Dagur - 20.09.1985, Blaðsíða 13
20. september 1985 - DAGUR - 13
Fyrstu tónleikar á starfsárinu
1985—86 sem félagið á hlut að
eru í Borgarbíói á morgun kl.
17.00.
Philip Jenkins, píanóleikari,
sem tónlistarunnendum hér í
bæ er að góðu kunnur flytur
áhugaverða efnisskrá með
verkum eftir Bach, Chopin,
Liszt og Schumann, auk þess
Uppskeru-
hátíð
hjá Þór
Nú er knattspyrnuvertíðinni
að ljúka og knattspyrnufélögin
halda uppskeruhátíðir hvert af
öðru. Þórsarar verða með sitt
lokahóf, sem ætlað er öllum
flokkum, í Félagsborg á
morgun, laugardaginn 21.
september, og hefst það kl. 14.
Þar verða veitingar, auk þess
sem besti knattspyrnumaður-
inn í hverjum aldursflokki
verður heiðraður. Það eru
þjálfararnir sem sjá um valið
hjá yngri flokkunum, en í eldri
flokkunum eru það leik-
mennirnir sjálfir sem kjósa
besta leikmanninn í leynilegri
atkvæðagreiðslu.
sem hann frumflytur hér
píanólög eftir Akureyringinn
Hafliða Hallgrímsson.
Þeir sem voru áskrifendur
að tónleikum félagsins sl.
starfsár njóta þeirra kjara við
miðakaup á tónleikana. Bréf
þar að lútandi hefur verið sent
út, en hafi það ekki komist til
skila eða annar misbrestur á
orðið er fólk vinsamiegast
beðið að gefa sig fram við að-
göngumiðasölu.
Tónlistarskóli
Akureyrar:
Skólasetning
ásurmudag
Tónlistarskóli Akureyrar
verður settur í Akureyrar-
kirkju sunnudaginn 22. sept-
ember klukkan 17.00.
Um það bil 450 nemendur
munu stunda nám í skólanum í
vetur undir leiðsögn 26
kennara.
Við skólasetninguna mun
hljómsveit skipuð kennurum
og nemendum við skólann
leika og nýr kennari í söng og
píanóleik, Antonia Ogon-
ovsky, syngur. Skólastjóri tón-
listarskólans er Jón Hlöðver
Áskelsson.
, fiér er glatt á hjaUa
og andrúmsbjiið gott“
- Rætt við Kristján Jóhannsson, óperusöngvara, sem
stendur í eldlínunni á sviði Þjóðleikhússins annað kvöld
„Nei, ég er ekki kvíðinn,
ég kann mítt hlutverk og
veit hvað ég ætla mér að
gera inni á sviðinu. Þess
vegna hlakka ég til frum-
sýningarinnar og þeirra
sýninga sem á eftir komá
og ég bíð spenntur eftír því
að sjá og finna viðtökur
áheyrcnda.“
Þetta sagði Kristján Jó-
hannsson, óperusöngvari, í
stuttu spjalli í gær, en ann-
að kvöld frumsýnir Þjóð-
leikhúsið óperuria Grímu-
dansleikinn eftir Giuseppe
Verdi. Kristján ferþar með
eitt aðalhlutverkið, hlut-
verk Gústafs III Svíakon-
ungs, en í öðrum viðamikl-
um hlutverkum eru Krist-
inn Sigmundsson, Sigríður
Ella Magnúsdóttir, Elísa-
bet Eiríksdóttir, Katrín
Sigurðardóttir, Robert W.
Becker og Viðar Gunnars-
son. Ég spurði Kristján
hvernig æfingar hefðu
gengið.
„Þær hafa gengið ein-
staklega vei; hér er glatt á
hjalla og andrúmsloftið
gott. Menn skiptast á
bröndurum í hléi við al-
vöruna. f rauninni má
segja, að leikhópurinn
vinni saman eins og ein
fjölskylda. Þannig á það
líka að vera.“
- Er Grímudansleikur-
inn skemmtileg ópera?
„Já, það vil ég segja.
