Dagur - 07.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 07.11.1985, Blaðsíða 5
7. nóvember 1985 - DAGUR - 5 -jnyndböncL Smash Palace Smash Palace er ein af þessum nýsjálensku myndum sem sífellt koma á óvart. í þessari eins og t.d. í Bad Blood er fjallaö um einstaklinginn sem lendir í að- stöðu sem rekur hann síðan til óyndisaðgerða. Ekki er þessi þó eins hörmuleg og Bad Blood. Fyrrverandi kappaksturshetja snýr til heimahaganna með franskættaðri eiginkonu sinni. Tekur við rekstri eins konar bíla- partasölu eftir föður sinn. Unir þar sínum hag en eitthvert óyndi er í konunni. Pau skilja og þá hefst baráttan um umgengnisrétt hans við dótturina. Ekki meira um það nema: „Hún er dóttir mín og ég geri það sem mér hentar," segir aðalsöguhetjan. Þetta er mynd sem snertir svo- lítið við fínu tilfinningunum, svo- lítið hörkuleg en ekki um of. - HS Einkunnagjöf: ***Vi Cotton Club Einhver hafði sagt mér að ég skyldi nú ekki reikna með of miklu af þessari mynd, þannig að ég vænti ekki of mikils. Varð ekki fyrir vonbrigðum, því Cott- on Club er mjög góð. Menn skyldu ekki ætla að hér sé á ferð- inni dæmigerð Mafíumynd frá bannárunum í Bandaríkjunum. Glæpaforingjar eru reyndar ekki langt undan, en myndin snýst um fjölmargt annað, m.a. tónlistina og andrúmsloftið almennt sem ríkti á þessum tímum millistríðs- áranna. Myndin skilar þeim blæ vafalaust mjög vel. Klippingar milli tónlistar- og skemmtiatriða annars vegar, og undirheima- starfseminnar hins vegar eru hreint frábærar. Tæknilega er þessi mynd mjög vel gerð, leikur með ágætum og engir veikir hlekkir þar í. Mest áberandi er Richard Gere, Diane Lane og Gregory Hines. Eins og áður sagði gerist myndin á bannárunum í New York. Jassinn er upp á sitt besta og svertingjar eru í aðalhlutverk- um í Baðmullarklúbbnum. Áhorfendur eru hins vegar ein- vörðungu hvítir. Leynivínsalar berjast um völd og áhrif og gróða og gengur á ýmsu. Francis Ford Coppola og hans mönnum hefur tekist mjög vel upp. í flestöllum öðrum myndum frá þessum tíma er aðeins sýnd ein hlið á mannlíf- inu - glæpamenn með vélbyssur sem brytja hver annan niður. Sem betur fer er þessi ekki ein af þeim. Fyrirtæki sem heitir JB-mynd- bönd hefur séð um fjölföldun á myndinni. Þeir hafa nánast eyði- lagt hljóðið, sem er þó svo mikil- vægt í þessari mynd og fá lægstu einkunn fyrir. Myndin hins vegar allt annan dóm. - HS Einkunnagjöf: **** Arch of Triumph Arch of Triumph er gerð eftir skáldsögu Eridi Maria Remar- ques og mun áður hafa verið gerð mynd eftir þessari sögu. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli sá, að þýskur læknir neyðist til að flýja Pýskaland nazismans nokkru fyr- ir seinna stríð, þar sem hann er af yfirvöldum talinn hafa of mikla samúð með gyðingum. Hann er pyndaður og leikinn heldur illa. Sem flóttamaður í París fær hann að stunda smávegis lækningar, kynnist konu og sér erkióvininn sem lék hann svo grátt. Hann fórnar konunni fyrir hefndina. Þetta er ekki átakamikil mynd, en lýsir býsna vel því ástandi sem ríkti í V.-Evrópu rétt áður en stríðið skall á. Anthony Hopkins fer með aðalhlutverk, auk Lesley Anne Down, Donald Pleasence og Frank Finley og ber sá síðast- nefndi af. Nokkuð góð - þ.e. góð með mínusmerki. HS Einkunnagjöf: **Vi Arlvll w™ TRIUMPH ztn éhrif&ika&a a&'nni þðirb$$§víiki8rin<iar Scum Scum eða Óþokkar fjallar um unglingafangelsi í Bretlandi. Vart er hægt að greina á milli hvorir eru meiri hrottar og óþokkar fangaverðirnir eða pörupiltarnir sem þarna eru geymdir. Þetta er heldur óhugn- anleg mynd, vegna þess að hún lýsir, að sagt er, veruleikanum sem dylst innan veggja ungl- ingafangelsanna í Bretlandi. Upphaflega ætlaði BBC að kvikmynda söguna, sem er eftir Roy Minton, en hörð gagnrýni á samfélagið og opinská lýsing á ofbeldinu sem ríkir á þessum stöðum varð til þess að breska ríkissjónvarpið heyktist á þess- Einkunnastígi: ★★★★★ Frábær ★★★★ Mjög góö ★★★ Góð ★ ★ Sæmileg ★ Afleit Myndirnar eru fengnar að láni hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna í Glerárgötu. ari fyrirætlan. Myndin hlaut hins vegar mikla aðsókn í kvik- myndahúsum. Þetta er svolítið óhugnanleg mynd og ekki fyrir þá sem ekk- ert aumt mega sjá. - HS Einkunnagjöf: ***Vi IJrvals rafgeymar á góðu verði í alla bíla, líka vörubíla, vinnuvélar, og dráttarvélar. nestin Tryggvabraut 14 Veganesti Krókeyrarstöð Jakkaföt 30%-50% aísláttur aí jakkafötum. Einstakt tækifæri til aö eign- ast ódýr jakkaföt. I <iL A mmin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.