Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 16
Nýir réttir á helgar- og sérréttarseðlinum í Smiðjiuini. Þorvaldur Hallgrímsson spilar fyrir matargesti öll kvöld. Hundadaga- hátíð frestað „Við gefumst ekki upp þó móti blási og látum ekki veðurguð- ina eyðileggja fyrir okkur úti- hátíðina á laugardag. Við frestum henni heldur fram á næsta laugardag,“ sagði Har- aldur Ingi, framkvæmdastjóri hundadagahátíðar, í morgun. Veðurspá fyrir helgina er mjög afleit og því hefur verið ákveðið að fresta útihátíðinni, sem átti að verða á morgun. „Leikur ársins" verður í kvöld og sjálfsagt verður eitthvað um að vera í göngugöt- unni í dag. Hátíðardagskránni á laugardag og sunnudag verður liins vegar frestað, eins og áður sagði. Nánar verður greint frá þessu í Útvarpi Síríusi í kvöld. HS Álagningarseðlarnir: Væntanlegir í lok júlí „Ég veit ekki nákvæmlega hvenær álagningarseðlar verða bornir út, en það verður ein- hvern tíma seinni partinn í þessum mánuði,“ sagði Hallur Sigurbjörnsson skattstjóri í samtali við Dag. „Við erum búin að vinna alla álagningu á einstaklinga, en bíð- um eftir að lokið verði við að vinna álagningu á öllu landinu. Þá verður seðlunum dreift,“ sagði Hallur. Að sögn Halls hefur verkið gengið vel og snurðulaust. Svo við getum bara beðið róleg eftir sumarglaðningnum. - KGA Akureyrarmótið í sjómanni hófst í gær. Það voru þessir góðkunnu lyftinga- kappar sem riðu á vaðið, en keppni verður haldið áfram í dag kl. 16.30 í göngugötunni. Mynd: KGA Edith Piaf í Reykjavík: Mjög góð aðsókn - og viðtökur fádæma góðar segir Sunna Borg „Þetta hefur gengið vonum framar. Þaö var áætluð síðasta sýning á miðvikudag, en það verður aukasýning á föstudag og ég held að það verði örugg- lega síðasta sýning,“ sagði Sunna Borg, er hún var spurð hvernig hefði gengið með sýn- ingar á Edith Piaf. „Með sýningunni í kvöld verða komnar 16 sýningar í Reykjavík. Það hefur alltaf verið góð aðsókn, nema um seinustu helgi var ekki fullt. Skýringin er sú að það hefur ekki komið svona gott veður í Reykjavík í tugi ára, heiðskír himinn og allir sem vettlingi gátu valdið fóru út úr bænum. En aðsókn var samt góð miðað við hvað mikið var um að vera, en það var þó ekki fullt. Annars hefur þetta gengið mjög vel og viðtökur hafa verið alveg Kavíarverksmiðja í Ólafsfirði: Frestað til vors „Sígandi lukka er best í þessu sem öðru og við ætlum að KEA Siglufirði: Nyr utibússtjóri Útibússtjóraskipti verða hjá KEA á Siglufirði nú á næst- unni, þegar Guðmundur Jón- asson lætur af störfum en við tekur Guðleifur Svanbergsson. Guðleifur er Siglfirðingur og bakari að mennt, hefur rekið Leifsbakarí á Siglufirði. Hann mun hefja störf fljótlega. Guð- mundur hefur gegnt útibússtjóra- starfi frá því útibúið var stofnað 1972, en lætur nú af störfum af heilsufarsástæðum. Nokkrar umsóknir bárust um starfið. - KGA vinna eftir því,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði er við ræddum við hann um fyrirhugaða kavíar- verksmiðju í Ólafsfirði. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að framleiðsla í hinni nýju verksmiðju myndi hefjast í haust, en frá því hefur nú verið horfið. „Við tókum ákvörðun um að undirbúa málið betur, m.a. tryggja okkur betur varðandi hráefnisöflun og fara þess í stað í gang með framleiðsluna næsta vor,“ sagði Valtýr. „Við viljum ekki vinna þennan undirbúning í snarhasti, heldur tryggja það að allt verði í góðu lagi þegar við byrjum.“ gk-. Sendiherra páfa- stóls í heimsókn Um helgina verður staddur á Norðurlandi sendiherra páfa- stóls, hans helgidómur Luigi Bellotti erkibiskup. Á morgun heimsækir hann hinn forna biskupsstól, Hóla í Hjaltadal. Á sunnudag les hann messu í kaþólsku kirkjunni Eyr- arlandsvegi 26 kl. 11 f.h. fádæma góðar. Þær leiksýningar sem hafa verið hér á höfuðborg- arsvæðinu í vetur hafa ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og fólk var farið að þyrsta eftir að sjá eitthvað bitastætt," sagði Sunna. Að vísu hefði nokkuð verið kvartað undan því að verk- ið væri langt, en það er um 3 tímar. Edda Piaf. Þorannsdottir hlutverki Sagði Sunna að upphaflega hafi verið talað um að sýna Piaf 18 sinnum í Reykjavík, en það hefði verið fullmikil bjartsýni og 16 sýningar, svo til fyrir fullu húsi, sem tekur 500 manns, væri mjög gott. „Það voru margir sem héldu að það þýddi ekkert fyrir okkur að vera að fara suður með leikrit svona um hásumarið, en það hefur sýnt sig að fólk hefur virkilega sýnt þessu áhuga.“ Þetta verður síðasta sýning á Edith Piaf og eru sýningarnar þá orðnar alls 57, sem er nýtt met hjá LA. Gamla metið var 55 sýn- ingar, en það var sett sl. vetur með sýningum á My Fair Lady. „Þetta verður síðasta sýningin á Piaf, ég er að fara í 3ja mánaða frí, verð ekki með í fyrsta verk- inu næsta vetur. Edda er samn- ingsbundin hér, þannig að um fleiri sýningar verður ekki að ræða,“ sagði Sunna að lokum. „Það hefur oft verið betra hljóð í manni en núna. Mér sýnist að helg- arveðrið verði ekki mikið betra en það er í dag. Það gæti snúist svolítið til norðvestlægrar áttar á sunnudaginn en það verður áfram kalt,“ sagði Magnús Jónsson á Veðurstofunni í morgun. Hinar heimsfrægu snyrtvörur frá eru komnar í glæsilegu úrvali Póstsendum. Opið á laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.