Dagur - 12.08.1985, Page 11
12. ágúst 1985 - DAGUR - 11
AKUREYRARBÆR
Starfsfólk
á dagvistir
Starfsfólk vantar til starfa á dagvistir Akureyrar-
bæjar frá 20. ágúst og 1. sept. nk.
Pálmholt 1/i staöa.
Árholt 1/2 staða.
Lundarsel, afleysing.
Umsóknareyðublöð á Félagsmálastofnun Akur-
eyrar, Strandgötu 19b, sími 25880, alla daga frá
kl. 10-12.
Dagvistarfulltrúi.
Umboðsmenn Dags
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Blönduos:
Ólafsfjörður:
Hrísey:
Dalvík:
Grenivík:
Húsavík:
Mývatnssveit:
Kópasker:
Raufarhöfn:
Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828.
Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489.
Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581.
Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308.
Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728.
Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247.
Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112.
Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, sími 41765.
Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173.
Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52155.
Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.
- Harald Jóhannesson, Syöra-Fjalli í Aðaldal í stuttu spjalli
Við gengum á hljóðið, það
hlaut að vera einhver mennsk
vera þar sem slík hamarshögg
dundu. Jú, mikið rétt, þar var
Hópferð á
HM í Sviss
Nú þegar hafa um 50 manns bók-
að sig í hópferð Samvinnuferða-
Landsýnar á úrslitakeppni heims-
meistaramótsins í handknattleik
í byrjun næsta árs. Það er því
greinilegt að íslensku landsliðs-
mennirnir fá góðan stuðning í
Sviss.
Hópferðin er öllum opin. Flog-
ið verður þann 25. febrúar í
beinu leiguflugi til Bern, þar sem
tveir af þremur fyrstu leikjum ís-
lenska liðsins fara fram. Síðan
verður okkar mönnum fylgt eftir
milli keppnisstaða, fylgst með
undanúrslitum og úrsíitaleiknum
sjálfum, og flogið heimleiðis að
honum loknum þann 8. mars.
Flug, gisting, akstur milli
keppnisborga, miðar á leiki og ís-
lensk fararstjórn er innifalin. Þeir
sem áhuga hafa á ferðinni ættu að
panta hjá Samvinnuferðum-
Landsýn hið fyrsta, því ljóst er að
miðarnir verða fljótir að fara!
Jóhann Ævar
og Stefán
sýna í Vín
Jóhann Ævar Jakobsson og Stef-
án Jónsson sýna nú vatnslita-
myndir í söluskálanum Vín. Hér
er í flestum tilfellum um lands-
lagsmyndir að ræða, sem allar
eru málaðar nýlega. Myndirnar
eru allar til sölu. Sýningin stend-
ur fram að næstu helgi.
ungur piltur að verki. Pilturinn
heitir Harald Jóhannesson og
er 17 ára að aldri. Við erum
stödd á bænum Syðra-Fjalli í
Aðaldal. í upphafi stóð til að
taka móður Haraldar, Kol-
brúnu, í viðtal en hún var ekki
heima svo Harald spjallaði
bara við okkur í staðinn.
Hamarshöggin fyrrgreindu
voru til komin vegna þess að
Harald var að rífa bása í hesthúsi
staðarins. Verið er að endurnýja
helminginn af básunum, en búið
er að endurnýja hinn helminginn.
Hesthúsið er stórt.
„Við erum með 20 hesta á húsi
yfir veturinn,“ sagði Harald.
„Það eru mest tamdir hestar, en
alltaf nokkur tryppi með. Við
ríðum mikið út, annars er pabbi
aðallega í hrossaræktinni, en
mamma sér um að hreyfa
hrossin.“
Harald kvaðst ekki eiga neinn
hest eins og væri, hann hefði átt
einn í vetur en hann hefði verið
seldur til Danmerkur í vor.
„Við erum ekki með neinn
búskap að öðru leyti. Pabbi er í
lögreglunni á Húsavík og
mamma vinnur á skrifstofunni
hjá oddvita. En við heyjum þó
fyrír hestana, erum með tún hér
við bæinn og einnig uppi í fjalli.“
Á Syðra-Fjalli er tvíbýli og er
rekinn fjár- og kúabúskapur á
hinum helmingi jarðarinnar.
Harald sagðist vinna hjá Pósti
og síma á Húsavík og væru þeir
að vinna austur á Sléttu um þess-
ar mundir. Par er verið að leggja
sjálfvirkan síma. En hvað skyldi
hann þá vera að gera heima í
miðri viku?
„Pað er vikufrí fyrir verlsun-
armannahelgina. Það hefur verið
þannig síðastliðin 2 ár.“
- Fara eitthvað um helgina?
„Já, já, ég ætla í Atlavík, það
ætla allir þangað.“
Harald var að lokum spurður
að því hvort hann ætlaði að verða
bóndi.
„Nei, ég verð seint bóndi.“
- HJS
Hin árlega
útsala okkar hófst
í dag mánudag
kl. 13.00 í Sunnuhlíð
Þú gerír reyfarakaup
á útsölunni okkar
Sporthú^idhf
Sími 23250