Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 19.06.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 19. júní 1985 „Eg er svo hamingjusamur með þessar móttökur að ég veit bara ekkert í hvorn fótinn ég stíg,“ sagði Reynir Pétur Ingvarsson, göngumaður frá Sólheimum, að lokinni mót- tökuathöfn í Miðbæ Akureyr- ar á föstudaginn. Eins og kunnugt er, þá er Reynir Pétur að ganga hringveg- inn til fjáröflunar fyrir byggingu íþróttahúss í Sólheimum. Reynir hóf gönguna á Selfossi og hefur alltaf verið heldur á undan áætl- un. Út af því brá þó þegar hann kom til Akureyrar, því hann var um klukkustund seinna á ferðinni þar en reiknað var með. Ekki var þó um að kenna gönguþreytu, heldux var ástæðan sú, að margir þurftu að hafa tal af Reyni á meðan hann gekk síðustu kíló- metrana til bæjarins. Allir vildu færa honum árnaðaróskir og margir urðu til að færa honum gjafir í söfnunina. Á gatnamótunum sunnan við flugvöllinn biðu félagar í íþrótta- félaginu Eik og íþróttafélagi fatl- aðra, sem fylgdu Reyni síðan síð- asta spottann til bæjarins. í Mið- bænum beið mikill fjöldi fólks eftir Reyni og var hann ákaft hylltur þegar hann gekk léttstígur inn í göngugötuna. Hvaða þjóð- höfðingi sem er hefði orðið stolt- ur af þeim móttökum. í Miðbænum var stutt mót- tökuathöfn. Sigríður Stefánsdótt- ir ávarpaði Reyni fyrir hönd bæjarstjórnar og fulltrúar fyrir- tækja og starfshópa færðu Reyni framlög í söfnunina. Einnig fékk hann fyrsta parið af nýrri tegund af gönguskóm frá ACT og íþróttabúning frá Henson, svo eitthvað sé nefnt. Pað fer ekkert á milli mála, að Reynir hefur unnið hylli þjóðarinnar með framtaki sínu og framgöngu allri. Hann hefur gengið að meðaltali tæpa 50 km á dag og sú tala gæti verið hærri, en Reynir hefur þurft að „slá af“, til að rugla ekki allar áætlanir. - Reyni Pétri fagnað sem þjóðhöfðingja hvar sem hann kemur Reynir var yfir sig hamingjusamur með nýju gðnguskóna frá ACT. Það var engin þreytumerki að sjá á Reyni þegar hann kom léttstígur í GS göngugötuna. mm*r ( m> 1 rmw wlj s"/ i * Jp- K Hvaða þjóðhöfðingi sem er hefði verið stoltur með móttökur á borð við þær sem Reynir fékk á Akureyri. Mynd: KGA Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarforstjóri: Hjúkrunarnám í háskóla á Akureyri Á Akureyri hefir verið starfrækt sjúkrahús í rúma öld, allt frá ár- inu 1873 og jafnlengi hefir sjúkl- ingum þar verið veitt hjúkrun, fyrst og lengi framan af undir leiðsögn lækna, sem fljótt juku við menntun sína og lærdóm. Með stækkun sjúkrahússins, fjölgun sjúkrarúma og auknum umsvifum lækna voru fengnar til samstarfs erlendar hjúkrunar- konur, flestar danskar, eða ís- lenskar hjúkrunarkonur sem lært höfðu í útlöndum. Hjúkrunarmenntun hér á landi hefst ekki fyrr en árið 1931 eftir að Landspítalinn er fullbyggður árið 1930. Hjúkrunarskóli ís- lands í Reykjavík hefir starfað síðan þar til nú. Á næsta ári 1986 munu síðustu hjúkrunar- fræðingarnir útskrifast þaðan og skólinn lagður niður sem slíkur. Háskóli fslands í Reykjavík hefir í 11 ár annast menntun hjúkrunarfræðinga. Þar hefir, í tengslum við læknadeild, verið kennsla á námsbraut í hjúkrunar- fræði með mjög vaxandi aðsókn nemenda, enda eftir lokun Hjúkrunarskóla íslands eini skól- inn á landinu sem sér um grunn- menntun hjúkrunarfræðinga. Námið tekur 4 ár. Nú er skortur á hjúkrunar- fræðingum í starf og til þess tald- ar ýmsar ástæður, en mörgum virðist það öfug þróun að fækka skólum er svo stendur á. Að vísu eru ekki fjöldatakmarkanir nem- enda inn í hjúkrunarbrautina og vitað er að þaðan mun fullmennt- uðum hjúkrunarfræðingum fjölga á næstu árum. Nú eru í landinu 2140 hjúkrunarfræðingar með starfsréttindi, og af þeim eru í starfi, (heilu starfi eða að hluta) 1753, en fjöldi menntaðra hjúkr- unarfræðinga úr skólunum hefir þó ekki verið í hlutfalli við þann hraða sem hefir verið á byggingu sjúkrahúsa og annarra heilbrigð- isstofnana, sem þurfa svo mjög á störfum þeirra að halda. Háskóli á Akureyri. í umræðu um háskóla má menntun hjúkr- unarfræðinga ekki gleymast. Eins og áður er sagt eru ekki fjöldatakmarkanir inn í hjúkrun- arbrautina í Háskóla íslands, en nám í hjúkrun og ýmsum öðrum greinum í háskóla á Akureyri ætti þó að vera fyrir hendi. Heimilisástæður nemenda, kostnaður utan heimahaganna og vaxandi viðgangur bæjarins af slíku skólahaldi eru allt fullgildar ástæður til að háskólakennsla flytjist til bæjarins. f háskóla á Akureyri væri æski- legt að strax í uphafi þess skóla- starfs mundu hjúkrunarfræði- nemar fá menntun sína á 1. ári, en gætu sfðari árin sótt nám í Reykjavík á meðan skólastarfið þróast í það að hægt sé að út- skrifa hjúkrunarfræðinga á Akur- eyri. Framhaldsnám hjúkrunar- fræðinga á háskólastigi í sérgrein- um mætti einnig vera til athugun- ar. Með þeim nemendafjölda sem fengi sitt háskólanám á Akureyri myndi létta á húsnæðisvand- ræðum háskólans í Reykjavík, sem svo mjög hefir verið rætt um. Ef hjúkrunarfræðsla á háskóla- stigi fengist til Akureyrar myndi það vera ótvíræður ávinningur fyrir Akureyringa, sem vafalaust ættu þá kost á fleiri hjúkrunar- fræðingum í störf á heilbrigðis- stofnanir bæjarins. Á þeim stað sem menntunin er veitt eru mun meiri líkur á að fullnuma fólk taki sér búsetu. Akureyringar hafa goldið þess að allt æskufólk bæjarins sem lokið hefir mennta- skólanámi hefir þurft til Reykja- víkur til háskólanáms eða til náms í öðrum sérskólum svo sem hjúkrunarskóla, sem ekki eru á Akureyri. Reynum að snúa þróuninni Akureyri í hag. Fáum hjúkrunarnám í háskóla á Akureyri. Akureyri 6.6. ’85 Ragnheiður Árnadóttir hjúkrunarforstjóri við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Nú er skortur á hjúkrunarfræðingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.