Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 12
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR § a s i « Konur á Akureyri: Gróðursetja sjö þúsund plöntur í dag „Takmark okkar er að gróður- setja eina plöntu fyrir hverja konu í bænum og þetta er til- valið verkefni fyrir kvenlegg hverrar fjölkyldu,“ sagði Ingi- björg Auðunsdóttir, forsvars- maður trjáplöntuhóps, en hóp- urinn hóf gróðursetningu um sjö þúsund trjáplantna í morg- un kl. 9 og fyrirhugað er að halda áfram tii kl. 21 í kvöld. Er hér annars vegar um að ræða aðgerðir í tilefni af lokum kvennaáratugar og hins vegar er þess minnst að sjötíu ár eru liðin frá því að konur öðluðust kosn- ingarétt og kjörgengi, en það var 19. júní 1915. „Við sendum lista inn á vinnu- staði þar sem konur sem þátt ætla að taka í þessu verkefni skrifuðu sig og borguðu fyrir plönturnar. Þessi söfnun gekk mjög vel og sýndu konur mikla og breiða samstöðu. Hér er á engan hátt um pólitískt starf að ræða, í þessu verkefni taka þátt konur á öllum aldri, úr ólíkum starfs- greinum og með mismunandi áhugamál," sagði Ingibjörg. Fyrirhugað er að gróðursetja sjö þúsund plöntur, en ef af- gangur verður af peningum verð- ur honum varið til kaupa á fleiri plöntum og þær gróðursettar á útivistarsvæðum Akureyringa. í kvöld kl. 22 hefst kvöldvaka í Kjarnaskógi í umsjá Kristjönu Jónsdóttur og verður þar boðið upp á tónlist, söng, upplestur, leiki og einnig verður kveiktur varðeldur. Viðri ekki til útivistar verður kvöldvakan flutt í Dyn- heima. Vildi Ingibjörg hvetja allar konur til að koma inn í Kjarna- skóg í dag og taka þátt í gróður- setningunni, en hægt er að kaupa plöntur þar í dag og kvöld, þó svo konur hafi ekki áður skrifað sig á lista. - mþþ Það var sannkallað knattspyrnumannabrúðkaup á laugardaginn. Þá gengu í hjónaband Þórunn Sigurð- ardóttir og Sigurður Pálsson, sem eru leikmenn með meistaraflokkum Þórs í knattspyrnu. Félagar þeirra í Þór hylltu brúðhjónin þegar þau gengu úr kirkju og síðan var ekið í einni hersingu um götur bæjarins, með tilheyrandi dósaglamri. Samningar náðust - ASf og VSf gerðu samning um 14,5% meðaltalshækkun til áramóta Laust fyrir kl. 13 á laugardag- inn voru undirritaðir samning- ar milli Alþýðusambands Is- lands og Vinnuveitendasam- bandsins, sem gilda fram að næstu áramótum. Samningarn- ir fela í sér launahækkanir á bilinu 12,3%-15,1%, en með- altalshækkunin mun vera því sem næst 14,5%. Þannig hækka laun þeirra lægst launuðu um rúmar 1.300 krónur, úr rúmlega 14 þús. kr. í rúmlega 15.300 kr. Þeir sem eru með lágmarks- tekjur fá 9% launahækkun strax, en þeir sem eru neðan við 25. launaflokk fá 7,5% hækkun og þeir sem eru þar fyrir ofan fá 5% hækkun við gildistöku samnings- ins. 1. ágúst nk. hækka allir launþegar innan ASÍ um 2,4% og 1. október aftur um 4,5%. í samningunum er reiknað með að verðlagsþróun haldist innan ákveðinna marka. Miðað er við að vísitala framfærslukostn- aðar verði innan við 144 stig 1. ágúst, 149 stig 1. október og 1. desember verður hún að vera innan við 154 stig. Þegar fram- færsluvísitalan var reiknuð út um sl. mánaðamót var hún 137,36 stig. í samningunum er einnig gert ráð fyrir því, í samkomulagi milli Verkamannasambands Islands og VSÍ, að komið verði á nefnd til að fjalla um leiðir til að bæta kjör fiskvinnslufólks. Þessi nefnd á m.a. að skilgreina starfsheitið „sérþjálfað fiskvinnslufólk“ og stuðla að atvinnuöryggi fisk- vinnslufólks. Steingrímur