Dagur - 28.08.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 28.08.1985, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 28. ágúst 1985 94. tölublað Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Hjúkrunarfræðingum boðnar bónusgreiðslur - gegn því að þeir ráði sig í fullt starf Hjá stjórn Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri eru nú uppi hugmyndir um að bjóða hjúkr- unarfræðingum sem ráða sig í fuilt starf aukagreiðslur um- fram samninga. Að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra hefur verið í gangi könnun meðal hjúkrunar- forystunnar á því með hvaða hætti þetta gæti orðið til þess að fjölga í heilum stöðum á sjúkra- húsinu. Hann vildi ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi en óstaðfestar fregnir blaðsins herma að talað hafi verið um allt að 15 þús. kr. aukagreiðslu á mánuði til þeirra sem ráða sig í fullt starf. Eins og málum er nú háttað ber sjúkrahúsið umtalsverðan kostnað af greiðslum fyrir auka- vaktir og útköll sem Halldór kvaðst vonast til að minnkuðu með fjölgun stöðugilda. Þannig fengist betra skipulag án umtals- verðs aukakostnaðar. Halldór kvaðst ekki vita til að yfirborganir hefðu tíðkast til þessa á stærri sjúkrahúsum en að vísu væri starfsfólk sjúkrahússins hér með eitthvað betri samninga en starfsfólk ríkisspítalanna. Hins vegar sagðist hann vita til þess að sjúkrastofnanir á minni stöðum úti á landi bjóði iðulega betri kjör og hefði fólk m.a. farið frá sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess að því hefði verið boðið betri kjör annars staðar. -yk. Ríkisútvarpið á Akureyri, svæðisútvarp: Útsendingar hefjast 1. okt. - Möguleiki á kvöldútsendingum Jóhann Páll Ólafsson, sem gekkst undir „lengingar“-aðgerð á F.S.A. í maí sl. er nú kominn á kreik. Hann gengur þó enn við hækjur og búnaðurinn, sem settur var á fótinn til að halda beinunum í skefjum og draga þau í sundur með, er enn á fætinum. Mynd: KGA Útsendingar Ríkisútvarpsins á Akureyri svæðisútvarps, hefj- ast 1. október næstkomandi. Sent verður út í eina klukku- stund á virkum dögum og ef til vill verða sendingar eitt kvöld í viku. Harðlega deilt á nýja Innbæjarskipulagið „Alls staðar jákvætt viðmót“ - segir Tiyggvi Stefánsson stjórnar- formaður Kaupfélags Svalbarðseyrar „Við höfum staðið í miklum fjárfestingum og staðan er slæm, en hversu slæm þori ég ekkcrt um að segja á þessu stigi málsins,“ sagði Tryggvi Stefánsson stjórnarformaður Kaupfélags Svalbarðseyrar, aðspurður um rekstrarstöðu fyrirtækisins. „Það er ekkert sérstakt með þetta félag, það eru mörg kaupfélög í slæmri stöðu,“ sagði hann ennfrem- ur. Karl Gunnlaugsson kaupfé- lagsstjóri hefur sagt af sér og sagði Tryggvi að gert væri ráð fyrir að hann ynni út uppsagnar- frestinn. Nýr kaupfélagsstjóri hefur ekki verið ráðinn en þau mái eru í athugun. Eins og er eru þeir þrír, Karl, Tryggvi og Sveinn Sigurbjörnsson sem einnig á sæti í stjórn félagsins, að vinna að því að finna út úr þeim vanda sem steðjar að fé- laginu og sagði Tryggvi að þeir hefðu alls staðar mætt jákvæðu viðmóti. -yk. Útsendingarnar verða síðdegis frá klukkan fimm til sex, en ekki verður um að ræða morgunút- sendingu eins og var síðastliðinn vetur. „Mér heyrðist á fólki að það hefði frekar heyrt síðdegis- sendingarnar,“ sagði Jónas Jón- asson. í athugun er að á miðviku- dagskvöldum verði útsendingar milli klukkan níu og ellefu. Hvort af því verður ræðst að mestu af því