Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÚRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðart______________________________ Háskóli á Akureyri Ráðherrahringleikur Sjálfstæðisflokksins tók enda, sem betur fer. Úrslitin liggja fyrir. Hvort þau boða betri tíð á reynslan eftir að leiða í ljós, en Norðlendingum til mikillar ánægju, hefur Sverrir Hermannsson, nýskipaður menntamálaráðherra, lýst yfir stuðningi við háskólakennslu á Akureyri. Sverrir hefur sagt, að stefnt skuli að því að þessi kennsla hefjist næsta haust. „Stefnt skal að“ getur að vísu verið svolítið teygjan- legt hugtak, en þrátt fyrir það verður ekki ef- ast um vilja ráðherrans í þessum efnum. Og Sverrir Hermannsson er þungur á bárunni, þannig að vonandi tekst honum að koma þessu máli heilu í höfn sem fyrst. Það yrði ómetanleg lyftistöng fyrir „skólabæinn" Ak- ureyri. Nýskipaður menntamálaráðherra sagði einnig í samtali við Dag, að hann vildi efla verkmenntakennslu á Akureyri enn frekar. Benti hann á í því sambandi, að fjölbreyttir menntunarmöguleikar væru vænlegasti kost- urinn til að halda unga fólkinu í heimahögum, byggðarlaginu til styrktar. Það eru orð að sönnu og mikið fagnaðarefni, að landsbyggð- in hefur eignast talsmann í menntamála- ráðuneytinu. — GS Arðsemi sparnaðar - skattur Ríkisstjórnin leitar nú leiða til að auka tekjur ríkisins svo draga megi úr skuldasöfnun og jafnvel greiða niður eitthvað af þeim skuldum sem safnast hafa upp. Þetta er ákaflega brýnt, þar sem svo stór hluti þjóðarframleiðsl- unnar fer nú í að greiða vexti af erlendum lánum. Til álita hefur komið að skattleggja vexti af sparifé, en sem kunnugt er hefur sparnaður í þjóðfélaginu verið að aukast. Þetta er hug- mynd sem hlýtur að verða skoðuð nánar. Samkvæmt upplýsingum sem forsætisráð- herra hefur látið afla frá öðrum löndum er sparifé víðast skattlagt með einhverjum hætti. Skattlagning á sparifé má ekki verða til þess að sparnaður leggist af á nýjan leik, því hann er ein af meginforsendum þess að ís- lendingum takist að vinna sig út úr þeim erf- iðleikum sem við er að glíma. Því er hæpið að skattleggja sparnaðinn sem eign, en athug- andi að skattleggja tekjurnar af þessari eign, þ.e. þá vexti sem greiddir eru umfram verð- tryggingu. Sá skattur má þó ekki verða það hár að arðsemi sparnaðar verði engin. -Yiðtal dagsins________________________ „Kann ágætlega við mig í stólnum héma niðri“ - Spjallað við Árna Blöndal, flugvallar- eftirlitsmann á Sauðárkróki í 20 ár Sauðárkróksflugvöllur. Fokk- er að taka í loftið. Inni í flug- vallarhúsinu situr Árni Blön- dal flugvallareftirlitsmaður og er í sambandi við flugmenn Fokkersins. Árni hefur verið flugvallarstarfsmaður á Sauð- árkróki frá árinu 1965 og starf- aði áður sem „altmugligt- mann“ á vellinum „sem ég er ef til vill ennþá,“ segir hann og brosir. „Ég hef hér eftirlit með flug- brautinni og gef veður- og flug- skilyrði,“ segir Árni. Bætir því við að umferð um völlinn sé ekki mikil „það eru svona níu hundr- uð til eitt þúsund lendingar á ári. Að vísu töluvert fleiri á meðan hér var flugskóli, en hann er nú aflagður. Það voru ekki nógu margir sem höfðu áhuga á að læra.“ Flugbrautin sem nú er notuð á Sauðárkróki var lögð fyrir átta árum og er tveggja kílómetra löng. Og það er unnið að því að lengja hana um einn kílómetra. „Þá mun hún geta tekið við öllu sem flýgur,“ segir Árni. „En þetta kemur varla til fyrr en brautin verður malbikuð og væntanlega lagður hiti í hana líka, þannig að hún verður auð árið um kring.“ Flugstöðin á Sauðárkróksvelli er ekki sérlega stórbrotið hús. „Þetta er engin aðstaða," segir Árni um það mál. „En ég held að þegar búið verður að reisa þær flugstöðvar sem nú eru í bygg- ingu muni röðin koma að okkur. En eins og aðstaðan hér er núna er ekki hægt að bjóða upp á mikla þjónustu. Þegar flugáhöfn er komin hingað inn er vart hægt að snúa sér við - hvað þá þjón- usta farþega, það er gert uppi í bæ.“ Árni hefur starfað lengi við flug og flugvélar, en skyldi hann aldrei hafa haft áhuga á að læra flug? „Ég byrjaði aðeins í svifflugi, en kveikti aldrei verulega. Við vorum hérna með renniflugu, sem var lítið annað en grind með vængi og við vorum nokkuð margir í þessu. En satt að segja voru skilyrðin ekki nógu góð. Ég get heldur ekki sagt að ég hafi prófað vélflugur að ráði - og eig- inlega kann ég ágætlega við mig í stólnum hérna niðri,“ segir Árni. Við förum að rifja upp gamla daga og skoða myndir af gömlum flugvélum, myndir á veggjum flugvallarhússins. Þar kennir ým- issa grasa, Grummanflugbátur - „Jjeir voru í síldarflugi,“ segir Árni. Og það eru líka myndir af snjómoksturstækjum og miklum snjó. „Þetta var á gamla flugvell- inum, sem var staðsettur á svo- kölluðum Borgarmýrum,“ segir Árni. „Hann var orðinn slæmur í seinni tíð, stundum yfirflotinn vatni og varla lendandi á honum. Helst að það væri hægt að lenda þristinum gamla, enda mátti eig- inlega skella honum í hvað sem var,“ hlær Árni. Á einni mynd- inni er Douglas DC 6. Arni: „Þessi vél var frá Seaboard West- ern flugfélaginu og lenti hér 27. febrúar 1957. Bæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur voru lokaðir og þá kom vélin hingað. Sveimaði lengi hér yfir áður en hún lenti. Það gekk á með éljum en var að öðru leyti þokkalegt veður og vélin lenti hér heilla- drjúgri lendingu. Þeir voru held- ur fegnir, flugmennirnir þegar þeir stigu út, enda voru tankar vélarinnar orðnir nær þurrir.“ Og það er ýmislegt fleira sem kemur upp í huga Árna þegar hann fer að rifja upp, enda starfs- ferill hans langur. En hér setjum við punkt. - KGA F2>/Æ /9K&&/9/ÝIEG/9 GOrr /}£> &/?//&/? / i////a/u///}, gc/gg/ /?///// '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.