Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 18. september 1985 18. september 1985 - DAGUR - 7 Guðný Buch, Einarsstöðum. Það var kalt og rigningarsúld á laugardagsmorgun þegar réttað var á Hraunsrétt í Aðaldal. Enflestir voru jákvœðir út í tilver- una og reyndu að gera gott úr hlutunum, eins og daman sem sagði: „Rollan er að míga á löppina á mér, en það er ágœtt, mér var orðið svo kalt á fótunum. “ Hraunsrétt er talin með merkari réttum landsins. Byggingar- efnið er tekið á staðnum, sem þýðir að réttarveggirnir eru hlaðn- ir úr hraungrýti. Réttin byggð á árunum um 1830 eða 1840 nema safnhringurinn, sem var bœtt við um aldamótin. í Hraunsrétt eru 35-40 dilkar, sem féð er dregið í. Þeir sem muna nokkra áratugi aftur, finnst réttardagurinn nú ekki orðinn svipur hjá sjón. Enfyrr á tímum var miklu fleira fé í sveitinni. íár varféð óvenjufátt, því nokkrum dögum áður hafði verið dregið sundur það fé sem komið var niður í byggð. En því fleira var fólkið, ungir sem aldnir þyrpast að, hvernig sem viðrar, því það er alltaf einhver sérstök tilfinning að koma á rétt. -1M Séð yfir hiuta af réttinni. Hver skyldi eiga þessa? Markið athugað vandlega. Myndir:, IM. Jóhanna Sigurbjörg með Ester Ósk 8 mánaða Hólmdís Freyja og Hermóður með þreyttan hund eftir göngumar. gamla. Kjartan á Hraunkoti og Höskuldur á Aðalbóli með gangnapelann. Einar Freyr rithöfundur Gautaborg: Er Ævar R. Kvaran leikstióri ofsóttur? I. Öfundin kemur stundum úr höröustu átt og hefur þá allt á hornum sér, jákvæðar rannsóknir eru sagðar neikvæðar, löngu liðn- ar saklausar yfirsjónir sem jafn- vel urðu til góðs og juku það heil- brigða eru allt í einu dregnar fram í dagsljósið og gerðar að nýjum glæpum. Svo að segja alit mögulegt og ómögulegt er lagt út á hinn versta veg til að lítillækka og sverta þá persónu sem öf- unduð er. Að gagnrýna og jafnvel níða aðra án þess að líta fyrst í eigin barm, endar oft með harmleik fyrir þá sem slíkt ástunda. Menn gera þess vegna rétt í því, að líta fyrst í eigin barm, áður en gagn- rýnin er sett á svið. Öfund er vanalega viss tegund af hatri. Við skulum gera okkur Ijóst, að því fámennari sem þjóðin er, því þýðingarmeiri verður heil- brigð og vel rökstudd gagnrýni. Við skulum einnig gera okkur ljóst, að án heilbrigðrar gagnrýni og þar sem sannleikurinn allur á báða bóga fær ekki að koma hisp- urslaust í dagsins ljós á sviði menningarmála, - þar geta ekki heldur átt sér stað neinar veru- legar og jákvæðar framfarir. Ábyrgir einstaklingar í þýðing- armiklum lykilstöðum þjóðfé- lagsins þola mjög oft alls enga gagnrýni, og reyna oft að hefna sín á heiðarlegum einstaklingum, ef gerð er hin minnsta athuga- semd við það, sem auðsjáanlega er bæði rangt og illa gert. Það er vissulega mjög margt sem hreliir íslendinga nú á dögum og setur sinn sérstaka svip á þjóðlífið. M.a. mjög óheiðarleg togstreyta um ýmsa þýðingar- mikla hagsmuni á öllum sviðum þjóðlífsins. Mjög óheiðarlegt pólitískt baktjaldamakk og flokkspólitísk hrossakaup. Raun- verulegir hæfileikar einstaklinga eru oft sniðgengnir með öllu. Hæfileikasnauðir og oft tauga- veiklaðir einstaklingar eru settir ofar hinum hæfu, - af bæði póli- tískum og persónulegum ástæð- um og hagsmunum. í slíkri hagsmunabaráttu er taugaveiklunin vanalega mjög áberandi. Og því miður er alltof lítið fengist við vísindalegar