Her- mannsson. forsætisráðherra, gaf út yfirlýsingu til að stuðla að framgangi þessara mála. Þar áréttar Steingrímur, að hann muni beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að hún hlutist til um að bæta kjör fiskvinnslu- fólks, m.a. með tilstyrk atvinnu- leysistryggingasj óðs. Eftir er að fjalla um þessí samninga í félögunum, en reikn- að er með að þeir verði sam- þykktir. Framfærsluvísitalan: Mælir 25% verðbólgu síðustu 3 mánuði Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júníbyrjun 1985. Reyndist hún vera 137,36 stig, eða 1,85% hærri en í maíbyrjun 1985. Af þessari hækkun vísitölunn- ar stafa 0,7% af hækkun mat- vöruverðs (þar af 0,5% vegna hækkunar á verði landbúnaðar- afurða), 0,2% vegna hækkunar á verði tóbaks og áfengis og 0,95% vegna hækkunar ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða. Hækkun vísitölunnar um 1,85% frá maí til júní svarar til um 24,6% árshækkunar. Hækk- unin undangengna þrjá mánuði er 5,73% og svarar til 25% árs- hækkunar, en hækkunin undan- farna tólf mánuði er 29,8%. í dag og á morgun má búast við svipuðu veðri og verið hefur undanfarna daga á Norður- landi. Bjart framan af deginum en skýjað með köflum og skúrir vestan til síðdegis. Hitastig á bilinu 12-16 gráður, samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar í morgun. Um helgina er búist við norð- austanátt sem væntanlega bindur þá enda á blíðuna sem við höfum búið við að undan- förnu. # Hver gerir betur? Það þótti mikið afrek á sinum tíma, þegar Stefán Helgason bifreiðastjóri á BSO, eða „Stebbi á áttunni" eins og kappinn er oftast nefndur, ók á sex tímum til Reykjavíkur. Ástæðan fyrir þeim kapp- akstri mun hafa verið sú, að Stebbi þurfti að skila Ævari Kvaran í tæka tíð suður í Þjóðleikhús til að hann gæti leikið í kvöldsýningu. Það tókst, en Ævari mun hafa ver- ið stirt um mál fyrstu atriði sýningarinnar. En nú eru liðnir áratugir síðan þetta gerðist. Leiðin milli Akureyr- ar og Reykjavíkur er orð- in beinni, breiðari, sléttari og styttri en var. Þar að auki eru bílarnir orðnir öflugri. Enda mun hraðamet- ið milli Akureyrar og Reykja- víkur vera þrír tímar og tíu mínútur. Og það sem meira er; þetta mun vera satt. Öku- maðurinn mun hafa iegið í um 200 km hraða af og til, enda veitti ekki af, því hann hefur þurft að halda um 150 km meðalhraða til að ná þessum tíma. Og bíllinn er enginn venjulegur alþýðu- vagn. Farþegi í þessari þotu- ferð hefur ekki verið mælandi eftir lendinguna! # Einaðaustan Þessi er að austan. Hún er um vörubflstjóra, sem einnig er bóndi, og vegagerðarverk- stjóra, sem einnig mun vera oddviti í sinni sveit. Þeir voru úti að aka og komu þar að, sem gera þurftí lagfæringar. - Æ, skrepptu nú út og kipptu þessu f liðinn, þú hefur svo gott vit á þessu, sagði vega- verkstjórinn. Nel, það er betra að þú gerir þetta, hér þarf nefnilega ekkert vit, svaraði vörubflstjórinn. # Af umhyggju- semi Við hér á Degi erum þekkt fyr- ir umburðarlyndi, væntum- þykju og sér f lagi snoturt hjartalag. Þess vegna ætlum við ekkert að minnast á „út- varpið okkar“ f þessum dálki ■ dag. # Því ekki Nú styttist í „hundadagahá- tíðina“ á Akureyri. Ein uppá- koman á hátíðinni er að sleppa iaxi f Leirutjörnina og selja sfðan veiðileyfi. Þetta er bráðsnjöll hugmynd, en því ekki að framlengja veiðina? Er ekki möguleiki á að rækta fisk í tjörninni og gera hana að eftirsóttum veiðistað. Þvi ekki að reyna?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.