Þetta er stór ópera, með
stærstu óperurn Verdis og
mikið, listaverk í músfk og
leik. Og það er mikið um-
fang í sambandi við þessa
óperu; margar skiptingar í
hverjum þætti og maður
hefur varla undan að skipta
um búninga. En þeir eru
mjög fallegir og vel gerðir
og sömu sögu er að segja
um leiktjöldin, sem eru
geysilega góð og þjóna sínu
hlutverki mjög vel. 1 óper-
unni er blandað saman
léttu gamni og alvöru, en
hún endar á hádramatískan
hátt.“
- Með því að þú eri
drepinn?!
„Já, einmitt.11
- Hvernig stendur eigin
lega á því Kiddi, að svon:
margar óperur enda mei
því að aðaltenórinn í sýn
ingunni er drepinn?
„Tenórar eru alltaf öf-
undaðir og þeir verða alla
tíð öfundaðir, ekki bara í
daglegu lífi, heldur einnig á
óperusviðinu," svarar
Kristján og hlær dátt. „En
það lendir nú oftast á okk-
ur tcnórunum, að leika
hlutverk elskhuganna. Og
það er rétt, oft endar það
með því að þeir eru
drepnir, eða þeim bolað úr
vegi á annan hátt."
- Nú ert þú ekki þekkt-
ur fyrir að vera með hærri
mönnum á íslandi, en það á
aftur á móti við um Krist-
inn Sigmundsson, sem er
einn helsti mótleikari þinn
í sýningunni.
„Já, ég held hann sé yfir
tveir metrar maðurinn.'1
- Vcldur hæðarmismun-
urinn ykkur engum erfið-
leikurn í samsöng?
„Nei, nei, enda er það
hlutverk leikstjórans að
finna réttu staðsetningarn-
ar, þannig að þetta verði
ekki eins og Gulliver í
Puttalandi!! Það eru á svið-
inu stigar, pallar og
tröppur, sem ég get prílað
upp í þegar Kristinn er
nærri mér, þannig að þetta
er í góðu lagi.“
- Er þetta hlutverk
draumahlutverk?
„Ég veit það ekki Gísli,
burð við útlönd í þessu til-
viki.“
- Þið syngið á ítölsku;
hvers vegna ekki „ástkæra
ylhýra málið?,,
„Það er ekki hægt öðru-
vísi en að rýra gildi óper-
unnar, því músíkin breytist
svo mikið með breyttum
áherslum í íslensku. Sveinn
Einarsson hefur bætt þetta
upp með því að semja
mjög góðan efnisúrdrátt,
sem birtist í leikskránni.
Þar geta óperugestir lesið
sér til um það sem er að
gerast á sviðinu. Og þetta á
ekki bara við í þessu tilviki,
því mér finnst nær undan-
tekningarlaust sjálfsagt og
eðlilegast, að syngja þann
texta, sem viðkomandi tón-
verk er samið við."
- Hvað tekur við á eftir
Grímudansleiknum?
„Ég fer til Bandaríkj-
anna daginn eftir að sýn-
ingum lýkur. Þar verð ég
að syngja fram í endaðan
nóvember, en eftir það er
íugsanlegt að skotið verði á
nokkrum aukasýningum á
Grímudansleiknum í Þjóð-
leikhúsinu."
- Fáum við að heyra
eitthvað í þér hér fyrir
norðan í þessari lotu?
„Ég veit ekki hvernig
það verður, en sennilega
verður þó einhver bið á
því. Ekki vantar mig þó
viljann, en næst þegar ég
syng á Akureyri langar mig
til að vera með eitthvað
stórt; einhverja meiriháttar
uppákomu fyrir mitt
heimafólk," sagði Kristján
Jóhannsson í lok samtals-
ins. GS
Vísnatónldkar
á sunnudag á sal
Tódistarskólans
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
og Mecki Knif frá Finnlandi
verða með vísnatónleika í sal
Tónlistarskóla Akureyrar nk.
sunnudagskvöld (22. sept.) kl.
21.00. Á efnisskránni eru
íslensk, finnsk, sænsk, dönsk,
norsk og amerísk vísnalög.
Aðalsteinn Ásberg er
fyrrum meðlimur í sönghópn-
um „Hálft í hvoru“, en Mecki
Knif er vel þekktur í finnska
vísnaheiminum. Salur Tónlist-
arskólans er einn af mörgum
áfangastöðum þeirra félaga á
hringferð þeirra um landið.
