Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 5
21. október 1985 - DAGUR - 5
__orð í belg_
Hinar „frjálsu"
sjónvarpsstöðvar
geta ekki orðið „frjálsar“
Ég vil ekki aðeins óska Norð-
lendingum og Akureyringum til
hamingju með Dag sem dagblað,
heldur öllum íslendingum.
Undanfarna daga hef ég verið
að lesa Dag og stúdera hann hátt
og lágt með nýrri tækni og lesa
milli línanna, og nú hef ég komizt
að þeirri niðurstöðu, að Akur-
eyrar dagblaðið Dagur er heil-
brigðasta dagblað á íslandi nú
sem stendur. Ég vona bara að
þessi andlega heilbrigði og heið-
ríkja sem Dagur ber með sér inn
á íslenzk heimili víða um land
verði varanleg.
Ég hef undanfarin ár verið að
fylgjast með menningarþróuninni
heima á íslandi út frá sjónarhóli
Vestur-Evrópubúa, en þar kenn-
ir margra grasa.
Þeir sem fást við menningar-
störf, og einnig þeir sem þurfa að
einhverju leyti að njóta af slíkum
störfum, þyrftu nauðsynlega að
geta gert sér rétta grein fyrir
menningarþróuninni eins og hún
birtist oft í Vestur-Evrópu.
íslenzk alþýða sem þarf að
vinna svo að segja myrkranna á
milli til að geta haft í sig og á, má
ekki fara á mis við réttar og heið-
arlega unnar uppiýsingar um hina
almennu menningarþróun í
heiminum og sérstaklega í Vest-
ur-Evrópu. I raun og veru á ís-
lenzk alþýða heimtingu á réttum
upplýsingum um menningarmál-
efni. Hér er ekki hægt að fara út
í alla skapaða hluti sem nú gerast
á menningarsviði Vestur-Evr-
ópu, en skynsamlegt væri að
minnast aðeins á vandamál sjón-
varpsins.
Það var í raun og veru á Ítalíu
sem hin svokallaða ríkiseinokun
á sjónvarpið var brotin á bak aft-
ur í Vestur-Evrópu. Þetta gerðist
á árunum kringum 1976. Á
skömmum tíma urðu hinar
frjálsu ítölsku einkasjónvarps-
stöðvar eitthvað um 600. En sam-
keppnin fækkaði þeim fljótt nið-
ur í 200. Af þessum 200 frjálsu
sjónvarpsstöðvum eru aðeins
þrjár stórar sjónvarpsstöðvar
með eitthvað um 2000 senda sem
eitthvað mega sín, og eru þær all-
ar í eigu eins auðmanns að nafni
Silvio Berlo Sconi. Þessar
„frjálsu" sjónvarpsstöðvar eru á
ítölsku kallaðar: Le televisione
private.
Einar Freyr
skrifar
ítalska Ríkissjónvarpið er kall-
að Rai (borið fram ,,ræ“). þ.e.
Radio televisione Italiana.
Hinar „frjálsu“ sjónvarps-
stöðvar eða Le televisione pri-
vate hafa aðeins fleiri áheyrendur
en Ríkissjónvarpið Rai.
Ástæðan fyrir því að ég dreg
þetta fram í dagsljósið er sú, að
nú er þegar komin talsverð
reynsla fyrir þessu nýja „frelsi“
fjölmiðla á Ítalíu og sem er afar
lærdómsríkt fyrir alla. Og hvað
segir reynslan? Hefur þetta nýja
„frelsi" verið nýskapandi kraftur
fyrir ítölsk sjónvörp og ítalska
áheyrendur?
Einn af gáfuðustu blaðamönn-
um Bandaríkjanna er kona að
nafni Sary Gilberth. Hún starfar í
Róm á vegum Washington Post
og CBS-News. Hún hefur einmitt
kynnt sér þessa þróun sjónvarps-
ins á Ítalíu. Við skulum gera okk-
ur ljóst að kona eins og Sary Gil-
berth er persónuleiki sem lætur
engan segja sér fyrir verkum,
hvorki konunga, nóbelsverð-
launahafa eða páfa. Dómar
hennar um nienn og málefni eru
mjög vel yfirvegaðir og sjálfstæð-
ir. Hún vísar öllum rógi á bug og
hatar hlutdrægni og óheiðarleika.
