Dagur - 20.09.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 20.09.1985, Blaðsíða 7
I kaffinu Haustvörurnar hita í mark Dragtir, jakkakjólar og frönsk pils eru komin í verslunina. LAUT RESTAURANT Lystugt kaffihlaoborð með rjómatertum, smurbrauðstertum og fleira góðgæti. Aðeins kr. 95,- pr. m. Borðapantanir í síma 22527. RESTAURANTLAUT HÓTELAKUREYRI k. HAFNARSTRÆTI 98 A Lokað á laugardagskvöld vegna einkasamkvæmis. 20. september 1985 - DAGUR - 7 „Ég var heppinn að skppa óbrotinn“ „ - Halldór Askelsson knattspymumaður á línunni - Halló, er það Halldór Áskelsson? „Jú, það er hann. - Sæll vertu, hvernig líður þér þessa dagana? „Mjög vel þakka þér fyrir. - Þú varst kosinn efnilegasti knattspyrnumaður ársins 1985? Hvernig fer það kjör fram? „Það fer þannig fram að hvert lið í fyrstu deildinni fær 20 at- kvæðaseðla og kýs annars vegar besta og hins vegar efnilegasta leikmanninn. Við megum ekki kjósa mann úr okkar eigin liði. Úrslitin voru tilkynnt á lokahófi fyrstu deildar liðanna og það var haldið á Broadway. - Tilfinningin, að vera sá efnilegasti? „Þetta var stórkostleg stund. Maður á sennilega aldrei eftir að upplifa annað eins um ævina. Fagnaðarlæti félaga minna í Þór eru mér sérstaklega minnisstæð. Ég var heppinn að sleppa óbrot- inn upp á svið. Þeir voru gjör- samlega trylltir, enda er þetta ekki síður viðurkenning fyrir þá en mig. - Þú fékkst einhver verðlaun, er það ekki? „Verðlaunin voru farandhorn Flugleiða sem ég geymi í eitt ár og eignarbikar. Einnig fékk ég ferð að eigin vali á einhverri flugleið Flugleiða. - Og búinn að ákveða hvert á að fara? „Nei, ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Er þó að pæla í Ameríkunni. En það er enginn tími á næstunni, ætli ég bíði ekki með þetta til loka næsta keppn- istímabils. Miðinn gildir út árið 1986, þannig að mér liggur ekk- ert á. - Enda ertu á leiðinni til Spánar . . . „Já, ég fer með landsliði 21 árs og yngri að keppa við spænska landsliðið. Við verðum í Huelva og keppum næsta þriðjudag. Komum svo heim á fimmtudaginn. - Getið þið þá ekkert legið í sólinni? „Ekki nema þá kannski eftir leikinn, einn, tvo daga. Það er ekki heppilegt að flatmaga mik- ið í sólinni fyrir leikinn. - Æfið þið eitthvað saman,. þessi hópur? „Það var ekki tilkynnt hverjir voru valdir fyrr en í síðustu viku, þannig að það er enginn tími til æfinga. En við æfum að- eins úti fyrir leikinn og svo þekkjumst við allir nokkuð vel, höfum spilað saman áður. Ég hef spilað tvo leiki á þessu ári með liðinu, við Spánverja og Skota. - Eftirminnilegt sumar hjá þér? „Þetta er eitt af bestu ef ekki besta sumar hjá Akureyrarliði í langan tíma. Hvað sjálfan mig varðar, þá stefndi ég að því í upphafi keppnistímabilsins að skora jafn mörg mörk og í fyrra, en þá skoraði ég 4. Þegar ég var búinn að skora 4 mörk ákvað ég að bæta aðeins við . . . . . . Og gerðir það svo sann- arlega í leiknum gegn FH. „Já, þá skoraði ég 5 mörk, þannig að mörkin eru orðin 9. Það verður líklega erfitt að skora jafnmörg mörk á næsta ári. - Þetta hefur verið skemmti- legur leikur? „Hann var það. Ég var orðinn alveg