rannsóknir á orsökum tauga- veiklunar á íslandi. Skortur á rannsóknum á þessum sviðum kemur sérlega illa niður á öllu því sem varðar íslenzka menn- ingu og þar með þróun íslenzkrar menningar. En þetta verður fólk nú á dögum að gera sér fyllilega ljóst. Annars verður mun erfiðara að lækna hinar mörgu þjóðfélags- legu meinsemdir. II. Fólk almennt á íslandi gerir sér vanalega ekki ljóst, að vel menntað fólk í Vestur-Evrópu og jafnvel í Skandinavíu, er oft miklu betur að sér um helztu or- sakir taugaveiklunar en hinir svo kölluðu menntuðu íslendingar. Hvers vegna svo margir lærðir ís- lendingar vilja leiða hjá sér að afla sér algengra upplýsinga um venjulegustu orsakir taugaveikl- unar, hef ég ekki kynnt mér. En mikið áhugaleysi menntaðs fólks á íslandi fyrir slíkum málum, er í raun og veru mjög hættulegt vandamál, og sérstaklega hættu- legt fyrir alla eðlilega og jákvæða íslenzka menningarþróun. Auðvitað er tii einn og einn ís- lendingur sem gerir sér rétta grein fyrir þessu, en vel menntað fólk í Evrópu dæmir hlutina oft út frá allt öðrum forsendum en sumir menntaðir íslendingar. Þetta ætti fólk á íslandi að hafa í trú minni. Ég hef hjá mér góðar heimildir fyrir þessu. Hér er dæmi: Þegar ákveðið íslenzkt leikrit hafði verið sýnt í sænska sjón- varpinu seinni hluta ársins 1982, og fengið hörmulega umsögn og enn furðulegra umtal meðal fólks almennt á Norðurlöndum, eins konar hneyksli, - þá gat ég ekki látið undir höfuð leggjast en að senda útvarpsráði „skýrslu" um þetta mál. Állt í kringum þetta furðulega íslenzka leikrit var í raun og veru til stórskammar fyr- ir ísland og eins konar kjaftshögg framan í íslenzka menningu. Eg sendi því þessa „skýrslu“ til út- varpsráðs af góðum huga og í já- kvæðum tilgangi, og fyrst og fremst sem varnaðarorð um það, að halda ekki áfram á þessari hættulegu braut, er sýndi í raun og veru ekkert annað en algjört menningarsvindl frá byrjun til enda. Þarna kom m.a. fram „listamaður“ sem árum saman hefur staðið íslenzka þjóð- leikhúsinu fyrir andlegum þrifum, enda voru vinnubrögðin við þetta leikrit aðeins til að grafa undan allri virðingu erlendis fyrir íslenzkri menningu. Þarna var auðsjáanlega mikil hætta á ferð- um fyrir framtíð íslenzkra leik- rita á erlendum vettvangi, eins konar menningarlegt sjálfsmorð. Vegna þessarar „skýrslu“ minnar fékk ég bréf m.a. frá ein- um háttsettum ritstjóra mjög út- breitt íslenzks dagblaðs þar sem þessi ritstjóri kallaði „skýrslu" mína „eins konar dreifibréf" sem innihéldi „ógeðfelldar aðdróttan- ir“. Það er satt, að í þessari „skýrslu" minni til útvarpsráðs var talað um menntað erlent fólk sem spurði eitthvað á þá leið, hvort orsökin fyrir getuleysi ís- lendinga að skrifa góð og vel frambærileg nútíma leikrit staf- aði ekki af því, að einhver Jaumukynvillinga mafía“ í Fyrri hluti Reykjavík réði mestu um það, hvaða leikrit værú valin til flutn- ings í leikhúsunum og í útvarp- inu. Þarna er átt við árin 1979 til 1982. Mér finnst rétt að taka slík- ar athugasemdir erlendra hlust- enda í ólíkum löndum til alvar- legrar íhugunar. