Dagur - 28.10.1985, Page 11
28. október 1985 - DAGUR - 11
Minning:
T Jóhann Skaptason
Fæddur 6. febrúar 1904 - Dáinn 17. október 1985
Jóhann Skaptason fyrrverandi
sýslumaður Þingeyjarsýslu og
bæjarfógeti Húsavíkur andaðist
að heimili sínu þann 17. október
sl.
Nokkur ár eru liðin frá því að
hann hætti embættisstörfum, en
þau hjónin Sigríður og Jóhann
nutu efri áranna á sínu myndar-
lega heimili Túni Húsavík, tóku
þar með rausn á móti vinum og,
ættingjum, nutu haustdaga lífsins
við minningar um fjölbreytt og
litríkt ævistarf.
Par sem Fnjóskáin brýst í
gegnum Dalsmynnið vestur til
Eyjafjarðar er sérkennilegt og
fagurt landslag, spilar þar saman
áin, brattar hlíðar fjallanna og
birkiskógurinn. í þessu umhverfi
var og er frændgarður Jóhanns
Skaptasonar. Á Skarði í Dals-
mynni bjó afi hans Jóhann Bessa-
son og Sigurlaug Einarsdóttir,
þau merku hjón, og á bökkum
Fnjóskár, þar sem hún steypist
fram úr gljúfrunum stendur bær-
inn Litlagerði. Par bjuggu upp úr
aldamótunum foreldrar Jóhanns,
Skapti Jóhannsson og Bergljót
Sigurðardóttir, ættuð frá Kolla-
staðagerði á Völlum.
í Litlagerði fæddist Jóhann 6.
febrúar 1904 og var eini drengur-
inn í systkinahópnum. Þaðan
minntist hann oft fyrstu æskudag-
anna í litríku landslagi heima hjá
foreldrum og systkinum. En
dvölin var þar stutt og glöðu
æskudagarnir fengu skjótan
enda. Þegar Jóhann var aðeins
þriggja ára dó faðir hans frá sjö
ungum börnum og var það hinum
unga dreng og fjölskyldunni mik-
il raun.
Móðir hans reyndi að halda
barnahópnum saman, en lífsbar-
áttan var erfið, möguleikarnir
takmarkaðir, svo að flestum
barnanna varð að koma í fóstur.
Eitt sinn sagði Jóhann mér að
hann hefði stöðugt gengið með
þann ótta í brjósti að móðir hans
mundi ætla að koma sér í fóstur
til vandalausra, en það gat hann
ekki hugsað sér að skilja við
móður sína. í þessu sambandi
sagði hann mér frá því að eitt
sinn þegar hann var um 5 ára
gamall, hafi móðir hans tekið
hann með sér til að heimsækja
frændfólk sem þau áttu á Seyðis-
firði. Þessi ferð varð Jóhanni
eftirminnileg, því hann var
hræddur um að hún færi frá Seyð-
isfirði án þess að hann vissi og
mundi skilja hann eftir í fóstri
þarna til langframa.
Eitt sinn tapaði litli drengurinn
af móðurinni, líklega vegna þess
að hún hafi brugðið sér í næsta
hús. En þá varð Jóhann óttasleg-
inn og hélt að hún væri farin
norður, en hann einn eftir hjá
vandalausum. Þá tók litli dreng-
urinn til sinna ráða og ætlaði að
strjúka norður til heimahaganna
í Dalsmynni, og stefndi hröðum
skrefum upp á Fjarðarheiði. Þeg-
ar drengurinn var týndur var haf-
in af mörgum mikil leit og fannst
hann neðarlega á Fjarðarheiðinni
á leiðinni heim. Ef til vill hefur
þetta atvik orðið til þess að aldrei
síðar var um það talað að hann
þyrfti að yfirgefa móður sína,
nema sem sumardrengur í sveit.
Ég segi frá þessari bernsku-
sögu hér vegna þess að ég veit að
föðurmissirinn og erfiðleikar fjöl-
skyldu hans og hin mikla ást Jó-
hanns til móðurinnar, settu þegar
í upphafi varanlegt svipmót á
skaphöfn hans og lífsstíl allan.
En þó að fátækt og erfiðleika
bæru að garði fjölskyldunnar, var
Jóhann Skaptason fæddur inn í
hóp aldamótakynslóðarinnar.
Þegar á æskuárum, eignaðist
hann sína drauma um skóla-
göngu og að verða þátttakandi í
að byggja upp betra mannlíf í
landi okkar.
Jóhann hóf skólagönguna á
Akureyri, en þá var fjölskyldan
flutt þangað, en tók stúdentspróf
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1927 og lögfræðipróf frá Há-
skóla íslands 1932, hann var um
tíma við framhaldsnám erlendis.
Um þetta leyti, eða árið 1930
giftist Jóhann Sigríði Víðis Jóns-
dóttur, ættaðri frá Þverá í Lax-
árdal, mikilli mannkostakonu og
góðum lífsförunaut.
