Dagur - 28.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 28.08.1985, Blaðsíða 9
28. ágúst 1985 - DAGUR - 9 Magni upp í 2. deild? „Ég tel að við eigum góðan möguleika á að sigra Einherja, við höfum unnið alla okkar heimaleiki í sumar og ég ætla bara að vona að við Ijúkum þessu á þann hátt,“ sagði Þor- steinn Ólafsson þjálfari og markvörður Magna á Grenivík er við ræddum við hann um úrslitaleikinn í 3. deild B sem fram fer á Grenivíkurvelli á laugardag kl. 14. Þar mætast Magni og Einherji og berjast um það hvort liðið fær sæti í 2. deild næsta keppnistíma- bil. Einherja nægir jafntefli í leiknum til að komast upp en Magni þarf að sigra. t»að er því alveg öruggt að það verður ekk- ert gefið eftir. „I fyrri leik liðanna sem fram fór á Vopnafirði varð jafntefli 1:1 og ég tel að þar hafi Einherjar verið heppnir,“ sagði Þorsteinn. „Þeir eru hins vegar með betra lið í dag en það breytir ekki því að við ætlum okkur að sigra.“ - Eiga þessi lið erindi í 2. deild? „Miðað við það sem ég hef séð í 2. deildinni í sumar tel ég svo ekki vera. Ég tel hins vegar víst að ef Magni kæmist upp yrði eitt- hvað gert í því máli að styrkja liðið fyrir átökin í 2. deild en fyrst er nú að vinna leikinn á laugardag áður en menn fara að vera með slíkar vangaveltur.“ Asbjörn Björnsson fyrrunt KA- maður mætir Þórsurum með KR. KA aegn IBI - KA ósigrað á heimavelli - Tekst liðinu að leggja ísfirðingana? Knattspyrnuáhugamönnum á Eyjafjaröarsvæðinu ætti ekki að leiðast lífið um helgina sem í hönd fer. Þrír stórleikir eru á dagskránni, tveir á Akureyri og einn á Grenivík. Sá fyrsti er á föstudagskvöld er KA fær ísfirðinga í heimsókn og liðin leika kl. 19. KA er í harðri baráttu um sæti í 1. deild að ári en ísfirðingar eru á léttri siglingu um miðja deild og geta hvorki fallið né unnið sig upp. Spennan verður því á leik- Stigameistaramót í golfi á Akureyri: Allir þeir bestu með Stigameistaramót Islands í golfi fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri á laugardag og sunnudag. Rétt til þátttöku í þessu móti hafa 16 efstu menn í stigamótum sumarsins og eru það allir fremstu kylfingar landsins sem munu mæta til leiks á Akureyri. Leikin er holukeppni einn gegn einum með útsláttarfyrirkomu- lagi þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Þær raddir hafa heyrst að sunn- anmenn vilji ekki koma norður til þess að leika þetta mót hér og bera þeir við að allt of dýrt sé að koma norður til þess að leika þetta mót. Aðeins einn Norð- lendingur verður með í mótinu, Kristján Hjálmarsson frá Húsa- vík, en það breytir ekki því að gamli hugsunarhátturinn að það sé lengra til Akureyrar frá Reykjavík en til Reykjavíkur frá Akureyri virðist enn í fullu gildi. KR enn heim án - Mætir Þór á sunnudaginn Á sunnudag kl. 14 leika Þór og KR í 1. deildinni og verður leikurinn á Akureyri. Geysi- lega mikilvægur leikur fyrir Þórsara og reyndar KR-inga einnig. KR-ingum hefur vægast sagt gengið mjög illa í leikjum sínum á Akureyri undanfarin ár og að- eins unnið einn sigur hér síðan hætt var að leika undir merki ÍBA en það var 1977 gegn Þór. Árið áður höfðu liðin leikið á Akureyri í 2. deild og varð þá jafntefli 3:3. Næst léku liðin 1981 og þá vann Þór 2:1. Þór vann aftur 1983 með 2:0 og í fyrra með 3:1. KR-ingar eiga því harma að hefna að þessu sinni en Þórsarar sem eru í baráttu efstu liða taka eflaust á öllu sínu til þess að krækja í stigin þrjú sem í boði verða. „Nafnlausi bikarinn“ mönnum KA sem hafa staðið sig mjög vel á heimavelli í sumar og ekki tapað leik þar, en þetta verður án efa baráttuleikur. Hin árlega keppni um „Nafn- lausa bikarinn“ hjá Golfklúbbi Akureyrar verður á sunnudag, og hefst kl. 9. Keppendur verða þó að vera mættir á svæðið kl. 8.45 því samkvæmt reglugerð um „Nafnlausa bikarinn" verða keppendur að vera mættir 15 mínútum áður en keppnin á að hefjast og er þessu fylgt strangt eftir. Leiknar eru 18 holur og hefur þetta mót jafnan verið vel sótt af kylfingum á Akureyri. Á morgun er venju samkvæmt „vélamót“ hjá kylfingum á Akur- eyri og er skráð út frá kl. 16; Mót af þessu tagi hafa verið haldin á fimmtudögum í allt sumar og er ágóða af þeim varið til vélakaupa eins og nafnið bendir til. Úr leik Leifturs og KA á Ólafsfjarðarvclli um síðustu helgi. KA-menn gera þarna harða hríð að marki heimamanna. Á föstudagskvöld verða ísfirðingar andstæðingar KA. Mynd: KGA Þórsarar Garöinum r i „Það er alveg óhætt að segja að við löbbum ekki í Garðinn og tökum stigin þar án þess að hafa fyrir því og ég held að mínir menn geri sér fulla grein fyrir því,“ sagði Jóhannes Atlason þjálfari Þórs er við spurðum hann álits á leik Víðis og Þórs í 1. deildinni sem fram fer í Garðinum í kvöld. „Við getum alveg gleymt þessu ef við tökum ekki stigin í þessum leik,“ sagði Jóhannes og bætti við að allir leikmenn Þórs sem leikið hafa að undanförnu væru tilbúnir í slaginn. Aðrir leikir í kvöld eru Akra- nes-Valur, FH-ÍBK, Þróttur- Víkingur og svo leika KR og Fram annað kvöld. Jóhannes Atlason. Völsungur af hættusvæðinu Völsungar björguðu sér af fall- hættusvæðinu í 2. deild með 2:0 sigri yfir Fylki á Húsavík í gærkvöld. Leikurinn var daufur í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Völsungar í ham og skoruðu tvö mörk. Helgi Helgason sem var besti ntaður vallarins skoraði það fyrra en Jónas Hallgrímsson það síðara eftir að Kristinn Guð- mundsson fyrirliði Fylkis hafði hreinlega traðkað á honum í víta- teignum. Fólskulegt brot svo ekki sé meira sagt því boltinn var víðs fjarri þegar brotið átti sér stað. Völsungar sem fyrr sagði sloppnir af fallhættusvæðinu og víst er að KA-menn horfa nú spenntir til leikja þeirra, en Völsungur á bæði eftir að leika gegn ÍBV og Breiðablik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.