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Útlendingar sem þannig tala um íslenzka menningu miða vanalega við þekkingu sína á or- sökum taugaveiklunar, en það eiga margir lærðir íslendingar mjög erfitt með að skilja. Hinn áður nefndi ritstjóri gerði sér ekki ljóst, að vel menntað fólk í Vestur-Evrópu veit oft miklu meira um orsakir taugaveiklunar en menntaðir íslendingar. Nú getur taugaveiklun stafað af mjög mörgu öðru en laumu- kynvillu, en góð vitneskja um slíkt gerir þessi mál ekkert síður áhugaverð. í þessu sambandi vil ég aðvara mjög einsýna og framgjarna rit- höfunda við því, að senda frá sér inntalaða sjálfsævisögu á t.d. vídeóbandi til erlendra sjón- varpa, og sérstaklega ef hlutað- eigandi hefur áður sent frá sér óflutningshæft sjónvarps- eða út- varpsefni til sömu erlendu borgar. En þetta gera sumir ís- lenzkir „þrýsti" rithöfundar með hjálp fremur heimskra meðhjálp- ara. Slík vinnubrögð spilla aðeins fyrir bæði höfundi og þjóð. Það er ekki langt síðan að einn slíkur höfundur tók á móti 100 þúsund krónum við íslenzka út- varpið, meðan á sama tíma var verið að fussa og sveia við mjög slæmu handriti eftir sama höfund við ákveðna erlenda útvarpsstöð. Handritið reyndist ónothæft. Stafar það af leynilegu valda- brölti, heimsku eða taugaveiklun þegar verið er að uppauglýsa mjög vafasama íslenzka rithöf- unda? Ég fyrir mitt leyti geng í lið með sumum útlendingum og tel þetta stafa af taugaveiklun. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja sem svo, hversu lengi ís- lendingar geti „lifað" á hinni gömlu frægð íslendingasagn- anna, þegar jafnvel íslenzkir prófessorar reyna að upphefja til skýjanna svo að segja hæfileika- lausu fólki á sviði nútíma „bók- mennta“, og jafnframt koma þeim fyrir kattarnef er sýna ein- hverja raunverulega hæfileika. Munu ekki slíkir prófessorar daga uppi í framtíðinni sem eins konar andleg skrímsli? íslenzkir menntamenn verða að gera sér ljóst, að það er ekki hægt að leyna hinu nútíma menningar- svindli endalaust. Þetta kemst allt upp fyrr eða seinna. Hér er ekki síður um hagnýta hluti að ræða en siðferðilega. III. Miðvikudaginn 16. maí 1984 sá ég grein í Morgunblaðinu eftir Ævar R. Kvaran, leikstjóra og rithöfund. Greinin bar fyrirsögn- ina „Máttur og mikilvægi hugsun- ar“. Greinin fjallar m.a. um það, „að sjálfskönnun væri hverjum manni nauðsynleg“. „Maður þekktu sjálfan þig“. Ég las þessa grein bæði mér til ánægju og uppbyggingar. Mér fannst þetta eitt af því bezta sem Ævar hafði skrifað. En þegar ég hafði lesið grein- ina vandlega yfir tók ég eftir því, að undir myndinni af Ævari, sem fylgdi greininni, stóð eftirfarandi: „Ævar Kvaran Ieikstýrir“. Mér var ljóst, að þessi litia „setning" undir myndinni af Ævari, dró talsvert úr trúnaði á bæði höfundi og innihaldi hinnar athyglisverðu greinar hans. Þarna var bókstaflega vísvitandi reynt að draga úr áhrifum grein- arinnar og lítillækka höfundinn um leið. Ég gerði mér einnig ljóst, að þarna var á ferðinni fyrirbæri sem sálfræðingar kalla oft „Zwangsneurose“. En spurningin varðandi þetta vandamál er ekki aðallega sú, hvaða blaðamaður eða ritstjóri væri haldinn slíkri tegund tauga- veiklunar, - heldur hitt, hvort þetta sérstaka sálfræðilega fyrir- bæri væri algjörlega einangrað og aðeins einskorðað við Morgun- blaðiðl Ég rannsakaði þetta mál nánar og fékk örugga vitneskju um það, að þetta væri síður en svo aðeins einskorðað við Morgunblaðið. Þetta var ekki einangrað fyrir- bæri. „Zwangsneurosen" er út- breidd og nær m.a. til útvarpsins. Ævar R. Kvaran er bókstaflega útilokaður frá útvarpinu og hefur verið