Nú voru bjartir dagar fram-
undan, og ungu hjónin trúðu á
lífið og framtíðina. Fyrir Jóhann
voru erfiðleikar æskudaganna að
líða hjá og þau fylgdu hinum
stóra ötula hópi aldamótafólksins
á vit nýrra og mikilla verkefna.
Þegar Jóhann Skaptason var 31
árs gamall er hann skipaður
sýslumaður Barðastrandarsýslu,
segja má því að þegar Jóhann og
Sigríður flytja til Patreksfjarðar
byrji lífsstarfið fyrir alvöru. Auk
embættisstarfa kom Jóhann mjög
við sögu um framfarir og fé-
agsmál. Hann var í stjórn Eyrar-
iparisjóðsins, stóð að uppbygg-
mgu hraðfrystihússins og hafði
forystu um byggingu sjúkrahúss-
ins, svo að nokkuð sé nefnt.
Hann ritaði fyrir Ferðafélag
íslands, Árbók um Barðastrand-
arsýslu og náttúrufar hennar,
enda var hann orðinn vel kunn-
ugur héraðinu, því marga ferðina
voru þau hjónin búin að fara á
hestunum sínum um sveitirnar
allar og áttu vinum að mæta. Þau
hjónin töluðu oft um dvölina fyr-
ir vestan, en þar voru þau í tutt-
ugu og eitt ár. Þar voru hnýtt
vinabönd sem ekki slitnuðu.
Árið 1956 rættist leyndur gam-
all draumur Jóhanns Skaptason-
ar. Þá var hann skipaður sýslu-
maður Þingeyjarsýslu og bæjar-
fógeti Húsavíkur, hann var þá 52
ára. Jóhann var mikill Þingeying-
ur, sveitamaður í húð og hár, og
málsvari þeirrar menningar sem
hér hefur ríkt, með sterkar rætur
meðal frænda og vina frá æsku-
dögunum. Það var honum því
mikil hamingja að fá tækifæri til
að vinna með þessu fólki sem
byggði héraðið og vera aftur
kominn heim. Sigríður átti líka
upphaflegu ræturnar í Laxárdaln-
um, svo að heimkoman til Húsa-
víkur, var heimkoma þeirra
beggja.
Þegar Jóhann Skaptason tók
við sýslumannsembættinu í Þing-
eyjarsýslu flutti hann með sér
mikla starfsreynslu sem reglu-
samur embættismaður af gamla
skólanum og lagði mikla og ná-
kvæma vinnu í skyldustörfin, og
svo tók hann til óspilltra mála að
sinna áhugamálum sínum, sem
urðu að iokum stór þáttur af ævi-
starfi hans.
Hann kom með með sér full-
mótaðar teikningar að stóru og
vönduðu íbúðarhúsi og viðbygg-
ingu fyrir embættið, hann kom
þessu upp á stuttum tíma og
nefndi Tún, stór lóð var umhverf-
is þar sem nú er mikill trjágróð-
ur.
Jóhann var merkur náttúru-
fræðingur, þeirrar þekkingar afl-
aði hann sér með lestri bóka um
þau efni, hann bar með sér mikla
ást til íslenskrar náttúru, ferðað-
ist töluvert um landið, safnaði
stöðugt steinum, fuglum, ýmsu
úr jarðfræði og þekkti vel til flóru
íslands. Af öllu þessu kom hann
með allmikið að vestan frá
Patreksfirði, og varð það síðar
uppistaðan að söfnunum, sem
hann stóð fyrir að koma upp á
Húsavík.
Jóhann Skaptason hafði mik-
inn áhuga á að efla þingeyska
menningu, og hann var ekki lengi
að framkvæma þær hugsjónir
sínar. Hann stóð fyrir þeirri
merkilegu framkvæmd, sem er
bygging Safnahússins á Húsavík.
Hann fékk stóra lóð í miðbænum
sem rúmar fleiri stórbyggingar,
svona var bjartsýni hans, áhugi
og reisn.
Bygging Safnahússins hófst
1967 og stóð yfir í 12 ár. Jóhann
var formaður byggingarnefndar
allan tímann og það er skoðun
allra að án hans dugnaðar hefði
ekki orðið af þessum fram-
kvæmdum. Hann fékk til liðs við
sig um 170 einstaklinga, sem allir
lögðu fé til byggingarinnar, sumir
stórfé.
Á vígsludegi Safnahússins 24.
maí 1980 þegar söfnin voru opn-
uð almenningi afhenti Jóhann
eignaraðilum, S.-Þingeyjarsýslu
og Húsavík, Safnahúsið skuld-
laust með öllu, en innistæðu á
byggingarreikningi, þessi saga er
eins og ævintýri.
Á þessum degi voru þau glöð
Jóhann og Sigríður, mikill
draumur hafði ræst. Þingeyingar
fjölmenntu og þökkuðu þeim af
heilum hug, glæsilega forystu um
byggingu Safnahússins, sem fyrst
og fremst er þeirra verk.
Þegar Jóhann skilaði af sér
þessum framkvæmdum hafði
hann skipulagt í aðalatriðum
náttúrugripasafnið. byggðasafnið
og að nokkru leyti skjalasafnið.