Reyndar hefur þessi hringferð
nokkra sérstöðu því að 'um
leið og þeir hófu sína hring-
ferð á Vesturlandi hófst önnur
hringferð á Austurlandi. Þar
eru á ferðinni þau Bergþóra
Ámadóttir og Ola Nordskar
frá Osló í Noregi, sem halda
hinn hringinn með sína tónlist.
Ætlunin er að hópamir hittist
á Kópaskeri 25. september og
haldi þar sameiginlega tón-
leika.
Bergþóra og Ola munu svo
halda tónleika í sal Tónlistar-
skóla Akureyrar föstudaginn
27. september nk.
En fyrri tónleikar hér á Ak-
ureyri á þessu sérkennilega
ferðalagi em sem sagt í Tón-
listarskólanum nk. sunnudags-
kvöld kl. 21.
,/tpríl á meðal
anmrra orðau
í kvöld: Guðbrandur Siglaugs-
son les frumort kvæði í Sam-
komuhúsinu Akureyri, 20.
september 1985, kl. 20.30.
Rauða húsið.
ætli það hlutverk sem ég er
að fást við hverju sinni sé
ekki mitt draumahlutverk.
Það lætur nærri. En hlut-
verk Gústafs Svíakonungs
er með þeim athyglisverð-
ustu; bæði hlutverkið sem
slíkt og tónlistin. Hún er
allt frá léttri lyrik yfir í
þungan drama. Þess vegna
krefst hlutverkið mikils af
röddinni og ekki síður af
söngvaranum í leik. Gústaf
III var sagður mikill gleði-
maður og hann var mikill
brautryðjandi í tónlist og
leiklist í Svíþjóð á meðan
hann var og hét. Það heíur
líka verið sagt um hann, að
hann hafi oft verið „á
sviði“ í sínu daglega lífi.
Þetta hefur því verið hress
náungi og ég hef nú hingað
til ekki verið talinn sérstak-
lega óhress, þannig að við
eigum ef til vill eitthvað
sameiginlegt!!'1
- Hvernig er að koma úr
atvinnuleikhúsum erlendis
í Þjóðleikhúsið?
„Starfsandinn hérna er
mjög góður, eins og ég
sagði áðan, en aðstæður
hér eru allar smærri en ég á
að venjast erlendis. Annan
samanburð get ég ekki gert
og raunar finnst mér ekki
viðeigandi að gera saman-
Philip Jenkins fmm-
jtytur verk eftír
Hafliða HaEgrímsson
leikur að venju og hljómsveit-
in er ekki af verri endanum í
þetta skiptið, því það verður
Mannakorn, með þá Magnús
Eiríksson og Pálma Gunnars-
son í broddi fylkingar, sem sér
um sveifluna. Á laugardags-
kvöldið leika Miðaldamenn
Námskeið í gömlu dönsunum
Gömludansaklúbburinn Spor-
ið hefur starfað á Akureyri frá
1977. Meiningin er að starf-
semin í vetur verði með svip-
uðu móti og undanfarin ár.
Dansað verður á hverju
sunnudagskvöldi í Dynheim-
um frá kl. 20.00, fyrst 22. sept-
ember.
Fyrirhugað er að halda nám-
skeið í byrjun október bæði
fyrir byrjendur og lengra
komna, allir sem áhuga hafa
eru velkomnir.
Rtótríóið aftur á
ferð í Sjalíanum
- Mannakom leikur fyrir dansi í kvöld
Þeir félagarnir í Ríó-tríóinu
gerðu mikla lukku í Sjallanum
á dögunum og komust þar
færri að en vildu. Nú koma
kapparnir aftur og skemmta
Sjallagestum á laugardags- og
sunnudagskvöld. Að skemmt-
uninni lokinni verður dans-
fyrir dansinum, en Mannakorn
og Blues-Bandið verða aftur á
ferðinni í Sjallanum á sunnu-
dagskvöldið. En þar með er
ekki allt upp talið sem Sjallinn
býður gestum sínum upp á um
helgina. Á föstudags- og laug-
ardagskvöld stígur dansparið
Briam Webbster og Judit
Markqvick þar Suður-Amer-
íska dansa eins og þeir best
eru stignir. Það er því eitthvað
fyrir alla í Sjallanum um helg-