Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 9
21. október 1985 - DAGUR - 9
fokdreifac
Hvemig á góður
vinnustóll að verá?
Þeir eru margir, sem sitja löng-
um stundum við vinnu sína,
jafnvel ungann úr deginum. Og
vinnan er stór hluti af lífi hvers
og eins, þannig að mikilsvert
er að vinnuaðbúnaður sé
góður. Það kemur öllum til
góða, starfsfólki sem vinnu-
veitendum. Fyrir þá sem sitja
er mikilsvert að stóllinn sé
góður. Hér á eftir fer stutt yfir-
lit um kröfur til góðra stóla,
sem birtist í nýútkomnu frétta-
bréfi um vinnuvernd.
Almennar kröfur
til stóla
„Sjúkraþjálfarar hafa lengi sett
fram ákveðnar hugmyndir um
hvernig góður stóll ætti að vera,“
segir Guðlaug Pálsdóttir í grein
um efnið í Félagsmiðli íslenskra
sjúkraþjálfara (2. ’83) og lýsir
síðan hugmyndunum þannig:
- Hæð stóls sé sama og hæð
notanda til hnésins.
- Stólseta sé ca. % af lengd
lærleggs, frambrún hennar
sé ávöl.
- Bak styðji vel við sveigju
mjóbaks.
Þessar kröfur miða að því að
eðlilegar sveigjur hryggjar haldist
þannig að álag á hann verði sem
minnst, notandinn geti setið
þægilega og horn í mjaðma- og
hnjáliðum sé 90°. Þessar almennu
kröfur gilda að sjálfsögðu einnig
um almenna vinnustóla sem not-
aðir eru með venjulegri borð-
hæð.
Skrifstofustóllinn
Við val á bæði stól og borði þarf
að huga að því hver notkunin er
og hvernig notandinn er í vöxt.
Noti fleiri en einn sama stól þarf
að vera auðvelt og fljótlegt að
stilla hann. En hvað þarf að vera
stillanlegt á skrifstofustól? Því
svarar Magnús H. Ólafsson, sem
annast ráðgjöf og kennslu í iðju-
fræði (ergonomi) þannig: „Allur
stóllinn þarf að vera stillanlegur í
hæð. Bak hans þarf að vera still-
anlegt í hæð og fram og aftur.
Æskilegt er að setan sé hallanleg
fram, og að stólnum sé hægt að
snúa um lóðréttan öxul, einkum
ef notandinn þarf að seilast út til
hliðanna.“ í leiðbeiningum sem
Magnús hefur skrifað um val og
notkun skrifstofuhúsgagna er
einnig minnst á eftirtalin atriði í
sambandi við æskilega gerð skrif-
stofustóls:
- Setan vel bólstruð og áklæði
mjúkt en þó stamt.
- Stóllinn hvíli á fimm fótum.
- Kúpt bak með góðu stoppi
(u.þ.b. 2 cm þykku) þykk-
ast við mjóbak en þynnra
ofan og neðan við þannig að
góður stuðningur fáist í mjó-
hryggj arsveigj unni.
- Armar eru oftast óþarfir en
þurfa að vera stillanlegir
séu þeir á stólnurri.
- Hjól eru óþörf sé setið á
sama stað mest allan daginn
en séu þau á stóinum þarf
undirlagið og viðnám hjól-
anna að halda stólnum
stöðugum.
Markmið með kröfum sem
þessum er svipað og lýst er í
sambandi við almennar kröfur
um stóla, þ.e. að teygt sé á allri
hryggsúlunni og álag á einstaka
burðarliði verði jafnt og vægt.
Auk þess er miðað að stöðug-
leika og hreyfanleika.
Vinnustóll í fiskvinnslu
og iðnaði
í margs konar léttum iðnaði á við
að gera svipaðar kröfur til vinnu-
stóls og lýst er hér á undan - enda
aðstæður oft svipaðar og á skrif-
stofu. Þegar starfið felst í því að
flytja hluti og beita nokkru átaki
hentar oft vel að sitja öðru hverju
í háum stól eða stól sem hannað-
ur er til að styðja við sitjanda og
bak - létta á þunganum sem hvíl-
ir á fótunum. (Stuðningsstóll)
Gott er að þeir sem þurfa að
beygja sig fram geti hallað set-
unni niður á við. Háir stólar kalla
á notkun fótskemils sem er nægi-
lega stór til að hægt sé að færa
fæturna og skipta um stellingar.
