Dagur - 12.08.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 12. ágúst 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 30 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GÍSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF. ________
Vopnin snúin
úr höndum
ísland er stórt og gjöfult land. Auðlindir þess
liggja hvarvetna úti fyrir ströndunum og í gróðr-
inum vítt og breitt um landið. Auðlindir þess eru
í vatnsföllum um allt land. Af þessum sökum
hafa íslendingar kosið að búa víðs vegar um
landið frá örófi alda. Það er ljóst að samfara því
að dreifa byggðunum með þeim hætti sem hór
hefur orðið fylgir talsverður kostnaður, meðal
annars við að halda uppi samgöngum. Hins veg-
ar hafa flestir skilning á því að kostirnir vega
upp kostnaðinn cg vel það. Auk þess hefði það
óskaplegan kostnað í för með sér að haga þannig
málum að fólk flýði strjálbýlið í stórum stíl.
Raunar eru íslendingar farnir að súpa seyðið af
þeirri þróun nú þegar og hafa gert svo undan-
farna áratugi, að undanskildum nokkrum árum
á áttunda áratug. Gífurleg offjárfesting er í þjón-
ustugeiranum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í
kjölfarið hefur fylgt einkaneysla langt umfram
það sem þjóðarbúið hefur þolað. Enda hafa er-
lendar skuldir þjóðarinnar hlaðist upp.
En hvað er til ráða? Svarið við því er í rauninni
fremur einfalt. Allir íslendingar berjast fyrir
sömu eða svipuðum hugsjónum. Þær snúast um
það með einum eða öðrum hætti að auka lífs-
gæðin, bæta eigin efnahag sem oftast fer saman
með hagsmunum heildarinnar. í þessari baráttu
hafa íslendingar ýmis vopn. Þeir hafa áður-
nefndar auðlindir, þeir hafa dugnað, verkþekk-
ingu og gott hugvit. Þeir hafa áræðni til að tak-
ast á við ný viðfangsefni. En þrátt fyrir öll þessi
vopn verður að segjast eins og er, að árangurinn
hefur ekki orðið sem skyldi. Segja má að vopnin
haft. snúist í höndum manna, eða ætti kannski að
orða þáð svo að vopnin hafi verið snúin úr hönd-
um fólksins. i
Þessi vopn hafa verið snúin úr höndum
margra af baráttuglöðustu þjóðfélagsþegnum
þessa lands. Til þess að menn geti beitt vopnun-
um fyrir bættum hag sínum og annarra verða
þeir að hafa fjármagni úr að spila. Fjármagnið
hefur verið sogað frá undirstöðuatvinnugreinun-
um til þjónustugreinanna, sem að langstærstum
hluta hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Fjár-
magnið hefur streymt frá þeim sem afla mestra
gjaldeyristekna, frá atvinnurekstrinum og laun-
þegunum í undirstöðugreinunum. Þetta hefur
haft lamandi áhrif á frumkvæði og framkvæmdir.
Ungt fólk skirrist við að leggja út í fram-
kvæmdir og hefja atvinnurekstur, enda útlitið
ekki glæsilegt þegar nær allur atvinnurekstur
sem skilar gjaldeyristekjum berst í bökkum
vegna fjármagnsskorts. Vopnin sem vænlegust
eru til að koma að gagni í baráttunni fyrir bætt-
um hag þessarar þjóðar hafa verið slegin úr
höndum þeirra sem líklegastir eru til að beita
þeim rétt.
Afleiðingarnar eru öfund og sundurþykkja og
rýrnandi baráttuhugur þjóðarinnar í heild. Ef
ekki verður úr bætt er voðinn vís.
Um málefni sjúkrahússins á Akureyri:
„Ennþá bíða mörg
og stór verkefni“
í lögum um heilbrigðisþjónustu nr.
59 1983 er sjúkrahúsum skipt í 6
flokka. í fyrsta flokki eru svæðis-
sjúkrahús. Samkvæmt skilgreiningu
laganna eru svæðissjúkrahús þau sem
ein sér eða í samvinnu við önnur
veita sérfræðiþjónustu í öllum eða
flestum greinum læknisfræðinnar,
sem viðurkenndar eru hérlendis og
hafa aðgang að stoðdeildum og rann-
sóknardeildum til að annast þetta
hlutverk.
