Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 12.07.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 12. júlí 1985 Hœgt að nýta þekkingu sjúkra- liða betur en gert er í dag - segja sjúkraliðamir Jóhanna Júlíusdóttir og Þorbjörg Ingvadóttir „Eftir starfsmat hjá Akureyrarbæ fengu sjúkraliðar sex launa- flokka hœkkun. Hœkkuðu úr 16.006 krónum sem var 10. launaflokkur 1. þrep og upp í 16. launa- flokk. Grunnlaun sjúkraliða eru því 21.151 kr. eftir þessa hœkkun.“ Þetta segja sjúkraliðarnir Jó- hanna Júlíusdóttir og Þorbjörg Ingvadóttir, en þær segja frá störfum sjúkraliða í þættinum í dag. „Að vonum erum við ánægðar með þessa launahækkun. Við gerðum léiega samninga sl. haust og þetta eru bætur ofan á þá. Það gefur auga leið að eftir þriggja ára erfitt nám var út í hött að borga 16.006 króna mánaðarlaun þegar lægstu launin voru á milli 14 og 15 þúsund krónur." Jóhanna vinnur á Bæklunar- deild F.S.A. sem hún segir að sé til fyrirmyndar nema hvað bað- aðstaða er ekki fyrir hendi og kosti það hlaup á milli deilda. „Aðstaðan er auðvitað best á nýjustu deildunum," segir hún. Þorbjörg vinnur á Fæðingardeild- inni. „Það standa yfir miklar endurbætur á deildinni um þessar mundir, enda var hún komin í verulega þörf fyrir andlitslyft- ingu. Það hefur ekki verið hrófl- að við neinu í áraraðir, en eftir breytingarnar mun aðstaða öll breytast til batnaðar." Nám sjúkraliða er þriggja ára nám sem hér á Akureyri fer fram í Verkmenntaskólanum. í skól- anum tekur námið tvö og hálft ár og síðan eru 34 vikur í verklegu námi inni á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsa. „Okkur finnst það skjóta nokkuð skökku við að þegar námi er lokið og viðkom- andi vill ljúka stúdentsprófi af heilbrigðissviði eru þessar 34 vik- ur einskis metnar né heldur síð- asta önnin.“ í mörgum starfsgreinum eru haldin endurmenntunarnám- skeið, en þær stöllur segja að því hafi ekki verið til að dreifa hvað sjúkraliðana varði. „Það hafa engin námskeið verið í boði fyrir okkur sem erum af eldri skólan- um. Það er ákaflega gremjulegt, þegar hjúkrunarskorturinn er eins mikill og raun ber vitni, að sjúkraliðar hafa lent á vegg þegar þeir hafa viljað bæta við menntun sína og þekkingu. Ekki er um annað að ræða en langt og strangt nám, sem engan veginn borgar sig að fara í, vegna þess að maður vibnur sig aldrei upp úr launatap- inu. Það er hastarlegt að á meðan Hjúkrunarskóli íslands var og hét þá var mjög erfitt fyrir sjúkraliða að komast þar inn, jafnvel þó hann hefði margra ára starfsreynslu að baki. Stúdentar sátu fyrir jafnvel þó þeir hefðu aldrei inn á sjúkrahús komið. Mörgum sjúkraliðum þótti að sér vegið, að þeirra nám og starfs- reynsla skyldi ekki metin meira en raun bar vitni. Það er tími til kominn að sjúkraliðum á íslandi verði gefinn kostur á framhalds- námi sem gæfi aukið frumkvæði og sjálfstæði í starfi." Nú í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á þriggja vikna nám- Þorbjörg Ingvadóttir og Jóhanna Júlíusdóttir. skeið í öldrunarhjúkrun fyrir sjúkraliða. Að vísu er sá galli á að námskeiðið er haldið fyrir sunnan og það eru ýmsar spurn- ingar sem vakna, eins og hvaða réttindi það gefur, hvort það hafi launahækkun í för með sér og hvort við fáum frí á launum sækj- um við námskeiðið. Okkur er það mjög til efs að sjúkraliðar af landsbyggðinni fari suður á nám- skeiðið út í algjöra óvissu, því sjúkraliðar eru jú, í langflestum tilvikum konur með heimili og þær stökkva ekki svo auðveldlega í burtu. Samt sem áður er um til- raun í rétta átt að ræða, þó að þessu sinni sé fyrst og fremst stíl- að upp á höfuðborgarsvæðið.