Nái fæturnir ekki almennilega
nður hindrar setubrúnin blóð-
streymi til fótanna og getur vald-
ið æðahnútum og bjúg.
Það veitir litla hvíld að setjast
sé ekki nægilegt rými fyrir fæt-
urna undir vinnuborðinu. Stuðn-
ingsstólar með stillanlegri setu-
hæð koma sér vel þar sem þröngt
rými er fyrir fæturnar. í slíkum
stólum er venjulega setið þannig
að hné og mjaðmir mynda 120°
horn. Vel hannaðir stólar af
þessu tagi geta minnkað álag á
burðarliði líkamans um 30%.
Sæti í bílum
og vinnuvélum
Hér gilda sömu grundvallarlög-
mál og um stóla á vinnustöðum.
Vinnuvélasæti þarf að vera þægi-
legt, stillanlegt fram og aftur og
með bakstillingu. í höstum
legir að gerð. Miklu skiptir að hægt
sé að stilla hæð og halla sætisins - og
heppilegt er að stóllinn sé léttur og
sætið lagað að líkamanum.
vinnuvélum og þar sem ekið er á
missléttum brautum er sérstök
þörf á góðri fjöðrun sætisins. Sá
sem stjórnar vörubíl eða vinnu-
vél þarf oft að sitja án þess að
geta staðið upp til að rétta úr sér.
Breytilegt skyggni, færð og ólík
verkefni valda þvi að stjórnandi
slíkra tækja þarf oft að skipta um
stellingar. Allt þetta veldur því
að gera verður sérstakar kröfur
um að sæti stjórnandans sé auð-
velt að stilla, þægilegt og tryggi
eðlilega útgufun frá líkamanum.
Tilbreyting og hvfld.
Skoðum hlutina
í samhengi
Auk þess sem góðar vinnustell-
ingar létta á álagi á hrygg og
vöðvaspennu má einnig gera það
með tilbreytni í starfinu - að sitja
og standa til skiptis. Og með því
að taka hvíld til slökunar. Fyrstu
mínútur hvíldarinnar nýtast best.
Hér hefur verið fjallað sérstak-
lega um vinnustóla en auðvitað
er vænlegast að skoða vinnuskil-
yrði st'n í samhengi. Huga að
áhrifum allra helstu þátta sem
móta það og ráða mestu um líðan
starfsmannsins. Athugun vinnu-
stólsins hlýtur t.d. alltaf að vera
nátengd því að huga að borðhæð
(stillanlegri hæð og halla) gólfi,
undirlagi, rými fyrir fætur, lýs-
ingu og átaki sem fylgir starfinu,
kröfum um nákvæmni, afköst -
og síðast en ekki síst líkamsbygg-
ingu notandans.
Hver og einn þarf að prófa sig
áfram. Starfsmenn þurfa að geta
rökstutt kröfur sínar og útskýrt
þar sem úrbóta er þörf. Atvinnu-
rekendur þurfa að meta gildi
góðra vinnuskilyrða fyrir bæði
starfsfólkið og fyrirtækið. Góð
vinnuskilyrði hafa áhrif á afköst
og viðhorf starfsmanna.
í þessu efni sem öðrum er
snerta aðbúnað og hollustuhætti,
ættu öryggistrúnaðarmenn og ör-
yggisverðir að setja sig sem best
inn í hvaða verkefni eru aðkall-
andi - og leggja sitt af mörkum til
að þau verði leyst.
Vinnustóllinn ræður miklu um líðan notandans. Og sífellt fjölgar þeim störfum sem setið er við. Á þetta minnir for-
síða síðustu ársskýrslu Finnsku atvinnusjúkdómastofnunarinnar eins og sést á myndinni hér að ofan.
MWF. :
Finnfeli
Instituie of Occupational Ht ahli
Annual Report 1984
Verðkönnun N.A.N.
a Akureyri
Neytendafélag Akureyrar hefur
gengist fyrir verðkönnun á hrein-
lætisvörum, sem fást hvort heldur
sem er í matvörubúðum og apótek-
um. Helsti tilgangurinn með verð-
könnuninni var að fá fram hvort
mikill verðmunur væri þarna á
milli. Skráð var 21 tegund í
könnuninni. 8 þeirra reyndust
ódýrastar í Hagkaup, 7 í Hrísa-
lundi, 4 í Akureyrar apóteki og 1 í
Stjömu apóteki, Matvörumarkað-
inum og KEA í Sunnuhlíð.