í öðrum flokki koma deildasjúkra-
hús, sem veita sérhæfða meðferð í
helstu greinum lyflæknisfræði, skurð-
læknisfræði og geðsjúkdómafræði og
hafa aðgang að stoðdeildum til að
rækja það starf, svo sem röntgen-
deild, svæfingadeild, rannsóknar-
deild og endurhæfingardeild.
Sjúkrahúsið á Akureyri getur ekki
talist deildasjúkrahús samkvæmt
þessari skilgreiningu til þess hefur
það allt of margar 'sérfræðigreinar.
Það liggur mun beinna við að flokka
það undir svæðissjúkrahús þó að enn
vanti það margar sérfræðigreinar
sem viðurkenndar eru hérlendis. En
sjúkrahúsið á Akureyri er sérdeilda-
sjúkrahús fyrir allt Norðurland,
Norðausturland og Austfirði að
hluta. Pað er almennt sjúkrahús fyrir
Akureyri og nærsveitir. Auk þess að
vera aðal varasjúkrahús landsins
utan höfuðborgarsvæðisins með tilliti
til almannavarna.
Á undanförnum árum hefur verið
unnið að uppbyggingu sjúkrahússins
á Akureyri. Það starf hófst á 100 ára
afmæli sjúkrahússins 11. nóv. 1973
þegar fyrsta skóflustungan var tekin
að nýbyggingu. Á þessum tíma ríkti
mikil bjartsýni heimamanna um
framkvæmdir. Þá var áætlunin að
fullgera á 8 árum alla nýbyggingu
sjúkrahússins. Með þjónustukjarna,
þar sem voru skurðdeild, gjörgæslu-
deild, röntgendeild o.fl. Legudeildir,
skrifstofur, kapella, þvottahús, eld-
hús o.fl. samtals 22670 rn' eða 78000
m3 byggingu og 250 rúma sjúkrahús.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Sjúkrahúsið fékk ekki það fjármagn
sem þurfti til að hrinda þessari áætl-
un í framkvæmd. Fjárveitingum var
dreift í heilsugæslustöðvar út um allt
iand og sjúkrahússbyggingin lenti í
fjársvelti. Nú á árinu 1985 hefur ein-
ungis vcrið lokið við að býggja þjón-
ustukjarnann og innrétta þar skurð-
(feild, gihiæshMteikl, göBgudeild,
sótthreiiKunardeöd ásamt með
geymslum og öðru þess háttar. Auk
þess hefur verið hyggð upp tengiálma
Það. er ástæða til að hvetja
alla Norðlendinga til að
standa sainan um sitt
svæðissjiikrahús og stuðla
að upphvggingu þess,“
segir Kristján Baldursson.
milli eldra sjúkrahúss og þjónustu-
kjarna. í þessari tengiálmu hafa ver-
ið innréttaðar nokkrar skrifstofur,
bókasafn og fundarsalur og búnings-
herbergi fyrir starfsfólk, auk þess
bráðabirgðarannsóknarstofa í meina-
fræði. Unnið er að innréttingu á geð-
deild á 1. hæð. Því verki á að ljúka
um áramót.
Enn er miklu ólokið af innrétting-
um bæði í þjónustukjarna og í tengi-
álmu. Næsta innréttingaverkefnið
sem áformað er að ráðast í er röntg-
endeild, sem staðsett er á 1. hæð í
þjónustukjarna. Röntgendeildin hef-
ur því miður lent í undandrætti með
framkvæmdir og setið á hakanum
fyrir öðrum verkefnum undanfarin
ár.
Það er nú áform sjúkrahússtjórn-
arinnar að hefja byggingu röntgen-
deildar á næsta ári. Auk röntgen-
deildarinnar er eftir að innrétta í
tengiálmu rannsóknarstofu, verk-
stæði tæknideildar og læknaskrifstof-
ur, og fleira mætti telja. Þrátt fyrir
þetta eru enn óleyst mörg brýn verk-
efni t.d. líkhús, kapella og þvotta-
hús, auk legudeildanna, sem enn
hafa ekki komist á teiknmgastig. Allt
þetta býr víð slæman köst og fyrr eða
síðar verður að leysa úr þessum
þörfum.
