Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. júní 1985 65. tölublað Missir hitaveitan Hramagilsholuna? - Hrafnagilshreppur vann fyrir Hæstarétti mái gegn Hitaveitu Akureyrar „Vissulega erum við ánægðir með þessi málatok, en samt sem áður var það erfið ákvörð- un fyrir okkur á sínum tíma, að fara í mátarekstur gegn okkar nágrönnum, en við töldum okkur neydda til þess,“ sagði Haraldur Hannesson, bóndi og oddviti í Víðigerði í Hrafna- gilshreppi, í samtali við Dag. Hæstiréttur kvað fyrir helgina upp dóm í máli Hrafnagilshrepps gegn Hitaveitu Akureyrar. Ásteitingarsteinninn var samn- ingur veitunnar og Hjalta Jóseps- sonar bónda á Hrafnagili um nýt- ingu á borholu í landi Hrafnagils, sem er dýr og gjöful. Hrepps- nefnd Hrafnagilshrepps taldi sig hafa átt rétt á að fjalla um þenn- an samning, þar sem hreppurinn hafi heimild til forkaupsréttar. Hjalti og forráðamenn hitaveit- unnar töldu það hins vegar ástæðulaust, þar sem hér væri um leigusamning, en ekki kaupsamn- ing að ræða. En dómstólarnir voru á öðru máli og nú hefur Hrafnagilshreppur unnið málið og samningurinn er þar með ógiltur. Upphafið að þessum deilum á sér lengri sögu, að sögn Harald- ar. Hann sagði, að heitar lindir, sem dugað höfðu til að hita skól- ana og félagsheimilið að Hrafna- gili, hefðu þornað eftir að Hita- veita Akureyrar virkjaði á Laugalandi og í Hrafnagils- hreppi. Þetta hefði hreppurinn viljað fá bætt, en stjórnendur hitaveitunnar hefðu ekki verið til viðtals um slíkt. Að vfsu hefðu þeir sýnt samningsvilja eftir að málarekstur var hafinn, en ekki nægilegan að mati hreppsnefnd- arinnar. Þetta varð til þess að rekstrarkostnaður við skólana hækkaði verulega og ekki hefur verið grundvöllur fyrir kaupum á vatni í sundlaugina, nema til að Lögreglan: Hátíðarhöldin 17. jum fom vel fram Lögreglumönnum víðs vegar um Norðurland ber saman um að hátíðarhöldin á 17. júní hafi í alla staði farið mjög vel fram. Á Akureyri var síður en svo meira um árekstra og önnur óhöpp en um venjuiega helgi og engin afskipti þurfti að hafa af neinum manni vegna hátíðar- haldanna, að sögn lögreglunnar. Sömu sögu var að hafa á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Húsavík, allt fór vel fram. A öllum þessum stöðum voru hátíð- arhöldin með nokkuð hefð- bundnu sniði og veðrið lék við menn. - yk. halda nauðsynleg námskeið. Haraldur sagði ekki ljóst með framhald málsins; um það yrði tekin ákvörðun í hreppsnefnd á næstunni. Fundur var haldinn í hrepps- néfnd Hrafnagilshrepps í gærkvöld. Þar var ákveðið að ganga til fundar við ráðamenn hitaveitunnar til að freista þess að finna farsæla lausn á þessu máli, „en við munum standa fast á rétti okkar,“ sagði Haraldur Hannesson í morgun. Hreinn Pálsson, bæjarlögmað- ur, sagði í samtali við blaðið í morgun, að fyrirhugaður fundur deiluaðila væri fagnaðarefni og vonandi fyndist þar farsæl lausn á þessu máli, því í rauninni væri það eina skynsamlega leiðin í þessu máli. Wilhelm V. Stein- dórsson, hitaveitustjóri sagðist ekki hafa kynnt sér dóminn og vildi því ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. - GS Mynd: KGA Sláttur hafinn í Eyjafirði Sláttur er hafinn í Eyjafirði. Á bæjunum Hrafnagili og Hvammi í Hrafnagilshreppi hófst sláttur fyrir helgina. „Við byrjuðum seinna í fyrra- sumar,“ sagði Hjalti Jósepsson bóndi á Hrafnagili. „Við þurftum að bjarga þessu vegna þess að það var roðamaur í þessu hjá okkur. Annars held ég að sláttur fari