Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 6
6- DAGUR- 12. júlí 1985 Sjómennska er enn nokkuð stór liður í atvinnulífi á Tylftareyjum. Greinarhöfundur í félagsskap góðra ferðafélaga. Mynd: Ingvi POAOI leiðum. Flug til Ródos frá Kefla- vík tekur allt að 8 klukkustundir, en millilenda þarf á leiðinni til að taka eldsneyti. Þetta er langt ferðalag og þreytandi og gæti hugsanlega haft áhrif á framtíð leiguflugs til eyjunnar. Heppi- legra væri að staldra við, t.d. í Amsterdam á bakaleiðinni, og gera fólki ferðina þægilegri. Hér verður ekki farið nákvæm- lega út í það að kynna Ródos sem ferðamannastað. Þess skal þó getið að þar er víða mjög fallegt, gróður gróskumikill þrátt fyrir þurrt loftslag og má þakka það uppsprettuvatni, sem mikið er af og notað er í áveitur. Ródosbúar eru hreint út sagt yndislegt fólk, alúðlegt og vingjarnlegt og ákaf- lega forvitið um ísland, stöðu þess á hnettinum og þjóðina sem býr þarna norður í rassgati. Fóru þeir mjög vinsamlegum orðum um þá íslendinga sem þeir höfðu haft kynni af. (Ekki eins og Þjóð- verjarnir sem ætla alveg að gleypa okkur og þakka svo ekki einu sinni fyrir sig, eins og einn Ródosbúinn tók til orða við mig.) Þó langstærstur hluti íbúa á Ródos lifi nú orðið á ferða- mennsku, er langt frá því að ferðamannaiðnaðurinn sé þar eins yfirþyrmandi og t.d. á Mallorca, eða öðrum þekktustu ferðamannastöðunum á Spáni. Ekki þarf heldur langt að fara til að sjá fólk við ræktunarstörf úti á ökrum. Mannlífið á Ródos virðist því tiltölulega „ómengað" af túrismanum enn sem komið er að minnsta kosti. Á Ródos er að finna margvís- legar fornar menjar og má t.d. nefna Aþenuhof í bænum Lindos, sem rekur uppruna sinn til um 350 fyrir Krist. Lindos er einstaklega fallegur staður og þar má sjá dæmigert eyjaþorp með hvítkölkuðum byggingum, sem teygja sig upp eftir brattri hlíð. í Ródosborg eru miklar menjar um veru krossfara á eyjunni, svonefnda Jóhannesarriddara. Þar eru miklir virkisveggir og varnarmannvirki önnur, enda áttu riddararnir oft í vök að verj- ast gegn ágangi tyrkneskra sold- ána, sem þeir um síðir máttu lúta í lægra haldi fyrir. Að sumu leyti er mannlífið á Ródos heldur frumstætt og Yíða á Ródos má sjá sérstaklega fallega steinalögn á torgum og gangstéttum. Notaðar eru ávalar steinvölur af mismunandi stærð og lit. Þessi mynd er af einu slíku torgi á eyjunni Sími. Myndir: HS Gríska eyjan Ródos er suðupottur í fleiri en einum skilningi. Yfir sumartím- ann er hitastigið 35-^5 gráður á Celsíus, en þrátt fyrir þennan háa hita heyr- ir það til undantekninga að svitadropar falli. Því veld- ur mjög þurr staðvindur, sem gerir lífið á eyjunni bœrilegt. En eyjan er suðu- pottur í öðrum skilningi. Hún liggur svo stutt frá strönd Tyrklands að auð- veldlega sést á milli og efég man rétt lýsti Papandreos því yfir eftir kosningarnar í Grikklandi í vor, að Grikkir ættu aðeins einn óvin, Tyrkina. Eyjan ligg- ur svo miðsvœðis í innan- verðu Miðjarðarhafi að jafn langt er frá Aþenu til Ródos og þaðan til ísrael og yfir til Afríku. Enda hefur eyjan verið bitbein þjóða í gegnum aldirnar og saga hennar einkennist af yfirráðum ýmissa þjóða til skiptis. Landfrœðilega finnst manni að Ródos eigi að tilheyra Tyrkjum, en ekki Grikkjum. Eftir heimsstyrjöldina síðari tóku Sameinuðu þjóðirnar hins vegar þá ákvörðun, eftir að ítalir höfðu verið einkanlega urðu menn þess varir sem þurftu á læknishjálp að halda. Þannig var t.d. um einn ágætan Austfirðing, sem í sprakk botnlanginn strax eftir komuna út. Hann varð að fara á sjúkrahús og lýsingar hans á þeim vistarver- um áttu meira sameiginlegt með vönduðu hesthúsi en sjúkrastofn- un, eins og við þekkjum þær. Nánast var um skýli að ræða og innan um sjúkrarúmin völsuðu kettir, sem mikið er af á Ródos. Hreinlæti þar virtist mjög ábóta- vant, enda fór svo að greri illilega í skurðinum og strákur fór heim með aukagat á maganum. En þetta var nú svona útúrdúr. Flestir voru ánægðir að ferð lok- inni. Verðlag er lágt og einkan- lega á neysluvörum, s.s. mat og drykk. Hins vegar var það svo með matinn að hann var allur keimlíkur og hefði ekki þótt til fyrirmyndar á fínustu veitinga- húsum hér á landi. En hvað mað það, hann var hræódýr. Sem dæmi má nefna að á Hótel Dor- eta Beach, þar sem ég dvaldist, var hægt að fá þriggja rétta mál- tíð fyrir um 200 kr. íslenskar, þ.e. salatbar með ýmsum grísk- um smáréttum, súpu, kjöt og eftirrétt, auk þess kaffi. Á vegum ferðaskrifstofunnar voru skipulagðar skoðunarferðir og skemmtikvöld. Ekki skal hér sérstaklega mælt með því að taka þátt í þessum skipulögðu skoðun- arferðum. Margir höfðu meira út úr því að fara á eigin vegum, á bílaleigubíl eða skellinöðru, en þá þurfa menn helst að hafa kynnt sér staðhætti og sögu býsna vel áður. Enginn sem fer til Ródos eða Grikklands yfirleitt, skyldi láta hjá líða að spreyta sig á grískum dansi. Grikkir eiga skemmtilega tónlist og dansa, sem auðvelt er að læra einföldustu sporin í. Samvinnuferðir buðu upp á kynningarverð í ferðum til Ródos og sögðu mér fróðir menn að þessar ferðir hafi verið hræódýr- ar, 30 þúsund kr. á manninn í þrjár vikur, í samanburði við um 36 þús. kr. í ferðir til meginlands Grikklands, sem þó er styttri ferð. HS hraktir á brott frá Ródos, að eyjan tilheyrði Grikk- landi ásamt öðrum Tylftar- eyjum. Raunar má að nokkur leyti segja að það hafi verið eðlilegasta niðurstaðan, þar sem langflestir Ródosbúar eru af grísku bergi brotnir. Þar er mjög lítill minnihluti Tyrkja. Samvinnuferðir hófu að selja hópferðir í leiguflugi til Ródos nú í vor. Raunar skilst mér að ferðaskrifstofur íslenskar hafi áður verið með ferðir þangað, fyrir allmörgum árum. Ferðmið- stöðin flytur einnig ferðahópa til Ródos eftir einhverjum öðrum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.