Bókasafnið var tekið í notkun
fyrr. Þetta stóra verk þeirra
sýslumannshjónanna, og sam-
starfsfólks þeirra er mikill og veg-
legur minnisvarði, sem setur svip
á héraðið allt og eflir þingeyska
menningu.
Jóhann ritaði um þetta leyti
Árbók F.í. um S.-Þingeyjarsýslu
austan Skjálfandafljóts.
Árið 1958 stóð hann fyrir að
gefa út nýtt tímarit, Árbók Þing-
eyinga, ritaði hann upphafsorð
og lýsti því að þetta ætti að vera
rit sem geymir ýmis menningar-
mál, atburði og hvers konar
sögulegar heimildir sem snerta
Suður- og Norður-Þingeyjar-
sýslu. Þetta rit hefur komið út ár-
lega og er eitt útbreiddasta átt-
hagarit sem gefið er út á landinu.
Sjálfur skrifaði Jóhann töluvert í
Arbókina, var lengi í ritstjórn-
inni og sá um allar fjárreiður til
1979.
Þegar sýslumannshjónin hættu
störfum gáfu Þingeyingar þeim
fagurt málverk frá æskubyggð Jó-
hanns Dalsmynninu. Þar sést
Fnjóskáin liðast, silfurtær í hinu
fallega umhverfi, gjöfinni fylgdu
þakkir fyrir merkileg menningar-
störf í þessari byggð.
Hjá frændfólkinu í Skarði fékk
hann land undir sumarbústað,
sem hann byggði og nefndi
Skaptahlíð. Þar var hans uppá-
halds gróðurreitur, þar kunni
hann við sig, í sambýli við
skóginn, blómin og fuglana, enda
lágu þar hin léttu spor smala-
drengsins. Þarna var gott að
dvelja í önn dagsins.
Ég hefi áður sagt að Jóhann
nefndi íbúðarhús þeirra hjóna
Tún. Það fór vel á því, hann var
ræktunarmaður mikill, vann tölu-
vert að skógræktarmálum og
kom sér upp stórum trjágarði við
íbúðarhúsið. Grenitrén skarta að
sjálfsögðu fagurgræn en núna á
síðustu haustdögunum, þegar
laufin eru nær öll að falla af al-
askaöspinni í garðinum þeirra
hjóna, féll þessi sterki stofn Jó-
hann Skaptason. hann var allur,
hann skildi eftir sig menningar-
sögu, sem Þingeyingar gleyma
ekki og þakka honum.
í fölva haustlitanna leggur
hann nú á heiðina í átt til landa-
mæranna eilífu til móts við móð-
ur sína og föður. sem hann unni
svo mjög.
Við hjónin þökkum Jóhanni
Skaptasyni fvrir vináttu og sam-
starf og sendum Sigríði Víðis
samúðarkveðjur og óskum henni
blessunar í skjóli góðra frænda
og vina.
Finnur kristjánsson.
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
Listmálun
Olíulitir, vatnslitir
í túpum, pastellitir.
Vatnslitapappír
í blokkum og örkum.
Málverkastrigi,
blindrammar.
Penslar - Fixativ.
A-B búðin
Kaupangi sími 25020.
sem auglýst var í 81., 83. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981
á fasteigninni Ásabyggð 4, vesturenda, Akureyri, þingl. eign
Árna Vals Viggóssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnun-
ar ríkisins, veðdeildar Landsbanka Islands, Gunnars Sólnes
hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Ragnars Steinbergssonar
hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 1. nóvtínber 1985 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 73., 80. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Helgamagrastræti 7 hluta, Akureyri, þingl. eign
Péturs Helgasonar og Ásu Ásbergsdóttur, fer fram eftir kröfu
innheimtumanns ríkissjóðs og bæjargjaldkerans á Akureyri á
eigninni sjálfri föstudaginn 1. nóvember 1985 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 73., 80. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Kambsmýri 8, Akureyri, talin eign Magnúsar
Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands,
Reykjavík, Gunnars Guðmundssonar hdl., Péturs Guðmunds-
sonar hdl. og Brunabótafélags islands, Akureyri á eigninni
sjálfri föstudaginn 1. nóvember 1985 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Frostagötu 3C, A-hluta, Akureyri, þingl. eign
Eikarinnar hf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, bæjarajaldker-
ans á Akureyri, innheimtumanns ríkissjóðs, Ólafs B. Árnason-
ar hdl. og Brunabótafélags íslands, Akureyri á eigninni sjálfri
föstudaginn 1. nóvember 1985 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 73., 80. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Móasiðu 3A, Akureyri, talin eign Haraldar Ó.
Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands, Akur-
eyri á eigninni sjálfri föstudaginn 1. nóvember 1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á
fasteigninni Grenilundi 7, Akureyri, þingl. eign Tryggva Páls-
sonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands,
Gunnars Sólnes hrl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Bruna-
bótafélags íslands, Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 1.
nóvember 1985 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.