildinni. Þeir tefla fram óbreyttu liði frá í fyrra auk tveggja nýrra manna, Loga Einarssonar markmanns sem kemur frá Magna og Sölva Ing- ólfssonar sem kemur úr Þór. Eg spái því að róðurinn verði erfiður fyrir Leiftursmenn á Húsavík en enginn skyldi bóka sér sigur fyrir- fram gegn Leiftri. KS-ÍBV Þarna verður hörkuleikur. Vest- manneyingar eru með geysi- sterkt lið og ætla sér örugglega upp, en Siglfirðingar eru brattir einnig, með nær óbreytt lið frá í fyrra og að auki þá Hafþór Kol- beinsson og Mark Duffield sem eru komnir heim frá Akureyri og þá er mjög efnilegur markvörður Akureyrarmót í fimleikum fór fram á laugardaginn. Keppt var í flokkum 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. I yngri flokkunum var keppt í gólfæf- <ngum, á slá, tvíslá, og á hesti. I eldri flokki í stökki á hesti sigraði Hanna Dóra Markúsdótt- ir, og fékk 9,75 stig. Önnur varð kominn til KS frá Sauðárkróki. - Siglfirðingar eiga örugglega von á toppleik á fimmtudag. UMFS-KA KA-menn fara til Borgarness, en heimamenn þar eru jafnan erfiðir heim að sækja. KA-liðið er mjög mikið breytt frá fyrra ári, Hafþór Kolbeinsson, Mark Duffield, Ormar Örlygsson, Ásbjörn Björnsson, Bjarni Jóhannesson og Birkir Kristinsson allir farnir og munar um minna. í staðinn hefur KA fengið þrjá nýja menn, Tryggva Gunnarsson markakóng úr IR, Þorvald Þorvaldsson Þróttara og Harald Haraldsson (ekki sá gamli) sem er KA-maður er leikið hefur með KR að undanförnu. - Eins og sjá má hlýtur KA-liðið að vera spurning- armerki, verður liðið í strögli eða blandar það sér í baráttuna um efstu sætin? Katrfn Káradóttir með 9,60 stig og þriðja varð Matthea Sigurðar- dóttir með 9,55 stig. Á tvíslá sigr- aði Matthea Sigurðardóttir með 8,95 stig, Kristín Hilmarsdóttir varð í öðru sæti með 7,90 stig og þriðja varð María Egilsdóttir með 7,45. Á slá sigraði María Pálsdóttir með 8,20 stig, önnur varð Árný Árnadóttir með 7,60 stig og þriðja varð Kristín Hilm- arsdóttir með 7,40 stig. í gólfæf- ingum sigraði Kristín Hilmars- dóttir með 9,20 stig, önnur Matthea Sigurðardóttir með 9,15 stig og þriðja varð Katrín Kára- dóttir með 9,10 stig. I fiokki 12 ára og yngri sigraði Hildur Björk Sigbjörnsdóttir í stökki á hesti með 9,50 stig, önnur varð Sigrún Harpa Ingva- dóttir með 9,40 stig, þriðja Elfa B. Jónsdóttir með 9,35 stig. Á tvíslá sigraði Guðrún Gísladóttir með 9,10 stig önnur Aðalheiður Ragnarsdóttir með 8,80 stig, þriðja Heiðdís Valbergsdóttir með 8,65 stig. í sláaræfingum sigraði Guðrún Gísladóttir með 9,55 stig, önnur Hildur Björk Sigbjörnsdóttir með 9,40 stig og þriðja Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir með 9,35 stig. í gólfæfingum sigr- aði Hildur Björk Sigbjörnsdóttir með 8,90 stig, önnur varð Aðal- heiður Ragnarsdóttir með 8,50 stig og í þriðja sæti Guðrún Gísladóttir og Guðrún Ýr Sig- björnsdóttir með 8,05 stig. í frjálsum æfingum á slá sigraði Kristín Hilmarsdóttir með 7,65 stig, Hildur Sigbjörnsdóttir varð önnur með 7,50 stig og þriðja Elfa B. Jónsdóttir með 6,75. gej Keppandi á Akureyrarmótinu í fimleikum, einbcittur á svip. Hanna Dóra í efsta sæti - í Akureyrarmótinu í fimleikum stúlkna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.