Dagur - 10.06.1985, Síða 8

Dagur - 10.06.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 10. júní 1985 Þú sparar með réttu vali á Kynbótasýning og hestaíþróttir á Melgerðismelum um helgina: „Það er vaxtarbroddur í eyfirskri hrossarækt“ = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá, hvað hér eru margar fallegar hryssur, sem sýnir að það er vaxt- arbroddur í eyfirskri hrossarækt,“ sagði Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktunarráðunautur, þegar hann kynnti kynbótahryssurnar á sýn- ingu á Melgerðismelum á laugar- daginn. Auk kynbótasýningarinn- ar fór fram íþróttamót á melun- um, en það voru hestamannafé- lögin við Eyjafjörð sem stóðu að mótinu. Fjórar hryssur 6 vetra og eldri náðu 1. einkunn, en alls náðu 34 hryssur skráningu í ættbók í þeim flokki. Bestu einkunnina fékk Freyja Orra Óttarssonar á Garðsá. Hún fékk 8,24 í aðaleinkunn, en hún er undan Frey og Kolskör. í öðru sæti Hespugarnið er komið í öllum litum. Handprjónabúðin ENOSS Hafnarstræti 88 ■ Sími 25914 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Ritarí óskast Staða ritara við Verkmenntaskólann á Akureyri er laus til umsóknar og veitist frá 1. ágúst 1985. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Verkmenntaskólanum á Akureyri, pósthólf 284, 602 Akureyri, eigi síðar en 21. júní nk. Upplýsingar um starfið veita skrifstofustjóri VMA í síma 26810 og launafulltrúi Akureyrar- bæjar í síma 21000. Skólameisfari. varð Frigg Páls Alfreðssonar á Akur- eyri, en hún er undan Herði frá Kolkuósi og Blesu. í þriðja sæti varð Freisting frá Hvassafelli í eigu Sigur- björns Sveinssonar á Akureyri. Hún er frá Hvassafelli, dóttir Skörungs og Tvístjörnu. Hind frá Hömrum stóð efst af 5 vetra hryssum, en hún er í eigu Maríu Jóhannsdóttur á Naustum. í öðru sæti varð Ýra hans Magna í Árgerði, dóttir Stjarna og Snótar, en Nótt frá Keldulandi í eigu Ólafs Valssonar á Akureyri varð í þriðja sæti. Sunna frá Hóli í eigu Þorleifs Karlssonar varð efst af 4ra vetra hryssum. Hún er dóttir Fáfnis og Blesu, en í öðru sæti varð Bandalags- rauðka hans Andrésar á Kvíabekk, dóttir Gorms og Kolku. Blika hans Magna í Árgerði, dóttir Ófeigs og Snældu, varð í þriðja sæti. Fjórir stóðhestar voru sýndir. Sær Birgis Árnasonar á Akureyri fékk besta einkunn, 7,77 en hann er und- an Hrafni frá Holtsmúla og Bylgju. Næstur honum kom Röðull Vigfúsar Björnssonar á Akureyri með 7,55, en hann er undan Kristal og Rebekku. í hestaíþróttunum var keppt í eldri og yngri flokkum unglinga, fjórgangi og tölti. í yngri flokknum sigraði Arn- ar Grant í fjórgangi á Stuðli. í öðru sæti varð Heiðdís Smáradóttir á Drottningu og Þór Jónsteinsson á Iðu varð í þriðja sæti. Heiðdís sigraði síðan í töltinu, Eiður Matthíasson varð 2. á Geisla og Sigurður Ólason varð þriðji á Kraka. í eldri flokknum sigraði Örn Óla- son í tölti á Klúbb, en Sonja Grant á Gantmi varð í öðru sæti og Margrét Stefánsdóttir á Garpi varð í 3. sæti. í fjórgangi sigraði Sonja, en Ólafur Hermannsson varð í 2. sæti á Stjarna og Margrét Stefánsdóttir varð þriðja. Reynir Hjartarson og Tryggur stóðu efstir í fjórgangi. Myndir: GS Keppnin var jöfn hjá unglingunum, enginn hafði yfirburði og það var mjótt á munum þegar upp var staðið. Ólafur Örn Þórðarson sigraði í gæðingaskeiðinu á Garra. 1 öðru sæti varð Matthías Eiðsson á Hrönn og Jóhann Ólsen á Ölver varð þriðji. Ólafur og Garri sigruðu einnig í fimmgangi, en í öðru sæti urðu Gylfi og Kristall. Þeir höfðu haft forystuna eftir forkeppnina, en Ólafur og Garri höfðu betur í úrslitunum. í þriðja sæti í fimmganginum urðu Sindri og Svanberg Þórðarson. í töltkeppninni náði hins vegar enginn að ógna veldi Kristals og Gylfa Gunnarssonar. Kristall hefur margsinnis sannað ágæti sitt og hann tók marga gullfallega skeiðspretti vð upphitunaræfingar á Melgerðismel- um um helgina, en það er kostur sem hann hefur ekki flaggað mikið til þessa. Hins vegar var hann tregur til kostanna í fimmgangskeppninni, enda brautirnar á hringvellinum það stuttar, að þær takmarka möguleika á að leggja yfirferðarmikla gæðinga á skeið. I öðru sæti í töltkeppninni varð Ingólfur Sigþórsson á bráðefni- legum 5 vetra klár frá Sigurði Snæ- björnssyni á Höskuldsstöðum. Sverr- ir Reynisson á Byl varð í 3. sæti. í fjórgangi sigraði Reynir Hjartar- son á Trygg, en í 2. sæti varð Jóhann Ólsen á Herði og Ólafur Örn Þórðar- son varð þriðji á Stjarna. - GS Fjöldi frábærra sniárétta á boðstólum Opið alla virka daga frá 12-13.30 og 18-01 Um helgar til 03 | Veríð ávalll velkomin í Kjallarann. Páll Alfreðsson tekur Frygg til kostanna, en hún stóð næst hæst af 6 vetra hryssum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.