Dagur - 20.09.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 20.09.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 20. september 1985 Mannœtiifiskar í Vín „Þetta er gert til að vekja áhuga á þessu tómstundagamni, sem er mjög skemmtilegt, “ sagði Flosi Jónsson gullsmiður sem nú œtl- ar að halda sýningu á skrautfiskum. Sýningin fer fram í blómaskál- anum Vín við Hrafna- gil, og hefst laugardag- inn21. sept. ogstendur til 29. sept. Það eru um 40 ár síðan fólk fór að hafa skrautfiska sér til ánægju í heimahúsum hér á landi. Lengst af hefur verið fátt um tegundir, en síðustu ár hafa menn veitt þessu meiri athygli, og þar af leiðandi hefur innflutningur auk- ist verulega og fást nú tegundir í verslunum sem menn sáu áður fyrr á myndum erlendra tímarita. Fiskar þessir eru aðallega fluttir inn frá Bretlandi, Bandaríkjun- um, Svíþjóð og Þýskalandi. í mörgum þessara landa er skraut- fiskaeldi arðvænleg búgrein, og eru stórar fiskeldisstöðvar byggð- ar utan um slíka starfsemi. Einn- ig eru fiskar veiddir villtir í ám og vötnum víða um heim. Talið er að mest komi úr Amason og öðrum stórum vatnsföllum á svipuðum slóðum. Þar er þetta atvinna margra að veiða skraut- fiska, sem síðan eru seldir aðilum sem koma fiskunum milli landa, þar sem þeir eru síðan seldir al- menningi. Þessi sýning er önnur sem haldin hefur verið hér á landi. Hin fyrri var í Reykjavík sl. vor. Það sem verður til sýnis í Vín eru fiskar af mörgum tegundum, allt frá hefðbundnum tegundum sem flestir þekkja, til fiska sem fáir hafa séð. Þar er um fiska að ræða sem ná því að verða 40 cm. langir. Undir slíkar skepnur þarf stærra búr en fólk er venjulega með á heimilum sínum. Eitt slíkt búr verður á sýningunni, en það er sérstaklega smíðað vegna hennar. Búr þetta tekur rúmlega 1700 lítra af vatni og er því það stærsta sem sést hefur hér um slóðir, og þótt víðar væri leitað. Til gamans má koma með nokkur nöfn þeirra fiska sem verða á sýningunni. Nöfn eins og: Zebra-fiskur, keisara-tetra, Neon-tetra, blæðandi hjarta, eldmunni, Jack Dempsey, skrá- argats-cichlid, blettaryksuga, bardagafiskur, djöfla-cichlid, kossa gourami, sverðdragi og guppy sem flestir þekkja, sem einhvern tíma hafa átt fiska í búri. Þetta eru aðeins nöfn ör- fárra tegunda, því þær skipta þúsundnm, sem veiddar eru og ræktaðar. Fleiri fiskar verða á sýning- unni, því einkaaðilar sem stund- að hafa fiskasöfnun, og fiskarækt hér á landi munu lána tegundir úr söfnum sínum. Margir hafa áhuga á að vita hvort pyranna- fiskar verði á þessari sýningu, og er reiknað með því. Þessir fiskar eru oft kallaðir mannætufiskar, því sagt er að þeir eigi það til að ráðast á fólk sem hefur lagst til sunds í ám og vötnum og hrein- lega étið það upp til agna. En þær tegundir sem hér á landi eru til, eru líklega ekki í þessum grimmdarflokki. Þó er fólki ráð- lagt að stinga fingrum, eða hönd- um ekki niður í búrin til þessara fiska, því það veit engin hvað getur gerst. Þessir fiskar fara létt með að klippa minni fiska í sund- ur í einu vetvangi, svo fingur get- ur verið freistandi. Þegar komið er lengra í þessari söfnun fara menn að rækta sjálfir í sínum eigin búrum. Reynt er að fá afbrigði frá hinum hefðbundnu tegundum. Því skrýtnari og af- brigðilegri sem fiskurinn er, því betri þykir hann, enda er haldin heimsmeistarakeppni í skraut- fiskarækt sem öðru. Og þar er sigurvegarinn sá sem á einkenni- legasta fiskinn. Á þessi mót mæta menn sem stundað hafa þetta árum, og áratugum saman. Menn sem jafnvel hafa ferðast langar leiðir til að ná sér í einhverja teg- und sem ekki finnst á heimaslóð- um. Þá má segja að mjög miklir fjármunir séu komnir í leikinn. En þetta grípur menn ekki síður en bíladella eða hvaða della sem er. Það sem þykir vinsælast í dag er tegund sem kallast Ciklur. En það eru fiskar af tegundinni cichlid. Það er tegund sem hefur þúsundir afbrigða. Veiðist þessi tegund að mestu í Afríku. Ýmsar tegundir cichlid verða til sýnis í Vín. Þegar Flosi var spurður um hina „praktísku" hlið skraut- fiskaeldis, kom fram að vanalegt væri að byrja með lítil búr og fáar tegundir. Síðan þróaðist þetta hjá mönnum eftir því sem efni og áhugi leyfðu. Staðreyndin væri hins vegar sú að eftir því sem búrin væru stærri, því minna um- stang væri í kringum þau. Því stærra búr, því minni sveiflur í vatninu. Gott væri að byrja með 150-200 lítra búr. Það væri kjörið í heimahúsum. Búr af slíkri stærð þarf að þrífa um það bil tvisvar á ári. Það vildi brenna við hjá fólki að keypt væru of lítil búr í upp- hafi, sem eðlilega þyrftu meiri umönnun, sem oft leiddi til þess að fólk missti áhugann vegna þeirrar vinnu sem lægi að baki því að þrífa búrið. Það vill líka verða að fiskarnir séu offóðraðir. Þá leggst afgangsfóður á botninn og verður til vandræða. Það er því mikilvægt að hafa hreinsibún- að góðan í upphafi. Ekki má hafa búr standandi í, eða við glugga, því það eykur slýframleiðsluna í vatninu. Það er því margt sem þarf að varast er farið er út í það að kaupa fiska sem „heimilis- dýr“. Flosi var beðinn að gefa upp verð á búri sem þætti hvað varðar stærð, tæki, gróður, ljós og að sjálfsögðu fiska, ákjósanlegt sem byrjun á skrautfiskahaldi. Hann gaf upp tölu á bilinu 25-30 þús- und fyrir gott búr og allt sem því tilheyrði. „En það er líka hægt að fá fiska sem eru á verðinu 120- 400 krónur. Auk þess eru þeir til upp í 4000 krónur stykkið,“ sagði FIosi Jónsson gullsmiður og skrautfiskabóndi. -gej.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.