Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 3
19. júní 1985 - DAGUR - 3 78 m.kr. halli á rekstri Sambandsins Aðalfundur Sambands ís- Ienskra samvinnufélaga var haldinn á Bifröst í Borgarfirði 13. og 14. júní sl. Á aðalfund- inum var flutt skýrsla um af- komu og rekstur Sambandsins á liðnu ári. Hér á eftir fer út- dráttur úr þeirri skýrslu: Heildarsala Sambandsins nam 8.621 milljón króna á árinu 1984, en var 7.152 milljónir árið áður og er aukningin 21%. Útflutning- ur Sambandsins nam samtals 4-480 milljónum króna, saman- borið við 3.576 millj. árið 1983. Hlutdeild útflutnings í rekstri Sambandsins er alltaf að aukast, og náði Sambandið því marki að 52% af heildarsölu ársins 1984 var útflutningur. Stærsti hluti út- flutnings er sjávarafurðir. Út- flutningur Sambandsins á ullar- og skinnavörum nam 476 milljón- um á árinu 1984 og samsvarar það um 24% hlutdeild af öllum útflutningi iðnaðarvara frá land- inu, að frátalinni stóriðju. Innan- landssala var 4.141 milljón króna árið 1984 og jókst um 16% frá 1983. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1984 var Sambandið rekið með hagnaði og var vonast eftir já- kvæðri afkomu á árinu. Á síðasta ársfjórðungi breyttist hins vegar afkoman til hins verra, og niður- staðan varð sú að halli af rekstr- inum varð 78 milljónir króna, samanborið við 68 milljóna króna hagnað 1983. Helstu ástæður fyrir þessum hallarekstri á síðasta fjórðungi ársins voru þrjár: Gengistap, óhagstæð verð- þróun og verkfall opinberra starfsmanna. Gengistap af erlendum fjár- skuldbindingum vegur þyngst í halla ársins. Gengisfellingin í nóvember varð til þess að geng- istapið varð mun meira en gert hafði verið ráð fyrir. Gengistap síðasta ársfjórðungs nam um 150 millj. króna. Eiginfjárstaða Sambandsins er traust og nam bókfært eigið fé 1.887 millj. króna í árslok 1984. Hlutfall eigin fjár af heildarfjár- magni Sambandsins er 40,2%. Heildarfjárfestingar Sam- bandsins á árinu námu 481 millj- ón króna. Stærsti hluti fjárfest- inganna var í skipum, eða 332 milljónir. Par af var fjárfesting vegna smíði nýja Jökulfellsins 254 milljónir. Þá nam fjárfesting í eignarhlutum 84 milljónum, og þar af var hlutafé í Samvinnu- bankanum aukið um 31 milljón. í fasteignum var fjárfest samtals fyrir 22 milljónir. Starfsmenn Sambandsins voru 1791 í árslok miðað við 1815 í lok árs 1983. „ísinn hefur verið brotinn" - segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrsta konan í stjórn SÍS Valgerður Sverrisdóttir á Lómatjörn í Grýtubakka- hreppi var kosin í stjórn Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga á aðalfundi þess á Bifröst. Valgerður er fyrsta konan sem kosin er í stjórn SÍS. Af því til- efni slógum við á þráðinn til hennar og spurðum hana fyrst að því hvernig henni liði eftir stjórnarkjörið. „Ég er með smáfiðring í mag- anum, því það er þó nokkur ábyrgð sem fylgir því að vera einn af oddvitum Sambandsins, en tilhlökkunin er samt meiri en kvíðinn." - Kom það þér á óvart að vera kosin í stjórn SÍS fyrst kvenna? „Já, ég átti alls ekki von á þessu þegar ég fór suður. Sérmál aðalfundarins var þátttaka kvenna í samvinnuhreyfingunni og var það valið með tilliti til þess að kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna er að ljúka og þess að konur finnast varla í toppstöðum hjá Sambandinu. Á meðal fund- armanna var gífurlegur áhugi á því að kona yrði kosin í stjórnina og það sem kom mér í raun mest á óvart var hversu góða kosningu ég hlaut. Einnig voru kosnar 2 konur í varastjórn." - Er þetta þá ekki dæmi um að eitthvað hafi áunnist í málefnum kvenna á margumræddum kvennaáratug? „Jú, það má segja það á vissan hátt. Þetta er allt í senn, persónu- legur sigur fyrir mig, fyrir konur, sérmál aðalfundarins og vonandi íslensku samvinnuhreyfinguna.“ - Verður þetta ekki látið nægja í jafnréttisátt í samvinnu- hreyfingunni næstu árin að þrjár konur eru komnar í stjórn og varastjórn SÍS? „Nei, ég tel að nú sé búið að brjóta ísinn og að hér eftir verði litið á það sem sjálfsagðan hlut að konur taki þátt í ábyrgðar- störfum innan samvinnuhreyfing- arinnar ekki vegna þess að þær séu konur, heldur vegna þess að þær hafa þekkingu og aðstöðu til þess. Á aðalfundinum var kosin fjögurra manna nefnd til að fylgj- ast með þróun þessara mála næstu þrjú árin.“ - Óar þér ekkert við því að starfa ein með körlunum í stjórn SÍS? „Ég kvíði í engu samstarfinu við þá, ég hef verið eina konan í stjórn KEA sl. 4 ár og það hefur ekki háð mér á nokkurn hátt. Ég kvíði frekar fyrir að takast á við stjórnarstörfin, það tekur sinn tíma að komast inn í málin svo vel sé og ég má líka búast við að mér verði veitt meiri eftirtekt af því að ég er kona.“ - Hvernig var þessu tekið heima hjá þér, líkar fjölskyld- unni þetta félagsmálavafstur í þér? „Eiginmaðurinn er mjög ánægður, enda er hann sjálfur í félagsmálum og dæturnar líta á það sem sjálfsagðan hlut að ég fari á fundi og annað slíkt. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta muni allt saman koma til með að ganga upp,“ vor'u lokaorð Valgerðar Sverrisdóttur sem eindregið hvet- ur konur til þátttöku í félagsmál- um, þau séu þess virði. - ám. SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. NÝLAGNIR VIDGERDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Nýr glæsilegur veitingastaður Morgunverður ★ Hádegisverður Síðdegiskaffi ★ Kvöldverður Borðapantanir í síma 22527. Restaurant Laut hf., Hótel Akureyri Hafnarstræti 98. I X Frá Sumarhótelinu Þelamerkurskóla Sundlaugin veröur opnuð miðvikudaginn 19. júní kl. 1.00. Opnunartímar í sumar: Mánudaga 17-22. Þriðjudaga-laugardaga 13-19. Sunnudaga 10-17. Opnum fyrir gistingu um helgina. Veríð velkomin. Sumarhóteliö Þelamerkurskóla. Auglýsing í Degi BORGAR SIG Hvaö er góö auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir aö fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess aö hún seljist. Þannig er hægt aö láta auglýsingu borga sig. En þaö er ekki sama í hvaöa blaöi auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiöslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sig því að auglýsa iDegi. þar eru allar auglýsingar góðar lýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.