Dagur - 28.10.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 28. október 1985
I Sjallanum var margt um manninn á fimmtudagskvöldia
Á Húsavík var mikið um dýrðir. í Félagsheimilinu var m.a. kórsöngur kvenna.
Aðalsteinn Guðmundsson og Jón Þengilsson hlupu 1 skarðið
fyrir konurnar í sjoppunni hjá Bílaleigu Akureyrar, en h|a
Esso-nestunum mætti kvenfólkið til vinnu. Stjornendur Esso-
nestanna sendu þeim snittur í tilefni dagsins
í Skemmunni handléku karlmennirnir klæði og skæri af mikilli fimi.
Þá kátarvoru konur
- Kvennafrídagurinn þótti takast með eindæmum vel
- h- ■*——
a ......r inon nrkurík fæða.
Ýmis skemmtiatriði voru á dagskra . Al.anum a ..m..uu«»Bo-------—
dalvískar konur að fiytja söngva úr Saumastofunm.
Kvennafrídagurinn var hald-
inn síðasta fímmtudag með
miklum elegans. Flestar kon-
ur lögðu niður vinnu, til að
vekja athygli á hversu ómiss-
andi þær eru, til að vekja
menn til umhugsunar um það
launamisrétti sem þær búa
við og í þriðja lagi til að
minnast þess að kvennaára-
tugur Sameinuðu þjóðanna
er liðinn.
Það kom greinilega í ljós á
kvennafrídaginn, að hlutur
kvenna í atvinnulífinu er stór.
Margar verslanir voru lokaðar
og fyrirtæki stór sem smá lull-
uðu áfram á lágmarksdampi.
Ekki lögðu þó allar konur niður
vinnu, ýmist vegna þess að þær
töldu það ekki þjóna neinum
tilgangi, eða þá að þær töldu of
mikla hagsmuni í húfi fyrir
vinnuveitandann. Þannig mættu
10 af 25 konum á dagvakt hjá
skóverksmiðjunni Iðunni, ekki
þó vegna þess að tvöföld laun
voru í boði, heldur vegna þess
hve stór verkefni liggja fyrir
hjá verksmiðjunni. Hjá Útgerð-
arfélgi Akureyringa hf. mættu
nokkrar konur til vinnu og hjá
KEA var aðeins hægt að hafa
tvö matvöruútibú opin og í einu
þeirra var afgreitt um lúgu. Að-
eins tvær deildir í Vöruhúsinu
Það var fáliðað við snyrtinguna hjá hraðfrystihúsi Útgerðarfélagsins.
voru opnar og skrifstofurnar
voru fámennar. Þannig mætti
áfram telja og ástandið var svip-
að á öðrum þéttbýlisstöðum á
Norðurlandi.
Konur á Akureyri voru með
skipulagða dagskrá í Alþýðu-
húsinu frá því kl. 9 um morgun-
inn fram á kvöld. Þegar líða tók
á daginn „sprakk" Alþýðuhúsið
utan af konunum og var þá
ákveðið að hafa einnig sam-
fellda dagskrá í Sjallanum. Á
Húsavík voru konur með dag-
skrá í Félagsheimilinu og þar
var fjölmennt. Konur frá
Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði,
Húsavík og víðar að heimsóttu
kynsystur sínar á Akureyri.
Hér á síðunni er myndasyrpa
frá kvennafrídeginum, sem
Kristján G. Arngrímsson og
Gestur Einar Jónasson eru höf-
undar að. - GS