að byrja hvað líður,“ sagði Hjalti. Han'n sagði sprettu sæmi- lega og líklega yrðu bændur al- mennt farnir að slá um og upp úr næstu helgi. - mþþ Ekiðá piltá reiðhjóli - Vitni vantar Um kl. 10.30 að morgni 17. júní var ekið á pilt á reiðhjóli er hann var á leið vestur yfir gangbraut við gatnamót GÍer- árgötu og Gránufélagsgötu. í sama mund og pilturinn er að fara yfir gangbrautina er bíl ekið norður Glerárgötu og lendir hann á drengnum. Bílstjórinn stöðvaði ekki bifreiðina heldur hélt áfram ferð sinni eins og ekk- ert hefði í skorist. Talið er að um fólksbíl hafi verið að ræða, rauð- an eða rauðbrúnan. Ef einhverjir hafa orðið vitni að atburði þess- um eru þeir vinsamlegast beðnir að láta rannsóknarlögregluna á Akureyri vita. - mþþ Skyggir fyrirhuguð bygging Hótels KEA á kirkjuna?: „Fólki er sárt um þennan stað“ „Það eru skiptar skoðanir um þetta meðal þeirra sem standa framarlega í kirkjunnar málum. Þetta er staður sem er áreiðanlega öllum kær, stall- arnir og útsýnið upp að kirkj- unni og mér finnst að það megi ekki skemma það neitt,“ sagði Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur á Akureyri, aðspurður um hans afstöðu til fyrirhug- aðrar viðbyggingar Hótels KEA til vesturs. Hugmynd stjórnar Hótels KEA er að byggt verði við hótel- ið, 15 metra í vestur og upp í sömu hæð og núverandi bygging nær. Teikningar af þessu voru lagðar fyrir bygginganefnd sem sendi þær skipulagsnefnd til um- sagnar. Skipulagsnefnd hafði ekkert við þær að athuga og sendi þær til baka til bygginganefndar sem enn hefur ekki afgreitt þetta mál. „Það er ráðgert að gera upp tröppurnar og gera þær mjög fal- legar. Pað á að setja steina eins og eru í göngugötunni á pallana og klæða tröppurnar að framan með íslensku grjóti. Mér finnst það hafa lítinn tilgang ef maður á svo að ganga undir húsvegg helminginn af leiðinni," sagði Birgir og sagðist telja að fólki í bænum væri sárt um þennan stað. Þórgnýr Þórhallsson, formaður stjórnar hótelsins var spurður álits á því hvort þessi viðbygging myndi breyta eða skemma eitt- hvað þessa táknmynd fyrir Akur- eyri sem kirkjan og stallarnir óneitanlega eru. „Hún náttúrlega hlýtur að koma til með að breyta henni að einhverju leyti, en hvort það er svo mikið að það réttlæti það að lagst sé gegn þyggingunni hlýtur að vera misjafnt mat manna. Það er alveg klárt mál að allar byggingar og mannvirki hljóta að breyta umhverfinu eitt- hvað og skyggja á eitthvað. T.d. skyggir Alþýðuhúsið nýja gjör- samlega á kirkjuna frá ákveðnu sjónarhorni. Ef þú ekur eftir Glerárgötunni muntu sjá að þessi viðbygging mun fráleitt skyggja á kirkjuna en ef þú stendur á horninu við suðurenda göngu- götunnar muntu sjá lengri hús- vegg en nú er. Það er eini munur- inn," sagði Þórgnýr. - yk. Em Kröflueldar dauðir? Landris á Kröflusvæðinu var ekkert frá áramótum til maí- loka, að sögn Ármanns Pét- urssonar á skjálftavaktinni í Mývatnssveit. Nýlega voru ferðamenn var- aðir við því í blöðum að Leir- hnjúkur og svæðið næst honum væri enn hættusvæði og því var Ármann spurður hvort menn óttuðust gos. Hann sagði svo ekki vera á meðan land væri ekki risið hærra en raun ber vitni en hins vegar væri verið að minna á það að vel gæti dregið til einhverra tíðinda enn á þessu svæði þó að menn séu nú að vona að þetta sé búið. -yk. STÚDENTA- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI T r V/Zá Litmynda- framköllun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.