Dagur - 13.05.1985, Blaðsíða 9
13. maí 1985 - DAGUR - 9
Veiðimenn á Árnagarði:
„Það þarf að losna við
helvftis húkkarana“
Þeir hafa sennilega í huga
máltækið „þeir fiska sem róa“
veiðimennirnir sem við hittuni
á Árnagarði einn morguninn í
síðustu viku. Undirritaður
þóttist vera snemma á ferðinni
með myndavélina, kominn á
staðinn fyrir kl. 06.30, en
veiðimennirnir á Árnagarði
voru fyrir löngu mættir á stað-
inn með stangir sínar og önnur
tól.
Þessir veiðimenn stunda veið-
ina á Árnagarði eftir vissum
reglum. Þeir fara eftir sjávar-
föllum og „stíla“ upp á það að
vera mættir þegar háfjara er að
nálgast. Þegar ég mætti á staðinn
voru þeir búnir að vera að frá
því á fimmta tímanum um nótt-
ina þeir hörðustu en sumir voru
þó að tínast á vettvang fram til
klukkan sjö.
Og þá var orðið þröngt á þingi
á Árnagarði. Þar var maður við
mann og stöng við stöng og menn
nutu þess að segja sögur og renna
fyrir silunginn sem synti í torfum
meðfram garðinum.
„Hann er ansi tregur núna,
hvað sem veldur, því það er nóg
af honum,“ sögðu þeir hver við
annan. Þeir tala alltaf um „hann“
veiðimennirnir og setningar eins
og „ertu að fá hann?“, „er hann
tregur?" og „vill hann ekki
maðkinn núna?“ eru setningar
sem eru óspart notaðar.
Einn veiðimaðurinn var klædd-
ur klofháum stígvélum og sá
hafði vaðið út á eyri eina mikla
og kastaði spæni sínum þaðan af
mikilli fimi. Um síðir kom hann
í land og þar var kominn Ólafur
Gunnarsson, þekkt veiðikló sem
m.a. er einn af þeim allra hörð-
ustu í Eyjafjarðaránni ár hvert.
Og Ólafi var mikið niðri fyrir.
„Það ætti að skrifa um helvítis
húkkarana sem eru hér alltaf að
þvælast, þú mátt bera mig fyrir
því,“ sagði Ólafur. „Það á annað
hvort að banna alveg veiðina
hérna á Árnagarði eða koma
þessum mönnum í burtu með
einhverjum ráðum.
Þeir hafa þetta þannig að þeir
mæta með þríkrækjur og þungar
sökkur og svo láta þeir bara vaða
í torfurnar sem synda hérna með
garðinum. Það er ferlegt að sjá til
þeirra, í gærmorgun var mikið af
silungi hérna við garðinn og þeir
húkkuðu úr torfunum í hverju
kasti og komu með þá upp á
sporðinum og á ýmsan annan
hátt. Þeir rykkja bara í gegnum
torfurnar og við verðum að losna
við þessa menn héðan, eða þeir
verða að taka upp sömu veiðiað-
ferðir og við.“
Það var greinilegt að Ólafi var
mikið niðri fyrir og nærstaddir
tóku í sama streng. Síðan var far-
ið að tala um annað, menn fóru
að segja veiðisögur eins og gerist
Aðalgeir Hólmsteinsson með tvo nýveidda.
Þar stóðu þeir í röðum í morgunsárið.
og gengur og af og til tjáði ein-
hver sig um siiungstorfurnar sem
syntu meðfram garðinum 2-3
metra frá landi.
Veiðimennirnir voru á öllum
aldri, frá unglingum upp í gamla
reynda veiðimenn. Veiðin þenn-
an morgun var lítil, helst að
Aðalgeir Hólmsteinsson yrði var
og hann var búinn að fá tvo þegar
við fórum af vettvangi.
Þessi veiði á Árnagarði er
sérstök og þarna „hita margir
upp“ fyrir átök sumarsins þegar
þeir halda til „alvöruveiða" í
ánum. Einn þeirra er Ólafur
Gunnarsson sem hefur lokaorðið
að þessu sinni: „Maður setur
stöngina í bílinn í inaí og þar er
hún höfð þangað til einhvern tíma
í september." - Þess má svo geta
að Ólafur ætlar ekki að slá slöku
við í sumar, hann er búinn að
láta taka frá fyrir sig 12 veiðidaga
í Eyjafjarðará og „hann“ má svo
sannarlega vara sig þegar Ólafur
kemur með heimatilbúnu flug-
urnar og hefst handa. gk-.
Ólafur Gunnarsson: „Þarf að koma
húkkurunum burtu.“
Ætli „hann“ fari ekki að taka bráðum?