Dagur - 07.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 07.11.1985, Blaðsíða 11
Málefni aldraðra í brennidepli: Mikil þörf fyrir aukna þjónustu 7. nóvember 1985 - DAGUR - 11 Um næstu helgi, 8.-10. nóv- ember fer fram um land allt söfnun sem ber heitið „Atak fyrir aldraða“. Munu skóla- börn ganga í hvert hús og selja hvítan penna er kostar 100 kr. Eins verður gengið í fyrirtæki. Söfnunarfé verður varið til að bæta aðstöðu fyrir aldraða heima í héraði. Skal nú aðeins nánar greint frá því. Sérstakar nefndir starfa við undirbúning í öllum sýslum á Norðurlandi svo og í stærstu þétt- býlisstöðum. Slíkar nefndir starfa bæði í Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu. Ekki hefur verið endanlega ákveðið í hvað söfnunarfé rennur en margt er nefnt. Það verður ákveðið þegar sést hve mikið hef- ur safnast. Skagfirðingar eru að ljúka við byggingu á elliheimilum bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi. Fénu verður varið til kaupa á húsbún- aði og tækjum í þær byggingar. A Siglufirði er verið að gera stórátak í byggingu íbúða fyrir aldraða og rennur söfnunarfé í þær framkvæmdir. Ólafsfirðingar safna fé til að bæta aðstöðu á Hornbrekku, en það verður nán- ar ákveðið að söfnun lokinni. Á Dalvík og Svarfaðardal mun söfnunarfé renna til að byggja upp föndur og vinnuaðstöðu á Dalbæ, en sú aðstaða nýtist jafnt fyrir íbúa þar sem vilja njóta að- stöðunnar og félagsskapar þar. í Norður-Þingeyjarsýslu mun nefndin ráðstafa söfnunarfénu eins og best þykir, en margt er á döfinni. Verður því ákveðið endanlega í hvað fénu verður varið er sést hversu mikið safnast. Pórshafnarbúar safna fé til að efla þá uppbyggingu sem verið er að vinna að fyrir aldraða. í Suður-Þingeyjarsýslu mun Hvammur, dvalarheimili aldr- aðra á Húsavík fá söfnunarféð til ráðstöfunar. Á Akureyri er ástandið í málefnum aldraðra mjög bágbor- ið, þegar vantar 40 legurými fyrir hjúkrunarsjúklinga. Verkefnið Avarp frá Dvalarheimili aldraðra s.f. í Þingeyjarsýslu Málefni aldraðra eru nú mjög á dagskrá, og skilningur almenn- ings á nauðsyn bættrar aðbúðar aldraðra fer nú ört vaxandi með þjóðinni. Pað er félaginu mikil ánægja að finna eldlegan áhuga fjölmargra fyrir uppbyggingu á öldrunarþjónustu á vegum fé- lagsins m.a. Hvammi heimili aldraðra, sem var fyrsti áfangi uppbyggingar til að búa öldruð- um ánægjulegt ævikvöld í um- hverfi, sem þeim er kært. Hvammur er orðinn miðstöð fyrir margs konar þjónustu fyrir þá, sem verðskulda titilinn „heið- ursborgarar íslensks samfélags". Dvalarheimili aldraðra er sjálfseignarstofnun í eigu þrettán hreppa í Þingeyjarsýslum, frá Raufarhöfn að austan til Ljósa- vatnshrepps að vestan. Félagið var stofnað 1976, til að koma upp og starfrækja heimili fyrir aldr- aða á félagssvæðinu, og stuðla að bættri öldrunarþjónustu. Bygg- ing hins glæsilega heimilis aldr- aðra, Hvamms var djörf ákvörð- un nýstofnaðs félags, er sýnir samtakamátt Þingeyinga, en það er risið og verður vart af okkur tekið. Af ofanrituðu sést að enn er langt í land að endar náist saman þó sveitarfélögin haldi áfram að leggja fram jafnmikið fé árlega. Þörf fyrir aukna þjónustu við aldraða er gífurleg um allt félags- svæðið, og ef félaginu á að takast að standa undir merkjum og efla öldrunarþjónustu sem víðast á svæðinu, verður að koma til stór- átak íbúa í Þingeyjarsýslu. Það er fagnaðarefni nú á ári æskunnar að unga fólkið kveði upp úr og veki menn til umhugs- unar um málefni aldraðra, undir kjörorðinu: „Æskan þakkar fyrir sig.“ Við heitum á alla, að leggja þessu málefni lið og láta fé til þess rakna eftir getu. Tökum vel á móti þingeysku æskufólki er það leitar eftir stuðningi okkar við málefnið, og höfum hugfast: Margt smátt gerir eitt stórt. F.h. Dvalarheimilis aldraðra, Egill Olgeirsson, formaður. Frá Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kynning verður í búðinni föstudaginn 8. nóv. frá kl. 3-6 e.h. á BENSDORP sukkuladi. Margar tegundir. Komid og bragdid á þessari gæðavöru. y Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 sem fjársöfnun í Akureyrar- læknishéraði hefur að markmiði er breyting á Seli 11 í hjúkrunar- bústað fyrir aldraða. Áætlaður kostnaður við breytinguna er á milli 5 og 6 milljónir. Akureyrar- læknishérað hefur 10. þúsund penna til sölu að upphæð ein milljón króna. Vonast er til að íbúar í héraðinu taki vel á móti sölubörnum og að hafa verið gerðar ráðstafanir til sölu á fleiri pennum. Eftir helgina verður gengið í fyrirtæki og þeim boðin hvíti penninn til sölu. Að sögn nefndar sem skipuleggur söluna hér er upplagt fyrir fyrirtæki að byrgja sig upp af pennum og leggja þannig góðu málefni lið. Frá Glerárskóla Akureyri Vegna forfalla vantar kennara í 2/3 stöðu í eðlisfræði og stærðfræði í 7.-9. bekk frá fyrsta desember n.k. Kennslan er öll fyrir há- degi. Uppl. gefur skólastjóri í símum 21395 og 21521. Skólastjóri. Framreiðsla Óskum að ráða tvær stúlkur í framreiðslustörf. Starfsreynsla æskileg. Uppl. á staðnum milli kl. 17 og 19 í dag og fram yfir helgi. Restaurant Laut - Hótel Akureyri. Iþróttafélagið Þór 70 ára Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á afmælisfagnað félagsins er haldinn verður laugardaginn 9. nóv. Hátíðin verður haldin í Félagsborg og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Forsala fer fram í herbergi Þórs í Glerárskóla í dag, fimmtudag og á morgun, föstu- dag, frá kl. 16-18 báða dagana. Nefndin. Hækill og huppur á um 300 krónur kflóið Ýmsir selja lambalæri með hækli og hupp (nárafitu) og lækka þannig kílóverðið. í nýju pökkunardeildinni okkar fjarlægjum við þetta, en pökkum aðeins nýtan- legum hluta lærisins í lofttæmdar um- búðir sem varðveita gæði kjötsins. Við teljum okkur því bjóða hagstæðara verð. Gerðu raunhæfan verðsamanburð! KJÖTIÐNAÐARSTOÐ A K U R E Y R 1 KJÖTIÐ FRÁ OKKUR FÆST ÖLLUM BETRI VERSLUNUM!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.