hvort tæknideild Ríkisútvarpsins á Akureyri og annað starfsfólk þess, anni því. Búið er að fastráða Hrafnhildi Jónsdóttur og Ólaf H. Torfason til dagskrárgerðar fyrir svæðisút- varpið, og Jón Baldvin Halldórs- son verður fréttamaður. Hann og Erna Indriðadóttir munu skipta með sér fréttaþjónustu við Ríkis- útvarpið á Akureyri svæðisútvarp ogRásl. - KGA. 27. þing Fjórðungssambands Norðlendinga verður sett í íþróttahúsinu að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu á morg- un klukkan 13.30 af formanni þess, Helga M. Bergs, bæjar- stjóra á Akureyri. Þingið stendur síðan yfir í tvo daga og verður aðaláhersla þess lögð á menntamál, að sögn Áskels Einarssonar fram- kvæmdastjóra sambandsins. Þar „Það kom þarna fram býsna hörð gagnrýni, of hörð að mínu mati,“ sagði Finnur Birg- isson, skipulagsstjóri þegar hann var spurður um fund sem haldinn var með þeim sem gert höfðu athugasemdir við deUi- skipulagsstillögu fyrir Innbæ- inn og Fjöruna. Á fundinn sem haldinn var í verður í fyrsta lagi rætt um hugs- anlega kennslu á háskólastigi á Akureyri og hefur Tryggvi Gísla- son skólameistari framsögu í því máli. í öðru lagi verður rætt um kostnaðarskiptingu ríkis og sveit- arfélaga vegna reksturs fram- haldsskóla en sem kunnugt er greiðir ríkið reksturskostnað menntaskóla á meðan sveitarfé- lögin verða að sjá um rekstur annarra framhaldsskóla, s.s. fjöl- brautaskóla. f því máli hefur Ein- ar Páll Svavarsson bæjarritari á Dynheimum komu um 50 manns og þeir höfðu ýmislegt til mál- anna að leggja í sambandi við hið nýja skipulag. Aðalgagnrýninni var beint gegn nýbyggingum sem koma eiga austan við núverandi húsaröð við norðanvert Aðal- stræti og syðsta hluta Hafnar- strætis. Þessari húsaröð var líkt við Berlínarmúrinn og í máli Sauðárkróki framsögu. í þriðja lagi verður rætt um rekstrarstöðu grunnskóla gagnvart sveitarfé- lögum og mun Trausti Þorsteins- son skólastjóri á Dalvík hafa framsögu í því máli. Áskell sagði að einnig yrði rætt um skipulag Fjórðungssam- bandsins og verður lögð fram til- laga á þinginu um að kosin verði 5 manna stjórn til að fara með mál sambandsins á milli þinga en milliþinganefndir verði lagðar niður í staðinn. - yk. manna kom fram að þessi nýju hús myndu algerlega fela Innbæ- inn fyrir þeim sem koma til bæjarins. Ennfremur var bent á að útsýni frá þeim húsum sem fyrir eru myndi skerðast veru- lega. Mikið var og deilt á byggingu fyrirhugaðra iðngarða og þjón- ustumiðstöðvar í nánd við Höepfner og Tuliniusarhús. Bent var á að þeim kæmi til með að fylgja óþrifnaður og mikil bíla- umferð sem hvorki gatnakeríi Innbæjarins væri tilbúið fyrir, né heldur bílastæði sem nú eru af skornum skammti og kemur til með að fækka verði af fram- kvæmdum. Nokkrir aðilar létu í Ijósi áhyggjur vegna þess að brekkan neðan sjúkrahússins kynni að skríða fram ef byggð yrðu mörg hús í henni og þótti einnig tilhlýðilegt að sjúkrahúsið hefði þetta svæði ef það þyrfti á að halda í framtíðinni. Finnur sagði að það væri ánægjulegt að fólk skyldi hafa komið á fundinn. þarna hefðu komið fram ýmsir athyglisverðir hlutir sem skoðaðir yrðu og metnir hver fyrir sig. Tilgangur- inn með því að halda fundinn hefði einmitt verið sá að gefa fólki kost á að tjá sig um málið og fá fram athugasemdir áður en skipulagið yrði endanlega samþykkt. - ám 27. þing Fjórðungssambands Norðlendinga: Aðallega rætt um menntamál

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.