Hún er sem sagt sannur, gáfaður
og vel menntaður bandarískur
blaðamaður. Það er því mjög
áhugavert að kynna sér sjónar-
mið hennar um reynsluna af
ítölskum sjónvarpsstöðvum.
Og hvað segir Sary Gilberth?
Hún heldur því fram að hinar
nýju „frjálsu" sjónvarpsstöðvar
Le televisione private hafi ekki
komið með neitt nýtt og séu alls
ekki nýskapandi, þvert á móti.
Einu áhrifin sem þær hafa haft á
Ríkissjónvarpið eru þau að það
sýnir nú fleiri kvikmyndir en
áður. Og hún segir að hinar
vönduðu dagskrár er hafa menn-
ingargildi komi frá Ríkissjón-
varpinu. Hin nýja þróun hefur
leitt til þess að á hverjum sólar-
hring árið um kring eru á Ítalíu
sýndar eitt þúsund og tvöhundr-
uð leiknar kvikmyndir í sjón-
vörpunum.
En hver var drifkrafturinn í
hinum „frjálsu“ sjónvarpsstöðv-
um? Aðalatriðið var að græða
peninga á sjónvarpsauglýsingum.
Fólkið var lokkað með tómum
leiknum kvikmyndum sérstak-
lega bandarískum myndum. En á
sjö mínútna fresti var sýningin
rofin og nýrri auglýsingu hleypt
inn á milli. Ríkissjónvarpið sem
fær um 50 prósent af tekjum sín-
um frá auglýsingum, hefur sér-
stakan tíma fyrir auglýsingar líkt
og í íslenzka sjónvarpinu. ítalska
Ríkissjónvarpið er upplýsandi
menningartæki í beztu merkingu,
en markmið hinna „frjálsu" sjón-
varpa Le televisione private er
peningagróði. Af þessum ástæð-
um bendir Sary Gilberth á það,
að hin „frjálsu“ ítölsku sjónvörp
séu í raun og veru alls ekki
„frjáls“, heldur þvert á móti.
Hinar „frjálsu“ sjónvarps-
stöðvar geta ekki orðið raunveru-
lega „frjálsar" og nýskapandi
nema með því að læra mikið af
starfsemi Ríkissjónvarpsins Rai.
Gautaborg 10.10. 1985,
Einar Freyr.
^iögnL---------------------------------------------------------------------------
Það varnúþað...
Það er haust, sláturtíð, ár æsk- fyrir launum slnum og greiddu styrkinn og gera loksins konum
unnar og síðast en ekki síst, síðan af þeim fyrir vörur og og körlum jafnhátt undir höfði.
kvennaáratugur. Þetta er ekki þjónustu. En þetta var kol- Þarna opnast körlum glfurlegur
svo Iftið hvert fyrir sig, hvað þá ómögulegt kerfi og allt of einfalt. möguleiki. Má fullyrða að hér sé
svona allt I einu, Haust og slát- Og nú var fundið upp nýtt kerfi, um að ræða mörg atvinnutæki-
urtíð eru árlegir viðburðir en sem kalla má, hringrás pening- færi.
æskulýðsár og kvennaáratug- anna, eða það sem enn réttara Eins og flestir ættu að vita,
ur, eru mun sjaldgæfari fyrir- væri, hringavitleysu. Hún er í getur kona ekki átt barna nema
brigði. Og brátt mun kvenna- því fólgin að fyrst fæ ég pening- á niu mánaða fresti. Hér er
áratugurinn horfinn í aldanna ana í hendur en verð siðan að „karl-dýrið“ mun fullkomnara.
skaut með misjafnlega mikilli greiða drjúgan slatta af þeim til Það er raunar engum tak-
eftirsjá og jafnvel engri. ríkisins. Síðan greiðir ríkið mér mörkunum háð hvað þeir gætu
Ég sá í viðtali við eina áratug- til baka svo að ég geti greitt þá þetta ört, en vandalaust ætti
ar-valkyrjuna, að tilgangurinn aftur ríkinu. Einfalt og hentugt, það að vera hverjum meðal-
meö þessu uppátæki væri sá ekki satt? manni að eiga eitt barn í viku.
