Dagur - 28.10.1985, Qupperneq 9
28. október 1985 - DAGUR - 9
„Átján þúsund áratog“
- athugasemd frá Jóni Bjarnasyni frá Garðsvík
Fyrir nokkrum vikum birti ég í
vísnaþætti Dags eftirfarandi vísu,
sem ég lærið á barnsaldri og þótt-
ist enn kunna rétta:
Utan afSandi og inn á Vog,
er það mældur vegur:
Átjánhundruð áratog
áttatíu og fjegur.
Þarna varð mór illa á í mess-
unni. Vísan mun sunnlensk og
líklega ort á Eyrarbakka eða þar
í grennd, eins og fram kemur
síðar. Rétt hefur hún borist hing-
að norður. Fyrir því hef ég orð
gamals sveitunga míns, Sigurðar
Benediktssonar frá Jarlsstöðum í
Grýtubakkahreppi. Hann lærði
vísuna ungur. Líklegast er að ég
hafi aðeins heyrt meirihluta vís-
unnar og síðan hafi ég af barna-
skap mínum prjónað framan við,
sem mér þótti þurfa. Pannig til-
reidd hefur svo stakan legið í
minni mínu þar til nú, að henni
skaut upp á yfirborðið. Með
þessum hætti eða svipuðum, mun
oft henda að vísur brenglast í
meðförum manna.
Nýlega rétti Sverrir Pálsson
skólastjóri að mér ljósrit af grein
er Oddur Oddsson gullsmiður og
fræðimaður á Eyrarbakka ritaði.
Hann var hinn merkasti maður.
(F. 1867. D. 1938.) Skjóta má því
að í leiðinni, að Oddur var móð-
ur-afi Sverris Pálssonar.'
Grein þessi birtist í bók Odds
sem gefin var út af ísafoldar-
prentsmiðju 1941 og nefnist
Sagrtir og þjóðhættir. Raunar er
greinin upphaf alllangrar sjóferð-
arsögu, en þarna er að finna allt
það sem sannast verður vitað um
margnefnda vísu. Læt ég bóka-
kafla Odds Oddssonar fylgja of-
anrituðu og Sverri Pálssyni þakka
ég framlag hans til leiðréttingar
minnar.
Jón Bjarnason.
Selvogsferð 1931
„Af Eyrarbakka út í Vog
er það mældur vegur:
Átján þúsund áratog,
áttatíu og fjegur. “
Þessi gamla vísa er ein þeirra
fyrstu, sem ég lærði, en aldrei hef
ég heyrt nefndan höfund hennar,
og svo er um flesta höfunda að
lausu tækifærisvísunum okkar ís-
lendinga. Liggur þó oft svo margt
í vísum þessum, og enn fleira á
bak við þær, að höfundar þeirra
verðskulda fullkomlega, að nöfn-
um þeirra hefði verið haldið á
lofti, og svo er um þessa vísu. Að
gamni mínu fór ég að skyggnast
eftir, hvort nokkur líkindi væru
til þess, að höfundur hennar
hefði byggt tölur þær, er í vísunni
eru nefndar, á nokkrum veruleg-
um rökum, því að flestir - bæði
ég og aðrir - munu hafa álitið töl-
ur þessar settar svona fram af
handa hófi, blátt áfram út í
loftið, einungis rímsins vegna.
Nú tók ég uppdrátt herfor-
ingjaráðsins og mældi á honum
venjulega sjóleið frá Pvottakletti
á Eyrarbakka og út að Strönd í
Selvogi. Lætur það nærri að vera
30.000 metrar, kom þá 1,66 metr-
ar á hvert áratog eða tæpur
faðmur, og mun það láta mjög
nærri hinu venjulega, þegar tekn-
ar eru til greina allar kringum-
stæður á svo langri sjóleið, svo
sem sjávarföll, hvíldarlaus róður
o.fl.'). Ég get því ekki betur séð
en höfundur vísunnar hafi í raun
og veru sjálfur talið áratogin alla
þessa leið, og má það hafa verið
fram úr skarandi elju og aðgæzlu
verk. Má nærri geta, að slíkur
maður hefir skyggnzt eftir fleiru
en þessu. Væri gaman að vita,
hver hann hefur verið.
Séra Jóni Vestmann, Selvogs-
þingapresti, væri vel trúandi til
þessa, en þó dregur það fremur
úr líkindum þess, að leiðin er tal-
in frá Eyrarbakka, sem sýnist
fremur benda á, að höfundurinn
hafi verið þaðan, eða að austan.
Hvað sem er um það, vísan er
merkileg og ber vott um fróðleiks
þrá; að vita um vegalengd á
ómældri leið, og fá þann fróðleik
- þótt ófullkominn væri að vísu -
og varðveita hann á einfaldan en
tryggan hátt. Og það hefur
tekizt. Vísan lifir enn.
