Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 11
21. október 1985 - DAGUR - 11 Listahátíð eyfirskra kvenna - opnuð um helgina - opin fram að 24. okt. Það var mikið um að vera hjá norðlenskum konum um helgina, þær opnuðu listahá- tíð sína í tengslum við lok kvennaáratugar. Þær voru alls 5 sýningarnar sem opnaðar voru á laugardag- inn. En áður hafði Þóra Sigurð- ardóttir sýnt verk sín í Dyn- heimum. Ruth Hansen opnaði sína fyrstu einkasýningu í Gamla Lundi á laugardaginn. Við opn- unina lásu Sunna Borg og Stein- unn Sigurðardóttir ljóð eftir konur. Þær munu halda ljóða- lestrinum áfram kl. 20.30 öll kvöld vikunnar fram á fimmtu- dagskvöld. Á lofti Gamla Lundar sýna Margrét Jónsdóttir leirkera- smiður og Svava Sigursveins- dóttir verk sín. í Dynheimum var opnuð samsýning og einnig í Lóni, en það eru alls yfir 30 konur sem sýna verk sín á þessum mynd- listarsýningum. í Lóni var flutt kammertón- list við opnunina, um það sáu kennarar í Tónlistarskólanum, allt konur. Konur munu flytja tónlist kl. 20.30 öll kvöld vik- unnar á myndlistarsýningunni í Lóni. Allar myndlistarsýningarnar eru opnar frá kl. 15-22 fram til 24. október, en þann dag lýkur öllum samsýningunum. Sýning Ruthar Hansen mun standa fram á sunnudag. Þá var og sýning á handa- vinnu kvenna opin um helgina í anddyri íþróttahallarinnar. Þangað kom fjöldi fólks enda margt fágætra muna að skoða á þeirri sýningu. Frá þeirri sýn- ingu verður sagt í máli og myndum síðar í vikunni, en að lokum er fyllsta ástæða til að hvetja alla sem ekki hafa þegar barið list norðlenskra kvenna augum að gera það sem fyrst. I Lóni er samsýning. Ruth Hansen sýnir á neðri hæðinni í Gamla Lundi. Samsýning er á efri hæð Gamla Lundar. Myndir: KGA. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 73., 80. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Borgarhlíð 3a, Akureyri, talinni eign Rafns Sveinssonar fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hafnarstræti 88 e.h.n., Akureyri, þingl. eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, Gunars Sólnes hrl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstu- daginn 25. október kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hafnarstræti 88 n.h. suðurenda, Akureyri, talinni eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Fjölnisgötu 6, b- og c-hlutum, Akureyri, þingl. eign Norðurfells hf., ferfram eftir kröfu Benedikts Ólafs- sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Melasíðu 10j, Akureyri, þingl. eign Jóns S. Grétarssonar o.fl., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 50. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Hjallalundi 17a, Akureyri, talinni eign Jóns Carlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Jónasar A. Aöalsteinssonar hdl., Landsbanka Islands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Mánahlíð 4 e.h., Akureyri, þingl. eign Benedikts Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, bæjarsjóðs Akureyrar, Ólafs B. Árna- sonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bakkahlíð 20, Akureyri, þingi. eign Krist- jáns H. Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Aðalstræti 3 n.h., Akureyri, þingl. eign Árna Magnússonar o.fl., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, Haraldar Blöndal hrl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Steinahlíð 5 h, Akureyri, talinni eign Gylfa Krist- jánssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, bæjarsjóðs Akureyrar, Landsbanka Islands, Bene- dikts Ólafssonar hdl., Ragnars Steinbergssonar hrl. og Svölu Thorlacius hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.