„að upplýsa hver væri staða Eitt af því sem við borgum til Miðað við núverandi fæðingar-
konunnar í dag“. Þetta hlýtur aö ríkisins til að fá endurgreitt til styrk, gætu þetta orðið allra
vera meira en lítið flókiö mál, þess aö borga aftur, er barns- sæmilegustu laun, sem þar að
sem tekur tíu ár að upplýsa. burður. Það skal viðurkennt, að auki væri vonlaust að svíkja
Undirritaður, sem er að vísu oftast mæðir meira á konum í undan skatti. Það skal tekið
„karl-dýr“, telur í einfeldni sinni þessu sambandi, enda fá þær fram að þetta er auðvitað útilok-
að mun hægara hefði verið að einar greiðslu fyrir. En þráttfyrir að nema með mjög náinni og
fela einhverjum, - einstaklingi allt jafnréttistal, er kynjum herfi- góöri samvinnu kynjanna. En
eða stofnun, að upplýsa þetta lega mismunað hvað þetta ekki ætti að vera ástæða að
mál á svona viku eða tíu áhrærir. Allir greiða og þess kvíða í þessu sambandí. Við
dögum. En mannskepnan er vegna eiga allir jafnan rétt til höfum nú verið svo góðir við
merkilega iðin við þá iðju aö greiðslu til baka. þær, þessar elskur, undanfarin
gera einfalda hluti flókna og Það gladdi því mjög mitt tlu ár, að þær ættu nú I staðinn
helst óskiljanlega. „karla-hjarta", þegar ég frétti að vera dálítið góðar við okkur,
Lengi vel var það fyrirkomu- um daginn að til stæði aö næstu tíu.
lag allsráðandi, að menn unnu breyta þessu með fæðingar- Hógni.
Eldridansaklubburinn
Dansleikur verður í Húsi aldraðra, sími 23595, laugardaginn
26. okt.
Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Ford Bronco árg 72,
nýuppsmíöaður og klæddur, til sölu. Ekinn 500 km á
vél. Uppl. í síma 95-6119 í vinnu, 95-6271 heim.
Sólstofan
er opin:
■«>
Mánudaga - föstudaga frá kl. 9-23,
laugardaga 10-19.
Karlatímar föstudagskvöld frá kl. 19-23.
★ Nýjar perur
★ Sturtur
★ Sauna
★ Kaffi, te
★ Tónlist við hvern
lampa
★ Góð snyrtiaðstaða
Tryggvabraut 22 • Akureyri
Sími 24979
Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar 41534 • Sérleyfisferðir ■
Hópferðir • Sætaferðir ■ Vöruflutningar
Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri
VETRARÁÆTLUN 1985-86
S M Þ m m o=
Frá Reynihlíð ki. ★ 08.00
Frá Laugum kl. 09.00
Frá Húsavík kl. 18.00 09.00 09.00 09.00
Frá Akureyri kl. 21.00 16.00 16.00 17.00
Frá Akureyri í Laugar og Mývatnssveit kl. 17.00
★ Vöruflutningab. á þriöjud. Brottför um kl. 15.00
frá Ríkisskip Akureyri.
Farþegar frá Mývatnssveit og Reykjadal eru sérstaklega hvattir
til að panta daginn fyrir brottför á Hótel Reynihlíð sími 44170
eða hjá Flugleiðum Húsavík sími 41140.
Afgreiðsla Húsavíkur: Flugleiðir, Stóragarði 7, s. 41140.
Farþegaafgr. Akureyrar: Öndvegi hf., Hafnarstr. 82, s. 24442.
Öll vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu s. 23936.
ATH. Vörur sem flytja á frá Akureyri þurfa að berast tímanlega.
Sérleyfishafi.
Nauðungaruppboð
Mánudaginn 28. október kl. 14.00 verður eftir-
greint lausafé selt á nauöungaruppboði, sem
hefst aö Glerá Akureyri á fyrrgreindum tíma, en
þar veröur seldur vinnuskúr og díselrafstöö 35kw
tipe TT 18 International meö rafal og tilheyrandi.
Uppboðinu veröur síðan framhaldiö að Klauf í
Öngulstaöahreppi, þar sem annar vinnuskúr
veröur seldur. Annar vinnuskúra þessara er
2,4x5 m og hinn 2,40x4 m.
Uppboð þetta fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafs-
sonar hdl. Ávísanir ekki teknar gildar, sem
greiðsla, nema með samþykki uppboöshaldara.
Greiðsla viö hamarshögg.
Bæjarfógetinn Akureyri,
18. október 1985.
Sigurður Eiríksson, aðalfulitrúi.