Mér er ekki kunnugt um, að
annars staðar hafi sjóleiðir verið
mældar í áratogum.
Hitt er alkunnugt, að formenn
mældu sjóleiðir eftir dægra sigl-
ingum.
1) Þetta hef ég borið undir álit for-
manna í Þorlákshöfn, sem þessari leið
eru nákunnugir, og voru þetr því sam-
þykkir að öllu athuguðu, meðal annars
hér tíðkanlegu áralagi.
Einn þeirra, Jón Guðmundsson á
Gamla-Hrauni, hafði oft að gamni sínu
talið áratog á vissu svæði þarna, sem
einnig styrkir þetta, og sýnir um leið áhrif
strauma á gang skipa þar.
Kappróið skip, á styttri leið, fer auð-
vitað miklu lengra í hverju áratogi.
Athugasemd frá ritstjórn:
Jón sendi okkur þessa grein til
birtingar fyrir alllöngu, en því
miður glataðist fyrsta handrit
hans. Það kom ekki í ljós fyrr en
Jón var farið að lengja eftir að
sjá greinina. En þegar handritið
fannst ekki hafði Jón snör hand-
tök og skrifaði aðra grein. Hún
kom á ritstjórn með eftirfarandi
vísukorni:
Þynnist húðin ef þetta týnist.
- Þessa hótun skal Gísli muna.
Ég bið andskotann, ef mér sýnist,
að annast fyrir mig hýðinguna.
Félag smábátaeigenda á Akureyri:
„Mótmælum harðlega..“
Stjórn Varðar, féiags smábáta-
eigenda á Akureyri, hefur sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
Eigendur smábáta við Eyja-
fjörð mótmæla harðlega þeim
hömlum sem sjávarútvegsráð-
herra hefur sett um veiðar smá-
báta á þessu ári, og telja þær að-
gerðir sem settar voru eftir 20.
sept. síðastliðinn óraunhæfar og
óeðlilegar þar sem haustveðrátta
og skammdegi hindra sjósókn
þessara báta. Slíkar hömlur gera
þeim sem hafa lifibrauð sitt af út-
gerð smærri báta mjög erfitt
fyrir.
Þeir eru alfarið á móti þeim
valkostum sem sjávarúfvegsráðu-
neytið hefur nýverið lagt frain
varðandi stjórnun á veiðum
smærri báta, en þær stefna ein-
göngu í þá átt að takmarka enn
frekar veiði þeirra, þrátt fyrir að
fiskifræðingar hafi lagt fram til-
lögu um þriðjungs aflaaukningu
á árinu 1986.
Það er eindregin skoðun
margra mætra manna sem til
sjávarútvegs þekkja að afli smá-
báta vegi létt hvað varðar fisk-
verndun. Þar að auki er útgerð
þessara báta mjog hagstæð fyrir
þjóðarbúið í heild.
Eigcndur smábáta við Eyja-
fjörð hvetja sveitarstjórnir og
þingmenn kjördæmisins til að
standa vörð um hagsmuni þeirra
manna sem stunda sjósókn á
smærri bátum hvort sem þeir
hafa það að aðalatvinnu eða
aukastarfi.
í blaðinu Fiskifréttum var ný-
lega viðtal við hugvitsmann-
inn Jón Tryggvason á Dalvík.
Er viðtalið í þættinum „Hug-
vit á hrakhólum“ og við gríp-
um niður í það hér á eftir.
Það fór eins og okkur grun-
aði. Þátturinn „Hugvit á hrak-
hólum“ á svo sannarlega erindi
í þetta blað. Þegar fyrsta viðtal-
ið við hugvitsmann í íslenskum
sjávarútvegi sem átt hefur erfitt
uppdráttar, birtist í blaðinu, var
þess getið að vart myndi líða á
löngu þar til framhald yrði á.
Svo hefur orðið raunin því á
ferð Fiskifrétta um Dalvík fyrir
nokkru, rákumst við á hug-
vitsmann sem uppfyllir öll skil-
yrði til þess að komast í þáttinn;
nefnilega ferskar hugmyndir og
hafa barist fyrir því að koma
framleiðslu sinni á framfæri
þrátt fyrir lítinn skilning og enn
minni fyrirgreiðslu.
Það sem Jón Tryggvason hef-
ur einkum fengist við eftir að
hann hætti útgerð, er fullvinnsla
ýmiss konar sjávarafurða. En
látum hann sjálfan segja frá:
- Það eru tvö ár síðan ég
byrjaði að grauta í þessu. Ég
veit eiginlega ekki af hverju
akkúrat þetta varð fyrir valinu.
Ég var búinn að tapa öllu í út-
gerðinni, þar á meðal 100 tonna
báti, Sænesinu og var því að
svipast um eftir einhverju til að
fást við. Ég byrjaði í sjólaxi.