ruglaður. Þetta var svo skrýtið, að vera búinn að skora 4 mörk í allt sumar og gera svo 5 mörk í einum leik. Eftir 3 mörk sagði ég við sjálfan mig: Hvað er að ske, ætlar hann þarna uppi ekki að stoppa þetta. En þetta hélt áfram og ég bara yppti öxl- um og skyldi ekkert í þessu. - Varstu óvenju vel upplagð- ur? „Ekkert frekar en fyrir aðra leiki, þetta gekk bara allt upp. Ég fór snemma á fætur og við mættum á völlinn til mynda- töku, en ég held ég hafi svo sem ekkert verið óvenju vel upp- lagður. Ég var klaufi að skora ekki 8 mörk, ég átti færi á því. En þessi mörk eru ekki mér ein- Vel klædd er konan ánægð. Móímretðlun Syteinunnúz. — Hafnarstræti 98 - Akureyri - Sími (96) 22214 ■ um að þakka, Kristján Krist- jánsson átti stórleik og lagði upp hvert færið á fætur öðru. - Hélduð þið ekki upp á þetta á eftir? „Kvennadeild Þórs bauð okk- ur í kaffi og veitingar í Húsi aldraðra og um kvöldið var partý og smáglens. - Ég þarf kannski ekki að spyrja um eftirminnilegasta leik sumarsins . . . „Auðvitað er leikurinn við FH ansi eftirminnilegur, en það var líka rosalega gaman að vinna Framarana hér heima. - En leiðinlegasti leikurinn? „Hann var við Val, syðra, okkur var hreinlega rúllað upp, við gátum ekki neitt. Töpuðum 3-0, alveg grátlegt því hefðum við unnið þann leik hefðum við orðið íslandsmeistarar. Þetta var lélegasti leikur okkar allra held ég megi segja alveg frá fæð- ingu. - Hvernig stendur á því að ykkur gekk svona illa? „Við spiluðum á Hlíðarenda, velli þeirra Valsmanna og það er að verða hjátrú hjá okkur að við getum ekki skorað á þessum velli. Valsmenn hafa alltaf verið okkur frekar erfiðir, hver sem ástæðan fyrir því er. Við höfð- um þá að vísu hér heima í sumar, en Akureyrarvöllurinn hefur líka vissan sjarma. Þetta er yfirburðavöllur, langbesti völlur landsins. Sumir þessir malbikunarvellir fyrir sunnan geta vart kallast vellir. - Að lokum Halldór, hvað tekur við þegar knattspyrnu- vertíð lýkur? „Þá er það bara skólinn. Ég er í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. En með skólanum stunda ég innanhúsfótbolta og það sem kallað er skallablak. - Ég vona að ykkur gangi vel á Spáni á þriðjudaginn og þakka þér spjallið. „Þakka þér sömuleiðis. -mþþ Nýtt í tækifærisfatnaði! Mussur í nýjum litum t.d. svart, hvítt og grátt. Buxur með góðu sniði. Hinar margeftirspurðu buxur frá „Lindberg’s" eru komnar. Sokkabuxur í úrvali. Vandaðir skinnhanskar með silkifóðri. Litir svartir, brúnir, dökkbláir og gráir. Nýkomnir uppreimaðir hvítir leðurskor. Verð aðeins kr. 820.- Einnig tvær gerðir af mjög góðum kveninniskóm. Verð kr. 445.- og 590.- Skotveiðimenn ath.! Gervigæsirnar væntanlegar á föstudag. Eyfjörð t. Hjalteyrargotu 4 ■ simi 22275 LYFTARAR Eigum til afgreiöslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. , LYFTARASALAN HF. _____________|j Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. ,Opið á laugardögum kl. 10-12. Námskeið í fatasaum verður haldið á Akureyri í október ef næg þátttaka fæst. Overlock vélar á staðnum. Uppl. í símum 96-61311 og 96-61436.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.