það í kringum tvö ár og er það ennþá. En hver er aðalorsökin fyrir þessu? Er þetta að einhverju leyti pólitískt? Ég hef ekki haft að- stöðu til að rannsaka bakgrunn- inn í þessu máli. En þegar betur er að gáð sér maður m.a. í Morg- unblaðinu, að Sjálfstæðismenn ætla sér ekki aðeins að leggja undir sig útvarpið, sjónvarpið, menningarsjóð og menntamála- ráðuneytið, heldur einnig dóms- málaráðuneytið. Hörðustu menn Sjálfstæðisflokksins stefna að flokkseinræði og einokun á öllum sviðum þjóðlífsins. Slík pólitísk þróun á íslandi gefur tilefni til nýrra íhugana. í bók Hitlers „Mein KampP‘ má sjá „leiðbeiningar" þar sem nazistum er ráðlagt að vinna leynilega gegn öllu greindu fólki. Hitler þoldi ekki greinda ein- staklinga. Hinir minna gefnu voru settir í ýmsar lykilstöður er síðar var stjórnað af hinni nýju klíku nazista. Ævar Kvaran er mjög greindur maður og slíka menn eiga allir valdabröltarar erfitt með að þola. Af þessu mætti draga vissar ályktanir og spyrja: Hverju eru hinar leynilegu kíík- ur Sjálfstæðisflokksins að vinna að í íslenzkum menningarmál- um? Er til pólitísk klíka í Sjálf- stæðisflokknum sem vinnur í menningarmálum eftir bók Hitl- ers Mein Kampfl „Það er óhætt að segja að hérna er mjög einhæft atvinnu- líf.“ Sá sem segir þetta heitir Jóhannes Þórðarson og er múrarameistari á Blönduósi. Hann virðist hafa áhyggjur af því hvað fólk hafí lítinn áhuga á að byggja upp staðinn með öðru en þjónustu við sveitim- ar. „Það þarf að breyta hugsana- gangi fólks. Nú þegar haustar fara menn að barma sér og tala um atvinnuleysi. En reyndin er og verður sú að það kemur ekk- ert atvinnuleysi. Menn geta haft nóg að gera ef þeir nenna því. Það hefur bara alltaf verið þannig að þessi staður leggst í dvala yfir veturinn, og fólk heldur að það eigi að vera þannig. Komdu hing- að næsta vor. Þá er annað hljóð í þessu sama fólki sem talaði sem mest um atvinnuleysið, en sá svo ekki út úr augunum fyrir verkefn- um.“ HIIIBMW Jóhannes Þórðarson. Blönduós: Staðurinn á ótæmandi möguleika í framtíðinni - segir Jóhannes Þórðarson múrari - Hefur þú sjálfur ekki orðið atvinnulaus? Jóhannes brosir. „Ég er búinn að vera hér í múrverki í tuttugu og fimm ár og hef aldrei orðið at- vinnulaus. Hins vegar hef ég orð- ið verkefnalaus sem múrari, en þá er bara að finna sér eitthvað að gera ef menn vilja.“ Jóhannes „er ættaður úr sveit- inni hér rétt hjá,“ eins og hann segir sjálfur, en hefur búið á Blönduósi í þrjátíu ár, svo hann ætti að vita nokkuð um uppbygg- ingu staðarins. „Að mínu mati vantar þó eitt- hvað meira en þessa þjónustu sem allt byggist á. Sjáið þið til dæmis þennan ferðamannaiðnað sem svo er nefndur. Hann er gjörsamlega ónýttur hér á Blönduósi. Það virðist þurfa ein- hvern annan en heimamann til að sjá það. Sundlaugin er ekki opin nema stuttan part úr degi. Það er illa merkt hér í kringum Blöndu- ós. Það vantar merkingar sem laða að fólk sem á hér leið um. Sáralítið er um kynningar á hér- aðinu í sama tilgangi. Það verður líka að segjast eins og það er að þjónusta er ekki nógu góð við ferðamenn, því Blönduós á ótæmandi möguleika í framtíð- inni.“ - Hvernig hefur gengið hjá þér sem byggingarmanni? „Það hefur verið gott undan- farin ár, og oft minna byggt hér en nú,“ sagði hinn hressi Jóhann- es Þórðarson. -gej

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.