Eins og menn vita þá er saltaður
ufsi fluttur héðan út í stórum
stíl til Þýskalands þar sem það
er stóriðnaður að vinna úr hon-
um sjólax. Ég byrjaði sem sagt á
þessu og nú er svo komið ad ég
tel mig vera búinn að ryðja inn-
fluttum sjólaxi af markaðnum
hér heima með tilheyrandi
gjaldeyrissparnaði, segir Jón og
glottir við.
í spjallinu við Jón kemur
fram að hann segist bjartsýnn á
framtíðina þrátt fyrir baslið á
undanförnum árum. Hann er
með ýmislegt á prjónunum og
meðal þess sem hann sýnir okk-
ur er ýmiss konar fiskur í hlaupi
s.s. rauðspretta með gulrótum
og grænum baunum og grafinn
fiskur og reyktur.
- Framtíðin sker úr um fram-
haldið. Það eitt er víst að það er
nægilegt hráefni hér. Fullt af
bátum og fjórir togarar. Mögu-
leikarnir eru fyrir hendi og ég
bind t.d. miklar vonir við nýja
pökkunaraðferð á sjólaxi. Ég er
að byrja að pakka sjólaxinum í
lofttæmdar umbúðir líkt og gert
er með flest venjulegt álegg.
Það er spennandi að standa í
þessu, segir Jón Tryggvason.
Sjólax á bretti hjá Jóni Tryggvasyni.
Mynd: Jens.
Fiskifréttir:
Hugvit á hrakhólum
JnögnL
Það var „meid in Æsland.
66
mm
Nýliöið sumar mátti hvað eftir
annað heyra í íslenska Ríkisút-
varpinu auglýsingu, sem lét Ktiö
yfir sér, en var þó allrar athygli
verð. Hún hljóðaöi svo: Hver á
island?
Eftir því sem næst verður
komist, báru auglýsingar þess-
ar lítinn eða engan árangur.
Réttur eigandi hefur ekki fundist
eöa gefið sig fram. Það vakti
ennfremur athygli, að þessar
auglýsingar voru lesnar i
flokknum: Fundir og mannfagn-
aður, í staðinn fyrir: Tapað,
fundið. Allt um það má telja
fullvíst að finnandinn sitji uppi
með fund sinn eins og hvern
annan óskilamun, sem enginn
vill við kannast.
En umrædd auglýsing, þótt
stórmerk væri, hvarf í skugg-
ann þegar auglýsingastríðið
mikla hófs. Bardaginn upp á líf
og dauða, Svali gegn Hæ-Sí.
Ekki liggja á lausu upplýsingar
um lyktir þess bardaga, en einn
af aðstanderidum hans lét svo
um mælt, að íslenskur iðnaður
hefði farið með sigur af hólmi.
Sannleikurinn mun hins vegar
sá, að þaö eina sem íslenskt er
( áðurnefndum iðnaðarvörum,
er vatnið.
Annars yljar það inn að
innstu hjartarótum, að rekast á
vörur i verslunum, sem bera
áletrunina: Meid in Æsland.
Það vekur upp ( manni eitthvert
dulið þjóðarstoit, - einhvern
djúpt blundandi nasjónal-sós-
íalisma, sem þó vonandi vakn-
ar aldrei til fulls. Og maöur
kaupir vöruna umyrðalaust þótt
hún sé bæðí ónothæf og óæt,
en þetta tvennt var lengi aðal-
einkenni á íslenskum iðnaðar-
vörum.
Einn fyrsti ávöxtur íslensks
iðnaðar, var kex. Ekki þótti það
Ijúffeng vara eða mjúk undir
tönn, enda seldist lítiö. Þá hug-
kvæmdist framieiðendanum að
auglýsa „brota-kex" á verk-
smiðjuverði. Verðið var þó svo
til það sama. En fólk trúði því
að það væri að gera góð kaup
og framleiöandinn rok-seldi
„brota-kex“, þótt engum dytti í
hug að kaupa óbrotiö kex í
verslunum. Þetta endaði loks
með því, að verksmiðjueigand-
inn varð að bæta við þrem
stúlkum, til að brjóta kex.
Ég minnist frásagnar
sjómanns, sem sigldi til Rúss-
lands skömmu eftir stríð. Viö
höfnina vann dyggur flokks-
maður rússneska kommúnista-
flokksins, sem auösýnilega var
hreykinn að framleiöslu lands
síns. Hann var óþreytandi að
benda á hvaöeina, bíla, vinnu-
tæki og jafnvel úrið sitt, svo-
segjandi á sinni bjöguöu ensku:
Meid in Rússía. íslendingarnir
gátu ekki svarað f sömu mynt.
Þeir áttu ekkert íslenskt, - ekki
einu sinni „brota-kex“. En
skyndllega fær einn þeirra hug-
Ijómun. Hann gengur hnarreist-
ur fram, þrífur út úr sór falskan
efri góm og rekur hann fast að
andliti þess rússneska, og segir
hreykinn: Meid in Æsland.
Högni.