Verðmunur er umtalsverður á
ýmsum vörum, svo sem bleyum og
Johnson’s Baby Lotion, en í þessari
könnun kemur ekki fram afgerandi
munur milli apótekanna annars
vegar og dagvöruverslana hins
vegar.
Þess ber að gæta að í öllum til-
fellum var miðað við ákveðið vöru-
merki hverrar tegundar. Þar sem
umrætt vörumerki var ekki til, voru
í flestum verslununum til ýmis önn-
ur rnerki, þó það komi ekki fram. í
þessum vöruflokkum eins og mörg-
um öðrum er oft mikill fjöldi vöru-
merkja á boðstólum og talsverður
verðmunur á milli þeirra. Þess
vegna er vissara að hafa augun hjá
sér og gera verðsamanburð í hillun-
um. Hver og einn neytandi verður
að velja tegund og verð við sitt
hæfi.
Verðkönnun N.A.N. á Akureyri 9.-10.10.1985
Hreinlætisvörur
Maqn Haqkaup
KEA Akureyrar- Stjörnu-
Sunnuhlló apétek apótek
Bamba dagbleyjur
" náttbleyjur
Pampers bleyjur normal
" maxi
Sjafnar dömubindi venjuleg
" " litil
Vespré dömubindi gulur pk.
Tannkrem Colgate fluor
Tannbursti Jordan stór
Tannbursti Jordan barnastæró
Kópral sportsjampó 125 ml
Silkience sjampó 200 ml
Wellin sjampó, ódýrasti litur 250 ml
Kópral hárnæring " " 125 ml
Wella hárnæring gr*n 200 ml
Wella sjampó 200 ml
Johnson’s Baby Lotion ' 120 ml
liand san handáburóur ?5 ml
Plástur llansaplast 20 stk
Friskamin 250 ml
Sanasol án sykurs 500 ml
50 stk
35 stk
28 stk
30 stk
18 stk
10 stk
10 stk
93 ml
185,00
176,00
269,00
«09,00
30.90
55.90
56.90
59.90
54.90
«1,90
82.90
36.90
116,00
89.90
78.90
79.90
37.90
66,20
133,60
196.30 230,75
186,10
281,10
482,60
«1,60 «8,75
26.30 30,90
58,55
52,00 48,50
58,90
37.40
88,10
105,40 77,95
32.30 35,35
124,80 . 135,30
93.40 97,45
91,00 86,70
84,50 89,9.0
40.80
58.80 76,10
111.30 163,10
196,35
312.40
41,65
32,80
59,50
52,05
62,00
37.40
88, 10
75, 10
34,00
131.40
98.40
89,00
43,00
76,10
120,60
375,00
537,00
51,00
32,00
50,00
69,00
55,00
95,00
64,00
88,00
93,50
63,00
90,00
69,00
231,00
218,00
351,50
558,00
50,00
31,00
54,00
62,00
61,00
58,00
40,00
90.00
121,00
9B.00
91,00
91,00
37,50
Lægsta vcró á hvcrri teyund cr undirstrikaó.
Tölurnar i könnunlnni skýrn si<j sjálfar, on litió er h*gt að draga
nlóurstöíurnarvsaman, )<ar scm fáar tcgundir fcngust i ölium búóunum.
Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir
forstöðumanni
við dagheimilið Pálmholt sem er 2ja deilda dagvist.
Staðan veitist frá 1. jan. '86.
Nánari uppiýsingar á Félagsmálastofnun Akureyrar
alla virka daga frá kl. 10.00 til 12.00, sími 96-25880.
Gjaldkeri
Gjaldkera vantar nú þegar eða í síðasta lagi 15.
nóv. Æskilegt er að viðkomandi hafi verslunarpróf
og/eða reynslu í skrifstofustörfum.
Allar nánari uppl. um starfið veitir aðalgjaldkeri
eða kaupfélagsstjóri.
Kaupfélag Húnvetninga.
Blönduósi.