“ Um starfssvið sjúkraliða: „Við vinnum öll almenn hjúkrunar- störf,“ segja þær stöllur. „Störfin eru margvísleg, en það væri ákaf- lega gott ef viðurkenning fengist á okkar störfum innan sjúkrahús- anna. Það hefur því miður borið á því að margt það sem við ger- um hefur ekki hlotið viðurkenn- ingu. Okkur hefur oft þótt það skondið að í opinberri umræðu um heilbrigðismál er hægt að sleppa því algerlega að tala um jafn fjölmenna stétt og sjúkralið- ar eru, en þeir eru um tvö þúsund talsins. Sjúkraliðar jafnt sem aðrir hljóta að bera ábyrgð á störfum sínum, það vinnur enginn nema á sína ábyrgð. Okkur þykir stundum skorta á að ábyrgð okk- ar sé viðurkennd. Sjúkraliðar hafa að baki þriggja ára nám sem er fjölbreytt og gott, en þekking okkar fær engan veginn að njóta sín inni á sjúkrahúsun- um. Það er hægt að nýta þekk- ingu sjúkraliða mun betur en gert Mynd: KGA er í dag.“ Starf sjúkraliðans er mjög erfitt segja þær stöllur, það er andlega og líkamlega krefj- andi, „en það er líka mjög gef- andi og þetta er skemmtilegt starf.“ Við spyrjum um stéttaskipt- ingu á sjúkrahúsum. „Hún fyrir- finnst, er misjöfn eftir deildum, en það er ekki hægt að neita því að hún er fyrir hendi. Það er ef til vill ekki svo skrýtið, þarna er fólk sem menntað er á sama sviði, en hefur mismunandi nám að baki. Það er ekki skrýtið þó stundum vilji verða einhverjir árekstrar. En að lokum þetta. Við teljum að góð samvinna allra sem á sjúkrahúsum starfa bæti þá heil- brigðisþjónustu sem fyrir er. Sjúklingurinn má ekki gleymast, markmið hverrar deildar á og hlýtur að vera að sjúklingar fái þá bestu aðhlynningu sem völ er á.“ - mþþ Víkjum okkur nú til Bárðardals. Þar virðast menn bera hlýrri hug til yfirvalda en þekkist á öðrum stöðum ýmsum. Einhver kvað: Hefur bjartan hugarfald himinborinn arfi. Það er ágætt yfirvald oddvitinn á Hvarfi. Jón Þorkelsson var ágætur hagyrð- ingur og vel þekktur Bárðdælingur. Hann hlóð vörður um Suðurár- hraun til leiðbeiningar ferða- mönnum og stakk eftirfarandi beinakerlingarvísu í eina þeirra. Slíkt þótti fyrr á árum góð latína. Oftast var slíkum kveðskap komið fyrir í sauðarlegg. Ekki vantar á hana skuð. Ýtar þurfa ei trega. Fleiri skapa fljóð en guð og fullt svo varanlega. Leó Jósepsson á Þórshöfn kvað næstu vísurnar tvær og þurfa þær engra skýringa við. Vorið tælir vel til óðs og víst mér þykir gaman að fella saman línur Ijóðs og láta stuðla saman. Þráin vakir þar og hér. Þá er að grípa penna. Helst til fáir eins og er yrkja dýrt til kvenna. Þá koma tvær vísur sem leynst hafa í minni mínu allt frá barnsaldri. Vil ég bjarga þeim á þrykk, hafi það ekki verið gert áður. Veit ég ekkert um höfunda. Utan af Sandi og inn á Vog, er það mældur vegur: Átján hundruð áratog áttatíu og fégur. Fjórir í barka, fimm í skut, fallegt er á þeim roðið. Þá eru komnir þrír í hlut, það er nóg í soðið. Björn S. Blöndal kvað er hann hleypti hesti sínum í hlað. Þrýtur leiðin, lund er hlý, Léttir reiðar stífur mér til heiðurs hlaðið í hlemmiskeiðið þrífur. Þá kemur önnur hestavísa, eftir Jón Ásmundsson á Lyngum. Prati greið með hörku-hót hófum meiðir frónið, fer á skeiði fen og grjót fagurt reiðar-ljónið. Best að halda áfram hrossaskrafi. Þessi er frá síðasta ári mínu í sveit- inni. Ellikvíðinn ekki nær að mér flaugum skjóta meðan ég á merar tvær mér til sálubóta. Guðmundur Ketilsson orti um Skáld-Rósu, að talið er. Ýmist hringa geigvæn gefn gulls mig stingur nálum eða syngur að mér svefn á hendinga málum. Jón Sigurðsson í Stóradalsseli hafði jjetta að segja um lífsferil sinn. Lífstíð skoða mína má merkta hroða - göllum, ég hef moðum alist á undir voðafjöllum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.