Það er ástæða til að hvetja alta
Norðlendinga og þá sem búa á upp-
tökusvæði sjúkrahússins á Akureyri
að standa saman um sitt svæðis-
sjúkrahús og stuðla að uppbyggingu
þess. Það er mikil togstreita urn fjár-
magnið til þessara mála. Ég sá nýlega
í blaði uppástungu þess efnis að fara
af stað með landssöfnun fyrir K-
byggingu Landspítalans.
Norðanmenn eiga enn óleyst gífur-
leg verkefni við sitt svæðissjúkrahús
á Akureyri og ber brýna nauðsyn til
þess að halda áfram við þá uppbygg-
ingu sem hófst 1973.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur á að
skipa mjög góðu, færu og velmennt-
uðu starfsliði og sérfræðingum há-
menntuðum hverjum á sínu sviði.
Sjúkrahúsið hefur því alla möguleika
til að sinna á fullkominn hátt heil-
brigðisþörfum fólksins á þessu svæði.
Ef sjúkrahúsið á að standa undir
nafni og hljóta viðurkenningu sem
svæðissjúkrahús verður að gera stór-
átak, bæði í byggingum og einnig í
tækjavæðingu. A árinu 1987 verður
vonandi hægt að flytja í nýja röntg-
endeild en húsnæðið er vitanlega
hvergi nærri nóg það þarf líka full-
komin tæki. Á seinni árum hefur
þróunin verið sú að fullkomin sónar-
tæki og tölvusneiðmyndatæki hafa
leyst að hluta til hefðbundin röntgen-
tæki af hólmi. Því ber að stefna að
því að sjúkrahúsið á Akureyri fái
tölvusneiðmyndatæki á nýja röntg-
endeild 1987.
Það er dýrt að byggja og tækja-
væða sjúkrahús, en hafa ber það í
huga að verið er að byggja fyrir fram-
tíðina, þess vegna er ekki bara hægt
að miða við þarfirnar eins og þær eru
í dag, það verður að byggja miðað
við aukinn mannfjölda og aukinn
skoðanafjölda. Auk þess er ástæða
til að viðhaida jafnvægi í byggð
landsins og standa vörð um þennan
fullkomna vinnustað og skapa þar
aðstöðu sem verður færustu sérfræð-
ingum eftirsóknarverð.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur
upptökusvæði eins og fyrr er getið og
telur það svæði ca. 40.000 íbúa. Eftir
því sem sérfræðingum og fullkomn-
um tækjum fjölgar mun þetta upp-
tökusvæði vafalaust stækka og fleiri
sækja þjónustu hingað sem ella
hefðu farið til Reykjavíkur.
Það var myndarlega af stað farið
með nýbyggingu sjúkrahússins og
eru. aBir þeir áfasgar sem hafa náðst
þar fullkortmir og vandaðir. En
ennþá btða mörg ogstór verkefm úr-
lausnar.
Kristján BaMursson.
í hópi Vestur-íslendinga sem
komu til landsins 25. júlí síðast-
liðinn voru systurnar Anna og
Kristbjörg Kristjánsdætur frá
Nípá í Kinn, Suður-Þingeyjar-
sýslu. Kristbjörg fluttist með
föður sínum og systrum til Vest-
urheims 1913 þá 5 ára gömul, en
Anna fór til þeirra 7 árum síðar.
Kristbjörg hefur ekki komið
aftur til íslands fyrr, en Anna
kom í heimsókn fyrir 9 árum.
Þær systur eiga tvö systkini hér
á landi, Jón Goða sem býr nú á
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri
og Kristlaugu búsetta í Ólafsfirð-
inum. Þær tala góða íslensku
ennþá þrátt fyrir langa dvöl
vestra og eru báðar búsettar í
Norður-Dakota. Þær biðja fyrir
kærar kveðjur til ættingja og vina
á gamla landinu.